Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 7
ÞriSjudagur 16. júní 19«4 HðSVIlIIMH Lúðvík Jósepsson fimmtugur Það var á. tímum Kommún- istaflokka Islands, fyrlr tæp- um þrem ár-atugum, að stjórn KommúnlstaflokkBÍns bárust bréf frá „strákunum þrem“, sem stýrðu lltlu Kommúnistadelldinni á Norð- firði, — þar sem Jónas Guð- mundsson og Alþýðuflokkur- inn voru þá einvaldir, — um að þar á Norðfirði væri mikið hægt að gera, en þelr þyrftu endilega að fá sendan foringja að Bunnan til að setjast þar að og stjórno. sókninni. En svarið að sunnan var alltaf hið sama: við höfum enga menn að senda, þið verðið að verða foringjar sjálfir! Og sjá — „strákarnir þrír", — Líúðvfk, Bjarni ogJðhannes urðu foringjamir sjálfir og á skammrl stundu á hinum miklu sóknarárum flokks okk- ar vann alþýðan á Norðfirði það kraftaverk undir forustu þeirra að umhverfa melri- hluta Alþýðuflokksins í bæj- arstjóm Neskaupstaðar í meírihluta Sósíalistafiokksins, — og v*ar þó Jónas Guð- mundsson engin liðleskja við að fást. Og síðan hefur í tvo ára- tugi Neskaupstaður undir forustu þeirra Lúðvíks, Bjarna og Jóhannesar verið hin lltla rauða háborg austast á íelandi, og er nú eini bær- inn sem verkalýðurlnn stjóm- ar á landi voru. Og í 22 ár hefur Lúðvík Jósepsson samtímis verið hinn skeleggi fulltrúi austfirzkrar alþýðu, — á Alþingi Islend- inga, — 1956—1958 ráðherra sjávarútvegs- og vlðskipta- mála og nú formaður þiug- flokks Alþýðubandalagsins. ★ Hugurinn hvarflar tll fornra tíma í dag, Lúðvfk, á flmm- tugsafmælf þfnu. Flokkur þfnn, Sósfalista* flokkurinn, er stoltur af hin- um rauða bæ alþýðunnar, — og þakkar þér og ykkur öli- um, alþýðufólkinu á Nes- kaupstað, — harða, ianga og slgursæla baráttu, — og sam- fagnar ykkur, er þið mlnnizt nú þessarar baráttu og sigra hennar á flmmtugsafmseii þfnu, sem framar öllum hefur haft forustuna í því stríði. En framar öllu öðru ber að færa þér í tiag þakkir þjóðar þinnar fyrir það afrek, er þú vannst f hennar þágu sem ráðherra, með útgáfu reglu- gerðarinnar um 12 mílna land- helgina. Það er þér framar öllum öðrum elnstakllngum að þakka að sá sigur vannst, —• og það mun öll þjóðin skilja fyrr eða síðar. 1 dag verður okkur öllum hugsað með þér tll septemberdaganna 1958, er oss tókst að sameina alla þjóðfna í baráttunni. Sú þjóð- areining tryggði íslandi 12 mílurnar, — og forusta þín í þeirri baráttu mun ei fyrnast, —— þótt eftir sé að vinna þar aðra sigra. Eg flyt þér á fimmtugsaf- mæli þínu beztu heillaóskir okkar flokks, Sósíalistafiokks- ins, og be/.tu þakkir hans fyr- ir allt, sem þú hefur unnið honum og íslenzkri alþýðu tii heilla það sem af er þinnar atorkusömu ævi, Við óskum þess að þér megi endast heilsa, líf og gæfa til þess að vinna Þjóð vorri, og einkum alþýðu lands vors og flokki vorum, giftudrjúg störf meðan kraftar endast. Það er heitasta ósk min til þín á þessum þínum merkis- degi að oss megji öllum auðn- ast að taka höndum saman tli að vinna að alefltngu flokks okkar, Sósfalistaflokksins, að nýjum sigrum samfylkingar okkar, og að hefja nýja sókn fyrir alþýðu iands vors inn á við, fyrir þjóð vora út á vfð, — svo þelr sigrar, er oss