Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 10
|Q SfÐA Miðvikudagur 13. mai 1964 HtéÐVHJIMN Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG Davíð Stefánsson Fellt þú hefur fjaðrir þínar, flogið getur ekki meir. Drottinn kallar dróttir sínar þá dagar eru liðnir þeir, sem léðir eru lífs á teig og loka drukkin æviveig. Skáldafákinn þýðan þeystir, þræddir ávallt eigin leið. Vaktir drótt, úr læðing leystir lífsafl það, sem til þess beið. I hjörtu þinnar þ’jóðar inn af þrótti söngstu óðinn þinn. Úr Sónarheima víðu veldi valin skópstu listaverk. Frá þeim mæra arineldi orkulindin streymdi merk. Á þínum vitum bjartast brann, boðum framhjá skeiðin rann. Saknar þjóð og sáran tregar sjónum horfinn ástmög sinn. En óður hans oss vel til vegar vísar langt í framtíð inn. Meðan tungan mæla kann meta skulum arfinn þann. Lifðu heill í himnaranni, helgu Sónarþingi á. Skemmtu bæði meyju og manni, mildurn bragatónum frá, og láttu okkar ósk í té, að yrkja ljóð um íslenzk vé. Jóh. Teitsson. Unnið var úr 80% af mjólkurmagninu Hræðilegt! segir móðirinn. Ef hann tæki nú upp á t>ví að ráð- ast á þig! Þú verður að lofa mér því að vera varkár. Eðvarð. Komdu ekki of nærri þeim! — En grindumar eru á milli okkar. Og svo eru lögregluþjón- amir. Það er áreiðanlega engin hætta. Þótt maður hafi auðvitað heyrt þess dæmi að dómari yrði fyrir árás í réttinum. — En Eð- varð er hvergi hræddur. Og móðir hans er reiðubúin að dást að hugrekki hans og hafa á- hyggjur aí hinu hættuiega starfi hans. Og hann stríðir henni dá- h'tið, þegar hann útmálar fyrir henni hverju ofbeldismaður gæti tekið upp á. Ef til vill er dálítið erfitt fyr- ir Eðvarð Ellerström að skilja hvemig melludólgur er saman- settur. En hann hefur prófið sitt og þekkir lögin. Hann hefur hlustað á lögfrasðifyrirlestra í sjö ár og kennarar hafa þjálfað minni hans og æft stikkorð. Hann veit hvemig refsa skal melludólgum og ofbeldismönnum og ef hann kynni að gleyma þvi, getur hann flett upp í lögbók- inni Hann sendir vændiskonur og afvegaleiddar stúlkur í fangelsi og uppeldisstofnanir. Hann skammtar þjófum og föntum það sem þeim ber Það er var^.hsegt að ætlast til þess, að dómari hafi sjálfur rejmslu af því að vera þjófur og fantur. Frú Ellerström þykir bara leitt hvað hann kemst í kynni við margt Ijótt. Hann, sem aldrei hefur þekkt nema siðmenntað og gott fólk. En hún veit ekki hvað hann kemst í kynni við, þegar hann les Hæstaréttardóma. Og hún veit ekkert um hinar undarlegu bækur, sem sonur hennar les HÁRGREIÐSLAN Hárgretnsln og snyrtistofa STFTNT7 og DÖDO Laneavesl 18 m h. flyfta) SfMT 2461B. P B R M A Garðsenda 21 SfMT 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla vjð allra hæfi. TJARNARSTOFAN TJamargðtu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMT 14662. HÁRGRETÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR YMaría Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — með leynd í rúminu á kvöldin. Hann liggur undir sænginni og les við vasaljós, svo að hún sjái ekki að það er hveikt hjá hon- um og geti ekki komið honum á óvart. Hann er 43ja ára gamall. Og í kvöld á hann