Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.05.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. maí 1964 HÓÐVILTINN SlÐA 5 SAMHELDNI TRYGGIR SIGUR Snorri Jónsson, íormaður Félagrs járniðnaðarmanna, flytur ræðu sína á útifundi verkalýðsfé- lagranna í Reykjavík á Lækjartorgi 1. maí 1964. Rœða Snorra Jónssonar formanns Félags jórniðnaðarmanna ó útifundi reykvískra verkalýðsfélaga 1. maí 1964 Reykvísk alþýða. Það ber að fagna því sam- komulagi sem náðst hefur milli verklýðsfélaganna í Reykjavik um sameiginleg hátíðahöld og sameiginlega stefnu í brýnustu hagsmunamálum launafólks í dag — þótt ekki hafi tekizt samkomulag um að bera fram mál sem oft áður hefur borið hátt hjá okkur fyrsta maí og okkur er mörgum ofarlega í huga. 1 dag fylkja verklýðssamtök tnn allan heim liði, minnast unninna sigra og bera fram kröfur sínar um betri lífskjör. Þótt viðfangsefni og aðstæður séu ólíkar í ýmsum löndum eru hvarvetna bomar fram sameiginlegar kröfur um frelsi, jafnrétti og bræðralag allra manna. íslenzk alþýða fagnar því að dregið hefur úr kalda stríðinu og því háttalagi ábyrgðarlausra herforingja og stjórnmála- manna að leiða mannkynið aft- ur og aftur út á yztu þröm kjamorkustyrjaldar. — Sam- komulagið um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorku- vopn þarf að leiða til þess að samningar takist um algert bann við öllum tortímingar- vopnum um afnám hemaðar- bandalaga og herstöðva og al- gera og almenna afvopnun. Trúin á valdið verður að víkja fyrir nauðsyn friðsam- legrar lausnar á vandamálun- um. Það er mikill og sögulegur sigur, að nýlendukerfið er að leysast upp og hundmð miljóna manna hafa fengið stjórnar- farslegt fullveldi á undanföm- um árum eftir langvinna og erfiða baráttu. En þrátt fyrir þá sigra sem unnizt hafa eru énn þjóðir sem berjast fyrir frélsi sínu og fmmstæðustu mannréttindum. Og enn er kynþáttaofstækið smánarblett- ur á mannkyninu. en það birt- ist i sinni siðlausustu mynd i kynþáttalöggjöf og kúgun blökkumanna í Suður-Afríku. Þótt þessar þjóðir séu fjarlæg- ar okkur er þeirra barátta einnig okkar barátta og þeirra sigrar okkar sigrar. En þrátt fyrir þá sigra sem unnizt hafa í. þjóðfrelsisbarátt- unni er það staðreynd að meirihluti mannkynsins í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku sveltur enn heilu hungri og býr við öryggisleysi og vonleysi. Bilið milli þróaðra ríkja og vanþróaðra fer stöðugt vaxandi og er eitt alvarlegasta vanda- mál mannkynsins um þessar mundir. Eitt mikilvægasta verkefni hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar og þjóð- frelsishreyfingarinnar er að brúa bilið milli þróaðra ríkja og vanþróaðra. En jafnframt því sem við tökum þátt í hinni alþjóðlegu baráttu verklýðshreyfingar- innar sameinumst við í dag um þau verkefni sem brýnust em fyrir launafólk á íslandi. Félagafrelsið og samnings- rétturinn em homsteinar í bar- áttu íslenzkrar alþýðu, því lýsir hún sig enn sem fyrr al- gerlega andstæða gerðardóm- um eða lögþvingunum í stað frjálsra samninga. Fyrir aðeins hálfu ári hmndu verklýðssam- tökin með samtakamætti sínum áformum um heftingu á helg- asta rétti samtakanna, verk- falls- og samningsréttinum. Verklýðssamtökin em einhuga um að vernda þessi dýrmætu réttindi sín framvegis með öllum tiltækum ráðum. Þeir gerðardómar sem starfað hafa að undanförnu og fjallað hafa um kjör sjómanna og opin- berra starfsmanna hafa sannað að það fyrirkomulag býður órétti heim. Verkalýðssamtökin krefjast þess að félagsleg réttindi þeirra í þjóðfélaginu séu virt í hví- vetna og mótmæla því gerrasði meirihluta útvarpsráðs að meina Alþýðusambandinu og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja um tíma í útvarpsdagskrá 1. maí. Þegar við stöldmm við í dag og lítum yfir þróun kaup- gjalds og verðlags á undan- förnum 4—5 ámm verður það ljóst að launafólk hefur hvergi nærri fengið kaup bætt í sam- ræmi við hækkun vömverðs og þjónustu. Á þessum tíma hefur árferði verið mjög gott og verðmæti þjóðarframleiðsl- unnar og þjóðartekjur á mann vaxið til mikilla muna. Skert kjör launþega stafa því ekki af neinum óviðráðanlegum orsök- um heldur rangri stefnu í efna- hagsmálum. Því er mjöe haldið fram af ýmsum bæði í ræðu og riti að kauphækkanir undaníarið hafi valdið þeirri miklu verðbólgu sem dunið hefur yfir. Litum nánar á þétta. 