Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA 4. KAPLiI Þriðjudagur 12. max 1364 ÞTðDvunNN Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG 6amúð. Hann skuldaði engum neitt. Hann átti engar ástmeyjar í leyni. Hann stundaði enga dýra lesti. Hann leið ekki af von- sviknum metnaði, hann hafði ekki orðið fyrir fjárkúgun eða hótunum eða var í klóm okur- karla. Dauði hans á Löngulínu var undarlegur og dularfullur. Og hin viðtækasta lögreglurannsókn gat ekki leitt í ljós neina skýr- ingu á honum. Og síðan var C. Blomme lektor jarðaður. 3. KAFL-I. Mörgum árum eftir að O.Blomme lektor dó á Löngulínu, hittist hópur karlmanna í samkomusal. Hlýtt og fagurt júníkvöld, þegar sýringar og gullregn stóðu í blóma eins og J>á. Mennimir komu upp stiga, lagða rauðum dreglum og skildu eftir yfirhafnir og hálsklúta og regnhlífar í fatageymslunni. Sumir þeirra skildu líka eftir skóhlífar, þrátt fyrir veðurblíð- una. Það voru menn sem gættu vel heilsu sinnar. Flestir komu í bílum. Nokkrir komu í sporvagni. Einn kom ^angandi. t>eim var stefnt saman víðs- vegar að um landið til að hitt- ast þetta sumarkvöld, bótt þeir þekktust í rauninni alls ekki. Það voru svo mörg ár síðan þeir höfðu hitzt síðast og þeir höfðu breytzt mikið á þvi timabili. Þeir voru komnir með gleraugu og ýstrur og yfirskegg. Þeir voru ; orðnir sköllóttir og höfðu breytt um háralit. Þeir voru orðnir hor- aðir og holdskarpir og feitir og kringlóttir. Þeir voru öldungis ó- þekkjanlegir. Þeir tókust hjartanlega í hend- ur svo að glamraði í ermahnöpp- unum. Og þeir þúuðust. svolítið vandræðalegir, þvi að þeir vissu ekki alltaf við hvem þeir voru að tala og urðu fyrst að gefa sig fram og kynna sig. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINtl og DÓDÖ Langavegl 18 rn. h. Oyfta-) SfSH 24616. - > i . - 1 P B R M A Garflsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa. DflmarJ Hárgrelflsla mð ailra hæfl. TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — RflVIT 14662. hArgreeðslustofa AUSTURBÆJAR PtMarfa Gnðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. •— Nuddstofa á sama stað — Þeir voru allir saman 43ja ára gamlir. Menn á bezta aldri. Þroskaðir, reyndir menn í blóma lífsins. Og þetta voru menn sem höfðu ábyrgð og myndugleika og vald yfir meðbræðrunum. önn- um kafnir menn sem máttu eng- an tíma missa. Þeir höfðu orðið að fóma miklu til að geta verið saman þetta kvöld. Mennimir voru samkvæmis- klæddir. Fínir og stroknir með hvít skyrtubrjóst. Fáeinir þeirra voru með smáorður í hnappa- gatinu. 2 Aðeins einn þeirra var í venju- legum jakkafötum. Gljáslitnum jakkafötum með alltof stuttar ermar og alltof stuttar skálmar. Hann var með undarlega mjótt og teygt, rautt hálsbindi og í furðulega þvældum, hælalausum skóm. Og hann var með óklippt hár og svart alskegg. Hann heils- aði hinum þumbaralega og pírði á þá nærsýnum augum gegnum lítil, gamaldags gleraugu. Hann var ólíkur öllum hinum. En hann tilheyrði hópnum. Það hafði ver- ið lögð á það áherzla að hann kæmi með. Og menn voru vin- gjarnlegir og alúðlegir við hann og vérhduðú hann í'yrir hugsaii- legum móðgunum af hálfu þjón- ustuliðsins. Salurinn var rauðbleikur með silkiveggfóðri og gylltum vegg- lömpum og bronslitri lýsingu. Það var staður sem sameinaði heimilisylinn glæsileik sam- kvæmislífsins. 