Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 12
Akranes 100 ára verziunarstaður ■ I dag, 16. júní, á Akranes 100 ára afmæli sem verzlun- arstaður. Verður þess veg- lega minnzt, en þó verða að- alhátíðahöldin látin falla saman við þjóðhátíðina á morgun. í dag kl. 18 boðar bæjarstjórnin til hátíðafund- ar í Bíóhöllinni. Þar mun forseti bæjarstjórnar. Jón Árnason flyt'ja ræðu og Lúðrasveit Akraness leikur á undan fundi. Bæjarstjóm mælist til þess, að allri vinnu sé hætt ekki síðar en kl. 15. Aðal hátíðahöldin verða svo á morgun. Hefjast þau kl. 10 með messu í Akraneskirkju. Kl. 13,15 hefst skrúðganga frá Iðn- skólanum á Iþróttavöllinn, Þar hefst svo skemmtun kl. 14. Hátíðahöldin Dagskrá skemmtunarinnar verður sem hér segir: 1. Hátfðin sett af Jóhannesi Ingibjartssyni. formanni há- tíðanefndar. 2. Ræða Séra Jón M. Guð- jó ísson. 3. Ávarp fjallkonunnar. Frú Bjarnfríður Leósdóttir. 4. Hundrað ár í svipmyndum. Skátafélag Akraness sér um þátt- inn. Framhald á 3. síðu. Sildmattim var 150 þúsund mól og tunnur s/. laugardag Hítin m'ií harcí fvreto cílrl_ QC\ OAH píómí1u« TVT A Dmtfnx Hinn 31. maí barst fyrsta síld- in á Iand norðanlands á þessu sumri, sem mb. Hclgi Flóvents- son veiddi 75 sjómílur út af Langanesi. Er það mun fyrr en átt hefur sér stað undanfarin ár Fá skip voru að veiðum fyrstu dagana, en flotinn er nú almennt byrjaður veiðar. Er áætlað að um 250 skip stundi veiðarnar í sumar, en voru þegar flest var 226 í fyrra. Aðalveiðisvæðið hefur verið Afli ein- stakra báta leyndarmál í gær barst Þjóðviljan- um fyrsta síldveiðiskýrsla Fiskifélags íslands á þessu sumri og var hún óvenju stutt og laggóð, enda segir svo í niðurlagi hennar: „Samkvæmt tilmælum sam- göngumálaráðuneytisins byggt á tillögu sjóslysa- nefndar mun sú breyting verða á birtingu afla- skýrslna frá síldveiðum, að afla einstakra skipa verður ekki getið í vikulegu skýrslu Fiskifélagsins“. 80—200 sjómílur NA frá Raufar- höfn og hefur veðrið verið sæmi- legt það sem af er vertíð. Heildarafli á land kominn á miðnætti laugardaginn 13. júní var sem hér segir: Til frystingar 3.556 uppm. tunn- ur. í bræðslu 150.706 mál. Samtals 154.262 mál og tunnur. Á sama tíma í fyrra var heild- armagn á land komið 56.731 mál og tunnur. Hæstu löndunarhafnir eru nú Siglufjörður með 42.143 mál og Raufarhöfn með 65.294 mál. (Frá Fiskifélagi Islands.) Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við Jón Finnsson fulltrúa bæjarfógeta í Hafnarfirði, en hann er formaður sjóslysanefnd- ar, og spurði hann hvers vegna sundurliðaður afli bátanna sé- ekki birtur eins og áður: „Við sendum bréf til samgöngumála- ráðherra 4. júlí síðastliðinn og teljum þar, að birting skýrsln- anna um aflamagn einstakra báta orsaki óæskilega sam- keppni, sem geti haft í för með sér óhóflega hleðslu bátanna og slíkt myndi draga úr þeirri spennu, sem ríkir á síldveiðum. Þetta er meginröksemdin og annað hefur svo sem borið á góma í þessum efnum. Þannig verkar þessi skýrsla illa á sjóménn, sem afla illa og dregur þá niður í stemningu fyrir veiðunum, sagði Jón Þriðjudagur 16. júní 1964 — 29. árgangur — 132. tölublað. ListahátíðarEok á föstudagskvöld ■ Listahátíðinni lýkur á