Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞI6ÐV1LIINN Föstudagur X. maí 1964 Núverandi eldflaugafrömuður USA átti hugmyndina Nazistar ætluðu að sk/éta Empire State BuiUing niður ■ Á stríðsárunum átti að sprengj a hæstu byggingu New-York borgar, Empire State Building, í loft upp til þess að skjóta Bandaríkjamönnum skelk í bringu. „Undra- vopn“ Hitlers, fjarstýrð eldflaug, átti að vinna verkið, og tveir njósnarar voru komnir á land í Bandaríkjunum til þess að beina eldflauginni í mark. Eldflaugasérfræðingur Hitlers, Wernher von Braun, átti hugmyndina að þessu. Hann er nú einn helzti eld- flaugasérfræðingur Bandaríkjanna. Áformið var gert meira aí vilja en mætti. Fyrsta tilraun fór út um þúfur og af ann- arri varð ekkert vegna sóknar sovézka hersins. Vonir Hitlers um að leggja allan heiminn að fótum sér voru brostnar. Austur-þýzki blaðamaður- inn Julius Mader segir frá á- formunum um að sprengja Empire State Building í loft upp í bók sinni „Geheimnis von Huntsville". Honum seg- ist svo frá: Njósnarar á land — öldumar gjálfruðu. í gúmmíbátnum voru tveir menn. Fyrir stafni lá strönd Bandaríkjánna. Rétt áðan var kafbáturinn „U 1230“ úr þýzka herflotanum að hverfa tmdir yfirborðið að baki þeirra. Þetta var aðfaranóttin hins 30. nóvember. Það var alskýj- að og glitti ekki í neina stjörnu yfir austurströnd Bandaríkjanna. Bandarísku ratsjárvaktmennimir sváfu auðsjáanlega á verðinum. Hvemig hefði stór þýzkur kaf- bátur annars getað komizt nokkur hundruð kílómetra frá Bandarík j aströnd ? Eftir að „U 1230” hafði kom- ið mönnunum tveimur út í bát- inn gaf skipstjórinn skipun um að halda heim á leið. Án þess að nokkur tæki eftir hvarf kafbáturinn út í myrkr- ið. Gúmmíbáturinn lenti við ströndina. Tveir njósnarar gengu á land í Bandaríkjun- um. Fölsuð vegabréf Framkvæmd áætlunar Himml- ers, sem skírð var „Elster”. eða „Tjón”, var hafin. SD- mennirnir tveir hleyptu úr gúmmíbátnum svo að hann sökk. Þeir þrifu með sér tösk- ur sínar, sem vom með tvö- földum botni fyrir fjármun- ina. Alls höfðu þeir meðferðis 60.000 dollara og demanta myrtra gyðinga fyrir hundmð þúsunda. Auk þess voru þeir með örsmáar ljósmyndavélar. ósýnilegt blek og sérstök út- varpstæki. Sjálíhlaðnar skammbyssur bára þeir innan á sér. Annar hafði falsað vegabréf með nafninu Edward Green frá Bridgeport í Connecticut. Til vonar og var hafði hann annað vegabréf með nafninu Jask Miller. í raun og veru hét hann Erich Gimpel og á skrifstofu leyniþjónustunnar í Berlín var hann merktur SD- maður nr. 146. Gimpel var út- varpsvirki og hafði njósnað fyrir nazista um Bretland og Bandaríkin frá 1935. Höfuð- njósnapaur Hitlers, Canaris, hafði sent hann til Perú, þar sem hann þóttist stunda verzl- unarstörf. I miðju stríðinu fletti bandaríska leyniþjónust- an ofan af ferli hans og hann varð að fara frá Perú. í SD- skólum Berlínar, Hamborgar, Haag og Bad Wiessee naut hann frekari fræðslu um vinnubrögð leyniþjónustunnar. Félagi hans, sem skráður var hjá leyniþjónu&tunni sem 146/11 var bandarískur fasisti