Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 7
í ár — nánar til tekið 17. mai — eru liðin 150 ár frá því Noregur hlaut stjórnarskrá sína. Grunnloven. Sú stjómar- skrá er þannig ein hin elzta í heiminum og það sem er jafnvel athyglisverðara: Hún hefur á þessum tíma aðeins breytzt smávægilega. Slíktvitn- ar um rólega stjómmálaþróun og staðfestir einnig, að það var á þeirra tíma mælikvarða eink- ar lýðræðisleg stjómarskrá, sem staðfest var 1814. 1 tíð N apoleons og Bandalagsins helga var stjómarskrá Noregs vafalaust hin frjálslegasta í Evrópu. Af þeirri sömu á- stæðu urðu Norðmenn að heyja harða baráttu á áratug- unum eftir 1814 gegn sænska konungsvaldinu, sem leit slíka stjómarskrá óhýru auga. Landið var undir Danmörk gefið i „Tviburaríkinu Dan- mörk-Noregur”. Einvaldur kön- ungur réði ríkjum, konungur sem sat í Kaupmannahöfn og var fremur öllu öðru danskúr konungur. Á 18 öld tekur landið að rétta við efnahags- lega. bóla tekur á sjálfstæðis- kenningum, sem í byrjun 19. aldar fara ört vaxandi. Ástæð- an er meðal annars mikil beizkja yfir utanríkisstefnu hins danska einvaldskonungs. Hann gekk í bandalag við Napóleon og flækti ríki sín bæði i stríð við England og bandamann þess Svíþjóð. Þetta var stjómmálastefna sem mjög braut í bága við norska hags- muni. Með vaxandi siglingum og timburverzlun voru Norð- menn mjög háðir Englending- urðu straumhvörf í sögu Nor- egs, Við friðarsamninginn í Kiel afsalaði Friðrik VI. sér og af- komendum sínum öllu tilkalli til norsku krúnunnar. Fréttir af þessu bárust til hinnar norsku höfuðborgar, Christian- iu, 24. jan. 1814. 1 Noregi var forysta stjórnmálanna í hönd- um hins danska krónprins, Kristjáns Friðriks. Sambandið milli Noregs og Danmerkur hafði verið lítið á stríðsárun- um og Kristján Friðrik hafði þessvegna verið sendur f maí 1813 til Noregs sem ríkisstjóri, og yfirhershöfðingi. Hann brást illa við Kiél-samningnum um afsal Noregs. Sama máli gilti um Norðmenn. og i sam- einingu skipulögðu þeir upp- reisn gegn konunginum og Stjórnarskránni lýst á Eiðsvallafundi. — Víðfrægt gamalt niálverk. Stjómarskrá Noregs fæddist á erfiðum árum og í skugga atburðanna sem einkum ein- kennast af falli Napóleons. Rætur hennar er að rekja til heimspeki upplýsingastefnunn- ar, en einnig koma við sögu enskar þingræðiskenningar og stjórnmálakenningar sem áttu rætur sfnar að rekja til Frönsku stjómarbyltingarinnar og frelsisbaráttu Bandaríkj- anna. Ekki hvað minnstan þáttinn á sú þjóðernisvakning, sem átti sér stað í Napoleons- styrjöldunum og rómantíska stefnan í skáldskap og listum ber glöggan vott um. Til þess að skýra aðdrag- anda stjórnarskrárinnar er nauðsynlegt að rekja í örstutt- um dráttum söguþróun Nor- egs: Noregur er eitt elzta kon- ungdæmi Evrópu og stjórn- málasaga landsins er á annað þúsund ára gömul. Á víkinga- öldinni verður Noregur eitt riki, en seint á miðöldum veikist konungdæmið og Nor- egur er um langan aldur í konungssambandi við Dan- mörk eða Svíþjóð og ræður litlu sem engu í þeim félags- skap. 1814 hafði Noregur um 500 ára skeið mátt una slíku. um. Þar við bættist, að land- ið var algerlega háð erlendum kornflutningi og siglingabann Englendinga kom því afar hart niður á landsmönnum. Einnig var það Noregur, sem hættast var við sænskri árás, og þar við bættist, að Norð- menn höfðu snöggtum meiri samúð með Englendingum en hinum franska keisara. Jafnvel á síðustu árum Nap- oleonsstyrjaldanna ríghélt hinn danski konungur Friðrik VI. í