Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 7
ÞIÚÐVILIINN SlÐA 7 Þriðjudagur 12. maí 1964 SPJALLAÐ VIÐ BJÖRN TH. BJÖRNSSON UM 'I SJÓNVARP Björn Th. Björntson. Verðum að flýta okkur — Hvað vildir þú helzt taka fram um viðhorf þitt til stofn- unar íslenzks sjónvarps nú innan skamms tíma? — Ég verð að segja að gagnvart sjónvarpi almennt er ég efasemdamaður. Ég geri mér vel ljóst hve sjónvarp er áhrifamikið tœki og getur leitt til algjörrar ummyndunar heimilislífs manna og daglegra hátta þeirra. Sérstaklega leiðir sjónvarpið til þess, að menn verða óvirkir, passívir þiggj- endur einhverra hluta sem þegar er búið að melta handa þeim. Og getur sjónvarp þann- ig orðið einsverskonar nautna- lyf, ekki .sízt ungu fólki. Ný- legar rannsóknir, gerðar í Vestur-Þýzkalandi, sýna til að mynda, að skólabörn og ung- lingar þar í landi sitja um 48 stundir á viku fyrir fram- an sjónvarpsskerminn. Hins vegar er mannkynið á deiglu róttaekra umbreytinga, og sjón- varp er án efa einn liður í þeim. — til góðs eða ills. Hvað að íslenzku sjónvarpi veit, þá hefði ég viljað óska að við gætum litið á það mál frá eðlilegum sjónarhól. En það getum við ekki, því mið- ur. Við erum undirseldir þjóð- menningarlega hættu vegna útbreiðslu bandarísks sjón- varps i landinu. Afstaða manns til íslenzks sjónvarps hlýtur að markast af þeirri spurningu hvort líklegt sé að við verðum enn um hríð að búa við þessa óeðlilegu inn- rás í íslenzkt menningarlíf. Væri þetta ekki fyrir hendi, eða trygging fengin fyrir því að bandariska sjónvarpið yrði lagt niður eða innilokað, myndi afstaða mín til íslenzks sjónvarps sennilega verða sú, að við ættum að bíða og láta tímann og tæknilegar fram- farir vinna okkur í hag. Eða beinlinis gera það upp við okkur hvort við vildum held- ur eyða þessu mikla fé sem þarf til að koma á fót sjón- varpi til einhverra annarra menningarmála. Sjálfstæð þjóð ætti að geta tekið slíka á- kvörðun. En eins og ástandið er, sé ég ekki aðra leið en að flýta stofnun íslenzks sjónvarps og gera það sem bezt og menn- ingarlegast úr garði. Léleg dagskrá? — Margir hafa áhyggjur af dagskrá íslenzks sjónvarps, hafa af ýmsum ástæðum feng- ið þá hugmynd, að sjónvarp hljóti yfirleitt að vera lélegt og spillandi. — Þessu er einkum þrennu til að svara. f fyrsta lagi verður íslenzkt sjónvarp ekki auglýsingasjón- varp — það er: auglýsingum verður ekki skotið inn milli dagskrárliða og verzlunarsjón- armið munu þvi ekki hafa á- hrif á dagskrána eins og til að mynda í Bandaríkjunum. f öðru lagi verður sjónvarp- ið undir stjórn nefndar sem á að heita menningarleg dag- skrárnefnd og henni eru eng- ar nauður á að velja nema bezta efni — jafnt i alvarleg- um sem gamansömum tón. I þriðja lagi er á markaðn- um ógrynni af fyrsta flokks sjónvarpsefni — sígild leikrit, ballettar, úrvais kvikmyndir, gamanefni hverskonar og við höfum þegar fengið tilboð um slíkt svo þúsundum skiptir. Og þetta efni yrði ávallt með íslenzkum texta eða tali, jafn- framt heimagerðu efni. íslenzkt efni — En hvað vildir þú segja um þær áhyggjur sem menn hafa af heimagerðu efni? Þar stöndum við ver að vigi en flestar ef ekki allar Evr- ópuþjóðir að þvi leyti að ís- lenzk kvikmyndagerð er enn í reifum. Það varð nokkurt deilumál innan sjónvarps- nefndarinnar hve mikið fé skuli ætlað til styrktar við ís- lenzka kvikmyndagerð eða til kvikmyndagerðar fyrir sjón- varpið sjálft. Ég má segja, að rammi sjónvarpsdagskrár leyfi að allt