Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 5
Éaugardagur M. maf 1964 MðÐVILJINN SlÐA 5 Stórt átak kylfinga Miðstöð golfíþrótt- arínnar að rísa upp við Grafarholt H.P. HREINN - REVKJAVÍK Veiðimenn athugið! ALGJÖR NYJUNG í sölu veiðistanga Nú býður sænska ABU-RECORD firmað íslenzk- um veiðimönnum fulla ábyrgð í heilt ár á eftir- töldum úrvals veiðistöngum. sem allar hafa hlotið viðurkenningu á heimsmarkaðnum og heiðursverð- laun á fjölda vörusýninga en eru þó ódýrari en flestar aðrar stengur ABU DIPLOMAT 850 8V2 fet. Flugustöng ABU DIPLOMAT 750 7 fet. Spinnstöng. ABU DIPLOMAT 650 6 fet. Kaststöng. ABU DIPLOMAT 660 7 fet. Spinnstöng. ABU BRILLIANT 5% fet. Kaststöng. ABU TOURNAMENT 6 fet. Kaststöng. ABU CASTER 6—6V2 fet. Spinn- & Kasistengur ABU EXELLENT IV2 fet Spinn- & Kaststöng. ABU CORONA 5y2 fet. Kaststöng. ABU ROYAL 6 fet. Kaststöng. ABU SCANDIA 5% fet. Kaststöng. ABU ADJUSTO 6V2—IV2 ft. Spinn- & Kaststöng. ABU COMBINO 8 fet. Spinn & Flugustöng. ABU SALMO 12 fet. Flugustöng (aðeins 270 grömm). ABU ATLANTIC 410 — 425 — 450 — 460 — 480 (5 gerðir). ^—10y2 fet. Spinn- & Kaststengur. ABU LAPPLANDIA 520 525 — 530 — 540 — (4 gerðir). — 7—9 fet. Flugustengur. ABU SUECIA 320 — 330 — 340 (3 gerðir)'. — 6—7% fet. Spinnst. RECORD 175 — 271 — 290 (3 gerðir) 6—9 fet. Kaststengur. FÁST VENJITLEGA ALLAR HJÁ OKKTJR NOTIÐ ÞESSI EINSTÆÐU KOSTAKJÖR Fyrir nokkrum dögum voru hafnar framkvæmdir við að reisa nýjan golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur í Graf- arholtslandi. Þarna uppfrá er ætlunin að gera vandaðan 18 holu golfvöll, og er helming hans þegar lokið. Vegleg miðstöð fyrir golfíþróttina er sem sagt að rísa við Graf- arholt, og er mikill hugur í kylfingum að hraða þessu verki. t>að er mikið átak og mynd- arlegt hjá kylfingum að kama upp hinum nýja golfskála og nýja golfvellinum. Gert er ráð fyrir að skólinn kosti 4 miljónir króna fullsmíðaður. Félagar Golfklúbbs Reykjavík- ur hafa unnið mörg ár að und- irbúningi verksins. Það er Val- týr Albertsson læknir, einn af brautryðjendum golfsins hér á land, sef tók fyrstu skóflu- stunguna fyrir -hinn nýja skála í síðustu viku. Formaður G.R., Þorvaldur Ásgeirsson flutti á- varp. Viðstaddir voru m.a forseti ISl, íþróttafulltrúi rík- isins, stjóm G.R. og fleiri. Teikningu skálans gerði Teiknistofa Gísla Halldórsson- ar. Frumteikningu vallarins gerði saenskt verkfræðifyrir- tæki, sem sérstaklega fæst við skipulagningu golfvalla. Gert er ráð fyrir að allar holur vallarins verði leikhæf- ar í sumar. Golf í 30 ár Fyrir um það bil 30 árum var byrjað að iðka golf á Is- landi. — Þeir Gunnlaugur heit- inn Einansson, læknir, og Sveinn Bjömsson, þáverandi sendiherra í Danmörku, og Valtýr Albertsson, læknir, Framhald á 9. síðu. Teikning aí nýja Golfskálanum. Fram og KR í úrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrm VALUR VANN ÞRÓTT 4:0 ITILÞRIFALITLUM LEIK Þótt Valur sigraði Þrótt að þessu sinni með fjögurra marka mun, sem kalla verður yfirburðasigur, var sú knattspyma sem sýnd var ekki sérlega tilþrifamikil. Þó virðist sem leikur Vals sé heldur að verða samfelldari. Höfuð gallinn hjá liði Vals er sá, að flestir leikmenn eru illa með, þegar þeir hafa knött- inn ekki. Þetta býður uppá ein- leik sem alltof oft var einkenn- andi fyrir leikinn. Þeir leika einnig of þröngt. Það er eins og þeir kunni ekki á því lagið Margfalt ólán enskrar knattspyrnu Það er ekki ein báran stök í óláni brezku knattspyrnunnar um þessar mundir. Það er eklti nóg með að enskur knatt- spymuheiður riði til falls vegna mútuþægni knattspyrnumanna og getraunasvika, heldur virðist hugaorfar áhorfenda hafa tekið breytingum tii hin* verra svo um munar. Sú óviðráðanlega árátta hefnr gripið enska knattspyrnuáhorfendnr, að æða inn á knattspyrnuvelli meðan á leik stendnr. Þróunin færist stöð- ugt í þá átt að likjast óbilgjömum og óupplýstum áhorf- endnm í hinum spánska heimi. Á myndinni sjást lögregiuþjón- ar vera að hreinsa til á knattspyrnuvelli á Englandi, þar sem æstir áhorfendur ruddust óboðnir inn á völlinn. Þetta var leikur í bikarkeppninni milli