Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA--------------------------------------------------— þJÚÐVILJINN ' • ■ ' ' —----------------------Laugardagur 16. maf 1964 Stýrimannaskólanum slitið: 123 stýrimenn brautskráð ir úr skóla á skólaárinu Stýrimannaskólanum var sagt upp hinn 9. þ.m. Jónas Sigurðsson skólastjóri flutti skólaslitaræðu og minntist í upphafi eins nemanda skólans, Jóhannesar Hafbergs Jónsson- ar frá Hafnarfirði, sem lézt af slysförum á skólaárinu. Þá minntist hann eldri nemenda skólans, er látizt höfðu á s.l, skólaári. Viðstaddir heiðruðu minningu látinna starfsbræðra með því að rísa úr sætum. Merkisafmæli tveggja fclaga Þá minntist skólastjóri merkisafmælis tveggja félaga, sem á margan hátt hafa verið tengd skólanum, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar, sem átti 70 ára afmæli 7. okt. síðastliðinn, og Eimskipafélags Islands, er átti 50 ára afmæli 17. jan. s.l. Gat hann þess. að í tilefni af 70 ára afmæli öld- unnar hefði Sjómannadagsráð gefið félaginu fagran farand- bikar úr silfri sem afhenda skal þeim nemanda, sem hæsta einkunn hlýtur hverju sinni við fiskimannapróf. Þá gaf Eimskipafélag Islands stýri- mannaskólanum í tilefni af af- mæli sínu fagran silfurbikar, sem veita skal þeim nemanda, er hlýtur hæsta einkunn við farmannapróf hverju sinni. Bikar þessi er einnig farand- bikar. Báðum þessum bikur- um fylgir áletraður minnis- peningur, sem er persónuleg eign þess, er bikarinn hlýtur hverju sinni. Einnig minntist skólastjóri þess merkisatburð- ar er íslendingar hlutu óskor- uð yfirráð yfir 12 mílna fisk- veiðilögsögu 11. marz s.l. Taldi hann það mikilsverðan áfanga á þeirri leið að fá yfirráð yfir öllu landgrunninu, sem að sjálfsögðu bæri að keppa að. Þá flutti skólastjóri skýrslu um starfsemi skólans á liðnu skólaári. M.a. gat hann þess. að sú nýbreytni hefði verið tekin upp að gefa nemendum 3. bekkjar farmannadeildar kost á verklegum æfingum um borð i einu varðskipanna. Fóru þeir ásamt tveim siglinga- fræðikennurum út með varð- skipinu Öðni og voru 3 daga við ýmsar siglingafræðilegar athuganir Færði hann for- stjóra landhelgisgæzlunnar og yfirmönnum varðskipsins þakk- ir fyrir einstaka lipurð og vel- vild í þessu sambandi. Taldi skólastjóri æskilegast. að allir brottfararprófsnemendur gætu notið slíkrar æfingakennslu, en vegna fjölda nemenda í fiski- mannadeild væri sh'kt ekki hægt. nema skólinn hefði til umráða skólaskip, búið full- komnum síglingatækjum. Taldi hann vonandi, að slík yrði lausn siglingafræðikennslunn- ar. Flestír fiskimenn braut. skráðir nú Að þessu sinni luku 13 nem- endur farmannaprófi og 74 fiskimannaprófi. Hafa aldrei jafnmargir fiskimenn braut- skráðst frá þessum skóla í einu. 1 janúar luku 9 hinu minna fiskimannaprófi við skólann, 13 á námskeiði í Vestmannaeyjum og 14 á Eyr- arbakka. Samtals hafa þvi verið brautskráðir 123 nem- endur með stýrimannapróf frá skólanum og námskeiðum hans úti á landi á þessu skólaári. Hæstu einkunn við minna fiskimannaprófið í Reykjavík hlaut Björn Jóhannsson, 7,17, 1. einkunn. Hæstu einkunn við far- mannapróf fékk Pálmi Hlöð- vei'sson. 7,03, 1. einkunn, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags Islands. Óttar Möller, forstjóri, afhenti hann nú í fyrsta sinn. Hæstu einkunn við fiski- mannapróf hlaut Pétur Guð- mundsson, 7,52, ágæt'seinkunn, og hlaut hann verðlaunabikar öldunnar. Þann bikar afhenti Guðmundur