Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 8
3 BIBA ÞIÖÐVnJINN Sunnudagur 3. maí 1964 RAYMOND POSTGATE: kins — það er að segja ef þér hafið myndað yður ákveðna skoðun? Ungfrú Atkins var ekki sér- lega svipfalleg. Hún kipraði saman varimar. Augu hennar voru ósýnileg bakvið glampandi gleraugun og sléttgreitt svart hárið var eins og hárkolla. — Það hef ég vissulega gert, sagði hún og málblær hennar var úr fátækrahverfi, snurfusað- ur af þjónustrjauðmýkt. — Mér virðist þetta liggja í augum uppi og við ættum að geta lok- ið þessu af í skyiidi og komizt heim. Það var eitrað fyrir dreng- inn með bergfléttufrjódufti: eng- um dettur f hug í alvöru að það hafi verið neitt slys. Konan keypti blaðið þar sem hún fraeddist um, hvernig ætti að fara að því, hún fær stórfé við lát hans og hún var i herberg- inu þegar eitrinu hlýtur að hafa verið blandað f matinn. Eins og saksóknarinn sagði, þá er varla hægt að hafa þetta augljósara, fyrst hún var ekki bókstaflega staðin að verki. Og það gerist yfirleitt ekki — fólk fremur ekki morð þegar verið «ar ..að horfa á það. Allt það sem verj- andinn sagði var ímyndun, ekki staðreyndir. Auðvitað var það alveg satt sem hann sagði, að ef við erum í einhverjum vafa, þá eigum við ekki að sakfella. En dómarinn talaði um sanngjarn- an vafa og sá vafi er ekki til staðar. Hún hafði tilefnið. tæki- færið. meðaiið og það sást næst- um til hennar. Já, eins bg ég sagði, fyrst hún var ekki bein- línis staðin að verki, þá getur þetta ekki vissara verið. Ég er HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðslo og snyrtistofa STETNU og DÖDÖ Laneavegt 18 m b. ílyfta) SfWT 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMT 33968. Hárgreiðslu- og ■nyrtistofs, Dömur! Hárgreiðsla «dð allra hæfL TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. - StMT 14662.____ HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Langavegi 13 — SÍMi 14656. — Nnddstofa á sama stað — alveg viss í minni sök: Ég segi Sek. — Já. Ójá. Það er einmitt það. Herra Propesgrove hafði ekki átt von á neinu í þessa átt. — Auðvitað, fyrst þér eruð svona vissar, þá er ekki nema sjálfsagt að segja það. En ég held nú samt að það komi fleira til en þetta. Ef til vill er hin konan ekki alveg eins dómhörð. Frú Morris? Alice Morris hafði púðrað á sér nefið og snyrt á sér andlit- ið meðan Viktoría var að tala. Hún hafði að nokkru lagt eyrun við því sem þessi ljóta kerling 33 var að segja; á meðan hafði hún horft með andúð í augun sem hún mætti alltaf í litia speglin- um, sem útilokaði allt annað úr andlitinu, sem annars kynni að .gefa þeim innihald. Heimskulgg augu. perluaugu, hversdagsleg augu. Les hafði samt sagt að þau væra falleg. Hún, var reiðu- •búln og* beið þéss áð herra Pop- esgrove avarþáði ’hana. — Ég get ekki séð að ungfrú Atkins sé sérlega dómhörð. Mér finnst ekki að konur í kviðdómi ættu að líta öðrum augum á vitnisburð en karlmenn. Ég veit að við erum álitnar meira veik- geðja og blíðari og þar fram eftir götunum, en mér finnst það alls ekki koma málinu við. 1 rauninni þurfum við fremur á vemd laganna að halda en karl- menn; og ég er viss um að allir myndu fyrirlíta konu, sem léti glæpamann ganga lausan af til- finningasemi. Annaðhvort er fanginn sekur eða ekki sekur: við verðum að taka ákvörðun um það eitt og láta allt annað liggja milli hluta. — Ungfrú Atkins rökstuddi mjög vel sitt mál og staðreynd- imar virðast allar benda i sömu átt. Ég skal ekki endurtaka neitt af þvi. Ég ætla aðeins að bæta einu atriði við og það er þetta. Við verðum að íhuga skapgerð konunnar. Hefði hún verið blíðlynd og góð, þá er ég ekki frá því að ég hefði verið á báðum áttum og viljað rann- saka vitnisburðinn betur ef eitt- hvað hefði farið fmmhjá mór En hvers konar kvenmaður er