Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. maí 1964 ÞJðÐVILIINN fJÖRBROT BRCZKA HCIMSVflDISINS TIÐINDI Brezka heimsveldið er ekki nema svipur hjá sjón. Rauðu flekkirnir á heimskort- inu hafa dregizt ört saman þá tvo áratugi sem liðnir eru síð- an Churchill fræddi Rooseveit Bandaríkjaforseta á að hann hefði ekki tekið að sér stjórn- málaforustu í London í þvi skyni að stjórna upplausn heimsveldisins. Reyndar er ekkert heimsveldi til lengur í bókstaflegri merkingu, það heiti er horfið úr brezkum stjórnarskjölum og í staðinn komið samveldið, lausleg sam- tök nýlenduveldisins gamla og átján fyrrverandi nýlendna, sem nú eru orðnar sjálfstæð ríki. Meirihluti samveldisland- anna er ríki litaðra þjóða í Afríku og Asíu; þótt annað vaeri ætlun þeirra í öndverðu hafa ríkisstjórnir íhaldsmanna séð sér nauðugan einn kctst að fara að dæmi Verkamanna- flokksstjórnarinnar þegar hún afsalaði Bretlandi yfirráðum á Indlandi og í Burma. Enn blaktir þó Union Jack yfir mis- munandi stórum landskikum öreifðum um allar heimsálfur. Á ýmsum stöðum í þessum leifum heimsveldisins steðja nú að vandamál sem valda stjórninni í London þungum á- hyggjum. t>að er ekki skemmti- legt fyrir Douglas-Home for- sætisráðherra að ganga til kosninga við þaer aðstæður að brezkar hersveitir eigi i bar- dögum á mörgum stöðum sam- tímis, ekki sízt vegna þess að auðvelt er að sýna fram á að vandræðin sem nú er við að kljást stafa af því sem stjórn- ir íhaldsmanna hafa gert eða látið ógert undanfarinn áratug. Ihaldsfiokkurinn brezki hefur ævinlega verið pólitískt heimkynni eindregnustu heims- veldissinnanna, og hægri arm- ur flokksins hefur ekki enn sætt sig við þróun siðustu ára- tuga. Flokksforingjarnir hafa, sumir nauðugir og aðrir viij- ugir, orðið að laga sig að breyttum tímum og veita hverri nýlendunni af annarri sjálfstæði, en jafnframt hafa þeir með ýmsum ráðum leit- azt við að treysta brezk yfir- ráð á þeim stöðum sem Þýð- ingarmikiir þykja sökum hern- aðaraðstöðu og viðskiptahags- muna og ekki eru svo mann- margir að afdönkuðu nýlendu- veldi sé ofviða. Einn þessara staða er suðvesturhom Arabiu- skaga, þar sem nú hafa bloss- að upp bardagar. Hafnarborg- in Aden er eina brezka herstöð- in sem eftir er milli Miðjarð- arhafs og Singapore, og yrðu Bretar að hröklast þaðan hefðu þeir ekki lengur tök á að verja með vopnum oliuítök sín í furstadæmunum við Persaflóa. í Aden eru arabisk- ir þjóðernissinnar öflugir, og því tók brezka stjómin þann kost fyrir nokkrum árum að sameina borgina soldánsdæm- um norðan hennar og austan og gera úr svokallað Bandalag Suður-Arabíu. Var svo um hnúta búið að Bretar réðu þarna öllu með fulltingi furst- anna sem stjórna hirðingja- ættflokkum inni í landi. En ættflokkamir hafa átt í illdeil- um frá fornu fari og sumir raunar aldrei sætt sig við brezk yfirráð. Nú hafa þessar gömlu erjur blandazt saman við borg- arastyrjöld í nágrannaríkinu Jemen, þar sem byltingarstjóm lýðveldissinna á í höggi við ætt- flokka sem halda tryggð við imaninn, hinn afsetta þjóð- höfðingja. Menn imansis njóta stuðnings Saudi-Arabíu og Breta en Nasser hefur sent herlið á vettvang til fulltingis lýðveldissinnum. Bretar óttast að fyrir Egyptum vaki að hrekja þá frá Aden, og halda þvi fram að ættflokkum sem um langan aldur hafa átt í höggi við brezka herinn og ar- abiska bandamenn hans berist nú vopn og annar herbúnaður af nýjustu gerð frá Jemen. Fyr- ir nokkrum vikum heimilaði brezka stjórnin