Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 6
g SfÐA HÖÐVILJINN ?>ri03u<íagur 16. júnf 1964 Um 400 sovézkir iistamenn koma til Bandaríkjanna á næsta ári Mjög aukin menningarsamskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna Samningur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um menn- ingarskipti á árinu 1964—65 er sá umfangsmesti sem gerður hefur verið fram að þessu og á næsta leik- og sýn- ingarári munu fleiri sovézkir listamenn gista Bandarík- in en nokkru sinni fyrr, eða um 400 talsins. Sovézka myndablaðið „Ogonjok“ hefur átt viðtal við hinn fræga bandaríska skemmtikraftamiðlara Sol Hurok, en hann hefur dvalizt í Sovétríkjunum að undanförnu að ráða sov- ézka listamenn til Bandaríkjanna. — Leikórið hefst með því að Kiroff-ballettinn fró Leníngrad sýnir í „Metropolitan Opera“ í New York 8. september. Ball- ettinn mun síðan ferðast um Bandaríkin og Kanada í 14 vik- ur og sýna m.a. .,Þymirósu“. „Svanavatnið", ,,Hnotubrótinn“ og ,,Öskubusku“. Þá mun Fflharmonfska hljóm- sveltln f Moskvu halda hljóm- leika víða um Bandaríkin und- ir stjóm Kirils Kondrasjins. f New York einnl mun hljóm- sveitin halda ellcfu hljómleíka. Einleikarar með henni verða feðgarnir Davfð og Igor Oj- strak og Van Cilburn og söng- Tveir fundir um viðskipta- mál haldnir i Strassburg Tveir fundir, sem fjalla um viðskiptamól, eru haldnir í Strassburg um þessar mundir Hinn fyrri er fundur ráðgjafar- þings Evrópuráðsins 11. júní ------------------------- Dýr björgun Eins og menn muna skeöi það f koianómu við Lengede i Vestur-Þýzkalandi síðastliðið haust, að námuverkamenn lok- uðust inni og máttu dúsa ein- ar þrjár vikur í, þessarl pris- und. 29 manns létu lifið, en 0.4 tókst að bjarga. Sarptals kostaði þessi björgun námufé- lagið nœrri 6.5 miljón marka, eða um 66 miljónir íslenzkra króna. - ri.r’ til að ræða ársskýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar f Parfs (OECD). Slfk skýrsla er árlega lögð fram á ráðgjaf- arþinginu til að gefa fulltrú- um þjóðþinga Evrópuríkjanna tækifæri tií að fylgjast með starfsemi OECD. — Síðari fundurinn er aameiginlegur fundur ráðgjafarþíngs'ns og Evrópuþingsins, en það er þingmannasamkoma Efnahags- bandalags Evrópu (EBE). Um- ræðuefni þess fundar er þátt- ur Evrópu í heimsviðskiptun- um. Meðal þeirra, sem taka p þátt- í umræðunum. eru Walter Hallstein, forseti framkvæmda- nefndar EBE og Nino Bel Bo, . forseti stjórnarnpfndar , , J£ola- , og stálsamsteypunnar^ konan Galína Visnévskaja verð- ur einnig með í förinni. Aðrir sovézkir tónlistarmenn sem fara til Bandaríkjanna eru píanósnillingurinn Emil Gllels, fiðlusnillingurinn Leoníd Kog- an, einnig söngkonurnar Dolu- hanova og Arhipova og píanó- leikarinn Jakob Sak. Og næsta vor mun hinn einstæði þjóð- dansaflokkur Igor Molsejevs koma vestur, en hann vakti geysilega hrifningu þegar hann var þar sfðast. Það verður einnig merkur at- burður í bandarísku leikhúslífi þegar Listaleikhúsið í Moskvu^ heldur sýningar í Bandaríkjun- um. Heil kynslóð Bandaríkja- manna þekkir þetta fræga letk- hús aðeins af umtali, en nú eru llðin meira en 40 ór sfðan það var ó ferðlnni f Bandaríkjun- um. Lelkhúsið mun sýna „Þrjór systur". „Kirsuberjagarðinn" eftlr Tsékoff, „Dauðar sálir" Gogols og „Klukkurnár í Kreml“ eftir Pogodin. Bandaríkjamenn auatur Fleiri bandarfskir. listamenn en nokkru sinni áður munu einnig gista Sovét.ríkin. Sinf.