Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 2
2 SÍBA MÖÐVItJINN Þriðjudagur 16. jdnf 1964 Gjcrfir í Vísindasjóð Borgar- sjúkra- _ hússins Vísindásjóði Borgarsjúkra- hússins sem stofnaður var til minningar um Þórð Sveinsson, jrfrlækni- og ,Þórð , Úlfársson, flugmann, var 14. júní afhent kr. 10.000,00 frá v'num og asskufélögum • Þórðar Olfars- sonar. en þann dag hefði Þórð- ur Olfarsson orðið 25 ára. Om sama leyti afhentu vandamenn Vísindasjóðnum kr. 15.000,00. Skv. sambykkt borgar- st.iórnar* 1 greiðir' borgarsjóðUr jafnháa upphæð í Vísindasjóð- inn. Sjóðsstiórnin þakkar þessar góðú gjafir. Framlögum í sjóðinn verður fyrst um sinn veitt móttaka í skrifstofu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur, He'lsuverndar- stöðinni. (Frá Vísindasjóði Borgar- sjúkrahússins). Aukin samstaða vinstri aflanna í Frakklandi hefur komið fram á ýmsan hátt að undanförnu, m. a. í miklum kröfugöngum og útifundum um allt iandið til að mótmæla kjarnorkuvígbúnaðinum. Myndin er af einni slíkri kröfugöngu í einni útborg Parísar. U M FI reisir greiðasöiu í Þrasfaskógi í sumar Sjóvá greíddi 9Í,5 mi!j» / tjénabætur ■ Um þessar mundir er Ungmennafélag íslands að hefja framkvæmdir austur í Þrastarskógi við að koma þar upp söluskýli og greiða- sölu og er ætlunin að þarna rísi upp hótel í framtíðinni í stað þess sem herinn tók á stríðsárunum og brann þá. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér er þegar búið að grafa fyrir grunni söluskáláns en hann verður 100 fermetra hús einnar hæðar. timburbygg'ng reist á steyptum grunni og er ætlunin að bygg- ingunnj verði lokið um miðjan næsta mánuð. Þarna á að verða söluskáli þar sem hægt verður að fá keypt kaffi, gosdrykki o.fl. en síðan er ætlunin að byggja við skálann og koma upp gistihúsi. Er byggingin reist á grunni gamla gistihússins. Þrastaskógur er sem kunnugt er mjög fagur staður og mikið sóttur af ferða- fólki svo að nauðsynlegt er að koma þar upp greiðasölu og igististað. Þá hefur ÚME& nú fengið ve'ðirétt í Soginu fyrir öllu landi sínu. -og verðá vænt- anlega seld veiðileýfi þarna í greiðasölunni síðar meir. ÚMFÍ er einnig að láta brjóta lanH undir íþróttasvæði í Þrasta- skógi og hefur verið unn ð að því verki tvö síðustu árin. Aðalfundur Sjóvátrygg:ngar- félags Islands h.f., var haldinn föstudaginn 5. júní. Formaður félagsstjórnar, Sveinn Bene- diktsson framkvæmdastjóri minntist í upphafi fundarins rreips hluthafa sem látizt hafði frá síðasta aðalfundi, Leifs Böðvarssonar. forstjóra. Formaður gat þess að á s.l. vetri hefði Halldór Kr. Þor- steinsson skipstjóri óskað þess að verða leystur frá stiórnar- störfum, þótt kjörtímabil hans rynni ekki út fyrr en árið 1965. Sveinn Benediktsson hafði þá tekið við störfum formanns, en Ágúst Fjelsted hrl. kom í stjórnina frá sama tíma. Halldór Kr. Þorsteinsson hef- ir verið í stjötn fétagsfrts' fvá stofndegi þess. en formaður fé- lagsstjórnarinnar óslitið frá því í janúar 1938. Framkvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Bjömsson, flutti skýrslu um rekstur- og hag fé- lagsins, en árið 1963 var 45. starfsár þess. Jafnframt skýrði hann hina ýmsu liði ársreikn- inganna. Samanlögð iðgjöld sjó-, bruna-, bifreiða-. ábyrgða- og endurtrygginga námu um 108,6 miljónum króna, en af líf- og lífeyristryggingum um 4,2 miljónir, eða samtals um 112.8 miljónir. Er það um 20 miljón krón-um hærri iðgjalda- upphæð en árið 1962. Fastur eða samningsbundinn afsláttur til viðskiptamanna er þegar frádreginn í upphæðum þessum, svo og afsláttur eða bónus til bifreiðaeigenda. Stærsta tryggingadeildin er Sjódeild, iðgjöld rúmlega 57 miljónir en næst Bifreiðadeild með 28,6 miljóna iðgjöld. 