Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. mai 1964 ----- yrði settur íslenzkur texti. Við erlendar tónlistarmyndir er og auðvelt að gera íslenzkt tal. Þá hefur sérstök athugun ver- ið gerð á skilyrðum þess að taka upp íslenzkt skólasjónvarp, en með því er átt við dagskrá. sem beint vaeri inn í skólana og nemendur tiltekinna bekkja horfðu á i kennslustundum i skólanum. Sérstök ástæða er til þess að benda á þýðingu sjón- varpskennslu fyrir dreifbýli, þar sem erfitt er að njóta starfs sérmenntaðra kennara í einstök- um greinum og dýr kennslu- tæki eru ekki til ráðstöfunar. Svo sem kunnugt er. eru mis- munandi kerfi notuð við sjón- varp og eru þau auðkennd með línufjölda í mynd hvers og eins. Helztu kerfin eru brezka kerfið, sem hefur 405 línur, ameríska kerfið, sem hefur 525 línur og evrópska kerfið, sem hefur 625 línur. Allir, sem til hefur verið leitað, eru sammála um, að hér á landi eigi að taka upp Evrópukerfið, 625 línur. Það hentar þeim rafstraumi, sem hér er notaður, og er talið betra en hin kerfin að ýmsu leyti. Sjón- varpsstöð varnarliðsins á Kefla- víkur notar ameríska kerfið. Af þeim sökum eru öll móttöku- tæki, sem flutt hafa verið til landsins ýmist framleidd til að taka á móti sendingum þess kerfis eða þeim hefur verið breytt í það horf. Hins vegar er talið auðvelt að breyta tækjum þannig, að þau geti tekið við sendingum samkvæmt evrópska kerfinu. Skipulagsmál Um skipulagsmál íslenzks sjónvarps er það að segja. að sjónvarpsnefndin telur tvímæla- laust hagkvæmt og skynsamlegt, að sjónvarp verði deild í Ríkis- útvarpinu við hlið hljóðvarps. Við það sparist verulegt fé. þ. e. ekki burfi þá sérstakt skrif- stofuhald til að stjóma sjón- varpinu og margvíslegur kostn- aður annar geti verið sameigin- legur. Segir í skýrslunni, að í nágrannalöndum, sem fregnir fari af, hafi sjónvarpið vaxið upp undir handarjaðri hljóð- varps, og eigi þetta jafnt við um ríkisstofnanir í Evrópu sem einkafyrirtæki í Ameríku. Hins' vegar telur nefndin rétt, að þeg- ar tveggja til þriggja ára reynsla hafi hlotizt af íslenzku sjónvarpi, þá sé tímabært að taka heildarlöggjöfina um út- varp til endurskoðunar. enda sé hún í meginatriðum orðin 30 ára gömul. Ákvörðun bráðum Þessi eru þá aðalatriði skýrslu sjónvarpsnefndarinnar, sem starfað hefur undanfama mán- uði og hefur nú nýlokið störf- um. Ég tel nefndina hafa unn- ið hið ágætasta starf og mjög ánægjulegt. að hún skuli hafa orðið sammála um n'ðurstöður 6Ínar. Ég tel athuganir nefnd- arinnar hafa leitt í ljós, að stofnun íslenzks sjónvarps er vel framkvæmanleg frá fjár- hagslegu sjónarmiði, og tel því engan vafa á, að í slíkt verði ráðist. Takmarkið hlýtur og að vera það, að allir Islendingar eigi þess kost að njóta sjón- varps, svo mikilvægt menning- artæki. sem það getur verið. Spumingin er sú, hversu langan tíma eigi að ætla til þess að byggja dreifingarkerfi fyrir landið allt og hvemig eigi að afla fjár til framkvæmdanna og til þess að standa undir reks.tr- arkostnaði sjónvarpsins. Það mál þarf að sjálfsögðu rækilegr- ar athugunar. En eins og ég gat um áðan, eru ekki nema nokkr- ar vikur síðan ríkisstjórnin fékk hina ítarlegu skýrsiu sjónvarps- nefndarínnar i hendur. Þessar vikur hafa verið annatími, svo sem háttvirtum þingmönnum er manna bezt kunnugt um, og mun því varla nokkur sann- gjam maður ætlast til þess, að ríkisstjómin hafi þegar tekið endanlegar ákvarðanir í svo mikilvægu máli. Hins vegar mun ríkisstjómin hraða umræð- um sínum og athugunum eftir föngum. og er það von mín, að ákvarðanir í bessu m'kilvæga máli verði