auðnaðlst að vinna fyrir land og þjóð, er yngri voru kraft arnir, megi endurtaka sig i hærra veldi á komandi árum, þegar þjóð vorrl ríður allra mest á. Einar Olgcfrsson. Lúðvik Jósepsson, sem i dag fyllir fimmta tug aldurs síns, fæddist hér f Neskaup- etað og hér ólst hann upp við venjulegan aðbúnað verkamannabarna þess tíma, þeirra, er við þrengstan efna- hag bjuggu. Æskuheimili hans var f „verkamannabú- stöðum“ kaupmanna, svo sem Bryggjuhúsinu, Það lætur því að líkum, að þegar í uppvextinum kynntist Lúðvík af eigin raun lífskjör- um verkafólksins mjög náið, hugsun-arhætti þess, vonum þess og óskum. Vafalaust hafa þessi nánu, persónulegu kynni Lúðvíks af högum verkafólksfns mótað lífsskoðun hang og viðhorf meir en flest annað, og snemma vakið með honum lÖngun til að leggja fram krafta sína í þágu þessa fólks, svo hagur þess mætti batna og meira og minna ó- ljósir draumar þess um rétt- látara þjóðfélag vei'ða að veruleika. Ungur að árum heillaðist hann af hugsjón sósíalismans og gerðist ein- arður talsmaður og Ötull bar- áttumoður þeirrar þjóðfélags- stefnu. Ekki veit ég hverju var spáð við vöggu Lúðvíks um framtfð hans. Ekki er ólíklegt, að því hafi verið spáð, að hann mundl verða duglegur verka- maður, seigur færamaður — jafnvel skytta. En varla mun nokkur hafa spáð honum þvi, að hann yrði um og eftir mlðja öldina helzti forvigis- maður fólksins Í þessari byggð. Því siður, að hann yrði alþingismaður og allra sízt ráðherra, enda mun almenn- ingur sjaldan hafa borið sér það orð í munn, aðeins ára- tug eftir að Islendingor eign- uðust sinn fyrsta ráðherra. Vafalaust hefði Lúðvik reynzt liðtækur til allra venjulegra starfa. En það kom fljótt í Ijós, að lvann var vel til forystu fallinn. Verka- m-annsferill hans varð því skammur. Verkafólkið fól honum í æ rikari mæli forystu sinna mála, bæði inn á við og út á við. Þessi etörf hefur hann rækt af frábærri alúð og þrautseigju og aldrei sparað sjálfan sig i þeirri baráttu. Þrátt fyrir fátækt hugðist Lúðvik afla sér nokkurrar ekólamenntunar. Hann settist þvi í menntaskólann á Akur- eyri, en skólavistin varð cnda- siepp því veikindi lögðust á hann. Þótt Lúðvík sé maður ekki langskólagenginn, hefur hon- um þó tekizt að afla sér mjög undirstöðugóðrar menntunar, sem ásamt ríkri eðlisgreind hefur dugað honum vel. Á unglingsárum Lúðvíks reið kreppan mikia yfir auð- valdeheiminn og sópaði með sér mörgum gömlum og rót- grónum „sannindum“ um eðlí þjóðfélagsins, Kreppunni fylgdu mikil þjóðfélagsleg umbrot og urðu harðar svipt- ingar í þjóðfélaglnu, einnig hér í okkar litla bæ. Það var einmitt á hörðustu kreppuárunum, sem Lúðvík hóf afskipti sín af stjórnmál- um. Hæfileikar Lúðvíks sem stjórnmálamanns eru ótvíræð- ir og óumdeilanlegir. Jafn- framt þvi, að vera óvæginn og harðekeyttur bardagamaður, gæddur mikilli starfsorku, er hann slyngur samningamaður og iipur í samstarfi við menn með ólík sjónarpiið. Stjórnmálahæfileikar Lúð- víks komu bezt í ljós, er hann sem sjávarútvegsmálaráð- herra í vinstri stjórninni leiddi landhelgismálið til sig- urs. Það var mikið afrek, við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Flokkur