Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞlðÐVILIINN Laugardagur 9. maí 1964 HERINN SÉR RAUTT Ofsóknir og ofbeldi er vopn hinna nýju valdhafa Brasiliu Janio Quadros Ekki alls fyrir löngu var einn af valdamestu mönnum Brasilíu Carlos Lacerda, land- stjóri, á ferð í Frakklandi. Landstjórinn lét svo um maalt að kommúnistar Brasilíu lifðu óáreittir. og ekki væri ætlun- in að gera þeim neitt mein. f grein i Information, hinu danska stuðningsblaði Atlanz- hafsbandalagsins. lýsir Per Nyholm því, hve mikið mark sé takandi á þeirri yfirlýsingu. FORSET AEFNI Þeir er tóku á móti land- stjóranum hlógu kurteislega að þessari ósvífni. En brosið stirðnaði þegar Lacerda til- kynnti þeim, að hann hefði í hyggju að saekja eftir útnefn- ingu sem forsetaefni. Ekki var annað á honum að heyra en að hann teldi sig hafa á því góða möguleika. — Þér eruð annars þekktur fyrir að velta forsetum úr stóli, sagði blaðamaður einn. Maður skyldi ekki ætla, að þér hefðuð sérstaka trú á því emb- ætti. Sem snöggvast kom fát á Lacerda, síðan lét hann sem rynni upp fyrir sér Ijós. — Nú. afsakið, ég hélt að þér ættuð við de Gaulle. if BEINAR LYGAR Og að svo mæltu sigldi landstjórinn tígulega með fylgdarliði sinu út úr and- dyri flughafnarinnar á Orly. Ekki þótti Frökkum neitt sér- stakt til mannsins koma. Og ekki bætti úr skák beinar lyg- ar hans um það, að kommún- istar Brasilíu séu látnir ó- áreittir af hinum nýju vald- höfum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að kommúnistar landsins eru undir lás og slá, ýmist í fangelsum eða fangabúðum. Svo fremi enn finnist komm- únistar í Brasilíu, sem ganga lausir, er það ekki með vit- und né vilja hinna nýju vald- hafa. Til þess að eiga ekkert á hættu hófu ofjarlar Goularts forseta þegar eftir sigur sinn herferð á hendur kommúnist- um. Og ekki nóg með það: Þeir ofsóttu alla þá, sem á einhvem hátt gátu hugsazt að€>- hafa samúð með þeim. Oft var það eitt nóg að vera lauslega tengdur kommúnista. LEIKÞÆTTI LOKIÐ Herforingjamir ætluðu svo sannarlega að bjarga landi og þjóð frá kommúnistahætt- unni. Þeir notuðu gjaman tækifærið til þess að ná sér niðri á persónulegum óvinum sínum, en létu ekki þar við sitja. erlendum stúdentum og erlendum sendimönnum var stungið inn. Fjðldi ríkja bar fram mótmæli við valdhafana, eitt alvarlegasta dæmið er það að Kínverska alþýðulýðveldið neyddist til að krefjast þess, að herforingjamir létu lausa opin- bera verzlunarsendinefnd, sem af tilviljun var á ferð í Brasil- íu. Allt er þetta í samræmi við tilkynningu, sem herforingjarn- ir gáfu út, en í henni kváðust þeir ekki hafa í hyggju að lög- festa stjóm sína og sögðust mundu viðhalda herstjóminni. Síðan fóru svo herforingjar og liðsforingjar um stundar- sakir úr einkennisbúningum unum valdhafaanna. Þá hefur ýmsum óþægum liðsforingjum verið rutt úr vegi. FLÖTTI Þessi teikning er úr blaðinu LE CANARD ENCHAINÉ og skýrir sig sjálf. sínum og auðsveipt og hlýðið þjóðþingið lýsti þá stjómendur landsins. Leikþættinum um fall og flótta Goularts var lokið og næsti þáttur gat hafizt: Hreins- animar. STOFUFANGELSI Janío Quadros fyrrv. for- seti, hefur verið sviptur stjóm- málaréttindum sínum í tíu ár. Til þess að hindra hann j því að Ijúka kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar næsta ár er honum haldið í stofufang- elsi. „Afbrot“ hans eru í því fólgin að hafa fylgt hægfara umbótastefnu. Til svipaðra að- gerða hefur verið gripið gagn- vart fjölmörgum vinstri sinn- uðum rithöfundum, listamönn- um, blaðamönnum og stjóm- málamönnum. Þannig var all- mörgum starfsmönnum við blaðið Correio da Manca kippt úr umferð eftir að blaðið hafði látið í ljós hryggð yfir hreins- Formaður verkamannaflokks- ins, Francisco Juliao er nú á flótta, en áður hafði herfor- ingjastjómin svipt hann þing- helgi. Sömu sögu er að segja um 40 flokksmenn aðra, og þeir sem ekki sluppu undan mega nú dúsa í dýflissu. Celsio Fuld- ado, sem mjög hefur unnið að uppbyggingu hins vanþróaða Amazon-svæðis, hefur verið handtekinn fyrir þá sök eina að hafa hallazt að kommúnist- um á æskuárum sínum. Mignei Arras hefur verið fjarlægður og situr ásamt tugum annarra í hegningarbúðum á eynni Fernando de Norona. Öll fangelsi eru yfirfull. Blaðamenn kunna að skýra frá hryllingsatvikum á lög- reglustöðvunum. grunaðir um kommúnisma eru fangar barðir eða pyntaðir á annan hátt. TROVILLINGUR Hvað Lacerda sjálfum við- kemur er hann rúmlega fimm- tugur og hefur áður verið kommúnisti, en snúið frá „villu