ón- fuhljómsveitin f Cleveland und- ir stjórn George Szell heldur hljómleika, einnig hin fræga kammerhljórnsveit „Promusi- cal“. Isaac' Stern og Eugin Istomín munu halda hljómleika í Moskvu og víðar. Arthur Ru- binstein heldur Chopin-hljóm- le’ka í Moskvu og söngkonan i'Mary Costa og söngvarinn Jer- ome Hayns munu syngja í Moskvu og fleiri borgum. í lok viðtalsins spyr blaða- maður „Ogonjoks" Hurok hvort hann, sem nú er kominn á áttræðisaldur sé ekki farinn að þreytast á því erilsama starfi að miðla skemmfikröftum. Hu- rok sagðist jafnan svara slík- um spurningum með þessari sögu: — Hótelgestur hringdi í sífellu í dyravörðinn og spurði með ófergju hvenær barinn myndi verða opnaður. Loks stóðst dyravörðurlnn ekki mát- ið og sagði við gestinn að hon- um yrði alls ekki hleypt inn á barinn ef hann léti svona. — En ég ætla alls ekki inn. Ég vll komast út. Ég er lokaður inni.... ÉVGÉNI MOGÍLEVSKÍ æflr sig Keppni Elísabetar drottningar Atján ára gamall sovézkur píanósnillingur sigraði -4 16 til 20 daga utanlandsferð fyrir aðeins 8000 til 8500 krónur Ferðaskrifstofan LANDSÝN býður yður upp á 16—20 daga ferð á Eystrasaltsvik- una í Austur-Þýzkalandi fyr- ir aðeins 8000 til 8500 krón- ur — allur kostnaður inni- falinn. ☆ ☆ ☆ Eystrasaltsvikan stendur yf- ir 4 til 17. júlí. Gert er ráð fyrir meiri þátttöku frá öll- um Eystrasaltslöndunum og fjölbreyttari skemmtiskrá en nokkru sinni fyrr. ☆ ☆. ☆ Að Eystrasaltsvikunni lok- inni verður farin 2ja til 3ja daga ferð um Austur-Þýzka- land með viðkomu ( Berlín. Flogið verður báðar leiðir Til Kaupmannahafnar 1„ 3 eða 5. júli og heim um 20 júli. ☆ ☆ ☆ Þátttökupantanir þarf að leggja inn til okkar fyrir 18. júní. FERÐASKRIFSTOFAN LANDSYN ’f TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. Einhver harðasta keppni tónlistarmanna er sú sem haldin er fyrir píanóleikara í Brussel ó vegum Elísabet- ar ekkjudrottningar. Á und- anförnum órum hafa sov- ézkir píanóleíkarar oftast gengið með sigur af hólmi og þannig fór einnig nú^ fyrír nokkrum dogúm. Sér- staka ' athygli vekur óð snillingurinn sem sigraði í þetta sinn er aðeins átján óra gamall. Þegar að lokakeppninni kom var enginn hinna 2.000 áheyr- enda legur í neinum vafa um hver myndi hljóta fyrstu verð- laun og 3.000 dollara sem þeim fylgja. Évgéni Mogílevskí, átj- án ára unglingur frá Odéssa, var sá eini af 70 keppendum sem áheyrendur fögnuðu með því að rísa úr sætum sínum. Dómnefndin var áheyrend- um sammála og veitti Mpgil- evskí fyrstu verðlaun og er hann yngstur allra sem þau hafa hlotið. ' Tónlistargagnrýn- endur belgiskra blaða luku á hann slíku lofsorði að fágætt er. Þetta var í sjötta skipti sem sovézkir píanóleikarar vlnna fyrstu verðlaun i Brussel, en þeir hafa tekið þátt i keppn- inni ellefu sinnum. Einn af fyrri sigurvegurum er Vladim- is Askenasi. Og þeir létu sér ekki nægja fyrstu verðlaunin i þetta sinn, heldur tóku einn- ig önnur og sjöundu. Þátttakendur i keppninni voru sjötíu talsins frá 28 lönd- um og langflestir frá Banda- Aukið daður með Madrid og Bonn Utanrikisráðherra Spánar, Fernando Maria Castella, hef- ur boðið hinum vestur-þýzka starfsbróður sínum, Gerhard Schröder. að sækja Spán heim. Það er vestur-þýzka utanríkis- ráðuneytið sem þetta tilkynn- ir. Þetta heimboð stendur að öllum Hkindum i sambandi við það, að ráðherrafundur Efna- hagsbandalagsins hefur nú á- kveðið