hans stóð ein- huga að baki honum, en i hln- um flokkunum öllum voru meiri og minni óheilindi í af- stöðunni til málsins, svo ekki sé meira sagt. Um persónuuna Lúðvík Jósepsson og störf hans mætti rita langt mál, en það er ekki ætlan mín. Aðeins vildi ég með þessum línum flytja hon- um heillaóskir okkar félag- anna hér fyrir austan á þess- um tímamótum í ævi hans og þakkir fyrir I-angt og gott samstarf og gifturíka forystu. Og ég veit, að ég má flytja honum árnaðaróskir norð- firzkrar alþýðu, þeirrar al- þýðu, sem hann hefir átt mest saman við að sælda frá blautu barnsbeini og sem öðrum fremur hefur notið góðs af starfi hans. Og vonandi á alþýða Is- lands eftir að njóta enn frá- bærra starfskrafta Lúðviks Jósepssonar. Og að lokum leyfi ég mér að bæta við þessar línur per- sónulegum hamingjuóskum minum til þeirra hjóna beggja með þökk fyrir áratuga sam- starf að sameiginlegum hug- sjónamálum. Bjarni Þórðarson. Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, varaformaður Sósialistaflokks- ins og fyrrv. ráðherra er fimm- tugur i dag. Lúðvík er fyrir löngu þjóð- kunnur maður fyrir afskipti sin og forystu í opinberum mái- um og mörg síðustu árin hefur hann staðið í fremstu víglínu stjórnmálanna. Hann hefur set- ið á Alþingi óslitið síðan 1942 að Sósialistaflokkurinn vann sinn örlagaríka og eftirmlnni- lega kosningasigur og fékk 10 þingmenn kjörna. Varð hann þá landskjörinn þingmaður, síð- an þingmaður Sunn-Mýlinga og loks þingmaður Austurlands- kjördæmis. eftir að kjördæma- breytingin síðasta var lögfest. Þegar vinstri stjórnin var mynduð eftir ágætan sigur Al- þýðubandalagsins í kosningun- um 1956 varð Lúðvík Jóseps- son sjávarútvegsmálaráðherra og fór einnig með viðskipta- mál. Kom það í hans hlut frem- ur en nokkurs annars að móta og hrinda í framkvæmd þelm stórhuga aðgerðum í atvinnu- málum sem þá gjörbreyttu at- vinnugrundvelli og aíkomu- möguleikum alþýðunnar í land- inu og búið er að enn í dag. Stærsta átakið var þó tvímæla- laust útfærsla fiskveiðlland- helginnar í 12 mílur, sem msett var með fullum fjandskap og síðar herhlaupi Breta. Traust forysta og hiklaus staðfesta Lúðvíks Jósepssonar í þessu mikla lífshagsmunamáli og mikilvæga sjálfstæðismáli þjóðarlnnar færði íslendingum sigurinn heim og var þó vlð margvíslega erfiðleika að etja. Ekki aðeins andstöðu og yfir- gang brezka herveldisins varð að standa af sér og sigra, held- ur einnig hik. hálfvelgju og sviksamlegar athafnir íslenzkra LCÐViK JÓSEPSSON undirritar rcglugerðlna um stækkun fisk- veiðilandhelginnar i tólf sjómílur voriö 1958. Nató-sinna, bæði utan og inn- an ríkisstjörnarinnar, er mátu ímyndaða eða raunverulega hagsmuni Nató og Breta melr en lífshagsmuni sinnar eigin þjóðar. Festa og hikleysi Lúðvíks Jósepssonar í landhelgismálinu 1958 hafði ekki aðeins fullan stuðning samherja hans allra. Þjóðin stóð svo að segja óskipt með málstað sínum og er vafa- mál að jafn almenn þjóðarein- ing hafi í annan tíma skapazt nema við lýðveldisstofnunina 1644. Það er mikil gæfa að standa í fararbroddi slíkrar sóknar þjóðar sinnar, enda mun forysta Lúðvíks í land- helgismálinu lengi halda nafni hans