þetta? Ég verð að segja, að mér datt ýmfrfegt í hug þegar ég heyrði fyrst «m hvemig hún hefði farið með kanínuna. Barn- inu fyrir beztu, ekki nema það þó! Ég hef aldrei heyrt aðra eins hræsni. Að hugsa sér hana standa þarna og búin að troða gæludýri vesalings barnsins inn í gasofninn og hún vamar drengnum inngöngu og virðist hafa gaman af öllu saman. Kona sem fer svona að ráði sínu, get- ur gert hvað sem er. Ég væri ekki sátt við samvizku mína ef hún gengi laus út úr þessum réttarsal með allan auðinn sem hún hafði uppúr þessum glæp. — Ég lít svo á að hún sé hættuleg og vond kona og við verðum að vernda þjóðféiagið fyrir fólki eins og henni. Ég vona að ég tali ekki alltof vítt og breitt, en mér finnst það skipta miklu máli að allir standi saman og styðji lögregluna og réttvísina. Alls staðar er verið að fremja ofbeldisglæpi og lög- reglan hefur ekki nóg vald. Þeg- ar hún lætur til sín taka, ætti hún að finna að óbreyttir borg- arar eins og þið og ég, vilja styðja hana í stað þess að láta útsmogna lögfræðinga glepja sig. Mér féll ekki við þennan verj- anda og ég treysti honum ekki. Mér þykir leitt ef ég tala of mik- ið. Ég lít svo á að hún sé sek. Herra Parham Groves, sölu- maður í alfræðibókum og næst- um því heldri maður. talaði án þess að hann væri spurður. Hann sat næstur frú Morris, hafði flýtt sér að tylla sér í nánd við eina snotra kvenmanninn. Hann hefði getað ímyndað sér að Popesgrove myndi næst spyrja hann. Hann beið að minnsta kosti ekki eftir því. Ekkert var honum ljúfara en að vera sammála laglegri stúlku um hvað sem var. 1 heimi sem sýndi honum yfirleitt fyrirlitningu og ruddaskap, hjálpaði þetta honum til að tryggja sér þá einu sigra sem hann var yfirleitt fær um að vinna. — Ég er fyllilega sammála, sagði hann. — Þetta er mjög vel sett fram, ef mér leyfist að segja það, frú Morris. 1 rauninni eru staðreyndir málsins augljósar og innræti konunnar ræður úrslit- um. Enda er varia við öðru að búast. Hvað var þessi kvenmað- ur áður — afgreiðslustúika hjá tóbakssala. Hún giftist upp í stétt, þar sem Jiún átti ekki heima. Hún óð í peningum, þeg- ar hún var ekki hæf til annars en — tja, hvað átti hann nú að segja? Sumt af þessu fólki virt- ist Ifka hálfgerðir lubbar. Það var vissara að fara að öilu með gát. — hæf til alls annars. Ef svona kona er tekin útúr sinni stétt. þá verður hún gereyði- lögð. Hún átti peninga, og nú vildi hún meira. Þetta er ó- merkileg persóna — og allsendis ómenntuð. Og þetta eru afleáð- ingarnar. Francis Allen, skáldlegi sósí- alistinn, hafði verið að reyna að koma við marxískri túlkun á málinu. en þetta gekk of langt. — Þvættingur, sagði hann. — Þetta er hrein og klár þröng- sýni og stéttarfordómar. Hann talaði mjög hátt og hann var rauðtrr í framan. — Herrar mínir! andmælti for- maðurinn. — Ég legg til, sagði dr. Holm- es og greip fram í með sinni beztu fræðimanns- og fyrirlestr- arödd, að við athugum hin raun- verulegu sönnunargögn eins ró- lega og unnt er og án þess að hleypa o> kur í æsing. Ég tel ekki ólíklegt að ég geti orðið að ein- j hverju liði. í slöðu minni verð j ég áag hvern að vega og rrwrta ' sönnunargögn — að vísu annars konar sönnunargögn, en sönn- unargögn engu að síð- ur. Ég er menntamaður, kennari við háskóla í Oxford, og ég hef varið mestum hluta ævi minnar í að lagfæra afbakaða texta fornra höfunda. Handritin hafa komið í hendur okkar mjög brengluð og án þess að vilja þreyta ykkur með lýsingu á starfi mínu, vil ég segja það eitt, að til þess að komast sem næst hinum upphaflega texta, verðum við að vega og meta gildi margs konar mismunandi sönnunargagna. — Þegar ég hlýddi á þessi réttarhöld, spurði ég sjálfan mig: — Hvaða vitnisburð hlýt ég að taka góðan og gildan? Og hvað er það sem telja má tor- tryggilegt eða