Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. júní 1964 HðSVILIINN Fyrsta deild: Akumesingar sýndu nú sinn bezta leik og unnu KR 4:2 Mikill fjöldi áhorfenda var við leik KR og Akurnesinga síðastliðinn sunnudag, og komu Reykvíkingar á fjölda einka- bifreiða. Veður var ekki sem bezt, nokkur vindur sem næst á þveran völlinn. Bæði liðin eýndu á köflum góða knatt- spyrnu og Altranes átti nú sinn bezta leik í Islandsmót- inu. Mesta athygli vakti hinn ungi leikmaður Akraness, Ei- leifur Hafsteinsson, sem sýndi mjög góðan leik. Var Eileifur án efa bezti maður vallarins. Leikurinn bjrrjaði með þungri sókn KR, og hélzt hún fyrstu fimm mínútur leiksins. Hugð- ist KR bersýnilega gera út um leikinn á fyrstu mínútunum. Fyrsta verulega hættan kom á 5. mín. er Helgi varði mjög fast og gott skot í horn frá Gunnari Felixsyni. Upp úr þessu fer leikurinn að jafnast og Akranes að átta sig á hlut- unum og á 8. mín. ná þeir góðu upphlaupi, sem endar Landsliðið. sem Iandsliðs- nefnd HSI fyrir landslið kvenna hefur valið verður þannig Skipað: 1. Jónína Jónsdóttir FH (0) með skoti frá Eileifi, og i mark. Akurnesingar fagna markinu, en viti menn: Dómarinn dæm- ;r markið af. Næstu mínútur skiptast lið- in á upphlaupum, og oft má sjá góða knattspyrnu. Á 24. mín. kemur fyrsta markið er Eileifur nær snöggu og ó- væntu skoti á markið. 1:0 fyr- ir Akranes. Aftur kemst mark KR í hættu á 34. mín., er Heimir ver naumlega skot frá Eileifi. Nokkru síðar á Donni hörkuskot, sem flöktir ofan þverslár. KR fær; sitt bezta tækifæri á 36. min. en þá átti Ellert mjög fallegt skot, sem lenti i hlið- arstöng. Má segja, að Akranes hafi sloppið vel á þessu augna- bliki. Það sem eftir var hálfleiks skiptust liðin á upphlaupum, en hvorugt markið komst í verulega hættu. Segja má, að bessi hálfleikur hafi verið vel leikinn af beggja hálfu. 2. Rut Guðmundsdóttir Á (11) 3. Gréta Hjálmarsd. Þr. (0) 4. Sigurlína Björgv.d. FH (3) 5. Sylvía Hallsteinsd. FH (2) 6. Sigríður Sigurðard. V. (6) Á annarri mínútu síðari hálfleiks kemst KR í tækifæri, sem ekki nýttist. Á 5. mín, nær Akranes góðu upphlaupi. Donni gefur til Eileifs er skaut viðstöðuiaust í markið. Þetta var fallegasta mark leiksins. Á 12. mínútu fær KR mjög gott tækifæi'i, en tókst ekki að skora. 7. Hrefna Pétursd. Valur -0) 8. Sigrún Guðmundsd. V. (9) 9. Guðrún Helgad. Vik. (0) 10. Díana Óskarsdóttir, Á. 0) 11. Svana Jörgensd, Á. (5) 12. Ása Jörgensdóttir, Á. (0) 13. Sigríður Kjartansd., Á. (5) 14. Sigrún Ingólfsd., Brbl. (0) 15. Helga Emilsdóttir, Þr. (8) Þjálfari: Pétur Bjarnason. Landsliðsnefnd kvenna: Pét- ur Bjarnason, Birgir Bjöms- son og Sigurður Bjarnason. KR gerir sitt fyrsta mark á 14. mín. Gei'ði Ellert Schram það. Á 20. mín. er víti dæmt á KR fyrir brot varnarmanns gegn Eileifi. Donni tók spyrn- una og skoraði og stóðu leikar nú 3:1 fyrir Akranes. Sjö mín. síðar skoraði Ellert eftir góða sendingu frá Gunnari Felix- syni. Staðan er nú 3:2 og æsi- spenna í leiknum. KR gerir sitt ítrasta til að jafna, en í einu upphlaupi Akurnesinga sendir Eileifur knöttinn til Skúla Hákonarsonar, sem skýt- ur laust á mark, Heimir stekk- ur upp og boltinn smýgur undir hann í mark. Nú er séð hversu verða vill, og fleiri mörk eru ekki gerð í leiknum. 