Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJðÐVILJINN Laugardagur 9. maí 1964 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Orð og æði j^kýrsla sem Hagstofa íslands birti í veíur um tekjur íslendinga samkvæmt framtölum þeirra leiddi í ljós að atvinnurekendur og forstöðumenn fyrirtækja voru að eigin sögn í hópi tekjulægri manna á landinu. Höfðu þeir gefið upp svipað- ar meðaltekjur og gagnfræðaskólakennarar, enda þótt hver landsmaður hafi það daglega fyrir aug- unum að einmitt þvílíkir kaupsýslu- og fjárafla- menn hafa lifað einstaka gullöld og gleðitíð síð- ustu árin. Þjóðviljinn vakti sérstaka athygli á þessari staðreynd, og þá gerðust þau tíðindi að Alþýðublaðið viðurkenndi sjónarmið Þjóðviljans skilyrðislaust; þetta málgagn ríkisstjómarinnar lýsti yfir því berum orðum að árlega væri stolið undan skatti hundruðum miljóna króna og væru þau lögbrot eitthvert mesta ranglætið og mis- réttið í íslenzku þjóðlífi. Hefur Alþýðublaðið síð- an ítrekað þetta viðhorf margsinnis; m.a. játaði það fyrir skemmstu að atvinnurekendur og kaup- sýslumenn fölsuðu ekki aðeins framtöl sín um hundruð miljóna króna, heldur hirtu þeir í þokka- bó't drjúgan hluta af söluskatti þeim sem almenn- ingur greiðir. |^n það er alkunn reynsla í íslenzkum sfjórn- málum að orð og gerðir fara ekki einatt sam- an. Fyrir skömmu fluttu tveir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, þeir Björn Jónsson og Gils Guð- mundsson, tillögu á þingi um ráðstafanir til þess að binda endi á skattsvik. Lögðu þeir til að árlega yrði látin fara fram ýtarleg rannsókn á 5% af framtölum þeirra aðila sem hafa einhverja teg- und rekstrar með höndum og bókhaldsskyldir eru, og á 2% af öðrum framtölum. Yrðu framtölin val- in með útdrætti eftir reglum sem Hagstofa ís- lands setti. Síðan yrðu framtölin athuguð gaum- gæfilega, bókhald rannsakað og upplýsinga leit- að um allt sem gæti gefið vitneskju um sannleiks- gildi framtalanna. Þetta var þannig tillaga um raunhæfar ráðstafanir til þess að koma 1 veg fyr- ir skattsvik með svipuðum aðferðum og notaðar eru í nágrannalöndunum, hafa upp á þeim hundr- uðum miljóna króna sem árlega er stolið undan að sögn Alþýðublaðsins og no'ta þá upphæð m.a. til þess að létta skattabyrðina á öllum almenn- ingi. Jjeir sem halda að orð séu ávísanir á gerðir stjórnmálamanna, munu auðvitað reikna með þvi að þingmenn Alþýðuflokksins hafi greitt at- kvæði með þessari tillögu af sönnum fögnuði. En sú varð ekki raunin; þeir greiddu atkvæði gegn henni, og afstaða þeirra réð úrslitum um það að hún var felld. Þannig eru þingmenn Alþýðu- flokksins andstæðingar skattsvika í orði. en stuðn- ingsmenn þeirra í verki. Sá tvískinnungur gef- ur raunar góða mynd af öllum vinnubrögðum Alþýðuf 1 okksins sfðustu árin. hvernie stefnan breytist ævinloea ; ^ndstæðu sína þegar til at- hafnanna kemur. — m. íslendingar eiga að rísa úr ösku herstefnunnar ÞINCSIÁ Þ|ÓDVIL|ANS Hinn 1. desember 1918, þeg- ar ísland gerðist fullvalda ríki, átti sér stað atburður, sem um margt var einstaeður í _sögu síðari tíma. íslendingar voru langsam- lega fámennust fullvöld þjóð í veröldinni. þá aðeins 90 þús. manna. Fullveldiskynslóðin gerði sér Ijóst, að fámennið markaði íslendingum sérstöðu um margt, lagði þeim skyldur á herðar, hvatti til varkámi, en einurðar og festu í öllum skiptum við umheiminn. ís- lendingum datt ekki í hug að einangra sig. þeir voru stað- ráðnir í að byggja hér upp nútímaþjóðfélag, læra af öðr- um, taka eðlilegan þátt í sam- skiptum ríkja, en gæta í hví- vetna sæmdar sinnar og sjálfs- virðingar. Flestum var Ijóst ,að það gæti kostað fórnir að varð- veita og efla íslenzkt sjálf- stæði. Ætti svo sárafámenn þjóð að fá valdið hlutverki sínu, hlaut hún að forðast að láta annarleg sjónarmið draga hugann frá íslenzkum vanda- málum. Sízt