föstudaginn með samkvæmi að Hótel Sögu, og verður forseti íslands heiðursgestur. Veizlustjóri verður dr. Páll ísólfsson en Tómas Guðmunds- son flytur aðalræðuna undir borðum. Að borðhaldi loknu leikur hljómsveit Svavars Gests fyrir dansi. Fjérlr llsfamenn hlutu sffrki Mennfamálaráðs Nýlega ákvað Menntamálaráð að taka upp þá nýlundu að veita árlega um 300 þús. krón- ur úr menníngarsjóði til að styrkja íslenzka listamenn til ut- anfara. Ráðgert er að 10 listamenn njóti styrkja þessara ár hvert og fái allt að 30 þúsund krónur hver. Skulu styrkhafar dveljast þrjá mánuði og kynna sér nýja strauma og stefnur i listgrein- um sínum. Fjórum listamönnum hefur verið úthlutað slíkum styrkjum og eru það þeir Bene- dikt Gunnarsson listmálari, Gunnar Gunnarsson skáld, Steindór Hjörleifsson leikari og Þórarinn Jónsson tónskáld. Styrkimir munu að nokkru veittir samkvæmt umsóknum, en einnig mun Menntamálaráð veita nokkra styrki árlega án umsókna viðkomandi listamanna. Ekki hefur endanlega verið á- kveð:ð hve margir styrkir verða afgreiddir samkvæmt umsóknum og hve margir listamenn hljóta stvrki að ákvörðun Menntamála- ráðs. Tveir þeirra. er siytkinn fengu við 'pessa fyrstu úthlutun, höfðu sótt um h?nn. þeir Steindór og Benedikt. Báðir hyggja þeir á utanferð í haust og ætlar Bene- dikt til Mexíkó, en Steindór til Norðurlanda, þar sem hann hyggst kynna sér nýjungar í leiklist og leikkennslu. Sem áður segir skulu styrkir Menntamálaráðs notaðir til ut- anfara og æskilegt þykir að stvrkhafar fari utan innan árs frá styrkveitingu. Neðsta röð: Rósa, Elín, Ölafur, Laufey Arnalds, Ásgerður. Næsta röð: Ásmundur, Ása, Laufey Þorgeirsdóttir. Þriðja röð: Þórir, Sveinn, Eggert. Efsta röð: Jóhann, Gunnar, Hjalti, Lárus. Á mynd- ina vantar Kristinn Bergþórsson. Norðurlandamótíð í brídge heíst / dag ■ í dag hefst í Osló Norð- urlandamót í bridge og er full þátttaka frá öllum Norð- urlöndunum, þ.e. tvær karla- sveitir og ein kvennasveit frá hverju landi. íslenzku þátttakendurnir eru þessir, en þeir fóru utan s.l. laugardag. Kvennasveit: Fyrirliði Elín Jónsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir, Laufey Arnalds, Ása Jóhannsdóttir og Laufey Þorgeirsdóttir. A-sveit karla: Kristinn Berg- þórsson, Jóhann Jónsson, Lárus Karlsson og Gunnar Guðmunds- son, fyrirliði. B-sveit karla: Hjalti Elíasson, Eggert Benónýsson, Þórir Sig- urðsson og Ásmundur Pálsson, fyrirliði. Með karlasveitunum er eitt varapar, Sveinn Helgason og Ólafur Þorsteinsson. og mega þeir spila með hvorri sveitinni sem er. Ólafur er jafnframt fyr- irliði (spilar ekki) hjá kvenna- sveitinni og fulltrúi •Bridgesam- bands Islands á mótinu. Árang- ur karlasveitanna er lagður saman, þegar reiknuð er út röð landanna og það skal tek- ið fram. að dregið var um það, hvor sveit yrði A-sveit og hvor B-sveit. Á mótinu verða spilaðir tveir 40 spila leikir dag hvem, en mótinu lýkur laugadaginn 20. júní. Núverandi Norðurlandameist- arar eru Svíar, bæði í karla- og kvennaflokki og sigruðu þeir árið 1962 í Kaupmannahöfn. Ársþing Bridgesambands 'Is- lands var haldið 30. maí 8.1. og voru mættir fulltrúar víðs vegar af landinu. Samþykkt var á þinginu að bjóðast til þess að halda í