Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVÍUINN Erlendar bækur um íslenzk fræði Palle Bregnhöi hefur tciknaö mikið af myndum í ,,Guder og helte í Norden". Með þessari mynd af Freyju er vísan úr Hyndluljóðum. „Rannt at Óði ey þreyjandi, skutusk þér fleiri und fyrirskyrtu; hleypur þú, Óðs vina, úti á nóttum, sem með höfrum Heiðrún fari.“. Eækt fræðimanna í Englandi við íslenzk fræði hefur áð- ur verið gerð að umtalsefni í þessum þáttum, og virðist hún heldur vaxa en þverra. Á síðasta ári kom Gísla saga í nýrri þýðingu kanadíska fræði- mannsins George Johnstons með ýtarlegum formála eftir Peter Foote, Heimskringla er aftur fáanleg í þrem bindum í Everymans Library og þýð- ingin endurskoðuð, prófessor Gwyn Jones hefur þýtt nokkr- ar sögur og þætti sem gefin eru út í einu bindi í hinum útbreidda flokki World's Class- ics og von kvað vera á Lax- dælu hjá Pengutn í þýðingu Magnúsar Magnússonar. Þetta eru allt alþýðlegar útgáfur og er vafalaust eitthvað vantalið. Þar að auki ei-u svo fræðirit. Tvær bækur sem til þess flokks teljast eru komnar út á þessu ári. Fjallar önnur um landa- fundi Norðmanna og íslend- inga á söguöld en hin um nor- ræna goðafræði. Goðafræðin nær að vísu langt út fyrir endimörk ís- lenzkra fræða, en hlutur Edd- anna og dróttkvæðanna er svo ríflegur að varla verður talin nein goðgá að nefna þetta tvennt í sömu andránni. Myndir frá Þingvöllum. af Helgafelli og úr Þórsmörk prýða líka bókina Myth and Religion of the Nortli eftir prófessor Turville-Petre í Ox- ford. Þetta er bindi í miklum flokki rita um trúarbragðasögu sem Weidenfeld & Nicoison gefur út. I löngum ritdómi í Times Literary Supplement er miklu lofsorði lokið á bókina, hún „hlýtur samstundis að fá þann sess að verða talin ó- missandi”, segir höfundur. Einkum hrósar hann Turville- Petre fyrir að sýna fram á hversu ritaðar heimildir og niðurstöður fornleifarannsókna varpi ljósi hvort á annað svo að vitneskja manna um ása- trú sé nú skýrari og fyllri en nokkru sinni fyrr og sviðin þar sem óvissa ríkir afmörk- uð. Turville-Petre hefur áður skrifað merkisrit um uppruna íslenzkra bókmennta. Ibók prófessorsins í Oxford er mikið tillit tekið til rannsókna og kenninga franska fræðimannsins Georges Dum- ézil. Að öðrum ólöstuðum er óhætt að segja að enginn hef- ur síðustu áratugi lagt annan eins skerf til nýrra sjónar- miða til rannsókna á nor- rænni goðafræði. Dumézil er botnlaus fræðasjór um goða- fræði indóevrópskra þjóða, og vitneskju sinni hefur hann sér í lagi beitt til að rekja slóð norrænna guða og goðsagna um Evrópu og Asiu þvera og endilanga. Hann hefur fund- ið hliðstæður goða og sagna- minna úr Gylfaginningu Snorra hjá þjóðflokkum aust- ur í Kákasus, Iran og Ind- landi. Til dæmis heldur hann því fram að skyldleiki sé milli sagnarinnar um Loka og Bald- ur og goðsögulegs kvæðis hjá Ossetum, þjóð nokkurri í Kákasus sem talin er afkom- endur Skýþa hinna fornu. sem drottnuðu yfir sléttum Suður-Rússlands þegar sögur hófust. Það er í stuttu máli sagt kenning Dumézils að Gylfaginning Snorra sé stórum traustari heimild um ásatrú en fræðimenn hafa