að taka upp viðræður við Spán um efnahagsvanda- mál landsins. ríkjunum, eða 20. Síðan Van Cliburn vann sinn freega sig- ur i Moskvu um árið og varð heimsfrægur á samri stund hefur það verið keppikefli ungra bandarískra tónlistar- mnnna að fara sömu leið. En þótt bandaríska sveitin væri fjölmenn varð hún að láta í minni pokann. „Time“ segir að Bandaríkjamennirnir hafi æft sig aldrei skemur en tólf tíma á dag og sumir langt fram á nætur. Þeir sovézku létu sér nægja að æfa { fjór- ar stundir daglega, en styttu sér annars stundir við knatt- leik. Dómsmáiaráðherrar Evrópu- r>r rt f r» (?!(ffíd *' rikja á fundi í íriandi Frá dómsmálaráðuneytlnu hefur ÞJÓBVILJANUM borizt Cftirfarandi um þriðju ráð- stefnu dómsmálaráðherra Evr- ópuráðhcrra. Þriðja ráðstefna dómsmála- ráðherra Evrópuríkja var hald- in f Dublin í írlandi dagana 26,-28. maí 1964. Ráðstefnuna sat dómsmála- ráðherra Islands, Jóhann Haf- stein, og með honum Baldur Möller, ráðuneytisstjóri. og Pétur Eggerz, sendiherra, fasta- fulltrúi fslands hjá Evrópuráð- inu. Á ráðstefnunni mættu fuli- trúar 16 ríkja af þe'm 17, sem eiga aðild að Evrópuráðinu, og áheyrnarfulltrúar frá tveimur ríkjum, Finnlandi og Spáni, Voru á ráðstefnunni rædd- ar leiðir til þess að auka enn samstarf Evrópuríkja 5 löggjaf- armálefnum. í því sambandi var athuguð þróun þeirra mála frá síðasta fundi dómsmála- ráðherranna, sem hald’nn var í Róm 1962, Síðan hafa verið samþykktir þrír nýir viðauk- ar við. Mannréttindasáttmála Evrópu, — Það vekur athygli, að ýms hin nýju ríki í Afríku og Ásiu hafa við samningu nýrrar stjómarskrár stuðst við ákvæði Mannréttindasáttmálans.—Enn- fremur hefur Ameríkuríkja- samband'ð (Organisation of American States), að verulegu leyti byggt uppkast að Mann- réttindasáttméla fyrir þau ríki á Evrópusáttmélanum. Þéss var gétið á ráðstefn- unni. að laganefnd sú, sem Evrópuráðið hefur stofnað samkvæmt ábendingu dóms- málaráfiherranna tekur til starfa í næsta mánuði Full- trúi fslands f henni er Pétur Eggerz. Niðurstaðan af starfi dóms- málaráðherranna á þessari ráðstefnu kemur fram í 7 á- lyktunum. Meðal málefna þeirra, sem hér voru til meðferðar má nefna: Ráðstafanir til að stuðla að auknum rannsóknum á saman- burðar-lögfræði, sem hefur sí- vaxandi þýðingu vegna auk- inna og nánari samskipta milli landanna. — Dómsmálaráð- herra frlands, Charles J. Haughey bar þetta málefni fram á fundinum, en hann var jafnframt forseti ráðstefn- unnar. Þá vonu rædd vandamál i sambandi við löghelgi (Immun- ity) rfkja f sambandi við milli- ríkjaviðskipti. — Ennfremur ráðstafanir til þess að tryggja samræmda túlkun é sáttmálum Evrópu- ríkjanna, Loks kom fram á ráðstefn- unni mikill áhugi fyrir auknu starfi á sviði refsiréttarins. Voru f því sambandi séretak- lega ræddir samningar urn refsingu fyrir umferðabrot út- lendinga og um eftirlit með af- brotamönnum er hlotið hafa Bkilorðsbundna dóma eða skil- orðsbundna eftirgjöf refúnga. en dvelja utan heimalands síns, Dómsmálaráðherra Þýzka- lands bauð til 4. . ráðstefnu dómsmálaráðherranna í Þýzka- landi á árinu 1966. Móttökur og gestrisni íra voru með ágætum, en írska rfkisstjómin bauð til þessarar váðstefnu. Dómsmálaráðherra íra hafði veg og vanda af skipulagi og starfi fundarins og na”t tj1 bo<,.e flðstoðar fram- kvæmdast ióra Éyrópuráðsins og starfsliðs frá því.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.