Reykjavík Norðurlanda- mótið 1966 og einnig var ákveð- ið að reyna að senda sveit til þátttöku í Evrópumeistaramót- inu í Brussel 1965. Stjórn Sambandsins var end- urkjörin, en hana skipa: Forseti: Sigurjón Guðmunds- son, ritari: Þórður H. Jónsson, gjaldkeri: Kristjana Steingríms- dóttir. Fyrir Norðurland: Hörð- ur Amþórsson og Mikael Jóns- son. fyrir Suðurland: Bjöm Sveinbjörnsson og Óskar Jóns- son. Framkvæmdastjóri Bridge- sambands Islands er Brandur Brynjólfsson. f kvöld verður sýnd í Þjóð- leikhúsinu er nefnist Myndir úr Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar. Hafa þeir Lárus Pálsson og Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi tekið saman þættina og hefur Lárus. leikstjómina á hendi. 18. júní verður svo í sambandi við Listahátíðina frumsýnd ný íslenzk kvikmynd í Laugarás- bíói og er sagt nánar frá henni á öðrum stað í blaðinu. Hátíðinni lýkur svo eins og áður segir með hófi í Súlnasal Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Hefst það með borðhaldi og kostar aðgöngumiðinn kr. 450 og er þar innifalinn matur og aðgöngueyrir. Verða aðgöngu- miðar seldir í anddyri Súlna- salarins í dag kl. 4—6 síðdegis og þar verður einnig tekið á móti borðapöntunum. Sautlánda púní hátíðar- Ungmennasambantl Austur Húnvetninga efnir til hátíðadag- skrár sautjánda júnl að Blöndu- ósi vegna tuttugu ára afmælis lýðveldisins. Hátíðin hefst með guðsþjón- ustu i Blönduóskirkju klukkan hálf ellefu um morguninn. Síð- ar um daginn flytur Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður aðalræðu dagsins. Þá syngur Karlákór "Bólstaöahlíðarhrepps og Skúli Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri U.M.F.f. flytur kvæði og svo* fer fram fána- hylling skáta. Þá verður farin skrúðganga út á íþróttavöll og háð íþrótta- keppni þar. Um kvöldið verða þrjár leiksýningar á leiknum ..Hreppstjórinn á Hraunhamri” og að lokum dansleikur. U.S.A.H. var stofnað af nokkr- um ungmennafélögum árið 1912. Fyrstu stjóm skipuðu Jón Pálmason frá Akri, formaður, Hafsteinn Pétursson frá Gunn- steinsstöðum og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. -,T.S.A.H. hefur til dæmis séð um Húnavökuna allt frá upp- hafi eða síðan 1946 og nefndist hún þá sæludagar. Þá hefur U.S.A.H. styrkt skák- þing Norðurlands 1 þau tvö skipti, sem það hefur verið háð að Blönduósi. Einn af félögum sambandsins varð einmitt skák- meistari .Norðuriands árið 1964, en það er Jónas Halldórsson frá Leysingjastöðum. Núverandi stjórn U.S.A.H. skipa þessir menn: Kristófer Kristjánsson frá Köldukinn, formaður, Pétur Sigurðsson frá Skeggjastöðum. gjaldkeri, Stef- án A. Jónsson frá Kagaðarhóli, ritari. Sex skip bíða losunar Norðaustan bræla er á miðun- un út af Raufarhöfn og hefur verið lítil veiði, en nokkur skip komu þaðan í gær með slatta. Sex skip bíða nú losunar á Raufarhöfn. Sigurvon 300 mál, Amfirðingur 1000, Skagaröst 650, Höfrungur III 1900, Otur 700, Þorleifur Rögnvaldsson 500, Ás- þór 650, Víðir SU 800, og Dofri 150. Hý, íslenzk kyikmynd frumsvnd á fímmtudag Fimmtudaginn 18. júní kl. 21,00 verður sýning í Laugarás- bíói á nýrri íslenzkri kvikmynd frá Geysismyndum. „Fjarst í ei- Iífðar útsæ“ eftir Reyni