tal- ið um skeið, sem sjá megi af að þar sé að finna mörg at- riði sem eigi sér hliðstæður í elztu goðafræði Indverja, Vedabókunum og Mahabhar- ata-kviðunni. Turville-Petre kemst svo að orði í formálan- um að goðafræði sinni, að þótt niðurstöður Dumézils séu enn umdeildar geti enginn borið brigdur á þýðingu athugana hans. Aðgengilegasta rit Dumézils er nú fáanlegt á sænsku í ó- dýrri útgáfu. Bókin nefnist De nordiska gudarna og útgefandi er Aldus/Bonniers. Nýr skilningur fræðimanna á mörgu því sem varðar fornan átrúnað, gcðafræði og hetjusögur hefur glætt áhuga á viðfangsefninu meðal al- mennings og má meðal annars marka það af útgáfu alþýð- legra rita um fræði þessi. Ný- lega gaf bókaútgáfa Politiken í Danmörku til að mynda út í handbókaflokki sínum Guder og helte í Norden, þar sem A. Bæksted bæði endursegir meginefnið út Eddunum, Dana- sögu Saxa, nokkrum fomald- ai'sögum. Bjólfskviðu og fleiri slíkum heimildum og gerir jafnframt grein fyrir helztu skoðunum nútíma fræðimanna á þessum verkum. Bókina prýðir fjöldi mynda eftir lista- menn sem fyrr og síðar hafa valið sér viðfangsefni úr goða- og hetjusögum. Þarna birtist elzta myndskreyting íslenzks listamanns á Eddunum og jafnframt sú helzta allt til þessa dags. Eru það fjórtán myndir sem séra Ólafur Brynj- ólfsson í Kirkjubæ teiknaði f Edduhandrit sitt um miðja 18. öld. Þetta eru bráðskemmtileg- ar myndir og er mér ókunn- ugt um að þær hafi verið prentaðar áður nema ein í Handritaspjalli Jóns Helga- sonar. Gyldendal í Kaupmannahöfn gefur út í flokkifræðibóka í vasabroti endursögn fræði- mannsins Vilhelms Grönbechs á norrænni goða- og hetjusög- um, Nordiske Myter og Sagn. Þá bók hefur Thormod Kidde myndskreytt. Alþingishátíðar- árið kom út hjá Gyldendal safn íslendingasagna í þrem bindum með myndum eftir Jo- hannes Larsen. Þýðingarnar önnuðust ýmis fremstu þálif- andi skáld Dana svo sem Jo- hannes V. Jensen. Meðal þeirra sem sáu um útgáfuna voru Jón Helgason og Gunn- ar Gunnarsson. Þessi útgáfa var lengi ófáanleg en loks endurprentuð 1960. Eftirspurn reyndist svo mikil að verkið seldist upp á þrem árum. Nú eru De islandske Sagaer gefn- ar út í þriðja sinn. Munu þær kosta um 3400 krónur í skinn- bandi. Sænski fræðimaðurinn Ake Ohlmarks fjallar ura ása- trú á sinn hátt í Asar, vaner och vidunder sem Bonniers gefur út. Þetta er enn ein endursögnin á Eddunum og öðrum heimildum og auk þess lætur Ohlmarks móðan mása um norræna goðafræði. Áður hefur hann gefið út þrjú bind' þýðinga á Eddukvæðum, eitt með býðingum bundins máls úr fornaldarsögum og öðrum fornum kveðskap eftir ókunna höfunda sem geymzt hefur ut- an Edduhandritanna og loks tvö bindi með þýðingum á kveðskap, sem eignaður er nafngreindum mönnum á fyrstu öldum Islandsbyggðar. I bessum síðastnefndu bókum, Islands liedna skaldediktning og Tors skalder och Hvide- Krists, fylgja æviágrip skáld- anna og er gerð grein fyrir skilningi ýmissa fræðimanna og skýringatilraunum á hverri vísu um sig. Er þar saman komið á einn stað efni sem annars er dre:ft um fjölda rita á ýmsum málum, en mest styðst Ohlmarks við skoðanir E. A. Kocks. Sá