Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 10
10 síða ----------------------------------------MðÐVlUINN Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG elífct á heimili. Og svo fylltist hún syndakennd og vildi lifa hreinu lífí og svoleiðis. Hún vildi ekki lengur sofa í sama herbergi og ég. Hún læsti að sér. Og það gengur of langt, svei mér þá. Og svo hefur þetta smáversn- að. Hún fór að trúa á illa anda. Hún varð spíritisti. Og hún fór að drekka líkiör. Það var ekki verandi í húsinu. Húsgögnin fóru á hreyfingu. i— Húsgögnin? — Já. Eins og guð er yfír mér. Þau fóru í borðdans og svoleið- is. Borðin voru á fleygiferð um alla fbúð. Það var ekki verandi heima. Svo talaði ég við Robert Riege, þú veizt, hann lækninn. hann úr skólanum. — En hann er ekki læknir. Hann komst aldrei svo langt. Harm féll strax í fyrsta hluta. — Já, það veit ég vel. En seinna varð hann læknir ein- hvers staðar í Þýzkalandi. Fyrst var hann nuddlæknir. Og svo byrjaði hann á þessari sálkönn- un þegar hún komst í tízku. — Púha! — Já þú getur sagt púha. Veiztu nokkuð um sálkönnun? — Ég hef séð nokkur tímarit sem þeir gáfu út. Þau yoru á dómaraskrifstofunni. Þau höfðu verið gerð upptæk í blaðsölunni. Þau voru krassandi. Mjög krass- andi. Það er varla hafandi eftir allt saman. — En hann hélt nú samt að sálkönnun gæti hjálpað. Hún er með duldir, sagði hann. Og hún er þvinguð. Og svo fór hann að sálkanna hana. Og það átti að gerast í einrúmi. Og hún mátti ekki segja mér hvað þau gerðu og um hvað þau töluðu. Það átti allt saman að vera svo leyndar- dómsfullt. En ég átti sem sé að borga. Og það var rándýr and- skotd. — Já, svona lagað er víst mjög dýrt. HÁRGREIÐSLAN HlrsTeMsIn og snyrHstofa STETNTJ og DÖDÖ Lamravegi 18 III. h. (lyftal SfMT ?461 fi. P B R IW A GarAsenða 21 SfMT 83968. Hárgreiðslu- og snyrttstofa. Dðmnr’ Hárgreiðsla vfð allra hæfi. TJARNARSTOFAN TJamargðtn 10. Vonarstrætis- megfn. — SfMl 146(52. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — — Já, það geturðu bölvað þér upp á. Hann er út undir sig hann Riege. Hann er ekkert þvingaður. — Fékkstu svo aldrei að vita hvað þau gerðu. þegar hann var að sálkanna hana? — Nei, aldrei. Og það kemur fjandakomið út á eitt, ef það hefði bara gagnað eitthvað. — En gagnaði það ekki? — Nei, ekki vitund. Það gerði næstum illt verra. 6 — Ætli þetta sé ekki vegna þess að þið eigið engin böm? Hún hefði sjálfsagt gott af því að eignast bam. Margar konur hafa mjög gott af þvi. — Þetta sagði ég líka við Riege. En hún vill það ekki, sagði hann. Og hún hefur á réttu að standa í því. Bam myndi hindra andlegan þroska hennar. — Það er furðulegt. — Já, það er mjög furðulegt. — Gat Riege þá fengið hana til að hætta að drekka líkjör? — Hætta! segir hann. Maður á aldrei að hætta neinu sem hann langar til að gera. Hún má ekki hætta. Hún á einmitt að halda áfram. Hún á að rénna skeiðið á enda. Það má umfram allt ekki þvinga hana. Og svo lá hún í rúminu og drakk líkjör — Bols — langt fram á dag. — En þetta er hræðilegt. Fleygðirðu þessum Riege ekki á dyr? — Nei, nei. Það er ómögulegt. Ef meðferðin stöðvast. verður hún brjáluð, segir hann. Já, hann er svei mér útundir sig. Já, og svo telur hann henni trú um alian fjandann. Hann er búinn að sanna fyrir henni að ég sé sadisti. Og svo gengur hún um bæinn og segir það hverjum sem hafa vill: Maðurinn minn er sadisti, þið hljótið að skilja að það er ekkert sældarbrauð að vera gift honum. — Drottinn minn dýri! En væri ekki rnikiu betra ef þið skilduð? — Nei. Það kemur ekki til mála. Hjónaskilnaður er fáheyrt hneyksii í Skjem. Hugsaðu um stöðu mína. Ég verð að gæta mannorðs míns. Við kæmumst