Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILJINN Sunnudagur 3. maí 1964 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Liði fylkt 1 maí 1964 varð samfylkingardagur eins og til -*-• var stofnað. Þúsundir reykvísks alþýðufólks svöruðu kalli 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna, komu með í kröfugöngu dagsins og gerðu úti- fundinn á Lækjatorgi einn hinn stærsta sem þar hefur verið haldinn. Hinir mörgu fánar verkalýðs- félaganna, sumir virðulega lúnir af mörgum veðr- um eins og Dagsbrúnarfáninn, aðrir spánnýjir, settu svip á gönguna og fundinn. Auðfundið var við hvern sem talað var, að alþýðu Reykjavíkur þótti vænt um einingu þessa dags og vo'ttaði henni stuðning. Oamfylkingin um hagsmunamálin 1. maí er eins ^ konar framhald af þeirri óvenju víðtæku samstöðu sem náðist í átökunum í vetur, þegar verkalýðssamtökin stöðvuðu á síðustu stundu samþykkt á þvingunarlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar og knúðu fram verulegan samningaár- angur gegn algjöru skilningsleysi og þvermóðsku atvinnurekenda. Þannig hefur t.d. nú náðst sá árangur að verkalýðshreyfingin fylkir sér alveg einhuga um kröfuna um verðtryggingu kaupsins og bar hana hátt þennan 1. maí. Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórnin og flokkar hennar gerðu það að meginatriði að ,,taka vísitöluna úr sambandi“, afnema með meirihluta sínum á Al- þingi þann vísi að verðtryggingu sem verkalýðs- félögin höfðu knúið fram. Og sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn létu sér ekki nægja að afnema með lögum þetta atriði í frjálsum samn- ingum verkalýðsfélaga, heldur létu beinlínis banna með lögum að taka mætti upp neina slíka verðtryggingu kaupsins. Á Alþingi og í blöðum Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins var þessu mótmælt sem fásinnu og árás á verkalýðs- samtökin. Nú er svo komið að þessi kenning ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur beðið herfilegan ósigur, öll verkalýðs- hreyfingin stendur fast að baki kröfunni um verð- tryggingu kaupsins. Annað atriði má nefna. í hinu sameiginlega á- varpi verkalýðsfélaganna í Reykjavík var al- gerlega vísað á bug þeim áróðri ríkisstjórnarinn- ar og blaða hennar, að kauphækkanir verkamanna séu undirrót og orsök verðbólgu og dýrtíðar. Báð- ir ræðumanna útifundarins voru á einu máli um að kaupgjaldsbaráttan hefði verið varnarbarátta undanfarin ár, kauphækkanirnar komið á eftir hinum skefjalausu verðhækkunum og ekki tekiz't að varðveita kaupmátt launanna, hann hefði átt að aukast verulega þessi ár. Leiðrétting kaupsins verður að fást. Báðir ræðumanna á Lækjartorgi lögðu áherzlu á vilja verkalýðshreyfingarinnar til friðsamlegrar lausnar í samningunum 1 vor. En þeir ítrekuðu báðir þau ummæli ávarps dagsins. að ætti að neita sanngjörnum kröfum verkalýðs- félaganna nú á þessu vori. hlyti verkalýðshreyf- ingin að beita öllum samtakamætti sínum til að knýja þær fram. — s. legur sem þáttur stjómanda, kórs og hljómsveitar verður að teljast, hefði árangur aldrei orðið svona glæsilegur, ef ekki -hefði verið á að skipa því samvalda liði einsöngvara, sem þarna kom fram. Þau Eygló Viktorsdóttir, Sigurveig Hjalte- sted, Sigurður Björnsson og Kristinn Hallsson eru öll góð- kunnir söngvarar og hafa gef- ið efni til þess, að mikils sé af þeim krafizt, og þau hafa væntanlega engum valdið vo;n- brigðum á tónleikum þess- um. Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur Karlakór Reykjavíkur efndi nýlega til vorsamsöngs að venju, og fór hann fram í Austurbæjarbíói. Efnisskráin hófst á hinu kunna lagi „Sverrir konungur" eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Tveir aðrir fslendingar áttu þarna lög, þeir Jón Ásgeirsson, sem er tónlistarhlustendum hér áður kunnur, og Stefán Ólafsson, sem ekki mun fyrr hafa átt verk á efnisskrá tón- leika, en lag hans, sem hér var flutt, „Legg í lófa karls“, var mjög geðþekkt, þó að lít- ið væri. Af íslenzku efni var þama enn fremur þjóðlagið „Forðum tíð einn brjótur brands“. Af útlendu efni er minnisstæðast fallegt lag eft- ir finnskt tónskáld, Toivo Kuula, enska þjóðlagið „Greensleeves11, rússneska þjóðlagið „Kalinka", hið al- kunna lag „Söngur ferju- mannsins á Volgu“ og ágætt lag úr óperunni „Desembrist- ar“ eftir rússneska tónskáld- ið Shaporín. Kórinn tfór yfirleitt mjög vel með þessi' verkefni sín, en honum stjórnaði að þessu sinni eins og um nokkurt skeið að undanförnu Jón S. Jóns- son, sem einnig hafði raddsett sum af lögunum, er kórinn söng. Það setti og sérstakan svip á þessa tónleika, að kór- inn naut aðstoðar svo ágætra söngvara sem Svölu __Nielspn, Guðmundar Guðjórísso.nar og Guðmundar Jónssonar, en Ás- geir Beinteinsson lagði af mörkum mjög gó'ðán,nííftfflir- leik. B. F. ÞRENNIR SÖNGLEIKAR Pólífónkórinn er nú kominn á sjöunda árið. Hann var stofnaður að frumkvæði Ing- ólfs Guðbrandssonar, sem jafnan hefur stjórnað honum síðan. Kórinn hefur haft merku hlutverki að gegna í tónlistar- lífi höfuðstaðarins og rækt það með sóma. Hefur hann efnt til tónleika ár hvert, síð- an hann var stofnaður, og má segja, að samsöngur hans hafi jafnan verið athyglisverður viðburður á tónlistarsviðinu. Nú fyrir skömmu efndi kór- inn enn til samsöngs í Krists- kirkju í Landakoti. Á efnis- skrá voru aðallega verk eftir tónskáld fyrri tíma, sem sé 16. aldar tónskáldin Orlando di Lasso. Giovanni da Pal- estrina og Carlo Gesualdo, og svo sálmalög í raddsetningu J. S. Bachs Söngur kórsins var eins og að undanförnu mjög jafnvægur og áferðarfallegur, og hæfði flutningur allur mætavel bæði efni og um- hverfi. Eitt nútímatónverk var þarna á efnisskrá, flokkur kór- laga við nokkra Davíðssálma eftir svissneska tónskáldið Willy Burkhard, og var það mjög fróðlegt áheyrnar. Dr Páll ísólfsson lék undir á kirkjuorgelið og flutti auk þess sérstaklega af sinni al- kunnu snilld tónverk eftir Georg Muffat, „Passacaglíu í g-moll“ Sáluinessa Mozarts Fjórtándu tónleikar Sinfóníu- sveitarinnar fóru að þessu sinni fram undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Raunar átti söngsveitin Fíl- harmónía þar einnig hlut að máli og sízt minni, því að við- fangsefnið var eitt helzta kór- verk heimstónmenntanna, Sálu- messa Mozarts, þetta verk, sem maður heyrir aldrei án þess að harma sáran, að höf- undinum skyldi ekki endast aldur til að ljúka við það sjálfur. Þann vanda að þjálfa söng- sveit og hljómsveit undir flutn- ing þessa verks hafði söng- stjórinn leyst af hendi með þeim ágætum, sem hans var von og vísa. Flutningurinn sjálfur bar þessu vitni. Yfir honum var sá , skýrt markaði heildarsvipur, sem er yfirleitt eigi sizt því að þakka, að rækt hefur verið lögð við smáat- riðin (en þau eru að Öllum jafnaði éngan vegirin nein aukaatriði). En svo lofsam- Friðjón Stefánsson: Leiðinlegur málflutningur rithöfundar f 1. maí-blaði Þjóðviljans er greinarkorn eftir Jón úr Vör undir fyrirsögninni: „Leiðin- legur atburður á rithöfunda- fundi“. þar sem talað er um sem „mikið harmsefni", að ég hafi óbeint gefið í skyn í greinargerð fyrir tillögu, sem ég flutti á viðkomandi fundi, að Jón Óskar hafi fengið lista- mannalaun að þessu sinni, vegna þess að hann hafi ný- lega gefið út bók, þar sem óhróður birtist um Sovétríkin, og að ég sé að senda honum tóninn í fjarlægt land. Hvað á nú svona málflutn- ingur að þýða hjá Jóni úr