samband sitt við Napóle- on. Þetta var vægast sagt við- sjárverð stefna, einkum þegar þess er gætt. að takmark sænskra ráðamanna var að innlima Noreg í Svíþjóð sem uppbót fyrir missi Finnlands. Rússar, Englendingar og Prúss- ar samþykktu það allir, að Svíþjóð tæki Noreg eftir að Napóleon væri endanlega sigr- aður. Eftir orustuna við læipz- ig 1813 hélt krónprins Svía. Karl Jóhann. sem áður hafði verið marskálkur í her Napole- ons, með her sinn til Dan- merkur. Ætlunin var að beita valdi til að framfylgja kröfum Svía. Hann braut niður mót- stöðu Dana og neyddi Friðrik Danakonung til þess að semja frið í Kiel 14. jan. 1814. Þá samningnum. Þeir vildu lýsa Noreg sjálfstætt riki. ★ Aðalatriðin voru fyrir Kristj- áni Friðriki að sjálfsögðu erfðalegs eðlis, það var meðal annars erfðaréttur hans til norsku krúnunnar, sem Frið- rik VI. afsalaði sér og afkom- endum sínum. Norðmenn voru fullir beizkju yfir því. að kon- ungurinn hafði látið af hendi land þeirra eins og hvem ann- an útskika eða einkaeign, án þess að þeir væru að nokkru spurðir. Þetta var árangurinn af utanrfkisstefnu konungs, sem þeir höfðu ætíð verið and- snúnir. Þeim fannst þjóðar- stolti sínu misboðið. Nýjar hugmyndir um frelsi og sjálf- stjóm, arfur frá frönsku og bandarísku byltingunni, gripu óðum um sig. Andúðaralda reis bæði gegn Danmörku og Svíþjóð, sem eftir aldagamla danska stjórn var skoðuð sem erfðafjandi. Kristján Friðrik hugðist fyrst lýsa sig norskan konung í krafti erfðaréttar síns; það var eðlilegt sjónarmið konungbor- ins manns. En í því mætti hann mótstöðu hjá norskum Frá hátíðahöldum í Osló 17. maí. Séð yfir Karl Jóhann tll konungihallarinnar. stjórnmálamönnum, sem hirifizt höfðu af hinum nýju hug- myndum aldarinnar0 Þeir héldu því fram, að um leið og konungurinn afsalaði sér rétt- indum sínum væri allt vald komið hjá hinni norsku þjóð, sem ein réði örlögum sínum. Þeir höfðu ekkert á móti Kristjáni Friðriki sem konungi í sjálfstæðu norsku ríki. en hann varð að kjósa, hér dugði enginn erfðaréttur til. Það eru kenningar þeirra John Lockes og Rousseaus, sem hér voru fram bomar, og Kristján Friðrik var nógu skynsamur til þess að fallast á þær. Hann vildi framkvæma uppreisnina gegn Danakonungi og friðar- samningunum í Kiel, og skipti þá ekki máli þótt sú uppreisn væri borin fram til sigurs af þjóðemis- og lýðræðisbylgju sem yfir landið gekk. Arangurinn af viðræðum hans við norska forystumenn varð því sá, að hann lét kalla saman þing, er setja skyldi landinu stjómarskrá. Þingið sátu 112 fulltrúar, kosnir af Norðmönnum, og 10. apríl kom það saman á Eiðsvelli, skammt fyrir utan Osló. eða Christianiu, eins og borgin hét þá. 17. maí var stjómar- skráin tilbúin og undirrituð, dagurinn varð þjóðhátíðadag- ur Norðmanna. Samtímis þessu var Kristján Friðrik tH kon- ungs tekinn. Hin nýja stjómarskrá lýsti Noreg frjálst, óháð ríki og skyldi stjórnarform þess vera þingbundin konungsstjóm. Framkvæmdavaldið skyldi liggja í höndum konungs, en sér við hlið skyldi hann hafa ráð, ríkisstjóm. og á henni hvíldi hin stjórnmálalega á- byrgð í ríkinu. Löggjafarvald og fjármál skyldi liggja hjá þjóðþingi, Stórþinginu. Enn var ekki runnin sú tíð, að al- mennur kosningaréttur þætti sjálfsagður, en í raun og veru var löggjöfin langt á undan allri löggjöf í Evrópu í því að veita bændum atkvæðisrétt og þannig sterka stjórnmálaað- stöðu. en bændur voru þá mikill meirihluti landsmanna. Dómsvald skyldi liggja hjá ó- háðum dómstólum, sem hlutu