Þjóðviljinn - 15.05.1964, Side 7

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Side 7
Föstudagur 15. maí 1964 ÞlðÐVlLIINN SEÐA <J Réttarhald með rítstjóra // afþreyingartímaríta // sé slíkt ekki á þess valdi. Að- ur þetta leiðindarugl um vott- alástæðuna fyrir afstöðu sinni orðið allt að því að sýna fram kvað Öskar vera efnisval bók- á forkastanleg vinnubrögð menntakynnisins, hann hefði skáldsins, sem þó telji sig hæfan bókmenntafræðara æskulýðsins. lesið upp nær eingöngu þýdd ljóð. Æsist leikurinn Vottorðið fræga Kristmann Guðmundsson. Síðastliðinn miðvikudag var réttarhöldum haldið áfram í menningarmáli aldarinnar, meiðyrðamáli Kristmanns Skálds Gu'ðmundssonar gegn Thor Vilhjálmssyni. Ekki var Kristmann sjálfur viðstaddur, var lasinn að sögn lögmanns síns, Ölafs Þorgrímssonar. Ým- islegt athugavert kom fram i réttarhaldi þessu og verður hér nokkuð rakið, hvað fram fór. Fyrstur kom fyrir réttinn að nýju Árni Þórðarson, skóla- stjóri. Ámi er einn þeirra skólastjóra, sem færzt hafa undan heimsóknum skáldsins í skóla sinn, og hafði Árni við réttarhaldið á undan sagzt hafa gert það að fenginni reynslu. Það var 1961 — 62, sem Árni færðist undan Krist- manni fyrst. Þessu vildi Krist- mann reyna að mótmæla og hélt því fram, að hann hefði einmitt komið fyrst í skólann umræddan vetur. Nú hafði Ámi skoðað skólaskýrslur og upplýsti það, að Kristmann hefði fyrst rekið á fjörur sín- ar snemma árs 1956. Upp frá því hefði hann komið árlega eða samfleytt til 1961. Hefði því „fengin reynsla” skóla- stjórans verið fimm ár, sem verður að teljast nægilegt til að kynnast Kristmanni. Öskar Magnússon. skóla- stjóri, kom næstur fyrir rétt- inn. Skýrði hann svo frá, að í hitteðfyrra hafi Þórður Kristj- ánsson, starfsmaður á Fræðslu- skrifstofunni, hringt í sig og boðað komu Kristmanns. Ósk- ar kvaðst hafa beðizt undan heimsókninni. en þó fallizt á hana þar eð aðeins einn dag- ar eða tveir hefðu verið til stefnu. Vitnið tók það fram aðspurt, að það hefði ekki bannað komu skáldsins, enda Fram að þessu hefur réttar- haldið verið með daufasta móti, en nú tekur að færast fjör í leikinn. Vitnið er spurt að því hvort það telji, að Kristmann hafi skort þekk- ingu eða hæfileika til um- ræddrar bókmenntakynningar, og svarar þv£ tilí að það telji. að háskólamenntaður bókmenntafræðingur eigi að gegna slíku starfi, en því sé ekki til að dreifa með skáldið. Þá er vitnið spurt að því, hvort eitthvað hafi brostið á háttvísi Kristmanns. Óskar svaraði þvf til, að svo hafi ekki verið við sjálfa bók- menntakynninguna. Hinsveg- ar hafi einn starfsmaður skól- ans orðið fyrir aðkasti Krist- manns meðan á heimsókn hans í skólann stóð. Þá kemur og fram, að skólastjórinn hefur ætlazt til þess með undan- færslu sinni við heimsóknum skáldsins, að sú afstaða sé endanleg, þ.e. að Kristmann heiðri skólann ekki framar með nærveru sinni. ,Huldumaðurinn' Og svo fer að draga til tíð- inda. Fyrir réttinn kemur „Huldumaðurinn” sem Thor hefur svo nefnt. Geir Gunn- arsson, ritstjóri ýmissa menn- ingartímarita, sem enn mun sagt verða. Geir er hingað kominn vegna þess, að hann hefur látið Kristmanni í té vottorð um það, að Steinn Steinarr hafi beðizt afsökunar á ritdóminum fræga um bók- ina Félagi kona, Spyrji nú ein- hver. hvað þetta komi meið- yrðamálinu við, er því til að svara, að Kristmann stefnir meðal annars fyrir atvinnuróg. Thor