annars flokks sannindi? Dr. Holmes þagnaði til að rasskja sig með fremur ó- skemmtilegu hljóði og til þess að safna saman gögnum í næstu setningu. Nú var hann búinn að sannfæra sjálfan sig um að hann hefði í rauninni skilgreint alian vitnisburð á þennan hátt sem hann hafði lýst. Hefði hann ver- ið meira fyrir sjálfkönnun, hefði hann tekið eftir því að sann- færing hans hafði ekki orðið ör- ugg fyrr en félagar hans í dómn- um voru búnir að tala. Næst- síðasta ræðumann hafði hann álitið tilgerðarlegan snobb úr lægri millistétt, heimatilbúinn hálf-heldrimann. sem hékk í miðlungs tennisklúbbum og stældi Oxfordstúdenta í fasi og klæðaburði. Það veitti ekki af að taka hann í karphúsið. Og kvenmennirnir höfðu örugglega rangt fyrir sér og það var hlægi- legt að þær skyldu bera fram sínar héralegu hugmyndir, áður en hann var búinn að tala. Honum hafði svo sem staðið á sama um ófríðu og ólundarlegu konuna í svörtu fötunum. Hún leit út eins og vinnukona og tal- aði sem slík: hún virtist vera af þeirri tegund kvenna sem ein- ar allra ollu dr. Holmes eng- um óþægindum. Þjónustustúlkur voru ómissandi og einhver þurfti að taka til í herbergjum kari- mannanna og þvo stigana. Það var af slæmu skipulagi að svona kvenmaður skyldi valin í kviðdóm, en hún var þó ekki fyririitleg persóna. öðru máli gegndi um hina konuna, sem auðvitað var líka blóðþyrst eins og allar konur. Hún var sýni- lega heimsk og kunni ekki að skammast sín; hún málaði og snyrti á sér andlitið á almanna- færi, þegar hún átti að vera að taka ákvörðun um hvort mann- eskja skyldi lifa eða deyja. Það var ilmvatnslykt af henni; hún var ekki annað en máluð og lyktandi kvensnift. Það var ekkert sem dr. Holmes óttaðist og hataði meira en kvenkynið. Fyrst Alice Morris hafði greitt atkvæði með sekt, þá var nokk- um veginn vist, að hann myndi greiða atkvæði með sýknu. — Ég leit svo á, að næstum allan munnlega vitnisburðinn, hélt hann áfram, yrði að flokka undir hið síðamefnda. annars flokks vitnisburð. Munnlegur vitnisburður kemur til okkar gegnum truflandi miðil — mannshugann. ÖIl Ijúgum við að vissu marki, aðeins vegna þess að minnið er stopult og aldrei nákvæmt eins og myndavél. Mér fannst þetta eiga sérlega vel við um vitnin sem við hlýddum á í be«su máli. Það em lögreglu- þjónamir — þeir eru eflau«t heiðariegir. en þeir hafa eðli- SKOTTA Þótt mcr sé nú yfirleitt heldur lítið um bróður minn gefið, hef ég samt samvizkubit þegar ég fer út að keyra án þess að taka hann með. Byggingarvörur Plastplötur í ýmsum litum á borð og veggi. —í viðarlíkingu: Síamteak og Indianteak, staerð 130x 280 cm. Plastplötur á borð, stærð 0,65x280 cm. Plasthúðaðar plötur (Wiru tee). Stærð 200x260 cm. Mjög hentugar í ýmsan klæðning á veggi og skápa. Margir litir. Ennfremur þakjárn og saumur. — Allar stærðir. — Málningarvörur o.m.fl. Þakpappaverksmiðjan, Silfurtúni við Hafnarfjarðarveg. Sími 50001. Útgerðarmenn Höfum tekið í notkun fullkomin stillitæki fyrir olíuverk og eldsneytisloka (spíssa). Starfsmaður okkar þjálfaður hjá Simms, International Ltd. verksmiðjunum og hjá Merlin, Engineering Co. annast stillingar. Tökum einnig afmælingar (dia- gram) af vélum í bátum og skipum. Simms-umboðið á íslandi, BJÖRN & HALLDÓR H.F. Vélaverkstæði. Síðumúla 9. Símar 36030 og 36930. # MELAVÖLLUR REYKJAVÍKURMÖTIÐ í kvöld kl. 20 leika: VALUR - FRAM Á morgun (mánud.) kl. 20 leika: KR - VÍKSNCUR Mótanefnd. a 1 z o UJ an Q Z <í ! Tsa *y þá er ós búimt að búa mig nndir skólagöngnna naesta ár. Búa þig undir hvað? Bnh þ?4. &}Uxí0 n« að ks«n- ast við 'fítn-A sfgfktn spam- ingrn Antlré-'ar jfraesíta. Hvaða spurningu? .Jæjta börnin góð, hvað :<afið þfð nú Iært í skóianum í dag“? SVEFNSÓFAR - SÓFASETT iiwothm f*'W^merzhn p

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.