1 um það bil tvö og hálft 'ár, eða nánar tiltekið frá því í byrjun árs 1959 og þar til á miðju ári 1961 var almennt kaupgjald ó- breytt. Kaupmáttur launa hafði hins vegar í byrjun árs 1959 verið skertur um 5.4% sam- kvæmt útreikningi stjórnar- valda. I byrjun árs 1960 var framkvæmd mikil gengislækk- un og um leið bannað að greiða vísitöluuppbætur á kaup. Á þessu tveggja og hálfs árs tíma- bili hækkaði almennt verðlag um 18%, þótt ekki yrðu neinar almennar kauphækkanir, og kaupmáttur launa hafði þann- ig rýrnað um rúm 23%. Hliðstæð þróun hefur orðið á öllu þessu tímabili, og kaup- hækkanir alltaf komið langt á eftir verðhækkununum. Svo er nú komið að almennt kaup hefur hækkað að krónutölu frá því í febrúar 1960 um 55% en á sama tfma hefur vöruverð og þjónusta hækkað um 84%. Samtökin verða því að krefj- ast leiðréttingar á kaupmætti tímakaupsins. Verkalýðssamtökin hafa æf- inlega barizt gegn verðbólgu- þróun, en þau telja að sívax- andi þjóðartekjur og hækkandi útflutningsverð á afurðum landsmanna geri mögulegt að tryggja raunhæfar kjarabætur og stöðvun hinnar óheilbrigðu verðbólguþróunar. Þess vegna hefur miðstjórn Alþýðusam- bands Islands snúið sér til rík- isstjómarinnar með áskorun um þau atriði sem hér fara á eftir. 1. Þegar f stað verði teknar upp viðræður milli ríkisstjóm- arinnar og verkalýðshreyfing- arinnar um tilraun til stövunar verð'-'lgubróunar og um rétt- látar og óhjákvæmilegar launa- og kjarabætur. 2. Lögð verði áherzla á að verðtryggja kaupið og ná sam- komulagi um örugga og jafna hækkun á kaupmætti launa, svo að unnt verði að gera var- anlega samninga er tryggi vinnufrið. 3. Að reynt verði að ná sam- komulagi um framkvæmd á raunverulegri styttingu vinnu- dagsins án skerðingar heildar- tekna. 4. Samkomulag verði um ýms réttinda og hagsmunamál al- þýðufólks, vinnuvemdarmál og orlofsréttindi, svo og nauðsyn- legar ráðstafanir í húsnæðis- málum almennings. Ríkisstjórnin tók tilboð Al- þýðusambandsins um viðræður, og þessa dagana eru að hefjast viðræður milli fulltrúa frá stjóminni um þessi mál. Von- azt er til þess að verklýðssam- tökin í heild standi saman að þesgum viðræðum og reyni að tryggja að þær verði sem ár- angursríkastar fyrir launþega. Sú eining sem tekizt hefur hér í dag og samkomulagið um á- ávarp dagsins gefur fyllstu von- ir um að svo megi verði. Verkalýðssamtökin í Reykja- vík og annars staðar á Islandl munu standa saman í þeirri baráttu sem framundan er fyr- ir bættum kjömm launafólks. Sú kauphækkun sem samtökin knúðu fram í desember síð- astliðnum er nú að hverfa í verðbólguhítina. Það er marg- yfirlýst stefna verkiýðssam- takanna að há krónutala kaups er henni ekkert takmark í sjálfu sér. Það sem samtökin berjast fyrir í þeim efnum er fyrst og fremst kaupmátturinn. Þau hafa því þráfaldlega lýst því yfir að þau vildu meta sem kauphækkanir hverja þá ráð- stöfun sem miðaði að lækkun verðlags eða öðru sem færði vinnandi fólki raunveralegar kjarabætur. Verkalýðssamtökin munu því þegar þau ganga til samninga á næstunni og krefjast bóta fyrir þá rýrnun sem orðið hef- ur á kaupinu leggja mikla á- herzlu á að tekin verði upp aftur kauptrygging, það er: kaup hækki ef verðlag hækkar. Slíkt myndi ekki aðeins koma launafólki til