á lofti í sögu Ísleftzkr- ar sjálfsbjargar- og sjálfstæð- isbaráttu. Á AlþingÍ hefur Lúðvík Jós- epsson lengi verið með at- hafnasömustu Og áhrifaríkustu þingmönnum. Haftn hefur frá upphafi verið dugmikill og ó- sérhlífinn talsmaður og full- trúi alþýðunnar í Suður-Múla- sýslu og á Austfjörðum öllum. Þarf áreiðanlega ekki að segja Austfirðingum það hvílíkur full- trúi og trúnaðarmaður Lúðvík hefur reynzt þeim á Alþingi nú á þriðja áratug Og í marg- víslegri annarri forustu fyrir hagsmunamálum þeirra. Alveg sérstaklega hafa sjáv- arútvegsmálin og hagsmufta- mál fiskimanna áft hug og at- fylgi Lúðvíks Jósepssonar síð- an hann hóf afskipti af stjórn- mélum. Þetta er eðlilegt. Hann er sjálfur fæddur og alinn upp í austfirzku sjávar- þorpi þar sem sjómennska og sjávarafli var og er undirstaða lífsafkomu og allra athafna einstaklinga og helldar. Viðtæk þekking og fjölþætt afskiptl af íslenzkum atvinnumálum hafa ekki veikt heldur þvert á móti styrkt þá óbifanlegu sannfær- íngu Lúðvfks Jósepssonar að tslendingum sé það lífsspurs- mál að efla sjávarútveg sinn, búa hann jafnan nýjustu tækni og nýta sjálfir aflann til hins ýtrasta og vinna samhliða að öruggari og alhliða markaðs- öflun. Þá hefur kjarabarátta sjómanna ekki síöur átt i hon- um rík ítök og ötulan baráttu- mann. Það er örugg og bjarg- föst skoðun Lúðviks Jósepsson- ar að fiskimennirnir á fslandi verðskuldi að búa við betri kjör en nokkur önnur starfs- stétt i landimí og hann er ekki í neinum vandrseðum með að færa rök fyrir þetrri skoðun. Jafnframt alhliða afskiptum af stjórnmálum hefur Lúðvik látið verkalýðsmál almennt mikið til sin taka. Hann var lengi i fremstu röð í Verka- lýðsfélagi Norðfirðinga, skipu- lagði með félögum sínum starf þess og baráttu íyrir bættum kjörum verkalýðsins i Nes- kaupstað. sat sem fulltrúi þess mörg Alþýðusambandsþing og lét þar mikið að sér kveða. Þá hefur hann og haft mikil afskipti af verkalýðsmálum á Austfjörðum og oft verið kvaddur þar til ráða þegar vanda hefur borið að höndum og_ jafnan reynzt hollráðnr og ósérhlífinn. í heimabyggð sinni i Nes- kaupstað hefur Lúðvík í meir en þrjá áratugi verið hinn 6- umdeildl forystumaður sósíal- ista og hinnar róttæku verka- lýðshreyfingar, Það voru þrír ungir menn, Lúðvík, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stef- ánsson, sem hófu kyndil sósíal- isma og róttækrar verkalýðs- baráttu á loft í Neskaupstað í krir.gum 1930 um það bil sem Kommúnistaflokkurinn var stofnaður Og það lét undan eldhug þeirra og áræði enda samheldni þeirra með ásætum og hefur verið svo alla t;ð os er enn. Þeim félögum tókst að byggia upp sterka verkalýðs- hreyfingu og öflugan flokk, sem fljótlega tók við allri for- ----------------------rflÐA 7 ystu í verkalýðsmálum og bæj- armálum og ráðið hefur mestu um þróun og uppbyggingu at- vinnulifsins í meira en tuttugu ár. Alla tíð síðan hefur Nes- kaupstaður verið öflugasta vígi Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins j landinu, eini kaupstaðurinn þar sem hin rót- tæka verkalýðshreyfing hefur haft hreinan meirihluta í bæj- arstjórn. Þessa sjást lika merki. Hverju Grettistakinu hefur