ljóður er á ráði Ohlmarks að hann er ekki að sama skapi vandvirkur og hann er afkastmikill. Þykir vandfýsnum fræðimönnum hann all glannafenginn i á- lyktunum. Peter Hallberg skrifaði ritdóm um goðafræði- bókina sem áður er nefnd í Göteborgs handels- och sjö- farts-tidning og kemst svo að orði: ,,Fyrir kemur að hug- myndaflug (Ohlmarks) hefst til hæða eins og loftbelgur og svífur á braut óháð bæði stað- reyndum og jarðbundnari sjón- arvottum.” Hallberg hefur samið tvö stutt en afbragðsgóð yfir- litsrit um helztu þætti ís- lenzkra fornbókmennta. Den islandska saga og Den fornis- lándska poesien. Sú fyrri fjall- ar eins og nafnið bendir til um Islendingasögur en hin um bundið mál, bæði Eddukvæði og dróttkvæði. Bókin um Is- lendingasögur kom út í enskri þýðingu í Bandaríkjunum i fyrra. Þetta er bezta bók sem völ er á fyrir útlendinga ó- læsa á íslenzku sem langar til að fræðast um Islendingasög- ur. Hallberg hefur gert breyt- ingar á bókinni í annarri út- gáfu sem von er á innan skamms á sænsku. Ritið um landafundina sem nefnt var i upphafi þessa máls er eftir prófessor Gwyn Jones við Wales-háskóla í Aberystwyth og heitir The Norse Atlantic Saga en Oxford University Press gefur út. Höfundur greinir fyrst frá landnámi Islands og sögu þjóð- veldisins. Síðan fjallar hann um fund Grænlands og Vin- lands, rekur það sem ritaðar heimildir og fornleifarannsókn- ir gefa til kynna um sögu og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi og setur fram sína túlkun á frásögn- um íslenzkra fornrita af Vin- landsferðum. Síðari hluti bók- arinnar er nýjar þýðingar Jones prófessors á íslenzkum heimildarritum, svo sem Ei- ríks sögu rauða, Grænlend- ingaþætt.i og köflum úr Land- námu. Textanum fylgja ljós- myndir, teikningar og landa- kort. R'tdómari Times Literary Supplement hælir bókinni á hvert reipi, hún ..sameini kosti fyrsta flokks sögu kost þroskaðrar og nákvæmrar fræðimennsku”. Höfundurinn hafi náð þeim tilgangi sínum að semja rit sem bæði sé við hæfi óbreyttra lesenda sem fýsi að kynna sér efnið sem um er fjallað og námsmanna sem þurfi að átta sig á helztu leiðarmerkjum áður en þeir taki að nema íslenzk fræði. Að stærðinni undantekinni þolir þessi nýja bók samanburð við Origines Islandice þeirra Guð- Framhald á 7. síðu. JblasCopco Loftþjöppur og loftverkfærí Útvegum allar stærðir af loftþjöppum, og hverskonar þrýsti- loftknúin verkfæri. Loftslöngur og borstál oftast fyrirliggjandi. SLÍPIVÉL fyrir slípidiska, steina, skífur, vírburstar, skurðarskífur o.fl. LOFTÞJAPPA, hentug fyrir máiningarverkstæði bifreiðaverkstæði o.fl. LANDSSMIÐJAN SIMI 20680. pin‘ö*iT3 i3-tiuriir: /IhíDTBM Shfirlin, SrShisn.'infm. 40 ýjt i-1it'jii51Ifcýt'Jtr,AxnJÍ 5"v Þftih.5 faýa-tXXhX&Jlljlhte Ca' m. Ein af Eddumyndum séra Ólafs Brynjólfssonar í Kirkjubæ í Hróarstungu. Kýrin Auðumla sleikir hrímsteina og sprettur þá undan tungu hennar höfuð Búra, ættföður Ása. Mjólkár fjórar renna úr spenum hennar. Texta mcð myndum sínum skrifaði séra Ólaíur jöfnum höndum með vcnjulegu skrifletri 18. aldar, rúnum og felulctri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.