1 tjónabætur voru greiddar um 91.5 miljónir, en í laun og kostnað um 10 miljónir. Iðgjalda og tjónvarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir eru nú um 72 miljónir króna. Er líftryggingadeildin ekki tal- in með í þessum tölum. Iðgjaldasjóður- vara- og við- lagasjóðður hennar eru hins- vegar tæplega 50 miljónir kr. Nýtryggingar í Líftryggingar- deild námu tæplega 6,8 milj- ónum, en samanlagðar líf- tryggingar í gildi um s. 1. ára- mót voru tæplega 130 miljón- ir. Samanlögð verðbréfaeign var um 106 miljónir og lán út á líftryggingarskírteini um 10,5 miljónir. Stjórn félagsins skipa, Sveinn Benediktsson, Lárus Fjelsted, hrl. Ingvar Vilhjálmsson út- gerðarmaður, Ágúst Fjelsted hrl. og Björn Hallgrímsson, stórkaupmaður. Endurskoðendur voru endur- kjörnir: Bnðvar Kvaran full- trúi og Teitur Finnbogason, stórkaupmaður. Gylfi heldur ræðu Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra hefur haldið ræðu á fundi hjá Kaupmannasamtökum Is- lands. Nú eru það að vísu minnstu tíðindi sem til eru að þessi ágæti ráðherra haldi T'æðu, því ekki er kunnugt að hann hafi verið þögull á nokkru mannamóti sem hann hefur mætt á undanfarin átta ár. en engu að síður hefur þessi sérstaka ræða vakið nokkra athygli og orðið bæði Alþýðublaðinu og Morgun- blaðinu tilefni til leiðara- skrifa. Ráðherrann sagði nokkuð sem kaupmönnum ís- lands þótti ánægjulegt að heyra; hann sagði að eftir samkomulagið við alþýðu- samtökin færi að verða tíma- bært að afnema allt verð- lagseftirlit og gefa kaup- mönnum frjálsræði til að á- kveða álagningu sína, Sumum hefur gengið illa að finna samhengið milli þess að kaupgjald verkafólks verði bundið með samning- um í eitt ár og að kaupmenn skuli fá frelsi til að hækka kaup sitt eins og þeim sýnist. En engu að síður er boð- skapur ráðherrans rökréttur. Það var eitt atriði í sam- komulaginu við verklýðs- samtökin að grunnkaup mætti ekki hækka, enda þótt hagskýrslur sýni að þjóðar- framleiðslan hefur aukizt um 15% á undanförnum tveim- ur árum. Aukning þjóðar- framleiðslunnar á sem sé að lenda hjá öðrum, og Gylfi Þ. Gíslason telur sjálfSagt að kaupmenn fái bætta aðstöðu til að hremma sinn hlut af henni. Hitt kann að vera vafamál hvort blíðmæli ráðherrans við kaupmenn verði fram- kvæmd; hann er kunnur að því að segja ævinlega það sem áheyrendum hans hverju sinni þykir bezt að heyra. Og það voru raunar mistök af Alþýðusambandinu að leyfa þessum tungumjúka ráðherra ekki að halda ræðu þegar samkomulagið um kjaramálin var undirritað; verkamenn hefðu þá trúlega fengið engu ómerkari fyrir- heit en kaupmenn nú. Fall- hlífarhermaðurinn — Ég legg sjálfur mat á fréttagildið, sagði Thorolf Smith, starfandi fréttastjóri ríkisútvarpsins. þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði naumast talið umtals- verð mótmæli meira en 70 menntamanua og listamanna gegn dátasjónvarpinu, en ör- stutt frásögn um mótmæli þeirra kom einna aftast í sópdyngju þeirri sem nefnist hádegisfréttir og ekki orð í aðalfréttunum á laugardaginn var. Og víst er um það að viðhorf Thorolfs Smiths til dátasjónvarpsins virðast vera ákaflega persónuleg. Þannig er mönnum það naumast úr minni liðið að fréttastofa rík- isútvarpsins mat það sem einn af stóratburðum tilveru sinnar þegar sýslumaðurinn í Borgarnesi sendi skeytið til félags sjónvarpsglápenda og taldi dátastöðina tákn um vestrænt frelsi, mannréttindi og lýðræði. Var skeyti þetta rakið orði til orðs í mörgum fréttatímum útvarpsins; hug- myndimar um fréttagildi sýslumannsins voru sannar- lega ekki smávaxnar. Spurningin er aðeins sú hvaða mælikvarða Thorolf Smith notar til þess að meta i gildi hinna ýmsu atburða. Hann er sem kunnugt er ekki aðeins gamalreyndur og vel verki farinn fréttamaður, heldur var hann fyrir nokkr- um árum gerður heiðursfé- lagi í þeirri sveit banda- rískra fallhlífahermanna sem nefnist „82nd Airborn”. Síð- an hefur mönnum stundum fundizt hann líta á sig sem fallhlífahermann sem