Oddson, skipstjóri, Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórs- sonar, fyrrverandi skólastjóra fengu eftirtaldir fiskimenn, sem allir höfðu hlotið ágætis- einkunn: Ásgeir Karlsson, Birgir Hermannsson, Hjalti Björnsson, Pétur Guðmunds- son og Stefán Ásmundsson. Hæsta einkunn á prófinu er 8,00. Eftir að skólastjóri hafði afhent skfrteini, ávarpaði hann nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Brýndi hann fyrir þeim að halda við lærdómi sínum og auka hann, vera minnugir ábyrgðar sinnar og sýna fyllstu aðgætni og fyr-. irhyggju í starfi. Skólanum færðar gjafir Við skólaslit voru mættir all- margir eldri nemendur. Orð fyrir 50 ára prófsveinum hafði Pétur Bjömsson, skipstjóri. Færðu þeir skólanum að gjöf mjög haglega gerðan og vand- aðan ræðustól. 25 ára prófsveinar færðu skólanum lorantæki. Orð fyr- ir þeim hafði Ingólfur Stef- ánsson, skipstjóri. 20 ára prófsveinar færðu skólanum málverk af Friðrik V. Ölafss. fyrrverandi skólastjóra. Orð fyrir þeim hafði Guðmundur Hjaltason, skipstjóri. Þá fæi’ði Guðmundur Odds- son skólanum að gjöf bronz- mynd af Ásgeiri Sigurðssyni. skipstjóra frá Farmanna- og fiskimannasambandinu. Fyrirtækið Ólafur Gíslason og Co gaf skólanum nýjan gúmbjörgunarbát með til- heyrandi tækjum. Ólafur Gíslason stórkaupmaður af- henti hann. Ennfremur færði einn af nemendum skólans, Sigurður Héðinsson skólanum vandaðan sextant frá útgerðarfélaginu Hreifa h.f., Húsavík. Allar þessar mörgu og góðu gjafir þakkaði skólastjóri og þann hlýhug til skólans, sem að baki þeim lægi. Að lokum þakkaði hann kennurum sam- starfið og gestum komuna og sagði skólanum slitið. Brautskráðir stýrimenn Hér fara á eftir nöfn þeirra stýrimanna, sem lokið hafa prófi frá Stýrimannaskólanum á þessu skólaári: Farmenn: Ásmundur Gunnarsson, Rvík. Baldur Gunnar Ásgeirsson, Reykjavík. Birgir Vigfússon. Vestmannaeyjum. Gunnar Fr Valby Jónsson. Rvík. Högni Jónsson, Rvík. Hörður Sig- mundsson, Rvík. Jón Vigfús- son, Self. Ólafur Thorarensen, Rvík. Pálmi Hlöðversson, Rvík. Rarl Pétur Sigurðsson, Rvík. Sigurbjörn Guðmundss., Vest- mannaeyjum. Þorbjöm Sig- urðsson. Rvík. Þórður Berg- mann Þórðarson. Rvik. FiSkimenn. Aðalberg Snorri Gestsson, Dalvík. Aðalsteinn Einarsson, Hafnarfirði. Agnar Smári Ein- arsson, Rvík. Arngrímur Jóns- son. Siglufirði. Ásgeir Magnús Hjálmarsson, Garði. Ásgeir Karlsson, Hnífsdal. Ásgeir Bragi Ólafsson, Rvík. Baldur Þór Baldvinsson. Vestmanna- eyjum. Eggert Þorfinnsson. Raufarhöfn. Einar Sigurðsson. ölfusi. Birgir Hermannsson, Reykjavík. Birgir Sigurðsson. Akranesi. Björn Haukur Bald- vinsson, Vestmannaeyjum. Björn Haraldsson, Höfðakaup- stað. Bragi Ólafsson, Súganda- firð:. Bryngeir Vattnes Kristj- ánsson, Kópavogi. Einar Ró- bert Árnason, Reykjavík. Finn- bogi Böðvarsson, Eskifirði. Gísli Matthías Sigmarsson. Vestmannaeyjum. Gísli Skúla- son, Homafirði. Guðjón Pét- ursson, Vestmannaeyjum. Guð- laugur Óskarsson, Grindavík. Guðmundur Gunnarsson, R- vík. Guðmundur Haraldsson, Akureyri, Guðmundur Sæ- undsson, Eyrarbakka. Guð- mundur Kr'stinn Þórðarson, Keflavík. Guðni Ólafsson. Vestmannaeyjum. Gunnar B. Sigurgeir Pálmason. Skaga- strönd. Halldór Jóhannes Kára- son, Homafirði. Halldór Lár- usson, Reykjavik. Haraldur Stefánsson, Þingeyri. Helgi Óli Ólason, Grindavík. Hermann Kristinn Skúlason, Hnífsdal. Hermann Steinsson, Fáskrúðs- firði. Hjalti Björnsson, Siglu- firði. Hjörtur Hermannsson. Vestm.eyjum. Hreinn Sveins- son Grindavik. Jóhann Bergvin Oddsson, Kópavogi. Jóhannes