að hitta marga aðra menn á sama aldri. Vinnustúlkan er búinn að leggja stífuðu skyrtuna hans á rúmið hans. Og frú Ellerström hnýtir á hann slaufuna. Hann verður að beygja sig niður til hennar. svo að hún nái. — Þú 3 mátt ekki kitla mig svona, fliss- ar hann. — En þetta verður að fara vel, segir hún. — Það er ósköp að sjá þegar hálstau er skakkt. Og þvoðirðu þér nú al- mennilega um hálsinn? Og hér er hreinn vasaklútur* Og komdu nú ekki of seint heim! Mundu að þú þarft að mæta i réttinum klukkan níu í fyrramálið. Þú veizt að þú verður að fá nægan svefn, annars færðu þennan hræðilega höfuðverk. Og hún hellir ögn af Kölnar- vatni í hreinan vasaklútinn hans. — Og hér eru skómir þínir. Stúlkan er búin að bursta þá. Það værr 'lffgtegtref þú gleymd- ir þeim og færir í inniskónum! Ertu með útidyralykilinn?, Er hann ekki í hinum buxunum? — Jæja, vertu blessaður, dreng- ur minn. Skemmtu þér vel. Og farðu þér nú ekki að voða. 6. KAFLI Hópur ungra stúlkna kemur hjólandi eftir þjóðveginum. Þær eru í gulum blússum og með græna hálsklúta. Þær eru tein- réttar og frjálslegar og syngja á hjólunum. — Með dug og dáð, með dug og dáð. Þetta eru Æ.D. sóknarinnar. Nýstofnaður félagsskapur sem verður með tímanum alvarlegur keppinautur íþróttafélagsins ef allt fer að skilum. Æ.D. — er ekki dýrlegur hljómur í þessu nafni! — skrifar séra Norregaar-Olsen í Kirkju- blaðið. — Æ.D. — Það þýðir Æskulýðsdeildin. Það eru ungu stúlkumar sem ganga til prests- ins og eiga ekki auðvelt með að segja nei. þegar presturinn legg- ur að þeim að ganga f félags- skapinn. Guli einkennisbúning- urinn kostar 8 krónur. Og það er mikið ié fyrir landbúnaðar- verkamann eða þurrabúðarmann. Og foreldrar Æ.D. stúlknanna eru ekki mjög hrifnir af öllu saman. Og það kemur fyrir að foreldramir vilja ekki borga þennan dýra einkennisbúning og vilja ékki veita leyfi sitt. En svo kemur prestsfrúin í heimsókn og talar þau til og er alþýðleg og blátt áfram. — Auð- vitað er þetta frjálst. En fyrst Anna er nú einu sinni búin að tilkynna þátttöku, þá getur hún ekki hlaupið burt frá öllu saman eftir á. Unglingarnir verða að læra að standa við orð sín. Og svo eru 8 krónur stórfé nú á dögum. Ef í það fer, þá er hægt að fá að borga það smátt og smátt. Og það er ekki auðvelt að reka prestesfrúna á stampinn, sem er svo alþýðleg og blátt áfram. Það er m^gur hennar, sem á fyrir- tækið sem framleiðir Æ.D. ein- kennisbúningana. Og henni er trúlega mikið í mun að salan gangi vel. Æ.D. á sinn eigin dálk í kirkjublaðinu þar sem sagt er frá fundum og saumaklúbbum og bazamum og ferðalögum og sumarbúðum og samkomum í fallega garðinum á prestssetrinu með Æ. D. kaffi og Æ. D. kringl- um. Og foreldramir eru hvattir til að láta Æ D. stúlkumar hafa með sér ögn af kaffibaunum og bakkelsi. Það verður alltaf eitt- hvað afgangs sem kemur hús- haldi prestsetursins til góða. Og svo biðjum við bess að guð blessi samkomur okkar. Það hefur komið nýr andi í sóknina með nýja prestinum. Hugmyndaflug og framtakssemi. Á sunnudögum eiga Æ. D. stúlk- umar að sýna sig í einni af þrem kirkjum sóknarinnar. Það er dýrleg sjón þegar ungu stúlk- umar