Þjóðviljinn - 15.05.1964, Page 3
Föstudagur 1S. maí 1964
HÖBVILnHN
SIDA }
Flugumenn sendir frá
USA til árásu á Kábu
HAVANA 14/5 — Flugrumenn og spellvirkjar,
þjálfaðir og vopnaðir í Bandaríkjunum, gengu á
land á austurströnd Kúbu í gær, skutu á sykur-
hreinsunarstöð og kveiktu í henni. Talsmenn
árásarliðsins sögðu að með þessu strandhöggi væri
hafið stríðið gegn stjórn Castros.
Castro staðíesti sjállur ; nótt
að þessi árás hefði verig gerð
við hafnarbæinn Pilom í Ori-
ente-fylki. Hann lýsti ábyrgð á
hendur Bandaríkjastjórn og i
kvað árásarmennina vera á mála
hjá henni. Hann sagði að 75.000
sekkir af sykri hefðu eyðilagzt
í brunanum.
Árásarmennirnir gáfu sjálfir
Þeir Krústjoff og Nasser hafa skipzt á heiðursmerkjum, Krúsjoff verið sæmtlur Nilarorðunni,
Nasser nafnbótinni „Hetjja Sovétríkjanna“ og er einn örfárra útlendinga sem hana hefur fengið.
Krústjoff í ræðu í Egyptalandi:
Assúanstíflan dæmi um hvað
smáþjó&irnar geta afrekað
Langvittnt og erfítt
strið i S- Vietnam
KAÍRÓ 14/5 — Enn var mikið um dýrðir í Assúan við
Níl í dag, en þá var með sprengingu rutt úr vegi fyrir-
hleðslu og vatni Nílarfljóts veitt í nýjan farveg, sem það
mun renna um þar til lokið hefur verið að gera stífl-
una miklu.
Þegar 340 kiló af dýnamíti
höfðu rutt fljótinu veginn,
streymdi gruggugt vatnið inn í
kílómetra langan skurg og gegn- i
um sex mikil göng, en í þeim
er ætlunin að koma fyrir túrb-
inum:“ ~~
Þeir Krústjoff og Nasser
ENSKIR
FRAKKAR
hleyptu í sameiningu af stað
sprengingunni, en geysilegur
mannfjöldi réði sér ekki fyrir
fögnuði yfir að lokið var fyrsta
áfanganum i beizlun hins mikla
fljóts.
Athöfnin stóð í þrjár klukku-
stundir og þeir héldu allir ræð-
ur, Krústjoff, Nasser og A1
Salaal, forseti Jemens. Ben
Bella Alsírforseti hafði ætlað
að vera viðstaddur athöfnina, en
hann kom ekki fyrr en seinna
um daginn til Kaíró úr heim-
sókn sinni í Tékkóslóvakíu.
Dæmi um afrek smáþjóða
í ræðu sinni sagði Krústjoff
að Assúanstíflan væri Ijóst
dæmi um hvílík afrek smáþjóð
gæti unnið. Sovétrikin hefðu
Framhald á 9. síðu.
WASHINGTON 14/5 — Stríðið
í Suður-Vietnam verður bæði
langvinnt og erfitt, viðurkcnndi
Robert McNamara landvarna-
ráðherra þegar hann ræddi í
dag við blaðamenn við heim-
komuna frá Saigon,
Hann fullyrti þó að ef fylgt
væri þeirri stefnu sem nú hefði
verið tekin í baráttunni við
skæruliða Vietcongs myndi sig-
ur vinnast að lokum. Hann
sagði að það hefði m.a. verið
ákveðið að tvíefla styrk flug-
hers stjórnarinnar í Saigon,
fjölga flugmönnum hennar um
helming úr þeim 400 sem hún
hefði nú. Til þess yrðu Banda-
ríkin að veita aðstoð sína og
hann sagði að hann myndi
leggja til að hernaðaraðstoð
þeirra yrði bæði aukin og henni
hraðað.
í Miami í Bandaríkjunum út
tilkynningu um árásina. Fjöl-
mennt lið hefði tekið þátt í
henni og hún hefði gengið sam-
kvæmt áætlun. Talsmaður
Bandaríkjastjórnar sagði í Was-
hington í nótt að hún faefði enga
hugmynd haft um þessa árás
og vissi ekki meira um hana
en lesa mætti j blöðum. Það
væri nú sem áður stefna Banda-
ríkjanna að ekki bæri að stuðla
að slíkum árásum eða láta þær
óátaldar.
Bann vifl Iyfjasölu?
Bandaríkjastjórn ákvað í dag
að setja á eftirlit með allri sölu
matvæla og lyfja til Kúbu, en
það eru einu vörutegundirnar
sem ekki hefur legið blátt bann
við að selja Kúbumönnum. Á-
stæðan til þessarar ákvörðunar
er sú að spurzt hefur að Kúbu-
stjórn hafi leitað fyrir sér um
kaup á lyfjum frá Bandaríkjun-
um og þyki rétt að bandarísk
stjórnarvöld geti fylgzt með
slíkum viðskiptum.