1 næsta herbergi var lagt á borð með kertaljósum og blóm- um og dannebrogsfánum og hug- vitssamlega brotnum pentudúk- um. Yfirþjónninn var á vakki kringum borðið og yfirleit hvort allt væri eins og það ætti að vera. Mennirnir buðu hver öðrum vindla og slógu öskuna af þeim í listræna postulínsöskubakka og leirker með biblíumyndum. Þeir hlógu og töluðu hátt um gamla daga og gamlar minningar. Og þeir töluðu undarlegt frímúrara- mál sem utangarðsmenn hefðu ekki getað skilið. Nokkrir mannanna voru í nefnd og höfðu mikið að gera og gengu um með lista og krossuðu við jafnóðum og einhver bættist við. Og loks var tölunni náð. 19 karlmenn. Lögfræðingar, læknar, vísindamenn, kaupsýslumenn, kennarar, dómari, prestur, liðs- foringi. Meðal þeirra var líka morð- ingi. Maður, sem mörgum árum áður hafði eitrað maltbróstsyk- ur e, Blommes lektors. Skrúðgangan þokaðist gegnum sjúkrahúsið. Stórkostleg sýning sem endurtekin var á hverjum degi með dásamlegri nákvæmni. Yfirlæknirinn og lið hans var í fararbroddi og stofugangur hófst. Með klukknahringingu var koma skrúðgöngunnar boðuð í hinum ýmsu deildum, svo að allt gæti verið reiðubúið undir hina hátíðlegu stund. Deildarhjúkrunarkonumar stóðu uppstilltar með stroknar svuntur. Ungu hjúkrunamem- amir stóðu rétt. Sjúklingamir reyndu eftir beztu getu að liggja beinir í rúmunum. Lökin voru sléttuð og teppunum hagrætt samkvæmt reglugerðinni. Ekkert mátti kryppla eða aflaga. Eng- inn sjúklingur mátti biðja um flatkopp meðan á þessu stóð. Það varð að halda í sér meðan skxúðgangan stóð yfir. Og sjúk- lingunum var líka bannað að deyja á hinni hátíðlegu stundu stofugangsins. Sjjipur yfirlæknisins var ró- legur og virðulegur. Sem ungur kandídat hafði hann vandlega fylgzt með svipbrigðum fyrir- rennara síns og hann vissi að ungu kandídatamir í göngunni fylgdust nú með svip hans. Hann hafði aðra höndina í sloppvas- anum. Hina notaði hann til smá- handahreyfinga sem hjúkrunar- konur og annað þjálfað starislið túlkaði og hlýddi. Enginn sjúklingur vogaði sér að ávarpa yfirlækninn. Milli liðir sáu um að koma spuming- um og svörum rétta boðleið. Við þetta gat komið upp misskiln- ingur, en það var ótilhlýðilegt í hæsta máta að reyna að leiðrétta hann. Yfirlæknirinn hét Thorsen. En yfirlæknir er ekki kallaður nafni sínu. Óupplýstir sjúklingar voru fræddir um það. að ekki mætti heldur ávarpa hann sem herra lækni eða lækninn og það ætti alls ekki við að nota ávarpið þér. Sérhver notkun fomafna í sambandi við yfirlækni er for- boðin. í ávarpi og umtali skal nota orðið yfirlæknirinn og brot á þessari siðvenju geta haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar. Þegar stofuganginum lýkur dregur yfirlæknirinn sig i hlé. Töfrunum léttir af sjúkrastofun- um. Hinir aðþrengdu magasjúk- lingar hringja bjöllunum í ákafa og hjúkrunamemar þjóta af stað með flatkoppa. En starfi yfirlæknisins er ekki lokið. Hann þýtur í bíl á einka- klínik sína, þar sem aðrir sjúk- lingar bíða. Þeir eru með sömu sjúkdóma og hinir á spítalanum. og þeir fá sömu meðferð. En sið- imir og umgengnin eru með öðru móti. Það má nota ávarps- formið þér. Og svipur yfirlækn- isins er dálítið breyttur, hann brosir meira, rétt eins og hann væri innanum jafningja. Það er langur starfsdagur hjá Thorsen yfirlækni. Hann er líka háskólakennari og hefur nem- endur og fyrirlestra sem þarf að sinpa- Og hann má ekki sýna á sér þreytumerki. Fyrirlestramir eiga að vera lifandi og kryddað- ir bröndurum og stúdentamir eru áhugasamir og gæta þess vel að hlæja, þegar það á við. En yfirlæknirinn hefur líka einkgpraksís. sem útheimtir tíma og þolinmæði og löng samtöl og háttvísi og skilning. Hér þarf að setja upp enn nýjan svip. Það er traustið til læknisins sem skiptir mestu máli, hefur Thor- sen prófessor sagt i viðtali. Stundum getur það verið gagn- legt að grípa um báðar hendur sjúklingsins og horfa á hann mildum, skilningsríkum augum. Læknirinn