ganga inn 1 kirkjuna. Djarflegar og frjálslegar bland- ast þær gomlu kirkjugestunum. Enn þarf að berjast gegn stirðlyndi. Kæruleysi og skiln- ingsleysi. Eða beinlínis fjand- skap. En allt slíkt mun verða sigrað. Máttarstólpar sóknarinn- ar styðja prestinn og athafnir hans. Öðalsbændumir og land- eigendur hafa lagt fram allt að 10 krónum til kirkjublaðsins og þeir opna heimili sín fyrir séra Nörregaard-Olsen. Og séra Nörregaard-Olsen er sjálfur gestrisinn maður. Það er hægt- að halda veizlur á stóra prestsetrinu. Og þau hafa efni á því. Frúin kom með peninga í hjónabandið. Það er hægt að lifa sómasamlegu lífi. Það eru ekki bara Æ. D. stúlk- umar sem koma saman í garði prestsetursins og eiga þar góðar stundir með samsöng og sameig- inlegri bænagjörð og djarflegum söngleikjum. Það em ekki aðeins konumar í saumaklúbbnum sem hittast í stóru stofunum til helgi- stundar og kaffidrykkju með bakkelsi að heiman. Þar á sér líka stað menningarlegt sam- kvæmislíf. Virðulegar átveizlur sem máttarstólpar sveitarinnar aka til í gljáfægðum bílum sín- um. Máltíðir með matgerðarlist og stofuheitu rauðvíni og gömlu sherrýi og góðum vindlum og menningarlegum samræðum. Séra Nörregaard-Olsen er prestur hins nýja tíma. Hann reykir ekki langar súrar pípur, ber kollhúfu og talar eins og guðsorðabók. Hann er grannur og liðlegur maður. Fullur orku og framtakssemi og skipulags- hæfileika. Það eru falleg húsgögn á prestssetrinu. Góður smekkur og öll nýtízku þægindi. Og þjón- ustustúlka í svörtum kjól með hvítan kappa og svuntu. Og kuldalegt, virðulegt fas sem heldur allri óheflaðri ágengni í hæfilegri fjarlægð. Séra Nörregaard-Olsen er 43 ára gamall. — Maður ættí eiginlega að setja upp gömlu, góðu stúdents- húfuna, þegar maður fer tíl borgarinnar í kvöld. — segir hann. Og hann sækir húfuna á stað hennar í bókaskápnum. Hann notar stundum húfuna hér í sveitinni, þegar hann gengur sér til skemmtunar eða hjólar um umhverfið. J>að er svo frjáls- mannlegt og djarflegt. Og eigin- lega er hann ennþá ungur mað- ur. Og íþróttamaður. Prestur þarf ekki endilega að vera nein rola. Hann setur upp stúdentshúf- tma og syngur hárri röddu, svo að glymur um hinar mörgu stofur á prestssetrinu: — Er með húfur út við rólum . . . — En hún er ósköp rykug, það verður að bursta hana almenni- lega áður en þú getur sett hana upp, — segir prestsfrúin og^kall- ar á stofustúlkuna. Og presturinn héldur áfram að syngja: Den Burchenhut bedeckt der Staub, domdomdomdomdom — O Jerum, jerum, jerum, o quae mutatio rerum! — Og frúin hlær: Það er bara galsi í þér. Og bömin hlæja og pabbi held- ur áfram að syngja: En værirðu í alvöru ósvikinn stúdent — — Já. þú ert ósvikinn stúdent, — sagði frúin. — Það vona ég sannarlega, segir maðurinn hennar. — Já það verður stórkostlegt að hitta aftur gömlu drengina! Reglulega dásamlegt og endumærandi! — Og hann íklæðist samkvæmis- fötum og blankskóm og velur sér rós f hnappagatið úti í garði. Og hann ræsir bílinn syngjandi til að leggja af stað úr fjarlægu sveitasókninni sinni til samkom- unnar í Kaupmannahöfn. 