4:2 fyrir Akranes. Liðin. Framlínan var bezt í liði KR og einkum þeir Ellert og Gunn- ar Guðmannsson. Frá vörn- inni slapp bezt Hreiðar Ársæls- son. Keimir hefur oft áður átt betri dag í markinu. I Akranesliðinu var Eileifur áberandi bezti maðurinn og án efa bezti maður vatlarins, Hann hefur óhemju mikla yf- irferð og góða knattmeðferð. I vörninni tók maður eftir Jóni Leóssyni, hann var óhemju duglegur og vann mikið, bæði í sókn og vörn. Dómari í leiknum var Bald- ur Þórðarson. Norðurlandameistaramótið á döfinni KVENNALANDSLIÐIÐ í HANDKNATTLEIK VALIÐ Valdar hafa verið 15 stúlkur í kvennalandslið íslands í handknattleik. Þetta er liðið, sem keppa á fyrir íslands hönd á Norðurlandameistaramóti kvenna, sem háð verður í Reykjavík í sumar. síða g Val skorti úthaldið jr gegn IK er vann 4:1 -Keflvíkingar léku fyrsta leik sinn hér í Reykjavík í Islands- mótinu að þessu sinni í fyrra- dag og var nokkur eftirvænting meðal áhugamanna að sjá leik þeirra. því að heima hafa þeir verið ósigrandi í vor. Veður- skilyrði voru ekki hin beztu, þannig að norðvestanstormur var og heldur kalt í veðri. Keflavík vann hlutkestið og kaus að leika undan vindi. Til að byrja með var leikurinn ekki svo ójafn, þó heldur lægi á Val. Valur náði mörgum góð- um áhlaupum móti vindi, þótt lítið yrði úr þeim flestum. Keflvíkingar sóttu og oft með hraða og ákafa og skutu mik- ið, en skotin voni ekki hættu- leg lengi framan af leiknum. Keflavik hafði heppnina með sér, er Ámi Njálsson gerði sjálfsmark, Sem var að því leyti níðangurslegt að knötturinn var að renna fyrir markið og eng- in hætta, en Gylfi fór úr mark- inu í áttina til Árna. en knött- urinn sveif fram hjá Gylfa og inn í mannlaust markið! Tíu mínútum síðar átti Sig- urður Abertsson gott skot á mark Vals en Gylfi varði í horn: Litlu síðar á Valur gott áhlaup sem endar með skoti frá Bergsteini, en það fer beint á markmann. og þó var skotið af stuttu færi. Á 34’. minútu jafnar Ingvar fyrir Val eftir nokkurn samleik Valsmanna á vítateig Keflvík- inga. En það líða ekki nema tvær mínútur þangað til Kefl- víkingar taka forustu eftir gott skot frá .Einari Magnússyni, og sendingu frá Róbert. Valsmenn eru ekki á því að gefast upp, og litlu síðar hafa þeir leikið í gegnum vörn Keflvíkinga og fær Hermann knöttinn frír og óhindraður innarlega á víta- teig, en lætur of mikið í skot- ið og það er framhjá. Mark á fyrstu mínútu — síðari hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu með knöttinn og léku í gegnum vöm Vals. og að síðustu einlék Jón Jóhannsson framhjá Birni Júlí- ussyni og skoraði en í sömu andrá gefur dómarinn merki og lætur knöttinn á vítapunkt. Högni tók spyrnuna mjög ör- ugglega og fékk Gylfi ekkert að gert: 3:1. Valsmenn halda enn uppi sókn og liggur um skeið meira á Keflavík. en Valsmenn eru heldur ósam- stilltir og skapa sjaldan veru- lega hættu við mark Keflvík- inga. Þegar nokkuð var liðið á síð- ari hálfleik meiddist Jón Jó- hannsson, og haltraði sem út- herji. En það undarlega skeði að það virðist ekki hafa nein áhrif á leik Keflvíkinga, og það sem meii-a er þeir taka að sækja meir en áðu.r, og ógna marki Vals hvað eftir annað, og þar kemur að á 31. mínútu hálfleiksins. Skorar Jón Jó- hannsson þótt haltur væri 4. mark Vals eftir að báðir bak- verðir Vals höfðu varið á línu. Litlu síðar fór Jón alveg útaf og héldu Keflvíkingar uppi sókn það sem eftir var. og virt- ust rnun fleiri á vellinum en Valsmenn. þótt þeir væru eín- um færri. Fleiri mörk voru samt ekki skoruð. I síðari hálfleik speglaðist styrkur Keflvíkinga en það er góð þjálfun sem leyfir fullan hraða í 90 mínútur. Þeir sýndu hraða allan leikinn en hann kom bezt í ljós þegar Val;s- menn gátu ekki fylgt þeim eftir í síðari hálfleik, og þá Framhald á 8. síðu. SUMARLEYFIÐ í KERLINGARFJÖLLUM Þeim sem hafa yndi af göngu- og fjallaferðum eða hafa löngun til þess að læra á skíðum og njóta sumarleyfis í hópi glaðværra félaga á einum fegursta stað íslenzku öræf- anna,, býðst ágætt tækifæri til alls.