að 50 þúsund krónum sé á viku hverri varið til ís- lenzkrar kvikmyndunar. Að öðru leyti mun íslenzk dag- skrá fara ákaflega mikið eft- ir því, hve færir menn ráð- ast til sjónvarpsins; úrslitúm munu þar ráða hugkvæmni og smekkvísi manna innan hinna tæknilegu aðstæðna. í dagskrártillögum okkar er- um við aðeins með Það is- lenzkt efni fyrstu árin sem hægt er að gera í sjónvarps- Upptaka í stórri sjónvarpsstöð. — Það er mjög útbreiddur misskilningur, að innan skamms geti menn náð inn á tæki sin hinum og þessum erlendum dagskrám frá gervihnöttum. Sannleikurinn er sá. að end- það sem við hverju sinni. kysum helzt □ Björn Th. Björnsson listfræðingur á sæti í nefnd þeirri sem að undanfömu hefur unnið að margrvíslegum rannsóknum varðandi undirbún- ing að stofnun íslenzks sjónvarps. í eftirfarandi spjalli lýsir hann viðhorfi sínu til sjónvarps á ís- landi og þeim vandamálum sem steðja myndu að slíku fyrirtæki á fyrstu árum þess. sal svo sem samtals- og skemmtiþætti, fyrirlestra með myndum og allskonar sýni- efni, bæði úr fornri menningu okkar og nýrri, auk hvers- konar atrlða, sem gætu farið fram í sal, — jafnvel svö ólík- legum hlutum sem bænda- glímu og laufabrauðskurði! Snjallir menn •— Og hvar eigum við svo að ná í alla þessa snillinga sem bera eiga uppi snjalla dagskrá? «> — Það hljómar ef til vill undarlega, en ég held það sé hægt að búa þá til, svo fremi það sé sæmilegt efni fyrir Ég held það sé hægt með veru- lega góðri þjálfun á erlendum sjónvarpsstöðvum, góðum vinnuaðstæðum, og ekki þyrfti sízt svo ríflegt kaup að slík- ir menn þyrftu ekki að snatta út og suður til tekjudrýging- ar. En eins og landið liggur er ég hræddur um, að launa- rammi hins opinbera nægði varla til að draga að sér þá menn sem mestur slægur væri í. Alþjóðlegt sjónvarp — En hvað heldur þú um bjarteýni manna á alþjóðlegt sjónvarp? urvarp um gervihnetti verður alltaf að taka inn á kerfið í heild sinni — slíkt gerir ekki hver maður í sinni stofu. Og gleymi maður því ekki að móttökuskermur fyrir slíkt endurvarp myndi kosta hundr- að miljónir króna samkvæmt núgildandi verðlagi. En þegar fram í sækir myndum við verða slikra sjónvarpssendinga aðnjótandi, og þá myndi stjóm hins is- lenzka sjónvarpskerfis velja Sambúð við Kana — Hvað álítur þú um hugs- anlega sambúð íslenzks sjón- varps og amerísks? — Ég vona fyrst og fremst að til slikrar sambúðar komi aldrei — að bandaríska sjón- varpinu verði lokið, eða það lokað inni. En þótt af slíkri sambúð yrði um nokkra hríð, þá er ég sannfærður um að íslenzka sjónvarpið myndi hafa vinninginn. Bæði hneigjast menn til að hlusta á sjónvarp á sínu eigin máli. og þótt inn- ienda efnið yrði máske frum- stæðara að gerð, þá mun það vafalaust skírskota miklu fremur til íslenzkra viðtak- enda. Taki menn eftir því, hve sárafáir nota sér að stað- aldri erlendar útvarpsstöðvar hér á landi, þótt flestir hafi ágætustu móttökuskilyrði. Loks verður það ekki hvað sízt á metunum. að við stefn- um að 625 línu kerfi, sem hæfir íslenzkum rafstraumi og gefur ólíkt stöðugri og skýr- ari mynd en bandaríska 525 línu kerfið, sem jafnvel banda- riskir vérkfræðingar telja ó- hæft til notkunar hér á landi. Auk þess verður orka íslenzka kerfisins 20 sinnum öflugri en hins bandariska. Vatnsendahæð — Hefur staðsetning sjón- varpsstöðvar verið endanlega ákveðin? — Við í sjónvarpsnefndinni höfum í langan tíma leitað fyr- ir okkur bæði um bráðabirgða- húsnæði fyrir byrjunarstarf- semi