7. KAFLI Á matstofu Háskólans í Stúd- fustræti sat maður, sem hét Mikael Mogensen. Hann hafði setið þar f 25 ár. Hann hafði sinn ákveðna stað í hominu við skenkiborðið, þar sem kaffið var afgreitt. Gegnum gluggann sem vissi að St. Pét- ursstræti gat hann alltaf séð hvað klukkan var í kirkjuium- inum og gengið úr skugga um að tíminn leið úti í heiminum. Breytilegir stúdentahópar borð- uðu brauðið sitt og drukku kaffi á matstofunni. Og þeir litu á Mikael Mogensen með nokkurri virðingu og tóku aldrei sæti hans í hominu. Og stúdentamir tóku embættispróf sín og nýir árgangar stúdenta komu og borðuðu brauðið sitt og drukku kaffi. Og enginn gat hugsað sér matstofuna án Mikaels Mogen- sens. Hann var sannarlegur grand old man á staðnum. Ef til vill hafði hann einhvem tíma verið að læra eitthvað. Oft voru nokkrar bækur á borðinu hjá honum. En enginn hafði séð hann sækja fyrirlestra. Hann var með sítt hár og svart alskegg og notaði lítil gamaldags málm- gleraugu. 1 fasi hans var ró og virðuleiki. Nýir stúdentar komu á hverju hausti og gamlir hurfu úr hópn- um. Hver árgangur rak annan. Gestir malstofunnar breyttu um svip. En Mikael Mogensen sat í sínu viðurkennda sæti í hominu við gluggann. Óbreytanlegur og ó- háður tímanum. Og hann drakk kaffi og fylgdi vísu:n kirkju- Ársfundur Mjólkursamlags K.E.A. var haldinn í Sambands- húsinu á Akureyri, þriðjudaginn 5. maí og hófst kl. 10.30 f.h. Á fundinum mættu, auk stjórn- ar og framkvæmdastjóra K.E.A. og mjólkursamlagsstjóra, um 300 fulltrúar mjólkurframleið- enda, en auk þess nokkrir aðr- ir fundargestir. Formaður fé- lagsins Brynjólfur Sveinsson. setti fundinn. Af reikningum og rekstrar- skýrslu ársins 1963 kom í ljós, að mjólkursamlagið hafði tekið á móti samtals 17.443.890 ltr. mjólkur með 3.824% fitumagni. Hafði mjólkuraukningin á árinu orðið 1.260.852 lítrar eða 7,8%. Af samanlögðu mjólkurmagni var 19,5% selt sem neyzlumjólk og 80,5% fór til framleiðslu annarra mjólkurvara. Niðurstöður á rekstursreikn- ingi samlagsins sýndu, að fram- leiðendur höfðu fengið útborgað mánaðarlega 400 aura á lítra auk 8.63 aura á lítra sem greitt var bændanna vegna til Bún- aðarmálasjóðs, stofnlánasjóðs og Búfjárræktarstöðvar. Eftirstöðv- ar á rekstursreikningi samlags- ins voru samtals kr. 27.287.147,16 eða 156.42.aurar á mjólkurlítra. Samþykkti fundurinn að greiða skyldi. til framleiðenda 143 aura á lítra og auk þess 13 aura í stofnsjóð þeirra, en tekjuafgang- urinn yfirfærist til næsta árs. Meðalútborgunarverð til fram- leiðenda á hvem mjólkurh'tra við mjólkurstöð var samtals 565 aurar. Á fundinum voru rædd ýms mál er mjólkurframleiðendur varða, þar á meðal um starf Búfjárræktarstöðvarinnar í Lundi og var einróma samþykkt að veita 150 þúsund krónur til styrktar þeirri stafsemi. <z. ÍO “ Ul tí. 8l!ia«mS!»Wn»T»i™ SnðlaMa. i Af hverju labbarðu ekki aðeius út íyrir til að aðgæta hvort nekkur flautar á þig í nýja skrúðanum? Það er ein- mitt það sem ég ætla að gera. Þetta hlýtur að hafa verið einhver ferðamaður. Alveg rétt, hann gekk hérna framhjá rétt I þessa. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgagnaverzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.