Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. Júrrf 1964 -———... . Lögregluútboð um alla S-Afríku JÓHAiNNESABBOBG 15/6 ÞIÚÐVILIINN Ól tvíbura í flugvél Flugvél af gerðinni TU-14 var á venjulegri leið frá Habarovsk til Moskvu. Þegar vélin var stödd yfir Jenisej-fljótinu tók kona scm í henni var Iéttasóttina. í skyndi var einn básinn gerður að fæðingarstofu og þar ól konan tvíbura. Allt gekk þetta vel og á myndinni hér að ofan sjáum við Svetlönu, en svo heitir konan, með börnin tvö. Ekki er frá því skýrt, hversu starfs- mönnuni flugfélagsins varð við að fá þarna skyndilega tvo auka- farþega, sem „hvergi voru á skrá.“ semur senn vib Malasíu Lögreglan hafði mikinn viðbún- að um alla Suður-Afriku á mánudag sökum þess, að búizt var við bylgju af skemmdar- verkum eftir Rivonia-málið svo- nefnda. Sérstakir verðir voru settir með öllum jámbrautarlín- um, brúm, pósthúsum, rafstöðv- um og yfirleitt öllum opinber- um byggingum. Allur var þessi viðbúnaður hafinn eftir að póst- hús eitt fyrir utan Jóhannesar- borg var sprengt í loft upp á sunnudagskvöld. Talsmaður lögfræðinga þeirra, sem vörðu Mandela og félaga hans í Rivonia-málinu, lét svo um mælt á mánudag, að ekki verði tekin ákvörðun um það fyrr en í næstu viku, hvort á- frýja skuli dómunum. Luther-King heiðursdoktor NEWHAVEN 15/6 — Hinn þekkti blökkumannaleiðtogi, Martin Luther-King, var á mánu- dag kjörinn heiðursdoktor í lög- um við hinn þekkta Yale-há- skóla í Newhaven. King var fyr ir nokkrum dögum látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu, en í fangelsinu lenti hann í st. Augustine í Florida, er hann neitaði að víkja úr veitingahúsi, sem aðeins er ætlað hvítum mönnum. Bifreiðarslys við Geldingaó AKRANESI 15/6 — Um sjö leytið á sunnudagsmorgun varð bifreiðaslys við Geldingaá í Leirársveit. Volkswagen-bíl var ekið á ræsisstólpa með þeim af- Ieiðingum, að bifreiðin koll- steyptist og valt margar veltur. Tveir menn voru í bílnum á- samt bifreiðastjóra, og síösuð- ust báðir. Annar farþeginn, sem sat aftur í bílnum, hentist út og handleggsbrotnaði; auk þess skaðaðist hann illa í andliti. Hinn farþeg:nn, sem í framsæt- inu var hjá bifreiðastjóranum, meiddist öllu meira og liggur nú í Sjúkrahúsi Akraness, en meiðsli hans eru ekki að fullu rannsökuð. Bíllinn er gjöreyði- lagður, og mega undur he'ta, að menn skuli komast lífs af úr slíku ferðalagi sem þessu. Reykvíkingar unnu Akureyr- inga í skók Mokkur reykvískra ská|:- manna fór um helgina i keppnis- ferðalag til Akureyrar. Farið var á laugardagsmorgun, en síðar um daginn fór fram hrað- skákkeppni og sigruðu Reykvík- ingar með 214 gegn 109. Á sunnudag fór svo fram hin eig- inlega bæjarkeppni og lauk h'enni svo að Reykvíkingar hlutu 12 vinninga en Akureyringar 8. Einna mesta athygli vakti skák Inga R. Jóhannessonar er tefldi á fyrsta borði gegn Halldóri Jónssyni, en sú skák varð jafn- tefli. Reykvíkingarnir dvöldust á Hótel K.E.A og var allur að- búuaður hinn bezti. Það vakti nokkra furðu að gert skyldi hlé á keppninni í miðjum klíðum vegna knatt- spyrnukappleiks er fram fór á svipuðum tíma. Eigi varð þó neinn ágre'ningur út af þessu. Til Reykjavíkur kom flohkur- inn svo aftur á sunnudagskvöld eftir ánægjulegt ferðalag. Vill heimshing kommúnista VARSJÁ 15/6. — Wladxslaw Gomulka, leiðtogi pólskra komm- únista, hvatti til þess á mánu- dag, að kölluð verði saman heimsróðstefna kommúnista til þess að finna lausn á hug- myndafræðideilunni milli Kína annarsvegar og Sovétríkjanna hinsvegar. Gomulka gerði þetta að til- lögu sinni í ræðu, er hann hélt við opnun flokksþings pólskra fíommúnista í Varsjá. Hann kvað Íólska kommúnista myndu gera að sem í þeirra valdi stæði til ess að eining mætti á kom- ást. Ella gagnrýndi hann kin- Verska kömfnúnista, sem hann tyvað setja einn mælikvarða fýrir aðra kommúnista en ann- an fyrir sig sjálía. Akranes Framhald af 12. síðu. Karlakórinn Svanir syngja. 