Guðmundsson, Reykjavík. Jó- hannes Kristinsson, Vestm.eyj- um. Jón Ágústsson, Seltjarnar- nesi. Jón Anton Magnússon. Hólmavík. Jón Friðrik Stein- dórsson, Rvík. Kristinn Jón Friðþjófsson, Hellissandi. Kristján Óskarsson, Rvík. Magnús Gunnþórsson. Borg- arfirði. eystri. Magnús Ólason, Akureyri. Már Hólm Einars^ son, Eskifirði. Ólafur Finn- bogasom, Þingeyri Ólafur Helgi Magnússon, Patreksfirði. Óskar Már Ólafsson, Rvík. Pétur Vignir Guðmundsson, Sand- gerði. Rafn Ingi Guðmundsson. Rvík. Sigurður Héðinsson, Húsavík. Sigurður Hjámai’sson, Rvik. Sigurður Erling Péturs- son, Vestmannaeyjum. Sigurð- ur Kristinn Sigurðsson, Sand- gerði. Skúli Skúlasion, Rvík. Stefán Guðni Ásmundsson, Neskaupstað. Stefán Lárus Pálsson, Breiðdalsvík. Stefán Þórólfur Sigurðsson, Dalvík. Steingrímur Arnar. Vestm.eyj- um. Steingrímur Dalmann Sigurðsson, Vestmannaeyjum. Svavar Ágústsson. Steingríms- firði. Sæberg Guðlaugsson, R- vík. Sævar Mikaelsson, Pat- reksfirði. Theodór Sigurbergs- son, Reykjavík. Valsteinn Þór- ir Bjömsson, Eskifirði Viðar Björnsson, Stykkishólmi. Þórð- ur Kristinn Krist.iánsson, Garð'. Þórður Rafn Sigurðs- son. Vestmannaeyjum. Þor- valdur Þorvaldsson Baldvins- son, Eyjafirði. Þorvaldur Ott- ósson, Rvfk. Ævar Guðmunds- son, Reykjavík. Minna fiskimannapróf: Alfreð Magnússom, Grundar- firði. Bjarni Ásgrímsson, Suð- ureyri. Bjöm Jóhannsson, Keflavík. Gunnar Guðlaugs- son Keflavík. Gunnar Guðna- son, Keflavík. Sigurbjöm Ól- afsson, Reykjavík. Sigurður Ingimarsson. Suðureyri. Vil- hjálfur Ólafsson, Rvfk. Þor- valdur Elbergsson, Grundar- firði. ý,^í/AFÞóR óumumsobi SkólavörSustíg 36 Sxml 23970. innheimta LÖGTRÆQtSTÖRF SOVÉTRÍKIN — 18 daga ferð 31. MAÍ — 17. JÚNÍ VERÐ: KR. 16.500,00. FERÐASKRIFSTOFAN LANDSÝN býður upp á 18 daga ferð 'til Sovétríkjanna. Lagt verður af stað til Kaupmannahafnar 31. maí með Lof tleiðavél, og dvalizt þar til 2. júní, en þá verð- ur flogið til Moskvu með þotum frá Aeroflot, og dvalist þar í 4—5 daga og skoðaðar þar sögu- legar minjar, nýbyggingar og menningarverðmæfi, svo sem KREML, METRO, söfn, íþrótta- leikvangur o.fl. — Reynt verður að út- vega aðgöngumiða í leikhús, kvikmynda- hús og íþróttaleikvanga ef þess verður óskað, gegn aukagreiðslu. FRÁ MOSKVU verður flogið til Lenín- grad og dvalist þar í 3—4 daga. Þar eru frægar sögulegar minjar, leikhús, söfn og fleira sem athygli vekur. FRÁ LENINGRAD verður flogið til Kiev, hinnar sögufrægu borgar Garðaríkis. — Glæsileg borg á bökkum Dniepr, og dval- ist þar í 1—2 daga. En þaðan verður flog- ið til Yalta við Svartahaf, sem fræg er fyr- ir fegurð og baðstaði, sem eru þeir stærztu við Svartahaf. Þar verður dvalist í 6—9 daga, ferðast um umhverfið, verið á baðströndinni. í Yalta er Njkitsky garðurinn (280 ha.) með 7000 plöntutegundum víðsvegar að úr heimin- um. — FRÁ YALTA verður flogið til Moskvu og þaðan 17. júní til Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. — STÓRKOSTLEGT FERÐALAG —FJÖLBREYTT og ÓDÝRT. — Flogið all- ar leiðir Öll þjónusta innifalin. Greiðsluskilmálar Loftleiða gilda með flugvélum þeirra: FLOGIÐ STRAX — FARGJALD GREITT SÍÐAR. — Ferðalag þver't yfir Evrópu. Ferðin er miðuð við minnst 10 manna þátttöku. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 19. maí. — HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR STRAX. FERÐASKRIFSTOFA LAN D SVM T Týsgata 3 — P.O.Box 465 Reykjavík Umboðsmenn INTOURIST. Sovétríkjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.