þessa.í sumar. Eins og undanfarin þrjú sum- ur, efna þeir félagarnir, Valdi- mar örnólfsson, Eiríkur Har- aldsson og Sigurður Guðmunds- son til skíða- og gönguferða í Kerlingafjöllum í samráði við Ferðafélag Islands. Þessar ferðir hafa notið mikilla vin- sælda og vaxandi aðsóknar al- mennings og er nú þegar far- ið að panta í ferðirnar. Farnar verða sex ferðir sem hér segir; 1. ferð, mánudaginn 6. júlí til mánudags 13. júlí- 2. miðvikud. 15 til miðvikud. 22. júlf. 3. föstud. 24. til föstu- dags 31.' júlí. 4. þriðjud. 4. ág. til mánudags 10. ágúst. (frá- tekið fyrir íþróttakennara) 5. miðvikud. 12. ágúst og 6. ferð dags 18. ágúst og 7. ferð fimmtudag 20. ágúst til mið- vikudags 26. ágúst. Námskeið fyrii íþróttakennara Eins og sjá má af þessari tímatöflu eru ferðirnar í júlí átta daga hver, en í ágúst sjö daga hver. Júlíferðirnar kosta kr. 3.200,00 á mann, ágústferð- irnar kr. 2.850,00. 1 þessu gjaldi er innifalið: ferðir frá Rvík og til baka, fæði og gisting, skíða- kennsla og leiðsögn í göngu- ferðum. Þeir sem ekki hafa áhuga á því að fara á skíði, geta valið sér gönguleiðir við sitt hæfi, því þai-na er fjöl- breytni mikil í landslagi, mjög athyglisverð náttúrufyrirbæri, sem gaman er að skoða. svo sem hverir, íshellar og hrika- leg gljúfur. Skíðakennslan er að sjálfsögðu einn aðalliðurinn í útiverunni. Þeir sem aldrei hafa stigið á skíði, en langar til þess oð læra undirstöðuat- riði skíðaíþróttarinnar fá þarna ágætt tækifæri til þess. Þátttak- endum er sk(pt í hópa eftir getu og er þannig komið í veg fyrir, að byrjendur verði fyr- ir truflunum af völdum þeirra sem lengra eru komnir. Komið verður upp litlum skfðalyftum eins og áður og geta þátttak- endur skíðanámskeiðanna fengið sérstök afsláttarkort. Kvöldvökur þar efra hafa þótt takast vel og fer þar sam- an söngur, leikir og dans. Farmiðasölu annast skrifstofa Ferðafélags Islands, Túngötu 5, sími 19533 og 11798 og Þor- varður örnólfsson, sími 10470. Við innritun í ferðirnar greiðist kr. 500.00 sem þátt- tökutrygging, og það sem eftir er, um leið og miði er sóttur, eigi síðar en viku áður en far- ið .er af stað. en ágúst-ferðir lúlí-ferðir dýrari Iþrcttakennurum skal sér- staklega bent á það, að íþrótta- kennaraskóli Islands hefur á- kveðið að halda skíðanámskeið fyrir íþróttakennara dagana 4.—10. ágúst og fengið frátekna þá ferð í því augnamiði. Auk skíðakennslunnar er ætlunin að veita kennurum leiðbeining- ar varðandi undirbúning og ýmislegt varðandi dvöl hópa í skíðaskálum, stjórn kvöldvaka o.fl. Iþróttakennaraskólinn tek- ur þátt í námskeiðsgjaldinu og verður þátttökugjald kr. 2.000,00 á mann. Þeir íþróttakennarar. sem ætla sér að taka þátt í námskeiðinu, eru beðnir að til- kynna þátttöku sína til Fræðslumálaskrifstofunnar sími 18340. Kristinn Bcnediktsson, Islandsmcistari í svigi og stórsvigi, að æf- ingu í Kerlingarfjöllum. 1 baksýn r.cst fjalliO Loömundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.