mjög sterka aðstöðu: Þeir gátu — líkt og hæstiréttur Banda- ríkjanna — numið lög úr gildi ef þeir kæmust að þeirri niðurstöðu, að þau væru í andstöðu við stjórnarskrána. Stjómskipun Noregs byggð- ist þannig á kenningum Mont- esquieu um dreifingu valdsins. Áður höfðu þær kenningar komið til framkvæmda með stjórnarskrá Bandaríkjanna 1787, sem gerir ráð fyrir þrí- skiptingu milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dóms- valds. Þessar ákvarðanir sýna það betur en flest annað. hve vel stjórnmálamenn í þessu afskekkta landi höfðu fylgt með stjórnmálum og hug- myndafræði aldarinnar. Sama gildir um ákvæði stjórnar- Myndia er frá Osló að sumarlagi. skrárinnar um mannréttindi og tryggingu hennar á málfrelsi og réttaröryggi, bannið við rit- skoðun, fangelsun án dóms og laga, pyndingum o.s.frv. Enda þótt Noregur hefði hlotið stjómarskrá, sem sló því föstu. að landið væri „frjálst, sjálfstætt óskiptan- legt og mætti ekki af hendi láta” var það ekki nóg til að tryggja sjálfstæði þess og frelsi. Eftir sem áður var land- ið peð á skákborði stórveld- anna í Evrópu, og sænska stjórnin hafði sízt af öllu í byggju að láta af kröfum sín- um. Stórveldin studdu Svíþjóð, og þegar Norðmenn neituðu að samþykkja friðarsamninginn i Kiel brauzt út stríð milli Svi- þjóðar og Noregs. Jafnvel þótt stórveldum Evr- ópu sleppti stóð Noregur frammi fyrir ofurefli. Sænski herinn var um það bil helm- ingi fjölmennari en hinn norski, og þar að auki þraut- þjálfaður og undir stjóm æfðra hershöfðingja. Landið var einnig veikt eftir margra ára strið og hafnbann, uppskeru- brest og aflaleysi. Matarskórt- ur var jafn mikill eða meiri en vopnaskortur, og yfir vofði hungursneyð. Eftir nokkurra vikna bardaga var því vopna- hlé samið og samningar hófust við Svía. Enda þótt norska þjóðin væri reiðubúin til að verja stjómarskrána til hins ítrasta, voru ýmsir sem álitu það, að landið gæti ekki stað- ið eitt sér í slíkum bardaga og yrði því að fallast á ríkjasam- band við Svíþjóð. Og fjöl- mörgum fannst, að Sviþjóð væri þá skömminni skárri að- ili en Danmörk. Við friðarsamningana sýndu Svíar skynsamlega hógværð. Árangúrinn varð sá, að Norð- menn féllust á rikjasamband við Svíþjóð en ekki á grund- velli Kiel-samningsins. Noregur varð þannig ekki herfang held- ur frjáls aðili, og Norðmenn gengu í ríkjasambandið sem frjáls þjóð, í orði kveðnu að minnsta kosti jafn réttháir Svíum. Þetta skeði samkvæmt ákvörðun Stórþingsins, hins fyrsta í röðinni. Kristján Frið- rik lagði niður völd og hélt til Danmerkur. Mikilvægast var það, frá norsku sjónar- miði, að stjómarskráin var eftir sem áður í gildi með þeim breytingum einum, sem nauðsynlegar voru í hinu sænsk-norska ríkjasambandi. öll réttindi stjórnarskrárinnar héldu gildi sínu. Á nokkrum mánuðum hafði Noregur breytzt úr ósjálfstæðum aðila danska ríkisins í sjálfstætt ríki' með lýðræðislegu stjóm- arfyrirkomulagi. Þetta er norska kraftaverkið frá 1814. Stjórnarskráin frá 1814 hef- ur verið hin bezta undirstaða aukinna lýðréttinda í Noregi. þingræði sigraði endanlega 1 landinu 1884 og almennum kosningarétti karla og kvenna var komið á um síðustu alda- mót. Ríkjasambandið við Sví- þjóð skapaði að vísu baeði vandkvæði og deilur milli þjóðanna, en 1905 var því slit- ið á eðlilegan og friðsamlegan hátt og Noregur endurvann fullt sjálfstæði sitt. j^augaraagur íe. mai íaea PJ4WV1LUMN MINNZT 150 ÁRA AFMÆLIS STJÓRN- ARSKRÁR NOREGS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.