síns vegar". Hann kveðst vera sífellt ofsóttur og ofsækir fyrri vini sína og skoðanabræður betur en nokkur Apostata. Fyrst vakti Lacerda á sér at- hygli 1954, síðan hefur hann verið viðriðinn hvert hneyksl- ismálið eftir annað. Enn sem komið er étur bylt- ing herforingjanna ekki sín eigin böm, aðeins þjóðarinnar. Allt er þetta afsakað með hinu sígilda slagorði „undirróður kommúnista". En ekkert bendir til þess. að herforingjaklík- unni takist það sem hún kall- ar ,,að leysa vandamál Brasil- íu innan ramma hins borgara- lega lýðræðis". „Tilraunir" hennar í þá átt hafa aðeins fært þjóðinni þjáningar og böl. SHAKESPEARE-HATIÐ HALDiH f AVON Nýlega var haldið hátíðlegt 400 ára afmæli enska skáldjöf- ursins William Shakespeare og var mikið um dýrðir. Raunar veit nú enginn með vissu, hvaða dag skáldið var fætt, hinsvegar dó hann 23. apríl og dögunum er slegið saman. Einna mest voru hátíðahöldin í fæðingarborg skáldsins, Stratford-upon-Avon og er það að vonum: Shakespeare er nefnilega orðinn ein helzta tekjulind íbúanna, 18.000 tals- ins. Hátíðahöldunum hefur verið skipt í sex tímabil og er allt gert til þess að gera minningu skáldjöfursins — The Bard eins og hann er nefndur af löndum sínum — sem veglegasta. Menn- ingarfrömuðir hafa streymt að hvaðanææva úr heiminum og ber hvað mest á Bandaríkja- mönnum: Þeir elska Shake- speare. Og hér hefur verið eitthvað fyrir alla: Leikrit skáldsins hafa fengið hverja uppfærsluna annarri betri, auk þess eru svo ljóðakvöld, Shakespeare-hljómleikar. guðs- þjónustur og fírverkerí. Sjálfan „afmælisdaginn" hóf- ust hátíðahöldin með skrúð- göngu frá The Royal Shake- spcare Theatre. Og hér var ekki um neinn smáraiðis blöðrudag að ræða. 1 hinu fegursta veðri við hornahljóm gengu sendi- menn erlendra ríkja, fulltrúar Samveldislandanna, framámenn staðarins og aðrir gestir að hinni nýreistu Shakespeare- miðstöð, en sú bygging liggur -<S> FYRSTA ÞRÝSTILOFTSKNÚNA SKIPIÐ vt,„„rrr-r-------- rm..,...... { <' •• •>'' «.<<...... Sovétríkin eiga mikinn flota af vængjuðum skipum, sem nú sinna miklum liluta farþegaflutnings á endalausum fljótum landsins. Hér er komið vængjað skip af nýrri gcrð — það fyrsta sem búið er þrýstiloftsvélum. Það mun ná 110 kílómctra hraða á klukkustund og taka 150 farþega. William Shakespeare. fast að fæðingarheimili skálds- ins, sem er lítið, fomfálegt hús. herjað af vindum veðra og að sjálfsögðu dýrmætasta hús- eign borgarinnar. Áfram var skrúðgöngunni haldið. Meðal fjölmargra full- trúa leiklistarinnar gaf að líta leikhússtjórann fyrir The Royal Shakespeare Theatre. Peter Hall. ungan og gáfaðan listamann, sem virtist furðu litið snortinn af þeirri ábyrgð sem á honum hvildi. Peter þessi Hall er raunar nýskilinn við heimsfræga konu sína, leikkonuna Leslie Caron. Full- trúi stjómmálanna, Anthony Eden, notaði fljótlega tækifær- ið og læddist úr skrúðgöngunni, enda ekki heilsuhraustur eftir að hafa borið veg en þó eink- um vanda af enska heimsveld- inu áratugum saman. Eden heitir að vísu ekki Eden leng- ur heldur Avon lávarður, og mætti sem slíkur. Og svo var haldið til dóm- kirkjunnar. Síðar um daginn heiðraði hertoginn af Edinborg staðinn með návist sinni. líkt og forseti sameinaðs alþingis Vélsmiðjuna Héðin forðum. Ásamt öðrum fyrirmönnum enskum skoðaði hann séretaka Shakespeare-sýningu, sem opn- uð hefur verið í tilefni dags- ins og hátíðahaldanna. Þykir sú sýning vel hafa tekizt, í stað þess að láta sér nægja að sýna handrit skáldsins, heimili og gripi reyna þeir, er að sýn- ingunni standa, að lýsa menn- ingarsögu Elísabetar-tímabils- ins. Og það er ekki öllum hent. öld Elísabetar var ólgandi af lífi, fjöri, fátsgkt og auðlegð, skáldskap og grimmd. Til að ná einhverjum slíkum áhrifum beita Englendingar högg- myndalist af mikilli hugvits- semi; hið virðulega borgara- blað The Times segir að sýn- ingin spanni frá barok til beat- nicks, og ber vonandi að skilja það sem hrós. En þrátt fyrir hátíðahöldin öll þennan merkisdag munu fleiri hafa lagt leið sína á pósthúsið en að heimili skálds- ins. Ástæðan er einkar ein- föld: Ný sería af Shakespeare- frímerkjum var að koma á markaðinn, og hver vill ekki senda vini sínum bréf með slíku frímerki — á útgáfudegi? Sem sagt: Gott. Hátíðahöldin standa enn yfir og segja fróðir menn að drukkið sé primet, klaret og vínið gargantus. öllu lýkur þessu svo í haust, nánar tiltekið 6. september. Og annað allt cr bögn, — segir Hamlet. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.