heldur því hins vegar fram, að Chris sé opinber em- bættismaður. sem ekki sé fær um að gegna stöðu sinni. Lýt- Geir viðurkennir vottorðið og sé þar rétt frá skýrt. Segir í skjalinu, að vorið 1948, skömmu eftir að umræddur ritdómur birtist hafi Geir „orðið samferða” Steini aust- ur í Garðshom. „Virtist mér aðalerindi Steins á fund Krist- manns vera það, að biðja hann fyrirgefningar á ritdómi þe«s- um, og hlustaði ég á fyrirgefn- ingarbón hans, cr fram fór á skrifstofu Kristmann* í Hvcra- gerði,” segir Geir orðrétt. Ekki minnist Geir þess að aðrir hafi verið viðstaddir at- burð þenna en þeir þrír. Nú hefur Kristmann í víðfrægri Geir Gunnarsson. -«> Þríggja daga sýning á málwerkum Valtýs Valtýr Pétursson listmálari opnar málverkasýningu í sal- arkynnum Húsgagnaverzlunar Reykjavíkur að Brautarholti 2. Valtýr Pétursson á morgun laugardaginn. Sýn- ingin verður opnuð fyrir boðsgesti kl. 14, en síðan opin almenningi kl. 18—22. Á sunnudag og mánudag verður sýningin opin kl. 14—22 og lýkur henni þá um kvöldið. Valtýr sýndi síðast fyrir um þremur árum en á þessari sýn- ingu mun hann sýna 27 olíu- málverk, sem öll hafa verið máluð á síðustu 2—3 árum. Salurinn sem Valtýr sýnir nú er í verzlunarhúsnæði Hús- gagnaverzlunar Reykjavíkur að Brautarholti 2 og var sá sal- ur fyrst notaður sem slíkur um síðustu páska. Þá sýndi Jóhannes Jóhannesson list- málari þar myndir sínar og vakti þá salurinn mjög mikla hrifningu fólks og þóttu mynd- irnar njóta sín þar sérstaklega vel. Sýningar í þessum sal geta þó aðeins verið um stórar helg- ar eins og um páska og hvíta- sunnu. tvö vottorð. Er annað frá Matthíasi Jóhannessen, rit- stjóra, en góð vinátta var með þeim Steini. Segir þar, að um- mæli Kristmanns um Stein séu andstæð kynnum Matthí- asar af hinu látna skáldi. stolti hans gagnvart sjálfum sér og skaphöfn hans eins og hún birtist honum. Hitt vottorðið er frá nokkrum nánum vin- um Steins, þeirra á meðal Halldóri Þorbjörnssyni, saka- dómara. Segir þar, að setning- ar þær, er Kristmann leggur Steini í munn, séu auk aula- legs orðfæris svo ólíkar Steini. að útilokað sé, að hann hafi nokkum tíman sagt neitt slíkt. Ekki gugnar þó Geir. heldur fast við það, að Steinn haíi beðið Kristmann afsökunar, og telur hann Stein hafa vax- ið af þeirri „sáttfýsi.” Ekki kveðst vitnið geta greint neitt frá því, hvemig orð hafi fallið þegar þetta á að hafa skeð. Vitnið er spurt hvort þessi Hveragerðisferð hafi verið farin gagngert til þess að Steinn gæti gert yfirbót sína fyrir Kristmanni. Svar: „Það er ég ekki viss um.” Enn er gengið á ritstjórann. og viðurkennir hann þá, að ekki hafi annað bent til að til- gangur ferðarinnar hafi verið að biðja Kristmann afsökun- ar heldur en það, sem á eft- ir fór! Ekki segir Geir ferð- ina hafa verið undirbúna, heldur hafi hún verið ráðin í skyndingi. Vitnið er spurt. hvort ferðinni hafi verið heitið til Jóhannesar úr Kötlum, en getur ekki svarað því. Drykkjuskapur Og enn dregur til tíðinda í réttinum. Vitnið er spurt um það, hvort það kannist við að hafa viðhaft þau orð, að það hafi verið svo drukkið er um- ræddur atburður á að hafa gerzt, að það muni ekkert hvað skeð hafi hjá Kristmanni. Einnig, hvort Geir telji það yfirleitt mögulegt, að hann hafi gefið slika yfirlýsingu. Vitnið: ,,Ég minnist þess ekki.” Lögmaður Kristmanns, Öl- afur Þorgrímsson, hefur að sjálfsögðu lesið málsskjölin, Hann