setuliðsforingj- anum í Aden að senda flugvél- ar til árásar á virkið Harib i Jemen. Með þessu hugðust Bretar sýna hinum innfæddu vald sitt á gamalkunnan hátt, en fengu í staðinn vítur frá Öryggisráðinu. Skæruhernað- urinn á yfirráðasvæði þeirra magnaðist svo að flytja varð herlið á vettvang loftleiðis frá Bretlandi, og brezkir ráðherr- ar höfðu við orð að taka hluta af liði sínu í Vestur-Þýzka- iandi undan herstjórn A-banda_ lagsins og senda það til Arab- íu til að berjast við bedúína í eyðimörkinni. Af því varð þó ekki, en Butler utanríkis- ráðherra var sendur til Was- hington að leggja að Banda- rikjastjóm að hætta allri efna- hagsaðstoð við Egyptaland. Ekki hefur frétzt nákvæm- lega hverju Johnson og Rusk svömðu beiðni banda- manns síns, en talið er að Butler hafi þótt undirtektir þeirra daufar. Brezki utanrík- isráðherrann fór ekki aðeins fram á efnahagslegar þvingun- arráðstafanir af hálfu Banda- ríkjanna við Egiptaland, held- ur einnig Indónesíu. Einkum er brezku stjórninni umhugað um að Bandaríkin hætti vopnasölu til Indónesa, en undanfarin misseri hefur ríkt hernaðarástand milli þeirra og skjólstæðinga Breta á Mal- akkaskaga. Eins og rakið var á sínum tíma í þessum þáttum afhentu Bretar malajum á Malakkaskaga yfirráð yfir Norður-Borneó til að fá þá til að fallast á að taka hina kín- versku borg Singapore í ríki sitt. Indónesía hefur aldrei viðurkennt rétt Breta til að ráðstafa nýlendum sínum á norðurströnd Borneó á þennan hátt, en mikill meirihluti eyj- arinnar telst til Indónesíu. Skæruhernaður er háður í fjöllum Borneó, þar sem lands- lag er þannig að Bretar eiga þess engan kost að halda uppi landamæraeftirliti. Sukarno Indónesiuforseti og Rahman forsætisráðherra Malajsíu hóta hástöfum að iáta vopnin skera úr, en Bretum finnst allt ann- að en fýsilegt að heyja frum- skógastyrjöld við fjórða fjöl- mennasta riki Asíu. Eftir við- ræðumar i Washingto.n hélt Butler til Suðaustur-Asiu og fer þar milli höfuðborga að túlka málstað Breta í deilunni við Indónesiu. Brezka stjórnin hefur boðað samveldisráðstefnu i Lond- on í júlí. Þar á að bjóða vel- komin í samveldið nýju ríkin i Austur-Afríku, sem öðlazt hafa sjálfstæði síðan síðasta ráðstefna var haldin. En fleiri vilja sækja ráðstefnuna en boðnir eru. Ian Smith, nýi for- sætisráðherrann 5 stjórn brezkra landnema i Suðaustur- Rhodesiu, krefst þess að fá að sitja fundinn. Smith varð forsætisráðherra í síðasta mán- uði, eftir að hann hafði stjórn- að uppreisn í stjórnarflokkn- um gegn Winston Field frá- farandi forsætisráðherra. Land- nemum sem staðráðnir eru í að varðveita yfirráð sín yfir Mannfjöldi í Sanaa , :vv!iir lýðveldisstjórnina og krefst hefndar fyrfe loftárás Brcta frá Aden. SlÐA ^ Blóðbaðið í Sharpeville, skammt frá Jóhannesarborg, þar sem lögrcgla Suður-Afríkustjórnar skaut niður á annað hundrað Afrikumenn á fáum mínútum. — A neðri myndinni scst valur- margfalt fteiri Aíríkumönnum í Suður-Rhodesíu þótti Field ekki nógu eindreginn að túlka málstað þeirra gagnvart brezku stjórninni. Nágrannaríki Suð- ur-Rhodesíu, Nyasaland og Norður-Rhodesía, fá sjálfstæði á þessu ári, og þar hafa Afr- íkumenn þegar tekið við stjórn- artaumum. Smith og skoðana- bræður hans í Suður-Rhodes- íu hóta að lýsa yfir sjálfstæði þess ríkis án samþykkis brezku stjórnarinnar, en hún er skuld- bundin til að sleppa ekki yf- irráðum yfir landinu án breyt- inga á stjórnarskránni sem tryggi Afríkumönnum aukin réttindi. Skömmu eftir að Smith