Engin niðurstaða á
ráðherrafundi NA T0
Sagnrýni á Undén
STOKKHÓLMI 14/5 — Stjórn-
arskrárnefnd sænska ríkisþings-
ins samþykkti í dag að víta
Östen Undén, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, fyrir að hafa
sofið á verðinum gagnvart njósn-
aranum Wennerström. Þær vít-
ur hlaut hann eftir hlutkesti,
þar sem sósíaldemókratar og
borgaraflokkarnir hafa jaín-
marga menn í nefndinni.
HAAG 14/5 — Vorfundi utan-
ríkisráðherra Atlanzhafsbanda-
lagsins lauk í Haag í dag. Ljóst
er af tilkynningunni um störf
fundarins að ráðherrarnir hafa
ekki komizt að neinni niður-
stöðu um þau mál sem fjallað
var um.
Þannig er í tilkynningunni
ekki minnzt einu, orði á þau
meginmál sem Rusk, utanrík-
■isráðherra Bandaríkjanna, lagði
atíerzlu ái "fyrstú ræðu sinni,
aðstoð við Bandaríkin í stríði
þeirra í Suður- Vietnam og
þátttöku allra Nato-ríkja í við-
skÍDtabanninu á Kúbu.
Hins vegar , er Kýpurmálið
rætt í tilkynningunni, en það
er einnig ljóst, að ekkert hef-
ur miðað til samkomulags milli
aðildarríkjanna sem þar eig-
ast við, Grikkja og Tyrkja.
Atriði úr japönsku myndinni „Konan í sandinum'
,Konan í sandinum' fékk hin
sérstöku verðlaun í Cannes
CANNES 14/5 — Hinni árlegu kvikmyndahátíð
lauk { Cannes { dag með úthlutun verðlauna.
Japönsk kvikmynd fékk hin sérstöku heiðurs-
verðlaun hátíðarinnar, en frönsk fyrstu verðlaun-
in, Grand Prix.
Japanska myndin heitir „Suna no onga“ („Kon-
an í sandinum") og hafði af öllum verið talin
líkleg til verðlauna. Verðlaunin fyrir frönsku
myndina, „Les parapluies de Cherbourg", af
þeirri tegund sem kölluð er „dans- og söngva-
mynd“, munu hins vegar hafa komið mörgum
á óvart. Höfundur hennar er Jacques Demy og
aðalhlutverkið leikur Catherine Deneuve. Verð-
launin fyrir beztan leik var bæði skipt á milli
leikara og leikkvenna. ítalinn Saro Urzi hlaut
þau fyrir leik sinn í „Sedotta e abbandonata"
og Ungverjinn Antal Pag'r fyrir leik sinn í
„Alouette". Tvær bandarískar leikkonur skiptu
með sér verðlaunum, þær Barbara Barrie og
Ann Bancroft fyrir leik sinn í „One potato, two
potato" og „The pumpkin eater".
Sex fórust þegar
orustuþafa hrapaði
LAS VEGAS 14/5 — Orustuþota
af gerðinni F-105 hrapaði í gær
til jarðar og rakst á hús í út-
hverfi borgarinnar Las Vegas.
Flugmaðurinn fórst og einnig
fjögur böm og 31 árs gömul
móðir þeirra sem voru i eipu
húsanna. 1 mörgum húsum
kviknaði og gereyðilögðust sjö
þeirra.
Kjarnorkuknúin
kaupför ótímabær
LONDON 14/5 — Nefnd sem
brezka stjómin skipaði fyrir
þremur árum hefur komizt að
þeirri niðurstöðu að enn sé ekki
tímabært að smiða kjamorku-
knúin kaupför, enda þótt allar
líkur séu á þvi að þar komi
að slík skip verði samkeppnis-
fær. Nefndin leggur til að Brgt-
ar hefji smíði kjamorkuofns til
að knýja skipsvélar og áætlar að
hann muni kosta 15 miljónir
sterlingspunda.
Borgarísjakar eru
langt suður í hafi
NEW YORK 14/5 — Skipstjórinn
á norska skipinu Oslofjord segist
hafa orðið var við mikla borgar-
ísjaka á siglingaleiðinni vestur
um haf og voru þeir óvenju
sunnarlega, eða allt að 310 sjó-
mílur suðaustur af Nýfundna-
landi.
Flóðhætta í Svíþjóð
af völdum leysinga
STOKKHÓLMI 14/'5 — Unnið er
baki brotnu að því að forða
miklum flóðum sem hætta er á
vegna þess að leysingaísinn {
Tomeelv á landamærum Sví-
þjóðar og Finnlands hefur hlað-
izt upp og stíflað fljótið. Það
hefur þegar flætt yfir bakka
sína, en nú er reynt að losa um
stífluna með sprengingum.