Odds- son. Myndin er tekin i tilefni af 20 ára afmæli lýðveidis á ís_ landi og er ljóðræn Iýsing á landi og þjóð, gerð fyrir breið- tjald og í Eastmaniitum. Þetta er í fyrsta sinn, sem kvikrnyndalist er tekin á dag- skrá íslenzkrar Þ'stahátíðar og vonandi á hún eftir að skipa þar virðulegan sess i framtið- inni. Með íslenzku myndinni verð- ur sýnd japanska kvikmyndin Harakiri, sem er eitt af öndveg- isverkum kvikmyndalistar síð- ustu ára og vakti óhemju um- tal og hrifningu á kvikmynda- hátíðinni í Cannes 1963. Fólki er vinsamiega bent á að taka ekki börn með sér á þessa sýningu. Aðgöngumiðar verða seldir í Laugarásbíói. Hefðbundin þjóðhátíð á 20 ára afmæli lýðveldisins ■ Þjóðhátíðin í Reykjavík verður í ár með sama sniði í höfuðdráttum og mörg undanfarin ár, en 20 ára afmæli lýðveldisins mun þó að sjálfsögðu setja sinn sérstaka svip á þau að þessu sinni. Árdegis verður athöfn við leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu og lúðrasveitir barna- og unglinga leika við elliheimilin Grund og DAS. Eftir hádegi verða skrúð- göngur, venjuleg hátíðaathöfn við Austurvöll, barnaskemmtun á Arnarhóli og íþróttamót á Laugardalsvelli. Kvöidvaka verð- ur svo á Arnarhóli og loks dans í miðbænum. Fjalikonuávari) eftir Tómas Við guðsþjónustuna f Dóm- kirkjunni syngur Magnús Jóns- son. óperusöngvari, einsöng, en séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up prédikar í fjarvenx biskups Isfands. Ávarp fjallkonunnar hefur Tómas skáld Guðmunds- son samið að þessu sinni i til- efni dagsins, og flytur Gerður Hjörleifsdóttir það af svölum Alþingishússins. Barnaskemmtunin á Arnarhóli samanstendur af tónleikum, söng og leikþáttum, Reynir Karlsson, f ramkvæm dastj óri /Eskulýðsráðs Reykjavíkur, flytur ávarp, tvö- faldur kvartett úr Þjóðleikhúss- kórnum syngur og kemur fram í ýmsum leikgerfum, sýnt verð- ur atriði úr barnaleikritinu Mjallhvít, hljómsveit leikur und- ir stjórn Carls Billich og fl. Frumflutningur kórverks Hljómleikar verða á Austur- velli kl. 4,30 síðdegis. Þá leikur Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur Iög undir stjórn Páls P. Pálsson- ar og karlakórar borgarinnar syngja undir stjóm Jóns S. Jónssonar og Ragnars Björns- sonar. Munu Fóstbræður flytja í fyrsta skipti opinberlega tón- verkið Fi'elsisljóð, sem Árni Björnsson, tónskáld samdi við Ijóð Kjartans J. Gíslasonar frá Mosfelli í tilefni lýðveldisstofn- unarinnar 1944. Einsöngvari með kórnum verður Erlingur Vig- fússon. Á Laugardalsvelli verða í- þróttasýningar og keppni i frjálsum íþróttum. Til nýlundu má telja að stúlkur og drengir sem þátt hafa tekið að undan- förnu í íþróttanámskeiðum Reykjavíkui’borgar keppa þar i boðhlaupi og auk þess fer fram knattspyrnukeppni milli úrvals- liðs 4. flokks úr Vesturbæ og Austurbæ. ‘ uk venjulegra atriða á kvöld- vökunni flytur Richard Beek. prófessor, nú að bessu sinni kveðju frá Vestur-Islend:ngum, Eyglo Viktorsdóttir og Erlingur Vigfússon syngja tvísöng. flutt- ar verða myndir úr Fjallkirkju Gtinnars Gunnarssonar undir | stjórn Lárusar Pálssonar, Asjk- enasí og Frager leika einleik og tvíleik á píanó og Fjórtán Fóst- bræður syngja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.