milli tannanna á fólki. Lögreglu- stjóri getur ekki verið fráskilinn. Ég stæði svo illa að vígi. Og reyndar er ég sjálfur alger and- stæðingur hjónaskilnaða. Þeir leiða bara til ábyrgðarleysis og siðleysis. Nei, maður verður að þrauka! — En einhvem tíma hlýtur þetta að taka enda? Hvað getur svona sálkönnun tekið langan tíma? — Sálkönnun — nú er það ekki sálkönnun lengur. Nú hafa þeir fundið upp á enn einu alveg nýju, sem heitir náttúrulækning- ar. Það er fólgið í því að maður á að slaka alveg á og gera aldr- ei neitt sem maður nennir ekki. Maður fær duldir ef maður þvingar sjálfan sig. Það orsakar óbætanlegt tjón að sýna minnstu sjálfsstjóm. Þú getur reitt þig á að þetta hentar konunni minni vel. Bannað að sýna stillingu af neinu tagi! Og þyki manni gott mayonnaise, þá skal hann éta mayonnaise. Maður á að renna skeiðið á enda, se^ir Riege. Um- fram allt enga sjálfsstjórn. Heimilislæknirinn okkar sagði, að konan mín væri að verða of feit. Þér verðið að halda dálítið í við yður, sagði hann. Halda í! sagði Riege, það er verst af öllu! Maður má aldrei halda i við sig. Og þegar hana langar í mayonn- aise, þá sendir hún stúlkuna eftir hálfpundi og svo liggur hún í rúminu og hámar í sig beint úr bréfinu og verður feit- ari og feitari með hverjum degi sem líður. Það er varla nokkur leið að koma henni upp úr rúm- inu lengur. Hún liggur á dýnun- um og slakar á. Hún var alltaf fremur löt, en nú er hún alveg orðin eins og slytti. Við verðum að hafa tvær stúlkur til að stjana við hana. Þær hafa svei mér ekki frið til að slaka á. Þær eru í eldhúsinu að stússa allan heila daginn. Það er dýrt. — Þetta er voðalegt. Og svo er Riege sjálfur dýr. eða hvað? — Já. það geturðu reitt þig á! Ég vil alls ekki segja, hvað hann fær. Og s-vo eru það ferðalögin hans, — Kemur hann alla leið frá Kaupmannahöfn ? — Nei, hann á heima í Árós- um. Þar hefur hann slökunar- hæli. Og þaðan þýtur hann'i all- ar áttir. Og svo verður hann að fá benzínið sitt borgað og allt það. — Þetta er nú meira! — Hann hefði helzt viljað taka mig til meðferðar líka og losa um bældu hvatimar. Við getum fengið afslátt fyrst við erum tvö, segir hann. En fjand- inn fjarri mér. Ég get svei mér ekki verið án minna bældu hvata. Hamingjan góða, ég er logandi hræddur við hann. Hann getur fengið furðulegustu hluti útúr _öllu sem hann fæst við. Þetta er eintóm kynkvöt allt saman. Allra hversdagslegustu hlutir standa í sambandi við kynhvötina. — Ég held nú að þetta sé tóm vitleysa. — Það getur vel verið. En það er nógu alvarlegt samt. Það er ekkert gaman þegar konan manns liggur í rúminu allan daginn. Og étur mayonnaise og drekkur líkjör með. — Drekkur hún nokkuð að ráði? — Já, Bols líkjör og mayonn- aise með. Hún heldur að líkjör sé eins konar saft. Hún vill ekki viðurkenna að það sé áfengi í honum. Og það má ekki and- mæla henni, segir Riege. Það er í stað ástarlífs sem hún verður að fá líkjör. — Það er svei mér undarlegt. — Það er að minnsta kosti leiðinlegt fyrir mig. — Og svo eru það svefnherbergisdymar. sem hún læsir alltaf. Þetta er afskaplega erfitt fyrir mig. Það eru engar svoleiðis stúlkur í Skjem. Ég verð að fara alla leið til Álaborgar einstöku sinn- um. En það kostar líka peninga. Og það ætti að vera óþarfi. þeg- ar maður á konu. Hvernig bjarg- ar þú þér í Holstebrú? Dómsfulltrúinn roðnaði. — Ég — hm — ég hef nú ekki svo mikla þöri fyrir þessháttar. Ég er piparsveinn. Og þetta kemst upp í vana. — Það léttir alltaf að tala um þetta, — sagði lögreglustjórinn. — Þ<ið er gott að mega leysa frá skjóðunni við gamlan vin. Skál, gamli! Þú verður að koma og heimsækja okkur í Skjem við tækifæri. Það er f rauninni Ijómandi bær. Nýi garðurinn er alveg stórkostlegur. Konunni minni þætti gaman að hitta þig. — Þökk fyrir, — sagði Hemild. Ferjan nálgaðist Krosseyri. Og fólk fór að raða sér upp við landgöngubrúna. Nú þurfti að reyna að fá góðan stað í lestinni. — Hæ, hæ, þið þama fyrir aftan! Ekki troðast svona. FYrr má nú vera frekjan! Þetta er hneyksli! — hrópaði lögreglu- stjórinn. 