teknar innan mjög skamms tíma. --------------MttmiDiN-------------------------------------------—-----S,DA 3 Svar Kínverja við sovézkri tilögu: Alþjóðaþing og rækilegan undirbúning PEKING 8/5 — Kínverskir kommúnistar hafa hafnað til- lögu frá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna um að flokk- arnir hæfu viðræður í því skyni að reyna að jafna á- greininginn milli þeirra. Viðræður þessar áttu að standa fram eftir sumri og verða undirbúningur að alþjóðaráð- stefnu kommúnistaflokka. Kínverjar segja í svari sínu að slíka ráðstefnu beri ekki að halda fyrr en eftir ræki- legan undirbúning, sem gæti tekið mörg ár. Þeir hafria þó ekki algerlega sov.ézku tillögunni um viðræður milli flokkanna, en telja ekki tímabært að hefja þær fyrr en í maí n.k. Frá þessu er skýrt i skjali sem birt var í Peking í dag ásamt sex öðrum sem öll varða ágrein- inginn milli kommúnistaflokka Kína og Sovétríkjanna. Vilja þing í haust Samkvæmt þessum skjölum sendi sovézki kommúnistaflokk- urinn þeim kínverska bréf 7. marz s.l. og lagði þar til að flokkarnir ættu með sér viðræð- ur í maí, júní og júlí til undir- búnings alþjóðaráðstefnu sem haldin yrði ekki síðar en á hausti komanda. Kínverjar segja í svari sínu að McNamara enn til Saigons WASHINGTON 8/5 — Robert McNamara, landvarnaráðherra Bandartkjanna, fer i næstu viku i enn eina ferð til Suður-Viet- nams og þykir það benda til þess að Bandaríkjastjórn sé ugg- andi um ástandið þar, enda hafa skæruliðar stöðugt verið að færa sig upp á skaftið, en her- menn stjómarinnar í Saigon farið miklar hrakfarir fyrir þeim. McNamara lagði af stað í dag til Bonn til viðræðna um land- varnamál við vesturþýzka ráða- menn, en þaðan fer hann til Saigon. _____ leiðtogum sovézkra kommúnista liggi svona mikið á að halda ráðstefnu kommúnistaflokkanna vegna þess að þeir standi fyrir samsæri um að sundra alþjóða- hreyfingu þeirra og ráðstefnuna eigi að halda í þeim tilgangi. Forysta sovézka kommúnista- flokksins myndi bera alla ábyrgð á sundrung í hinni alþjóðlegu hreyfingu, ef hún kveddi saman slíkt alþjóðaþing í því skyni að útskúfa kínverskum kommúnist- um. Fjögur-fimm ár Kínverjar segja að slíkt al- þjóðaþing verði að undirbúa rækilega. svo að það leiði til einingar en ekki sundrungar. En eins og sakir standa nú, gæti slíkur undirbúningur tekið fjög- ur-fimm ár, eða jafnvel enn lenggri tíma. Þess er getið til að Kínverjar setji þennan frest, vegna þess að þeir búist við að Krústjoff verði ekki lengur leið- togi sovézkra kommúnista að honum lofcnum. Grein í „Pravda" „Pravda" birtir í dag grein þar sem Kínverjar eru sakaðir um refjar og undirferli í samskipt- um við þjóðir Asíu og Afríku. þeir virðist ætla að reisa einhvers konar kínverskan múr milli manna eftir hörundslit þeirra. Við sama tón kvað í ræðu sem sovézkur fulltrúi hélt á ráð- stefnu sem hófst í dag í Bakú í Aserbadsjan, en hana sitja menn frá átján löndurn í Asíu og Afríku, ásamt fjölda fúlltrúa frá sovézku lýðveldunum í Asíu. Sovétríkin veita Alsír mikia aðstoð MOSKVU 8/5 — Sovétríkin ætla að veita Alsír mjög verulega efnahags- og tækniaðstoð til við- bótar þeirri sem þegar hefur verið samið um. Frá þessu var skýrt í orðsend- ingu sem gefin var út að lokn- um viðræðum þeirra Krústjoffs forsætisráðherra og Ben Bella forseta í Moskvu. Sovétríkin munu þannig veita Serkjum um 5,5 miljarða króna lán með hagstæðum kjörum. Þau munu einnig byggja mikið málmiðjuver 1 Alsír og leggja því til allar vélar og útbúnað. Þá verður byggð vísindastofnun til olíurannsókna og tæknihá- skóli fyrir 2.000 stúdenta, og