af þýzkum ættum, William Curtis Colepough að nafni. Hann var SS-maður og gekk undir nafninu Billy meðal fé- laga sinna. Hann var einn bezti nemandi Ralph Hudsons prófessors við Massachusetts Institute of Technology. Hann aðhylltist sjómmálaskoðanir nazista og varð landráðamaður með þvi að njósna fyrir nazista- konsúlinn í Boston í mörg ár. Þá komst up um hann, en honum tókst að fiýja til Þýzkalands gegnum Argentínu og Portúgal. SS fól honum síðan hættulegustu störfin. Áætlunin Elster Takmark hemaðaráætlunar Himmlers, sem kölluð var ,,Elster“ var fyrst og fremst: 1. að koma stómm eldflaug- um í mark í New York með loftskeytum. -----------------------------«> 2. að njósna um atóm- sprengjuframl. Banda- ríkjamanna. 3. að smygla skemmdar- vei'kamönnum frá Suður- Ameríku til Norður- Ameriku til þess að spilla fyrir vopnaframleiðslu Bandarikjamanna. Eftir stríð komst Bretinn Newmann í áætlunina og lýs- ir henni svo: — Þjóðverjar ætluðu m.a. að tilkynna fyrirfram. að Em- pire State Building í New York yrði skotin niður einhvern vissan dag. Þetta hefði haft miklu meiri sálræn áhrif en ef byggingin hefði verið sprengd af tilviljun. Þetta var sniðug hugmynd — og ef hún hefði verið notuð á drama- tískan hátt, hefði hún án efa valdið skelíingu. En skilyrðið fyrir þessari áætlun var skotvopn, sem hitti í mark. Ef búið var að nefna Empire State Building og sprengjan hitti við hliðina á henni, væri allt unnið fyr- ir gýg. Góð hugmynd Skorzeny, sem naut mikils trúnaðar hjá Hitler sem njósn- ari og skemmdarverkamaður, velti fyrir sér tveimur hug- myndum. önnur þeirra hefur nú öðlazt gildi í raunvemleik- anum: ratsjárfjarstýrðar eld- flaugar. Þjóðverjar voru þá að gera tilraunir með nýtt tæki, sem átti að stýra eld- flauginni — ekki þaðan sem hún kom — heldur frá sjálfu markinu. Maður í þjónustu <S> Þjóðverja átti að vera á staðnum og koma tækinu fyr- ir á réttu augnabliki í Empire State Building. Tækið átti að vera í gangi stutta stund og draga eldflaugina að sér eins og segull. Þetta þótti Himmler vera góð hugmynd! Empire State Building — hæsta bygging New York borgar. Na*- istar ætluðu að sprengja bygginguna í loft upp til þess að skjóta Bandaríkjamönnum skelk í bringu. reiknað út, að ekki hefði einu sinni verið unnt að draga nógu langt. 8. janúar, 1945, mistókst fyrsta tilraun Wernhers von Braun að skjóta slíkri eldflaug. Njósnarar teknir Á meðan var búið að hand- taka njósnarana tvo. Það var hatursmaður fasista, sem kom bandarfsku leyniþjónustunni á sporið. Tom S. Warren. Cole- pough viðurkenndi á stundinni, en reyndi að skella skuldinni á Gimpel. Þeir vora báðir dæmdir til dauða og Banda- ríkjamaðurinn var tekinn af lífi. Þýzki SS-maðurinn Gimp- el var náðaður af Truman for- seta og fékk ævilangt fangelsi. sem síðar var breytt í 30 ár. Seinna tókst vestur-þýzku stjóminni að fá hann lausan. Braun reynir enn Óheppni eldflaugasmiðurinn von Braun missti ekki kjark- inn við þessi lítilfjörlegu mis- tök. Hann kom með nýja til- lögu um, að sjálfsmorðsflug- maður yrði