Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 1
Lýðveldisfagnaður ÆFR í kvöld Munið lýðveldisfagnað Æskulýðsfylkingarinnar í Glaumbæ í kvöld. Sækið miða í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20. Sjá nánar auglýsingu á 3. síðu. Kann diplómatiska slægð Penfíeld sendiherra setur utan- ríkisráðherra í gapastokkinn □ Bandaríski sendiherrann hefur nú svarað orðsendingu þeirra 72 menntamanna og listamanna sem mótmæltu harðlega dátasjón- varpinu á Keflavíkurflugvelli og kröfðust þess sérstaklega að sýnd yrði sú lágmarkskurteisi af hálfu Bandaríkjamanna að fella nið- ur sjónvarpssendingar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sendiherrann neitar ekki sjálfur að sýna Islendingum þessa lágmarkskurteisi en setur utanríkisráðherra í gapastokkinn í staðinn. ★ Bréf sendiherrans er stílað til Jónasar Árnasonar og Ragnars Amalds, og er svohljóðandi í ís- lenzkri þýðing'u sendiráösins: , „Eins og ég skýrði yður frá, þegar þér komuð í se ndiráðið s.l. laugardag til að afhenda kröfu um, að niður verði fellt sjónvarp frá Keflavík 17. júní, fagna ég því ævinlega að kynnast skoðunum Is- lendinga á málefnum, sem varða sambúð íslands og Bandaríkjanna. En framkvæmd sú, sem þér gerið kröfu til í bréfi yðar, snertir atriði, þar sem utanríkisráðuneytið er hinn rétti málsaðili.. Kröfu yðar ætti þess vegna áð stíla tii þess ráðuneytis. Yðar einlægur, James K. Penfield, sendiherra B andaríkjanna.'“ ★ í tilefni af þeim ummælum sendiherrans að 1 máli þessu beri formlega að leita til íslenzka utanrikisráðuneytisins, hafa eftirfar- andi spumingar verið lagðar fyrir utanríkisráðherra bréflega með ósk um svar ekki síðar en í dag 16. júní: 2. Ræður utanríkisráðherra dagskrá sjónvarpsins og sendingar- Rcktor afhendir Sólveigu Hauksdóttur prófskirteini sitt en því miður vitum við ckki nafnið á hinni stúdínunni sem scst á myndinni. — (Ljósm. A.K.). Duxinn, Jakob Yngvason. 211 stúdentar braut- skráðir fráMR s gær ■ í gær kl. 2 e.h. var Menntaskólanum í Reykjavík slit- ið með hátíðlegri athöfn í Háskólabíói og brautskráðir 211 stúdentar. Er þetta langfjölmennasti stúdentahópur sem útskrifazt hefur frá skólanum. Níu bátar til Vopnafjarðar í gær komu níu skip til Vopnafjarðar með alls 4 þúsund mál og fór öll þessi síld í bræðslu. Aflahæstir voru Bjarmi II með 821 mál og Viðey með 700 mál. Síldarverksmiðjan á staðnum er byrjuð að bræða og gengur bræðsla vel . Réktor Kristinn Armannsson, flutti skólaslitaræðu og fór fyrst nokkmm orðum um húsnæðis- mál skólans og rakti síðan helztu viðburði á skólaárinu en að lokum skýrði hann frá úr- slHum pi-ófa. Undir árspróf milli bekkja gengu- 670 nemendur, luku 637 prófinu og 576 stóðust próf. þar af fengu 3 ágætiseinkunn. Undir stúdentspróf gengu 212 nemendur, 199 innan skóla og 13 utan skóla, 112 í máladeild og 99 í stærðfræðideild. Einn lauk ekki prófi. Af stúdentunum hlutu 5 ágætiseinkunn, allir í stærfræðideild. Dux skólans varð Jakob Yngvason með 1. ágætiseinkunn, '9,62. Aðrir sem hlutu ágætiseinkunn eru Sven Þórarinn Sigurðsson, 9,49, Tóm- as Tómasson, 9,22, Þorvaldur Ólafsson. 9,20 og Þorsteinn Þor- steinsson, 9,07. 1 máladeild hlutu þessir hæstu einkunn: Sig- urður Pétursson, 8,90, Brynjólf- ur Bjarkan (utan skóla) 8,75, Gylfi Knudsen, 8,66 og Stefán Egill Baldursson, 8.57. Viðstaddir skólaslitin voru að venju allmargir eldri stúdentar er færðu skólanum góðar gjaf- ir. Fyrir hönd stúdenta sem eru eldri en 60 ára, en þeir eru nú 5 á lífi, talaði séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason. Fyrir hönd 50 ára stúdenta talaði Sveinn Sigurðsson rit- stjóri. Færðu þeir skólanum að gjöf peninga í sjóð Jóhann- esar Sigfússonar yfirkennara. Fyrir hönd 40 ára stúdenta tal- aði Torfi Hjartarson tollstjóri og færði skólanum peningagjöf í Bræðrasjóð. Fyrir hönd 25 ára stúdenta talaði Jóhannes Bjama- son verkfræðingur. Gáfu þeir skólanum bókagjöf. 