kastað hefði verið niður í óvinaland langt að baki víglínunnar og þyrfti samkvæmt heraga að gæta hagsmuna sveitar sinn- ar. — Austrí. Búnaðarbankinn opnar tvö útibú um nœstu múnaðamót Að undanfömu hafa staðið yfir samningar milli Búnaðar- banka ís'ands og Sparisjóðs Sauðárkróks um að bankinn setti upp útibú á Sauðárkróki og yfirtæki jafnframt við- skiptastarfsemi Sparisjóðs Sauðárkróks. Samningum þess- um er nú Iokið, og er gert ráð fyrir, að útibú Búnaðarbank- ans á Sauðárkróki taki til starfa 1. júlí n. k. Sparisjóður Sauðárkróks á verulegar eignir og mun starfa áfram til þess að annast um- sýslu og ráðstöfun þeirra eigna, en öll viðskiptastarfsemi Spari- sjóðsins yf rfærast til útibús- ins. Sparisjóður Sauðárkróks er mjög traust peningastofnun og hefir gegnt mikilvægu hlut- verki í héraðinu. Búnaðar- bankinn hefir haft mikil við- skipti við Skagfirðinga, og hafa oft borizt óskir um það til bankans, að hann setti upp útibú á Sauðárkróki, til þess að bæta þjónustu við viðskipta- vini sína í Skagafirði. Af hálfu bankáns og spari- sjóðsins er þessi ráðstöfun hugsuð til þess að bæta við- skiptaaðstöðu viðskiptavina beggja stofnananna. Bankaútibússtjóri verður Ragnar Pálsson, núverandi sparsjóðsstjóri. Útibúið á Sauðárkróki er þr'ðja útibú Búnaðarbankans utan Reykjavíkur, sem ákveð- ið hefur verið að taki til starfa á þessu ári. Fyrr á árinu opn- aði bankinn útibú að Hellu og sameinaðist Spar'sjóður Holta- og Ásahrepps því útibúi. Hefir þróun þessara útibúa verið mjög hagstæð. Þá er á- formað að opna samtímis úti- búinu á Sauðárkróki útibú frá Búnaðarbankanum í Stykk- .Jeþftlpi, .sem,.,yí;ýtekiJiL storfe. Jseáái Spáfisjóðs Stykkishóhns.. Starfrækir Búnaðarbankinn þá sex útibú utan Reykjavík- ur. Eru hin útibúin á Akur- eyri. Blönduósi og Egilsstöð- um. Er með útibúum þessum stefnt að því að bæta þjón- ustu v'ð viðskiptavini bankans í viðkomandi héruðum. (Frá Búnaðarbankanum) Evrópskt menningasetw Fyrir gjafafé frá svissneskri konu, Madame L‘Orsa-Eseh- ekke, hefur vferið sett á fót stofnun, sem hefur að mark- miði að koma upp menningar- setri, þar sem „hinar ýmsu greinar evrópskrar hugsunar og menningar megi blómgast í anda friðar”. Gjöfinni fylgir landsvæði í Arbéa v:ð Lugano- vatn í svissnesku kantónunni Tossin. — Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur veitt gjöf þessari viðtöku. I stjórnarnefnd stofnunar þessara verða m. a. framkvæmdastjóri Evrópu- ráðsins og fulltrúi ríkisstjóm- ar Svisslands. Ný frímerki Póst- og símamálastjórnin gefur út fjögur ný frímerki méð blómamyndum. Verðgildi merkj- anna eru fjögur, kr. 0.50 með mynd af hornblöðku og kr 2.00 mynd af jöklasóley, kr. 1.50 með með mynd af smára. Merkin eru prentuð hjá Courvoisier S. A., La Chaux-de-Fonds. Frí- merkjasalan í Reykjavík tekur ,'á móti pöntunum i merkin ö»sf iveitir nánari upplýsingar. Áhaldasmiður • Staða áhaldasmiðs við áhaldadeild Veðurstofu fslands er laus til umsóknar. — Laun samkv. 12. launaflokki kjara- samnings starfsmanna ríkisins. — Nánari upplýsingar í áhaldadeild Veðurstofunnar Sjómannaskólanum í Reykja- vík. Umsóknum um stöðu þessa ósamt upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, óskast skilað til Samgöngu- málaráðuneytisins fyrir 30. þ.m. VEÐURSTOFA ÍSLANDS. AðaUundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 19. júní, 1964 kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara Og kjörbréfanefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1963. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1963. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Blikksmiðir! Járnsmiðir! Aðstoðarmenn! Óskum eftir að ráða menn í ofannefndar stöður. Nánari upplýsingar gefur: Nýja Blikksmiðjan Höfðatúni 6. — Síma- 14672 o<r 14804.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.