verður hann gjöf sovétstjórnar- innar. Þá munu 300 sovézkir hjúkrunarmenn fara til starfa í Alsír á næstu mánuðum. Krústjoff hefur þegið boð Ben Bella um að koma í opin- bera heimsókn til Alsír, en ekki er tekið fram hvenær úr henni verður. FCRÐABILAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð, til leigu ! lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni f sima 24113, á kvöldin og um helgar. Sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. aðeins eftir mikinn Fyrsta maí var að venju fagnað í Peking með miklum hátíðahöldum, skrúðgöngum og hljóðfæra- slætti á Ténanmen-torgi eins og efri myndin sýnir. Á þeirri neðri sjást þeir Líú Sjaosji forseti, Sjú Enlæ forsætisráðherra og aðrir leiðtogar í miðju mannhafinu. Bretar hætti stríði sínu í Suður-Arabíu NEW YORK 8/5 — Fulltrúar átta ríkja lögðu í dag fram í nýlendumálanefnd allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna til- lögu þar sem þess er krafizt að Bretar hætti hernaði sínum gegn ættflokkum sem risið hafa gegn þeim í Suður-Arabíu. Brezka herstjómin þar segir að sveitir hennar sæki enn fram og hafi tekið nokkur virki upp- reisnarmanna og þannig náð á sitt vald mikilvægri hæð, Jebel Mahlay, sem gnæfir yfir austur- hluta Wadi Taym. Bretar eru sagðir leggja fast Krústjofí kemur til Egyptaiands í dag Spánn: Verkfall námumanna er algert MADRID 8/5 — Verkfall kolanámumanna í Asturi- asfylki á Spáni er nú nærri þvi algert og er við- urkennt í Madrid að um 32.000 af 40.000 kolanámu- mönnum þar hafi lagt nið- ur vinnu. Heita má að námuvinnsla liggi þar nú alveg niðri. ALEXANDRÍU 8/5 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kemur árdegis á morgun, Iaug- ardag. til Alexandríu og hefst þá 16 daga opinbcr heimsókn hans í Egyptalandi. Meginviðburður heimsóknar- innar verður vígsla stíflunnar miklu í Níl við Assúan. en þar mun Krústjoff og föruneyti hans dveljast í fjóra daga. Stíflan og þau miklu mannvirki sem gerð verða í sambandi við hana, raf- stöðvar og áveitukerfi, eru reist fyrir sovézkt fé og undir stjóm sovézkra verkfræðinga. Þetta verður eitt mesta mannvirki í heimi og mun gerbreyta öllum þjóðarhag Egypta. Upphaflega höfðu vesturveld- in lofað aðstoð í þessu skyni, en sviku loforð sín, þegar Egyptar þjóðnýttu Súez-skurðinn og hlupu Sovétríkin þá í skarðið. Sagt er að undanfarið hafi margir forystumenn egypzkra kommúnista verið látnir lausir, en þeir hafa flestir setið í fang- elsum síðan árið 1958. Nasser, forseti Egypta, hefur tvívegis verið í Moskvu, en þetta er í fyrsta sinn sem Krúst- joff kemur til Afríku. að jemenskum kaupsýslumönn- um í Aden, en þeir eru þar margir, að beita áhrifum sínum til að Jemenstjórn hætti að&toð sinni við upppreisnarmenn. Enginn samning- ur um njósnaflug HAVANA 8/5 — Sovézki sendi- herrann á Kúbu, Alexeéff, neit- ar þvi í dag í viðtali við blað- ið „Revolución" í Havana, að sovétstjómin hafi nokkurn ítma fallizt á njósnaflug Bandaríkja- manna yfir Kúbu. Hún styðji þvert á móti heils hugar Kúbu- stjórn þegar hún fordæmi þetta njósnaflug og krefjist þess að Bandaríkin virði fullveldi ann- arra ríkja, stórra sem smárra. Helgi Þorkelsson endurkjörinn for- maður Skjald- borgar Aðalfundur Skjaldborgar var haldinn s.l. miðvikudag og fóru þar fram venjuleg aðalfundar- störf. Formaður félagsins, Helgi Þorkelsson, var endurkjörinn, en aðrir í stjórn eru Gísli Halldórs- son varaformaður, Haraldur Einarsson ritari, Kristín Einars- dóttir gjaldkeri og frú Margrét Sigurðardóttir, meðstjórnandi. t I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.