góða heldur mundi það og tryggja atvinnu- vegunum meira öryggi, draga úr líkunum fyrir jafn tíðum vinnustöðvunum og verið hafa. Vísitöluuppbót á kaup mundi einnig veita stjómarvöldunum aðhald þegar þau móta stefn- una í efnahagsmálum. Það er því skýlaus krafa verklýðssamtákantiá' í' samn- ingum þeim sem nú fara í hönd að samið verði um vísi- töluuppbót á kaup, enda er það aiger forsenda þess að mögu- legt verði að gera kaup- og kjara-samninga til lengri tfma en verið hefur að undanfömu. Á sama tíma og nágranna- þjóðir okkar hafa unnið mark- visst að því að stytta raun- verulegan vinnutíma. hefur vinnutíminn hér lengizt. Þetta er öfugþróun sem alþýðusam- tökin geta ekki unað, og því má ekki dragast lengur að gerðar verði raunhæfar ráðstaf- anir til að stytta vinnudaginn án skerðingar á heildartekjum. Þetta á að vera mögulegt með bættri vinnutilhögun og skipu- lagningu af hálfu atvinnurek- enda. Þegar er komið í framkvæmd í sumum nágrannalöndum okk- ar fjögurra vikna almennt or- lof. Verkalýðssamtökin íslenzku bera nú fram kröfu um aukið orlof hér, jafnframt því sem gerðar verði ráðstafanir til þess að gera launafólki kleift að njóta í verki orlofsréttinda sinna. Einnig leggja verklýðs- samtökin áherzlu á stórbætta félagslega löggjöf, þar á meðal að sett verði löggjöf um vinnu- vemd í samræmi við titlögur þær sem nú líggja fyrir Al- þingi. Síðast en ekki sízt ber að gera allar tiltækar ráðstafanir í sambandi við húsnæðismál almennings, því að þau eru eitt erfiðasta og alvarlegasta vanda- mál vinnandi fólks, ekki sízt unga fólksins. Verklýðssamtök- in leggja áherzlu á að lánsfé til íbúðabygginga verði stór- aukið og lánskjör bætt til muna frá því sem nú er og byggt verði leiguhúsnæði sem fólk eigi kost á með hagkvæm- um kjörum. Allar þessar kröfur era i dag bomar fram sameiginlega af verklýðshreyfingunni í Reykja- vík og um land allt. Launþegar, sem era yfh> gnæfandi meirihluti þjóðarmn- ar, leggja áherzlu á að þess- um árangri verði náð með f riðsamlegum sammngum, en reynist það ekki unnt vegna skammsýni ráðamarman^a hlýtur öllum mætti samterk- anna að verða bedtt 1® að tryggja ótvíræðan rétt verfca- fóiks. Látum engan ágrmrtíng an önnur atriði sundra einrn0R okkar um baráttamál verfefýðs- samtakanna. .. SamheWni tryggiT STgtrr. Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík Til sölu 3ja herb. íbúð í 6. byggingaflokki. Þeir félags- menn, sem neyta vilja forkaupsréttar síns, sendi umsóknir fyrir kl. 12, þann 7. þ.m. á skrifstofu félagsins, Stórholti 16. Stjórnin. Uppboð Opinbert uppboð á eignarlóðinni nr. 10A við Bergs- staðastræti, hér í borg, ásamt mannvirkjum, þingl. eign db. Sigurðar Berndsen, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 5. mai 1964, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Starfsstú/kur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Klepps- spítaians. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. Reykjavík, 2. maí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. N Ý B Ó K Maðurinn við stýrið eftjr ÁKE CARNELIÐ, er komin í bókaverzlanir. Þessa bók æst4á hwer ein- asti maður að lesa, sem hefur með s^ám að geaa á vélknúnu ökutæki. Hún er ómetaníeg leáðbeste- ing um það hvernig akandi manni er naoðsyrfegt að skyggna sjálfan sig og aðra í hmm ðrt vaasanffi umferð aldarinnar. Hún er hjálpartæld í því að forðast árekstra og umfferðarslys. Afgreiðsla í Prentsmiðjunni Þki^KJÍte- stræti 27, sími 2-42-16. Útgefandi. Nauðungaruppboð annað og síðasta .á m/b. Nonna RE 2S0, þmgl. eign Jóns Svan Sigurðssonar, fer fram þar sem skipið nú er á Skipasmíðastöð Daníels Þorsteins- sonar & Co. h.f. miðvikudagirm 6. maí 1964, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. I i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.