á að vera eins konar vinur og trúnaðannaður. Skrifta- faðir. Og við þetta bætast hinar mörgu embættisskyldur og heið- ursstörf. Stjómariundir. lækna- þing, fyrirlestrar, Domus Medici, ritstjóm tímaritsins, læknafræði- rabb í blöðum o.fl. Og læknir á líka sitt einkalíf. Konu og böm og samkvæmislíf. Ef til vill dygði yfirlæknis- starfið til að uppfylla líf eins manns. Og kannski deyr Thor- sen prófessor á bezta aldri af of- reynslu. En hin mörgu störf hans eru unnin af frjálsum vilja. Þau eru bara tákn velgengni og hárra lífsskilyrða. Prófessorinn er landskunnur maður. Dáður og öfundaður af starfsbræðrum. Hann er ungur ennþá. Hann er 43 ára. Og hann er einn hinna 19 samkvæmisklæddu manna, sem hittast á júníkvöldi. Milt og kyrrt júníkvöld þegar sýringar og gullregn standa í blóma á Löngulínu eins og fyrir mörgum árum, þegar roskinn lektor var fluttur á Borgarspít- alann og dó þar. vegna þess að hann hafði borðað eitraðan malt- brjóstsykur. 5. kafli Melludólgur og ofbeldismaður hefur verið dæmdur í fjöguira ára fangelsi. Stuttur, hlunksleg- ur náungi sem lýsti þvi yfir að hann væri ánægður með dóminn og hneigði sig með ýktri kurteisi fyrir dómaranum, sem hrollur fór um. Og í blöðunum mátti lesa að hann hefði brosað ó- svífnislega til áheyrenda þegar hann var leiddur út. Með olíu- borið hár, hvapholda og með axlapúða. — Reglulega ógeðsleg manngerð, segir Ellerström dómari við ritarann. Ellerström er 43 ára gamall. Hávaxinn, laglegur með ljóst„ aftur kembt hár og dálítið yfir- skegg. Hann útdeilir refsingum sínum eftir forskriftum lögbókarinnar og mælir fram úrskurði sína með veikri, óstyrkri röddu. Langar hendur hans fitla við penna- stöngina. Hann veit aldrei hvað hann á að gera af þessum hönd- um. En hann nagar ekki leng- ur á sér neglurnar. Móðir hans er búin að venja hann af því. Þegar þu ert nú orðinn dómari, þá máttu til með að leggja nið- ur þennan andstyggilega vana, sagði hún. Dómari getur ekki verið þekktur fyrir að naga á sér neglumar í réttarsalnum. Hvað skyldu glæpamennimir hugsa! — Og dómarinn hefur víst nægilegan viljastyrk til að fara að ráðum hennar. Móðir hans á heima í allstórri íbúð í hverfinu við Austurbraut. Hún skildi við manninn sinn, þegar sonurinn var lítill dreng- ur með matrósakraga og í hálf- sokkum. Og hún fékk soninn. Hún hefur hann ennþá. Og hún ver hann og vemdar fyrir öllum slæmum áhrifum. Hún vakir yfir hreysti hans og velferð með dæmalausri alúð. Og nú verðurðu að fá þér að borða og nú verðurðu að hvíla þig og ég hef lagt fram handa þér hrein nærföt og hreinan vasaklút. Það er innilegt samband milli þeirra. Fólk horfir á þau með velþóknun þegar þau fara í kvöldgöngu um Löngulinu. Hún er lítil og feit og hanfi verður að ganga svolítið álútur til þess að hún geti haft stuðning af hand- legg hans. Og hann segir henni frá starfi sínu og því undarlega fólki sem ' hann fær að sjá hinum meginn við grindurnar. Eins og nú þessi melludólgur og ofbeldismaður í dag. Reglulega óhugnanlegt fyr- irbrigði. Trúandi til alls. SKOTTA og svo þegar Pétur Ioksins kom sér að því að bjóða mér í bíó, þá neitar pabbi mér um peninga fyrir miðunum . . . STJÓRNUNARFÉLAG fSLANDS FUNDUR verður haldinn í Stjórnunarfélagi íslands í dag (þriðjudag) 12. maí kl. 20,30 í fundarsal Hótel Sögu. Fundarefni: Jóhannes Einarsson verkfr. flytur erindi: Skipulag og stjórnun verklegra framkvœmda. Utanfélagsmönnum er heimill aðgangur. Stjórnin. FERÐAB/LAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð, til Ieigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzlu.n

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.