15 ára stúd- entar gáfu skólanum smásjá og 10 ára stúdentar peninga í Bræðrasjóð en fyrir þeirra hönd talaði Þorvaldur Þorvaldsson arkitekt. „ 1. I hverju eru fólgin yfirráð utanríkisráðherra yfir bandaríska sjónvarpinu á Keflavíkurvelli? tíma frá degi til dags? 3. Ef svo ber á að líta, að utanríkisráðherra sé einskonar sjón- varpsstjóri á Keflavíkurvelli, ætlar hann þá ekki vinsamlegast að verða við kröfu fyrrnefndra 72ja Islendinga um að ekki verði Hverju svarar Emil? . sjónvarpað frá Keflavíkurvelli á þjóðhátíðardaginn 17. júní? ★ Guðmundur 1 Guðmundsstín utanríkisráðherra er r.ú erlendis, en Emil Jónsson gegnir störfum fyr- ir hann á meðan. Lendir þá á nonum að geía þau svör sem Penfield sendiherra hliðrar sér hjá af diplómatískri slægð. Brælan er að ganga niður SIGLUFIRÐI í gærkvöld. — Síð- astliðinn sólarhring hafa eftir- talin skip landað hjá S.R. á Siglufirði: Sólfari AK 1200 mál, Guðrún GK 550, Sif ÍS 480, Sig- urbjörg KE 130, Hrafn Svein- bjarnarson GK 480, Áskell ÞH 320, Guðbjörg ÍS 140 og Hamra- vík KE 800 mál. S.R. á Siglufirði hefur nú brætt 32 þúsund mál og hefur bræðslan gengið vel. Þá hafa eftirtalin skip landað hjá Rauðku á sama tíma: Sig- fús Bergman 1200 mál, Jón Finnsson ÍS 500, Margrét SI 600, Hafrún er væntanleg í nótt með slatta. Rauðka hefur nú brætt 20 'þúsund mál og eru sex þúsund mál óbrædd og var búizt við að bræðslu lyki seint í dag. Síðustu fréttir af miðunum telja að brælan sé að ganga niður og má jafnvel búast við veiði í nótt. — Kolbeinn. Ráðizt var á mann og hann harinn, bundinn og rændur ■ í þessari viku væntum við þess að allir velunnarar blaðs- ins styðji að framgangi þessa happdrættis. Það má kannske segja að bessi tiðu happdrætti séu allleiðigjörn en aðrar leið- ir eru vart færar hjá okkur. Hins vesar vilium við minna á að ihuva vel. hafi þeir ekki gert bað. hvað þeir seta stvðia okkur mrð hp'rri urmhæð þetta ár og láta okkur vita sem fyrst. Og ■ Sl. sunnudagsnótt gerðist sá atburður hér í borg að ráðizt var á mann nokkurn á heimili hans og hann bund- inn og rændur. Maðurinn sem fyrir þessu varð hafði verið á ferli um nóttina, eitthvað við skál og hitti þá á götu mann sem hann kannaðist lítilega við, tók hann tali og bauð honum heim til sín til drykkju. Er þeir félagar höfðu setið að sumbli um hríð sótti gestinn svefn og fékk hann að leggja sig á legubekk. Hús- ráðandi ætlaði síðan að leggja sig hjá honum á bekkinn en þá kom til handalögmáls á milli þeirra. 1 þessu bili er kvatt dyra og fór gestgjafinn fram. Voru þá komn'r þar tveir menn er verið höfðu í slagtogi með gestinum fyrr um nóttina. Skipti það eng- um togum að þeir réðust að húsráðandanum, börðu hann í rot og bundu. Hurfu þeir síðan á braut eftir að hafa stolið frá manninum pen'ngum, rafmagns- rakvél, víni o. fl. Er maðurinn raknaði úr rot- inu gat hann gert vart við sig og kom lögreglan á vettvang. Tókst henni að hafa upp á söku- dólgunum á sunnudagsmorgun- inn og voru þeir sett r í vavð. hald. Fyrir nokkru er lokið að dreifa mlðum j 2. fl. Happ- 20 dagar þar til dráttur fer fram drættis Þjóðviljans 1964. Happ-1 drætti þctta er eins og fyrri happdrætti okkar rckin til stuðnings Þjóðviljanum. Nokk- uð vantar alltaf á að Þjóðvilj- inn sé rekinn hallalaus og á meðan við ekki höfum nógu marga áskrifendur eða auglýs- ingar verðum við að leita til stuðningsmanna blaðsins um aukafjárframlög. Fram að þessu hefur okkur tekizt að forðast skuldasöfnun í rekstri. en það er mikill sig- ur ef tekið er tillit til þess að við erum að berjast við að halda blaðinu úti í nýjum bún- ingi síðan í október 1962. Við vonum að allir séu ánægðir með hann og að hann venjist vel. ekki er Það illa þegið, ef menn geta látið af hendi rakna eitt- hvað meira en þeim hefur ver- ið sent í þessum flokki. Enn eigum við um 1000 miða eftir, sem ekki hefur ver- ið dreift og ættu þeir sem ekki hafa fengið sent að líta inn tii okkar á Týsgötu 3 eða skrifa okkur og fá sér miða. Næstu daga munum við kynna vinningana sem dregið verður um 5. júlí n.k. Að lokum viljum við minna menn á að skrifstofan er op- in daglega frá kl. 9—12 f.h. og 1—6 e.h. Gleymið ekki að líta inn til okkar áður en þið farið í sumarfríið. Það eykur á ánægjuna í sumarfriinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.