þykist bersýnilega sjá, að krónvitni Kristmanns sé að álpast í gildra. Hann mælist því til, að dómskjal nr. 43 sé lesið upp fyrir vitnið, en Thór mótmælir þvi harðlega á þessu stigi málsins. Enda er Geir svo gott sem búinn að neita þvi að hafa látið sér þetta um munn fara. Hann er svo spurð- ur: Kannast vitnið við að hafa sagt við Ásthildi Bjömsdóttur, Guðmund Sigurðsson og Sverri Kristjánsson, að það hafi verið svo drukkið hjá Kristmanni, að það muni ekkert af því. sem gerðist? Vitnið svarar með þessari klassísku setningu: ,,Það getur vel verið, að ég hafi látið þessi orð falla, en það er ekki þar með sagt, að þau séu sannleikanum sam- kvæm!” Dómskjal nr. 43 Þegar hér er komið sögu, nofar Ólafur Þorgrímsson tækifærið til að brigzla dóm- ara, Sigurði Líndal, um hlut- drægni. Síðan er lesið upp fyrir Geir Gunnarssyni dóm- skjal nr. 43. Er það hvorki meira né minna en vottorð frá frú Ásthildi Bjömsdóttur, ekkju Steins Steinarrs. Ekki er hér rúm til að birta þá yfirlýsingu alla. þótt vert væri. Frú Ásthildur segir, að hún hafi hringt í Geir viðvíkjandi þessu máli. Geir hafi þá sagt, áð hann hafi ásamt Steini og fleiri mönnum farið austur 1 Hveragerði vorið 1948 í heim- sókn til Jóhannesar úr Kötl- um. Síðan segir orðrétt í yfir- lýsingu frú Ásthildar: ,,Seinna hefðu þeir svo farið þaðan og heim til Kristmanns Guð- mundssonar, og hefði Steinn þá beðið Kristmann afsökun- ar á ritdómi þeim, er hann Thor Vilhjálmsson. hafði þá nýlega skrifað um bókina „Félagi kona”. Ekkert kvaðst Geir muna um það hvernig orð hefðu fallið, við þessa athöfn, cnda væri þetta allt mj"g óljóst fyrir sér, sök- um þess að hann hefði verið drukkinn.” (Leturbr. hér) Og enn segir í vottorði frú Ásthildar: ,.Engu að síður sagðist hann (þ.e. Geir) hafa, fyrir einu til tveimur árum síðan skrifað undir yfirlýsingu nokkra fyrir Kristmann Guð- mundsson. varðandi atburð þennan og væri sér nú fyrst Ijós tilgangur K.G með þeirri undirskriftarbeiðni.” (Leturbr. hér.). Nú tekur heldur að glæðast minni ritstjórans, kveður hann hér að mestu rétt frá greint um samtal þeirra Ásthildar, en ekki þykist vitnið þó muna að hafa gefið í samtali þeirra um- greinda lýsingu á áfengisá- standi sínu þennan vordag í Hveragerði fyrir 16 áram. ,Afþreyingar- tímarit' 1 lok þessa athyglisverða réttarhalds segist Geir Gunn- arssyni aðspurðum svo frá. að hann sé nú ritstjóri Kaupsýslu- tíðinda og Nýrra vikutíðinda og eigandi beggja. Þá hafi hann áður verið ritstjóri Heim- ilísritsins og „afþreyingartíma- rita”, öðru nafni sorprita, en sé nú hættur því. Að þeim upplýsingum fengnum lauk réttarhaldinu. Lögmaður Krist- manns skýrði svo frá, að hann byggist við að Kristmann myndi leiða ein tíu vitni máli sínu til stuðnings, og er því enn tíðinda að vænta. J.Th.H. Framhaldsskóli að Láugum í Dalasýslu í framtíðinni? Steinn Steinarr. ævisögu sinni spunnið langa sögu um orðaskipti þeirra Steins. og ú Steinn þar m.a. að hafa sagt að svona lagað svínarí myndi hann„ aldrei gera nema fullur“ ,,þ.e. að segja frómt og rétt frá skáldskapar- gildi bókarinnar Félagi kona). Vitnið kveðst ekki geta dæmt um þetta, þar eð það hafi ekki heyrt á samtal þeirra Steins og Kristmanns. Vitnið heldur þó fast við að hafa heyrt afsökunarbeiðni Steins, en þeir skáldbræðurnir hafi síðan gengið á eintal. Séu nú og 14—15 ár siðan þetta skeði, og muni vitnið ekki sem gleggst allt, sem