verið lyft eftir annað á sviðum atvinnumála, menning- armála og félagsmála. Nes- kaupstaður er nú í dag vissu- lega allur annar en þegar Lúð- vík, Bjami og Jóhannes hófu að fylkja alþýðunni saman og boða henni úrlausnir sósíal- ismans fyrir þremur áratug- um. Uppbyggingin í Neskaupstað er vlssulega árangur mikils starfs margra ágætra manna en fullhugarnir ungu sem hófu merkið og báru það fram til slgurs hafa jafnan staðið í fylkingarbrjósti alþýðunnar í bæ sínum og standa enn. Sam- starf þeirra og happasæl verka- skiptlng hefur skilað' norð- firzkri alþýðu miklum og glæsilegum árangri og enn er stefnt fram til nýrra sigra, nýrra áfanga í framfara- og menningarbaráttunni. „Stendur um stóra menn, stormur á hverri tíð“. Lúðvík Jósepsson hcfur að sjólfsögðu ekki farið varhluta af þeim spjótalögum sem tiðkast i ís- lenzkri stjórnmólabaráttu og standa hvað tíðast á þeim sem í fylkingarbrjósti fara og and- stæðingunum eru skeinuhætt- astir. Ekki mun Lúðvik held- ur undan kvarta. Hann er sjálfur mikill málafylgjumað- ur og harðskeyttur bardaga. maður á málþingum en þó jafnan drengilegur og aldrei drýpur eítur af eggjum hans. Hann er, svo sem alþjóð er kunnugt, ágætur ræðumaður, rökfastur og íylginn sér og býr yfir yfirgripsmikilli þekk- ingu á íslenzkum atvinnumál- um og stjórnmálum. Hann hef- ur því tíðum reynzt andstæð- íngum alþýðunnar þungur í skauti í umræðum um stjórn- mál og viðbrögðin af þeirra hálfu oft birzt i lógkúrulegum árásum og persónuníði. Ósérhllfni og dugnaður Lúð- viks Jósepssonar í sókn og Vörn fyrir óhugamál hans og hugsjónir og málstað alþýð- unnar er kunnari en svo að um þurfi að orðlengja. Hann er ótrauður til ferðalaga og fundahalda og er mér sérstak- lega minnisstæð framganga hang á þeim vettvangi fyrir kosningarnar 1956 og 1959. Lúðvik hneigðíst ungur að kenningum hins vísindalega sósialisma, marxlsmans, um lausn vandamála þjóðfélagsins, og er vel að sér í þeim fræð- um öllum. En hann hefur aldrei lítið á marxismann sem smiðju ívitnana eða stofufræði heldur sem ómetanlega leið- beiningu og hjálpartæki við mat á vandamálum hins virka dags. Hygg ég að þjóðfélags- vísindi sósíalismans séu ekki mörgum tiltækari en Lúðvík Jósepssyni einmitt á vettvangi sjálfs starfsins og baráttunnar. Eins Qg að líkum lætur hafa Lúðvík Jósepssynl verið falin margvísleg trúnaðarstörf og verða fæst þeirra talin í þessu greinarkorni. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í bæjarstjórn Neskaupstaðar og var lengi forseti hennar. flann hefur átt sæti í samninganefnd utanríkisvlðskipta, er nú full- trúi Alþýðubandalagsins í bankaróði Útvegsbankans, hef- ur setið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi íslands og á landhelgisráðstefnunni í Genf 1958, svo fátt eitt sé talið Lúðvík hefur um langt ára- bil átt sæti í flokksstjórn og miðstjórn Sósíalistaflokksins svo og i framkvæmdanefnd flokksins. Þá hefur hann í ára- tug verið varaformaður Sósíal- istaflokksins og óumdeilanlega annar aðalforystumaður hans. Hann hefur átt sæti i mið- stjórn Alþýðubandalagsins frá stofnun þess 1956. Formaður Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.