og framtíðarstað. Nokkrir okkar, og þá ekki sízt ég sjálfur, höfum fengið mikinn augastað á Vatnsenda- hæðinni. Ég teldi það ágæt- ustu lausn að reisa þar sjón- varpshús og síðar einnig út- varpshús þar sem öll dag- skrárvinna færi fram og loks mætti byggja þar kvikmynda- ver þegar fram í sækti. Þann- ig gæti öll þessi starfsemi myndað nokkurskonar þorp og þannig yrði auðvelduð stórum innbyrðisnotkun mannaflans sem þar starfaði. Hinsvegar yrði útvarp og sjónvarp að hafa skrifstofubyggingu í bæn- um fyrir alla þá starfsemi, sem að almenningi snéri. Því má bæta hér við, að Vatnsenda- Framhald á 9. síðu. Tánleikar í Melaskóla ,,Kammermúsíkklúbburinn” efndi til tónleika í Mela- skóla fyrir nokkru. — Fé- lagsskapur þessi er nú orð- inn sjö ára að aldri, eins og á er bent í efnisskrá tónleik- anna. Hefur hann á þessum árum haldið fjölda tónleika og oft tekizt með ágætum. Hann hefur kynnt hlustend- um mörg tónverk á sínu sér- sviði, og á tónleikum hans hafa komið fram margir góð- ir listamenn bæði innlendir og erlendir. Innlendir lista- menn hafa þó verið þar í miklum meirihluta, og hefur það ekki sízt verið nytsamur þáttur í starfi félagsins, að það hefur veitt íslenzkum hljóðfæréileikurum og söngv- urum tækifæri til að koma fram fyrir almenning og sýna getu sína. — Á tónleikum félagsins komu að þessu s,inni fram fjórir ungir hljóðfæraleikar- ar. Averil Williams lék á flautu, Einar G, Sveinbjörns- son á fiðlu og lágfiðlu, Gunn- ar Egilsson á klarínettu og Þorkell Sigurbjömsson á pí- anó. Léku þau þríleika tvo (tríó). annan eftir Mozart, hinn eftir Bach. svo og són- ötu eftir Poulenc og svítu eftir Milhaud. Verk gömlu meistaranna tókust varla eins vel og skyldi. Einkum varð Mozart helzt til þunglamalegur í flutninginum. Hins vegar höfðu Frakkarnir tveir miklu síður ástæðu til að kvarta, enda er þeirra tónlist hvergi nærri eins viðkvæm eða vandlát um flutning. — Yf- irleitt voru þetta skemmti- legir tónleikar, og ber að þakka hinum ungu tónleik- urum flutninginn. B. F. Tónleikar Sinfóníu- sveitarínnar Síðustu tónleikar Sinfóníu- sveitarinnar, hinn 7. þ. m., hófust á óperuforleik eftir Berlioz, sem sveitin lék skil- merkilega undir snjallri stjóm Igors Buketoffs. Tón- leikunum lauk hinsvegar á yerkum eftir vorrar tíðar Bandarikjamenn. Hið fyrra nefnist ..Spuming. sem b£ð- ur svars” og er eft:r þann fræga mann Charles Ives. Spumingin varðar það, hver muni tilgangur tilverunnar, og eru nokkur blásturhljóð- færi látin ræða það mál s.\i á milli, án þess að niður- staða fáist, en strengjahljóm- sveit leikur undi- að tjalda- baki. Það, sem hljómsveitin lék, var einkar viðfeld'ð á að hlýða, en hitt síður. og varð sú spuming ekki umflúin, hvort verkið myndi ekki batna stórlega, ef allri „heimspeki” væri sleppt og strengjasveitin látin ein um hituna. Síðari verkið, sin- fónía eftir Robert Ward, var um margt áheyrilegt. Miðdepill tónleikanna var fiðlukonsert Jóhannesar Brahms { höndum pólskrar listakonu, sem heitir Wanda Wilkomirska. Þessu mikla tónverki var hér skilað á stórglæsilegan hátt. Ásköpuð tóngáfa. tilþrif og ríkt lista- mannsgeð einkenna leik þess- arar ungu stúlku ásamt full- kornnu valdi á öllum tæk'ú- atriðum. Auk þess var svo báttur hljómsveitarinnar sér- staklega vandaður og vel af hendi leystur og samleikur hennar og fiðlunnar mjög á- kjósanlegur. b. F. tJr samstillingiusal í sjónvaipsstöð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.