Vör? Á fundinum var honum þó greinilega bent á, að ég hrósaði Jóni Óskari sem rit- höfundi i umræddri greinar- gerð en lastaði hann ekki, enda þótt allir viti, sem vilja vita það, að hann hefði ekki fundið náð fyrir augum meiri hluta úthlutunarnefndar, ef ekki hefði verið fyrir umgetin skrif í þessari bók. Dæmið um hann tók ég til þess að sanna það. sem fram kemur í tillögunni. þ.e. ógeðslega viðleitni meiri- hluta úthlutunarnefndar lista- mannalauna til þess að níðast á róttækum höfundum, með öðrum orðum grímulausa skoð- anakúgun Ég bentj á, að Jón Óskar hafi einnig verið ofsótt- ur. meðan hann var talinn of róttækur. Þegar meirihluti nefndarinnar áleit, að hann væri það ekki lengur, hætti hún að ctfsækja han. Ég sagði orðrétt; „Það er síður en svo, að ég álíti þennan höfund ekki verðan listamannalauna sinna . . “ Dæmið um Jón Óskar er tekið, vegna þess, hve ljóst það liggur fyrir. En hvergi ; grein- argerð minni er á hann deilt eins og hver og einn getur kynnt sér með því að lesa hana. en hún birtist í Þjóð- viljanum 29. apríl. Ég hef i dag póstað þessa greinargerð til Jóns Óskars é- samt grein Jóns úr Vör og beð-<s>. ið hann um skriflegt svar við því, hvort ég deili á hann í henni. Vonandi liggur svar hans fyrir á næsta félagsfundi okkar. svo að séð verði, hvern- ig þessi sameiginlegi kunningi okkar Jóns úr Vör lítur á mái- ið. Á þeim fundi verður tillaga mín um vítur á meirihluta út- hlutunarnefndar tekin fyrir. Þegar hún kom fyrir á síðasta fundi voru aðeins 12 eða 13 viðstaddir, og það er fámenn- ur fundur Tillaga þessi er svo að segja nákvæmlega eins orð- uð og tillögur bær, sem sam- bykktar voru einróma tvö síð- astliðin vor á fjölmennum fundum Það eru alvarlegar á- sakanir. sem koma fram í þess- um tillögum. i rauninni mörg- um sinnurr alvarlesra mál, heldur en þótt ég hefði í grein- argerð deilt á einn einstakan höfund — sem ég hins vegar alls ekki gerði. Það er mál, sem ekkí er hægt að fara í kringum eins óg köttur í kring- um heitt so-ð, eins og þeir skáldbræðurnir séra Sigurður í Holti og Jón úr Vör reyndu að gera á umgetnum fundi. Ef ég þekkti ekki Jón úr Vör að því að vera velviljað- an heiðursmann, myndi ég freistast til að halda, að þessi misheppnaða tilraun hans til þess að búa til píslarvott úr Jóni Óskari, væri ætluð til þess að gera hosur sínar græn- ar fyrir meirihluta úthlutunar- nefndar með því að afsaka vinnubrögð hennar. En Svo litlir karlar megum við ekki vera, hvorki óviljandi né vilj- andi. Stalíi brenndur? PARlS 2. maí. — I gær var í leiðara í málgagni albanska kommúnistaflokksins Zeri i pop- ullit ráðizt harkalega að Krúst- joff og stefnu hans og sagt að hjá honum mætti finna allar þær sviksamlegu kenningar sem endurskoðunarmenn og liðhlaup- ar hefðu gert sig seka um áðrrr. Og var því spáð að stefna Krúst- joffs myndi fá illan enda og ömurlegan. I þessari grein er því einn- ig haldið fram að líkami Stal- íns, sem um skeið lá smurður við hlið Lenins á Rauða torginu í Moskvu, hafi nú verið brennd- Sprenging SAIGON 2/5. — Sprenging varð í amerísku flutningaskipi í höfninni í Saigon, Suður Víet- Nom í dag og liggur það nú á fljótsbotni. Ætlað er að hér hafi skæruliðar Viet-Cong ver- ið að verki. VatnasvæBi ElliBavatns Veiðifélag Elliðavatns hefir í umboði jarðeigenda á svæðinu, ráðstöfunarrétt á allri veiði í vötnum og ám á svæðinu. Er því hér með öll veiði í þessum vötnum bönnuð, nema samkvæmt leyfi útgefnu af félaginu. Veiðileyfi verða fyrst um sinn seld að Elliðavatni og Vatnsenda. Jafnframt tilkynnist að umferð vélknúinna báta um vötnin er bönnuð. Veiðifélag Eliiðavatns. i i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.