verið hafi. Ekki kannast vitnið heldur við það, að hafa séð Stein Steinarr skrifa undir neitt plagg að þessari „afsökunar- beiðni” lútandi. Þá tekur vitn- ið fram aðspurt ,að þeir Steinn hafi verið nánir vinir um ára- bil. Gagnvottorð Síðan er enn þjarmað að rit- | stjóranum. Eru fyrir hann lesin Bamaskólanum að Laugum í Dalasýslu var slitið sunnudag- inn 10. mai s.l. 1 skólaslitaræðu minntist skólastjórinn, Einar Kristjánsson, á ýmsa þætti uppeldis- og menningarmála héraðsins, enda mikill áhuga- maður um þau mál. Hann minnti á það mikla framtak Ungmennasambands Dalamanna 1929 þegar hafin var á vegum þess bygging fyrstu yfirbyggðu sundlaugar- innar á landinu. Þetta fyrir- tæki kostaði í þá daga 50 þúsund krónur, sem þá hefur verið allálitleg upphæð hjá fé- litlum félagsskap. En ungmenni Dalasýslu létu sér það ekki i augum vaxa, hafandi i huga hin fleygu orð Þorsteins Er- lingssonar „Ef byggir þú vin- ur og vogar þér hátt“. Og þeir eldri sem hvöttu og studdu ungmennin til framkvæmdanna hafa vafalaust haft i huga aðra ljóðlinu úr sama ljóði Þor- steins „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á fram- tíðarvegi". I heimavist sundlaugarinnar var svo hafinn fyrsti vísir að barnaskóla að Laugum, vafa- laust við miður góðar aðstæður. Þetta var árið 1944, En 10 ár- um síðar er svo hafin bygging bamaskólahúss á staðnum og standa vonir til að þeirri bygg- ingu Ijúki að fullu á þessu sumri. En byggingin hefur far- ið fram í áföngum og því hef- ur nokkur hluti hennar verið í notkun undanfarin ár. I haust hófst skólinn með námskeiði fyrir 7—8 ára böm og vora þátttakendur i þvf 9. En 69 böm stunduðu nám í skólanum f vetur, og var þeim skipt_í tvær deildir, eldri deild 12—13 ára og yngri deild 9—11 ára. Fullnaðarpróf tóku 15 böm sem vora orðin 13 ára og var Benedikt Ásgeirsson frá Ásgarði hæstur, hlaut aðal- einkunnina 9.40, en Bjamheið- ur Magnúsdóttir frá Glerár- skógum varð önnur í röðinni með 9.39. Auk þess tóku 3 drengir 12 ára fullnaðarpróf frá skólanum að þessu sinni. Auk skólastjórans störfuðu 2 fastakennarar við skólann i vetur, Kristín Tómasdóttir, kona skólastjóra. og Benedikt Gíslason; þar að auki vora 3 lausakennarar. f lok skólaslitaræðu sinnar benti skólastj. á að næsti áfangi í menntamálum Dalamanna væri að reisa framhaldsskóla að Laugum, svo að ungmenni héraðsins þyrftu ekki að eiga það undir húsrými annarra héraðsskóla hvort þau gætu stundað framhaldsnám. Enda væri slikt, bæði héraðinu hag- kvæmt og hinum foma sögu- stað samboðið. Á eftir ræðu skólastjóra og afhendingu próf- skírteina sungu svo nokkur böm úr skólanum nokkur lög undir stjóm Guðmundar Bald- vinssonar. Þvínæst gafst gestum kostur á að skoða handavinnusýningu nemenda, og gaf þar að lita hvem hlutinn öðrum fegri. Var uppsetning sýningarinnar mjög smekkleg og munimir sem sýndir vora framúrskarandi vel unnir. Bar sýningin vitni um hugkvæmni, góðan smekk og frábæra tilsögn handavinnu- kennarans Kristínar Tómas- dóttur. Að endingu buðu skólastjóra- hjónin til myndarlegra kaffi- veitinga. Og á meðan sá er þessar línur ritar var að gæða sér á þeim varð honum hugsað sem svo, að ef til vill ættu Laugar enn eftir að verða stórt nafn í sögu Dalamanna, ekki þó vegna ástarharmleiks og víga- ferla eins og fyrr, heldur sem virðulegt menntasetur héraðs- ins. — Þ. J.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.