komst til valda voru foringjar stjórnmálasamtaka Afríkumanna teknir höndum. Ljóst er að hann og samstarfs- menn hans eru staðráðnir í að gera Suður-Rhodesíu að kyn- þáttakúgunarríki eftir fyrir- mynd Suður-Afríku. Óhugs- andi er að brezka íhaldsstjórn- in beiti hervaldi gegn land- nemunum rétt fyrir kosning- ar, en leyfi hún þeim að fara sínu fram hljóta ríki Afríku- manna að taka það óstinnt upp. * fleiðingar kynþáttakúgunar II í Suður-Rhodesíu verða þær sömu og í Suður-Afriku, en þar eru forustumenn stjórn- málasamtaka Afríkumanna nú fyrir rétti sakaðir um að und- irbúa skæruhernað og skemmd- arverk. Varnarræða foringja þeírra, Nelsons Mandela, birtist fyrir skömmu hér i blaðinu. Suður-Afrika er ekki lengur í brezka samveldinu, en þar með er Bretland ekki laust allra mála. Mikill meirihluti ríkja SÞ krefst þess að al- bjóðasamtökin láti ástandið í Suður-Afríku til sín taka. Þeg- ar Öryggisráðið samþykkti að skora á ríki samtakanna að banna vopnasölu til Suður- Afrikustjórnar. skarst brezka stjórnin úr leik og kvaðst myndi halda vopnaútflutningi til hennar áfram. Nú sjást þess merki að Afríku- og As- iuríkin ætli að láta til skar- ar skríða gegn Suður-Afriku- inn eftir skothriðina. stjórn Fyrir skömmu skoruðu fuiltrúar 57 rikja á Öryggis- ráðið að halda fund hið fyrsta til að ræða ráðstafanir til að afstýra þeirri hættu sem friðn- um í Afríku stafi af kynþátta- kúguninni | Suður-Afriku. Sérfræðinganefnd á vegum SÞ hefur komizt að þeirri nið- urstöðu að efnahagslegar refsi- aðgerðir gegn Suður-Afríku séu framkvæmanlegar, eink- um myndi aðflutningsbann á oliu og gúmmí reynast áhrifa- rikt, Vel getur svo farið að SÞ samþykki með tveim þrið.iu atkvæða framkvæmd refsiað- gerða, og þá verða brezk stjórnarvöld að hrökkva eða stökkva. Aðflutningsbann yrði ekki framkvæmt öðru vísi en með hafnbanni. Neiti Bretar og Bandaríkjamenn að leggja til flota til þeirra aðgerða, má búast við að Sovétríkin taki þær að sér ein á vegum SÞ. Þar með væru Vesturveldin búin að fyrirgera áhrifum sinum j Afríku sunnan Sahara. Allt útlit er fyrir að mál Suð- ur-Afríku komist á oddinn-; í sumar. Frestur sem Suður- Afríkustjóm var settur til að framkvæma ályktun SÞ um stjóm Suðvestur-Afriku, en bað landsvæði er eitt af um- boðsstjórnarsvæðum Þjóða- bandalagsins gamla, er runn- inn út. Verði kveðinn upp dauðadómur yfir Mandela og félögum hans, má búast við að Afrikuríkin krefjist skjótra aðgerða til að binda endi á kynþáttakúgunina í Suður- Afríku eitt skipti fyrir öll. Bretar og Bandarikjamenn gera vafalaust eins og áður allt sem í þeirra valdi stend- ur til að hamla á móti að- gerðum, ep allsendis óvíst er að þeir fái hindrað samþykkt á Allsherjarþinginu með tveim þriðju atkvæða. Eftir öll frýju- orðin sem þessi ríki hafa beint til Sovétrikjanna eiga þau erf- itt með að gripa sjálf til neit- unarvalds í Öryggisráðinu. M.T.Ó. «>- Verð á skógt rrpl öntui n iroríð 1964 Minnsta pöntun af hverri tegund 250 »tk. 50 stk. undir 50 *tk. Birki, ódreifsett 1.50 2.00 3.00 — dreifsett 3.00 4.00 6.00 Blágreni, dreifsett 2.25 3.00 4.50 Hvitgreni, dreifsett 3.00 4.00 6.00 Rauðgreni, dreifsett 2.25 3.00 4.50 Sitkagreni, dreifsett 3,00 4.00 6.00 Sitkabastarður, dreifsett 3.00 4.00 6.00 Lerki, dreifsett 3.00 4.00 6.00 Bergfura, ódreifsett 1.50 2.00 3.00 — dreifsett 2.25 3.00 4.50 Stafafura, ódreifsett 2.25 3.00 4.50 — dreifsett Skógrækt ríkisins. 3.00 4.00 6.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.