11. KAFLI I bleikrauðum salarkynnum biðu herramir þess að hátíða- maturinn yrði framreiddur. Og þeir hlógu og rifjuðu upp gaml- ar minningar og stráðu ösku í listrænar leirskálamar með bibl- iumyndum í botninum. 19 voru mættir. Og það var há tala. Framar öllum vonum. Og hverja vantar þá? Sá feiti er ekki héma. — Thygesen. Feiti drengurinn í bekknum, sem Blomme lektor stríddi svo skemmtilega. — Ö, þú akfeiti Orassus! Ver svo náð- ugur að þýða lexíuna. ef þú nennir! AUir geta þeir líkt eftir rödd Blomme lektors. Og Blomme lektor er dauður fyrir mörgum árum. Dó af því að éta eitraðan brjóstsykur. Myrtur á laumulegan og ógeðfelldan hátt. Og Thygesen feiti er í’Aust- urlöndum. Hann er einhvers staðar hinum megin á hnettinum og stjómar sæg af innfæddum. Hann er löglega afsakaður. Hann tók aldrei neitt embættispróf. Hann fór yfír i viðskiptalífið og varð kaupsýslumaður. Og nú ku hann vera orðinn grannur þarna austur i hitanum. Og Hurrycane er ekki mættur heldur. Æjá, Hurrycane. Hann hét fyrst Hansen, en svo fékk fjölskyldan nafninu breytt í Hurrycane. Minna mátti ekki gagn gera. Og það er ekkert við þvi að segja, þótt Hurrycane sé ekki mættur. Það eru jámrimlar fyrir gluggunum hjá honum núna. Það er óvíst að hann hafi fengið boðin. Það er ekki talað upphátt um Hurrycane. Því að hann er smán- arblettur á árganginum. — Voru það ekki einskonar fjársvik? — er hvíslað. — Jú. Og hann hafði skilorðsbundinn dóm fyr- ir, — getur Ellerström upplýst. Þetta er allt hálfleiðinlegt með hann Hurrycane. Hann féll aldrei almennilega í kramið. Honum samdi aldrei almennilega við neinn í bekknum. Honum var alltaf strítt. Þannig gengur það til í öllum bekkjum. Og þótt hann væri nú frjáls ferða sinna, er óvíst að hann kærði sig um að halda hátíðlegt stúdentsaf- mæli með kvölurum sínum. — Og einhverjir eru sjálfsagt látnir? — segir Thorsen yfir- læknir. — Það er aðeins einn, sem er dáinn. Aage Mördrup — kaldi Mördrup, sem var alltaf svo uppfullur af ólátum og sprelli — slæmt fordæmi — sagði rektor alltaf um hann. En Mördrup var svo sem ágætur. Og læknamir ræða úr hverju hann hafi dáið. Það er furðulegt að bara einn okkar skuli vera dottinn upp fyrir. Þetta hefur sannarlega ver- ið hraustur árgangur. En næst þegar við komum saman, þá verðum við ekki eins margir! Laugardagur 16. maí 1964 ® ® ® © © © © ALLIAf FJÖLGAR VOLKSWAGEH VOLKSWAGEN ER ÆTÍÐ UNGUR „BREYTINGAR" til þess eins „AÐ BREYTA TIL* hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldizt i háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tækni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi. ★ Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann strax. FERÐIZT í VOLKSWAGEN Varahlutaþjónusta Volkswagen er þegar landskunn DIKU Kúplings- diskar í FLESTAR GERÐIR BÍLA Sendum í póstkröfu um land allt. KRISTINN GUÐNASON Klapparstíg 25—27. — Sími 12314 Ljósnmaður óskast Þjóðleikhúsið vill ráða Ijósamann fyrir næsta leik- ár, sem hefst 1. september nk. — Ljósamaður þarf að hafa rafvirkjaréttindi. Umsóknir, ásamt afritum prófskírteina og upplýs- ingum um fyrri störf og aldur, sendist þjóðleik- hússtjóra fyrir 1. [júní nk. ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgagnaverzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.