Kingston Rovers og Oldham. að nota stærð vallarins, og fá með þv£ meira rými til að at- hafna sig á. Það verður líka að teljast nokkuð furðulegt hvað sendingar þeirra voru ó- nákvæmar. þar sem um meist- araflokk í íyrstu deild er að ræða. Annað var einnig undar- legt, að Þróttarar voru sterk- ari i einvígi um knöttinn og fljótari að knettinum. Það var eins og Valsmennimir þyrftu of langan tíma til að átta sig á því hvað gera skyldi, og not- uðu Þróttarar sér það og trufl- uðu. Samt sem áður brá fyrir ýmsa sem lofar góðu, þótt það sé ekki enn mótað eins og þarf til þess að verða öruggt og traust. Nokkuð svipað má segja um Þróttarliðið. Þar em efnilegir einstaklingar sem lofa góðu, en hafa ekki náð því að finna leyndardóm knattspymunnar i staðsetningum og spymum, sem vom alltof háar og erfiðar fyT- ir þá sem áttu að taka á móti þeim. Þeir ráða yfir flýti ekki síður en Valsmenn og vom oft fljótir til, en það dugði ekki að þessu sinni. Þeim tókst pkki að ná það vel saman. að þeir gætu skapað verulega hættu við mark Vals; til þess var framlinan of sunduriaus. Valur átti tækifærin Þegar á annarri mínútu mun- aði ekki miklu að Valur skor- aði fyrsta mark sitt er Ingvar skaut rétt yfir þverslá af mark- leig. Og sama endurtók sig er Bergsteinn skaut af nokkuð löngu færi eftir nokkuð gott áhlaup en skotið fór rétt yfir slána. Á 13. mínútu átti Ólafur gott slíot að marki Vals en fór rétt vfir. E>nn er það valur sem (ignar, — Reynir sem einleikur fram völlinn og endar það með skoti sem fer rétt framhjá. Á næstu mínútu spymir Hermann að marki Þróttar og dettur knötturinn niður i bláhomið. 1:0 fyrir Val! Á 29. mínútu em það þeir Reynir og Ingvar sem leika saman fram miðjan völlinn, og sendir Ingvar knöttinn til Bergsteins, sem er kominn inn á völlinn og skorar óverjandi fyrir markmann Þróttar — 2:0. Hættulegasta tækifæri Þrótt- ar kom á 40. mínútu fyrri hálf- leiks, Jens skaut af vítateig hörkuskoti, en Gylfi varði. Valur byrjar síðari hálfleik með hörkuáhlaupi, sem endar með skoti sem fór framhjá. Valsmenn eru stöðugt ágengir ög á 10. mínútu gera þedr erm áhlaup sem endar með skotí frá Bergsteini, sem markmað- ur fær slegið í hom. Á 18. mínútu er Hermarm við vítateiginn með knðtttran leikwr laglega á tvo menn, og skýtur það óvænt að mark- maður fékk sig ekki hraert fyrr en knötturinn lá í netnru. Þróttarar sækja annað slagið, og skjóta en allt er það sf löngu færi og því ekfci ógnandi fyrir marfc Vals. Var Hawkur þar harðastur. Á 35. mrn. átti Bergsteánn gott skot eftir ágaeta fyrfrgjðf frá Ingvari, en það fór rétt framhjá; og 5 mín. sfðar á Bergstemn góðan sfcalla, sem fór rétt yfir. Matthías yfirgefur völlinn Snemma í fyrri hálfleðc varð Matthías Hjartarssom að yfir gefa vöIliTm vegna smámerðsfe, og í hans stað kemwr Berg- sveinn Alfonsson, og for Berg- ur þá í stöðu framvarðar. Þesfö breyting truflaði um sfoeið, en jafnaði sig brátt aftur. ÞorsteÍTm Friðþjófsscm átö nú ednn bezta leik srrm á strrrrr- inu, og Ámi Nfáls sönrnleRKs. Ef til viE munar mesfer fyrir vömina og liðíð í hefH að Ormar lék með. Hann er þarf- ur, basði í sókn og vöm. þó hann sé enn ekki komrírm í fufia æfinga. Reynir gerði margt vel og sendingar hans fram eru oft mjog virkar. Erm- þá hafa samherjar hans efcká lag á að nota þær. Harm var bezti maður framlínunnar. Það er eins og maðtrr hafi það á tilfinningunni að það vanti smávegis til þess að hún nái saman. Það var greinilegt að Þróttrrr styrkti vömina því Jens var oftast sem aðstoðar framvörð- ur. Jón Björgvinsson var beztí maður vamarinnar ásamt Óm- ari, sem hafði það framyfir að hann reyndi hverju sinni að byggja upp samleik, og karm á því lagið. Framlínan var alltof sundurlaus til þess að geta ógn- að verulega. Haukur var þeirra sterkastur og á orðið mjög góð skot, en flest eru þau af of löngu færi og of há. Hægri út- herjinn ungi naut sín ekki, og fékk aldrei sendingu sem gott var að vinna með. Auk þess hafði Þorsteinn mjög náið auga með honum, og það ekki að ástasðulausu. Axel naut sin ekki í leiknum. Framhald á 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.