sendur til New York til þess að sprengja borg- ina í loft upp. En hann fékk ekki að reyna sig í þetta sinn, þar sem sovézki herinn sótti inn í landið og batt enda á draumóra hans. En von Braun gafst ekki upp. Nú er hann í Bandarfkj- unum — heiðraður og virtur. Stríðsglæpamaðurinn von Braun er álitinn einn helzti eldflaugafrömuður Bandaríkj- anna. SAMKEPPN! um merki fyrir Kópavogskaupstað. pessar trcskuró. ■ ,iiyiid,i ci u írá iíj'tciiliuidi, l* ij >u innbyrðisdeiiuin cskimóannd. Kagssumik var sterkur veiðimaður, sem ræðnr niðurlögum margra fjandmanna sinna áður en þeir fá yfirbug- að hann. Á annarri myndinni hefur hann komið auga á mennina á kajökunum, en tekur ekki eftir hinum tveimur, sem hafa laumart aftan að honum. Vemdarfugl hans, himbriminn, skrækir ofan af þakinu hinum til viðvörunar — en óvúúr hans leggja hann með örvarskoti. Von Braun reynir í bók Maders segir áfram: — Hinum megin á hnettin- um var Wernher von Braun SS-Sturmbannfuhrer að reyna sig. Hann ætlaöi að gera Þjóð- verjum kleyft að senda eld- flaugar til Bandaríkjanna. Frá því 1941. mörgum mánuðum áður en Bandaríkjamenn tóku þátt í stríðinu, lá tillaga von Brauns í pósthólfi hans — samþykkt af Hitler. Þessi til- laga var um langdrægar eld- flaugar, sem áttu að hitta Bandaríkin. . . . ..... I byrjun ársins 1944, þegar SS lagði alla krafta sína í að koma Bretum og Banda- ríkjamönnum til þess að gera sérfriðarsamning við Þjóðverja átti von Braun langt einka- samtal við Hitler. Hann út- skýrði fyrir honum áform sín að ráðast á Bandaríkin með eldflaugum. Og það þótt snöggt um færri eldflaugar af gerðinni A-4 væru í lagi en æskilegt var. Eins og von Braun hafði búizt við, greip Hitler dauðahaldi í þetta hálmstrá. Frakkinn Albert Ducroq komst að þessari niðurstöðu eftir stríðið: — Tæknileg undirstaða fyr- ir smíði þessarar eldflaugar var í molum. Flugbrautin, sem reiknað hafði verið með var algjörlega óraunhæf, af því að unnið var að eldflauginni í slíkum flýti. að ekkert var gjörhugsað. Seinna var það Bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar hefur ákveðið að efna til samkeppni um merki fyrir kaupstaðinn. Er hér með gefinn kostur á að senda tillögu að slíku merki. Upp- drættir skulu vera 12x18 cm að stærð, eða svo, limdir á karton 14x21 cm, og skulu sendast undirrituðum fyrír 1. ágúst n.k. Umslag skal einkenna með orðinu — Merki — og 5 stafa tölu. Nafn höfundar fylgi í sérstöku um- slagi, vandlega lokuðu, merktu með sömu tölu. Kr. 10.000,00 verðlaun verða veitt fyrir það merki, sem kann að verða valið, og áskilur bæjarstjórn Kópavogs- kaupstaðar sér rétt til þess að nota það merki að vild sinni án frekari greiðslu fyrir notkun þess. Kópavogi, 28. apríl 1964. Bæjarstjórinn. í Reykjavík, Freyjugötu 41. Sýning á verkum nemenda verður opnuð laugardaginn 2. maí kl. 2 e.h., í húsakynnum skólans, Ásmundarsal. — Opið á laugar- dag og sunnudag frá kl. 2 til 10 e.-h. og á mánudag frá kl. 6 til 10 e.h. Allir velkomnir — Aðgangur ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.