af öllu mátti hún láta erlend viðhorf, erlenda stórveldapólitík skipta sér í fjandsamlegar fylkingar. Allt fram yfir stofnun lýð- veldisins 1944 mátti segja, að íslenakir stjórnmálamenn og íslenzk þjóð fylgdi nokkurn veginn þeirri utanríkisstefnu, sem eðlileg var smáríki, er vildi halda sjál.fstæði sínu og sæmd. Frá árdögum íullveldis- ins hafði þjóðinni fjölgað um þriðjung. Efnahagurinn hafði stórbatnað og möguleikarnir til að efla atvinnuvegina voru meiri en nokkru sinni. Hið unga íslenzka lýðveldi hlaút viðurkenningu stórvelda jafnt sem smáríkja og átti þess all- an kost að ganga fram frjálst og óháð í fylkingu þjóðanna. Ekkert virtist sjálfsagðara en að ísland neytti þessa færis, kostaði kapps um góð og heil- brigð skipti við önnur lönd 02 beitti áhrífum sínum, þótt tak- mörkuð væru, við hlið óháðra rík.ia til fulltingis kröfunni um allsherjar afvopnun og frið. Hver hefur þróunin orðið? hersetu, jafnvel hermannasjón- varpi á íslenzkuin heimilum. Og að því, er varðar hernáms- tekjurnar, gjafaféð og ráða- gerðimar um að opna erlendum auðhringum sem greiðasta leið til íslands, þá segja málsvarar núverandi stjórnarflokka, að slíkt séu nauðsynlegir og sjálf- sagðir þættir í efnahagsiegri uppbyggingu. * Allt eru þetta staðlausir stafir. Forsendur þeirrar utan- rikisstefnu, sem íslenzkir vald- hafar hafa rekið um skeið, eru allar aðrar. Því skal að vísu ekki neitað, að einhverjir þeirra hafi fest trúnað á þá kenningu, að rétt hafi verið vegna kommúnistahættunnar að færa vígstöðvar kalda stríðsins inn á íslenzka grund. Til eru þeir menn, sem svo mjög hafa bundið hugann við heimspólitík, glímu andstæðra hugmyndakerfa, að þeir hafa gersamlega tínt hinu þjóðlega, íslenzka sjónarmiði. En meg- inástæðan er þó ekki þessi. Skýringin á mörgum við- brögðum íslenzkra valdhafa hin síðari ár er miklu fremur sálræns en hugmyndafræðilegs eðlis. Hér hefur það gerzt, að tiitölulega fjölmennur hópur á- hrifamanna hefur glatað trúnni á það, að þjóð þeirra sé þess umkomin að vera stjórnarfars- lega, efnahagslega og menn- ingarlega sjálfstæð. Stjórn Gils Guðmundsson upp rísi stóriðja á vegum út- lendra auðhringa. Þó vita allir, að þrátt fyrir stjórnarstefnu sem verkar eins og dragbítur á þróun íslenzkra atvinnuvega, hefur atvinna vaxið örar en fólksf jöldinn. Svo mikið er framtak þjóðar- innar, svo gjöfular eru ís- lenzkar auðlindir. Það er og auðsannað, að fiskveiðar okk- ar eru arðbærari og hagfelld- ari þjóðarbúinu en nokkur stóriðja. Er þó langur vegur frá því. að sjávarafli sé nú hagnýttur á þann veg, sem vegna margir, einnig úr röðum kjósenda stjórnarflokkanna, sem vörpuðu öndinni léttar þegar þær leiðir lokuðust, a. m.k. j bili. Menn voru sann- færðir um, að ísland hefði fyrir giftusamlega rás við- burðanna sloppið úr yfirvof- andi háska. En dálítill hópur fjárafla- manna og stjórnarherrarnir sjálfir, ásamt blindustu fylgis- mönnum, voru nokkurn veginn þeir einu, sem hörmuðu at- burðinn. Fjáraflamennirnir af þeirri ástæðu, að þá hafði dreymt um þann gróðaveg sér til handa að gerast vikapiltar erlendra auðhringa í landi sínu. Stjórnarherrarnir vegna þess, að þeir virðast hafa glat- að trúnni á það, að íslenzka þjóðin sé fær um að bjargast af eigin efnum. Svo lengi og ákaft hafa þeir mænt á auð og vald stórþjóða, að þeir hafa fengið glýju í augu af þeim sýndarljóma. Þess vegna er þeim svo tamt orðið að líkja íslandi við borðlága kænu á ólgusjó veraldar, sem hljóti að dragast aftur úr hafskipum stórvelda nema hún hengi sig aftan í eitthvert þeirra. Er þá sú ályktun á næsta leiti, að öruggast og áhyggjuminnst sé að hafa sig um borð í haf- skipið og yfirgefa kænuna. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum fýrir hálfu fimmta ári og markaði þá stefnu í innanlandsmálum, sém kennd er við viðreisn, lét hún blása fyrir sér í lúðra og berja Framsöguræða Gils Guðmundssonar um þingsályktunar- tillöguna um stefnu íslands í utanríkismálum. Ræðan var flutt í útvarpsumræðunum 10. rpríl 1964. * Ég þarf ekki að eyða löngu máli til þess að lýsa íslenzkri utanríkisstefnu síðustu 15—18 ára, því tímabili, þegar ís- ienzkir valdamenn hafa hvað eftir annað og af æ meiri for- herðingu ginnt þjóð sína til að afsala sér dýrmætum rétt- indum, tengt land sitt hernað- arblökk, gert það að fóta- skinni erlendra herja. Jafn- framt hafa þeir skert sjálfs- virðingu hennar með því að teygja í sífeilu fram betlihend- ur eftir peningum, eftir korni ellegar þeirri náð að mega stara ókeypis á amerískt dáta- sjónvarp. Hvað veldur slíkri fyrirmun- un? Áróðursmeistarar hernaðar- flokkanna staðhæfa: Innganga í NATO fyrir 15 árum. 13 ára samfelld herseta og allt, sem slíku fylgir, er framlag Xslands til vestrænnar samvinnu, liður í krossferð gegn kommúnisma AUir, sem andæfa, eru um- ^vifalaust stimplaðir kommún- istar eða handbendi þeirra, Rússaþjónar Mr' svo einföld- um hætti er reynt að afgreiða hvern þann stjórnmálaflokk hóp manna eða einstaklinga. sem óirfist að mótmæla ís- lenzkri aðild að herbanöalagi, sjálfra þeirra á íslenzku þjóð- arbúi hefur verið léleg, enda stjórnarstefnan röng. Afleið- ingarnar eru stöðugir og sí- vaxandi örðugleikar aðalat- vinnuvega þjóðarinnar, sem heimatilbúin óðaverðbólga ætl- ar gersamlega að sliga. Af þessu draga stiórnarherrarnir síðan þá ályktun, að allur okkar ófarnaður stafi af því, hve við séum fáir, fátækir, stnáir. Við séum engir menn til þess að standa á eigin fót- um, halda uppi sjálfstæðu, ís- lenzku ríki. Þess vegna hljót- um við að tengjast stærri heild með einhverjum hætti, ganga í bandalög, opna landið fyrir stóriðjufyrirtækjum er- lendra auðmanna, gerast hand- langarar þeirra og þjónar. Er bá jafnan til þess vitnað. að fólki fjölgi hér ört, svo að brátt verði atvinnuleysi nema bezt má verða. Enn eru þar lítt eða allsendis ónotaðir stór- felldir möguleikar, t.d. á sviði fiskiðnaðar. Svipað má segja um aðrar atvinnugreinar Möguleikar beirra eru ekki hálfnýttir enn. Fyrir hálfu öðru ári var það mesta baráttumál forustu- manna núverandi stjórnar- flokka að ísland gerðist aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu I öllum áróðri stjórnarliðsins var hvergi ýjað í bá átt, að dvergþjóð sem fslendingum kynni að vera miður hollt að tengjast sliku bandalaffi. And- staðan gegn því ráðabruggi varð hins vegar öflugri en ríkisstiórnin hafði búizt við Þeir fslendingar voru þess bumbur um leið og hún til- kynnti hátíðlega að nú mundu upp teknir nýir og betri sið- ir en áður höfðu tíðkazt. Margir stjórnarliðar munu í upphafi hafa gert sér um það vonir að viðreisnarstefn- an svonefnda yrði þess megn- ug að styrkja fjárhagskerfið, bæta þjóðarhag. Helztu leið- togar stjórnarflokkanna litu hins vegar frá upphafi á við- reisnina sem nauðsynlegan lið í þeirri fyrirætlan að aðlaga islenzkt efnahagskerfi þeirri stóru heild, sem þá dreymir stöðugt um, að íslendingar tengist sem traustustum bönd- um. Eftir því sem lengra leið og betur ko.m í ljós, að viðreisn- arpólitíkin olli hér sívaxandi glundroða og hratt. af stað lítt arpólitíkin olli hér sívaxandi Framhald á 9. siðu. DOUBLE iiiilli ^ RA*4' Uyndardémur PERSONNA er %6, oS me8 *»ö8- ugum tílraunum hafur rannsóknorliSi PERSONNA teklzt a5 gera 4 flugbeittar eggjar á hverju blaði. BifijiS um PERSONNA blöðin. SIM4R 13112 Hin fróbœru nýju PERSONNA rakblöð úr „*lain- less tteel" eru nú loksins fáanleg hir á landi. Slcorsta skrofiS i þróun rakblaSa frá því að frarp* UiBsla þeirra hófst. PERSONNA rakblaBiS heldur flugbiti frá fyrsta til siSosta = 15. raksturs. HEJIDSOLUBIRGOIR BLODI m 4 f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.