6. Þjóðdansar. Flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýnir. 7. „Kaupmenn í sendiferð’’. Lúðrasveit Akraness mun leika á milli atriða. Barnaskemmtun. Kl. 17 hefst svo barnaskemmt- un á Akratorgi. Þar verða eft- irtalin atriði til skemmtunar: 1. Gamanþáttur. Klemens Jónsson. 2. ’lúkkudans. Þorgrímur Ein- arsson. 3. Tónlistartrúður. Jan Mora- vec annast. 4. Tvöfaldur kvartett í ýms- um gervum skemmtir. Stjóm- andi Klemens Jónsson. 5. Ömar Ragnarsson skemmtir. Dansað verður að skemmtiat- riðunum loknum. Kvöldvaka. Klukkan níu hefst svo kvöld- vaka á Akratorgi. Þar mun Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri. flytja ávarp. Kjartan Ól- afsson, brunavörður flytur kveðju frá Átthagafélagi Akra- ness. Karlakórinn Svanir syng- ur. Fjórða atriðið er „Skiptar skoðanir”, flytjendur eru Þor- valdur Þoiwaldsson og Sólrún Ingadóttir. Þau Eygló Viktors- dóttir og Erlingur Vigfússon munu syngja einsöng' og tvf- söng og Ævar Kvaran flytja skemmtiþátt. Lúðrasveit Akra- ness leikur ó milli skemmtiat- riða. Dansleikur Að kvöldvöku lokinni verð- ur dansleikur á Akratorgi, og verður dansað til kl. 2 um nótt- ina. Tvær hliómsveitir munu leika fvr'r dansi Þá er og rétt að geta aff f dag 16. júnf. er darsk'”í ’-íkisútvarpsins helg- uð Akranesi. TÖKÍÓ 15/6 — Fullvíst er nú, að beinir samningar muni hefj- ast milli Indónesíu og Malasíu. Er til marks um það sú ákvörð- un Indónesa, sem tilkynnt var á mánudagskvöld, að draga til baka skæruliða sína frá þeim svæðum á Borneó, er Malasía ræður. Enn er þó ekki vitað, hvenær af þessum samningafundum verður. Utanríkisráðherrar Indó- nesíu, Malasíu og Filippseyja bíða fregna af því, að raunveru- lega sé hafinn brottflutningur skæruliðanna, en þá getur hafizt undirbúningur undir fund æðstu Rætt um aðgerðir gegn apartheid NEW YORK 15/6 — Fulltrúi Norðmanna í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Sivert Nielsen, lagði það til á fundi ráðsins á mánudag, að komið verði á fót nefnd sem í eiga sæti fulltrú- ar allra þeirra landa, sem nú eiga sæti í ráðinu. Skuli nefnd- in rannsaka möguleikana á því að gera þær efnahagsaðgerðir gegn Suður-Afríku er hrífi, svo landið láti af apartheid-stefnu manna landanna. Tveir hópar eftirlitsmanna frá Thailandi komu til Bomeó á þriðjudag og eiga' þeir að fylgjast með því, hvernig gangi brottflutningur- inn. Sem kunnrgt er af frétt- um hefur Malasía jafnan neit- að að taka upp samninga við Indónesíu fyrr en skæruliðamir væru á brott. Heimsverzlunar- ráð stofnað GENF 15/6 — Hin alþjóðlega efnahagsráðstefna í Genf ákvað á mánudagskvöld, án formlegr- ar atkvæðagrciðslu, að koma á fót heimsverzlunarráði. Er þá einingu náð um það, hvernig hátta skuli hcimsverzluninni í stórum dráttum. Áður hafði nokkur ágreining- ur ríkt um þessi atriði með full- trúum hinna iðnvæddu þjóða og 75 fulltrúum þróunarland- anna svonefndu. Samkvæmt málamiðlunartillögunni, sem samþykkt var, skulu Asiu- og Afríkuþjóðir hafa 22 sæti j ráð- inu, iðnaðarlöndin 15, Austur- Evrópa fimm og Rómverska Amerika níu. Lýð veldisfagnaður Æskulýðsfylkingarinnar verður í Glaumbæ í kvöld og verður samkoman sett með ávarpi klukkan 9. Meðal skemmtiatriða verður: Savannatríóið og enska söngkonan Josephine Stahl. Hljómsveit Finns Eydal leikur fyrir dansi til kl. 2. 17. júní hátíðahöld í Hafnarfírði 1964, á 20 ára afmæli lýðveldisins Hátíðadagskrá: Kl. 8 árd. Fánar dregnir að hún. Kl. 1 e.h. Sa'fnast saman við Bæjarbíó til skrúðgöngu, geng- ið til kirkju. Kl. 1.30 e.h. Helgisfund í Hafn- arfjarðarkirkju. Síra Garðar Þorsteinsson próf. prédikar. Kl. 2 e.h. Skrúðganga frá kirkju að Hörðuvöllum. Kl. 2.20 e.h. Útihátíð sett, form. 17. júní nefndar Þorgeir Ibsen. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik- ur. Sfjórnandi: Hans Ploder. Fánahylling. Ræða: Dr. Sigurður Nordal. Kórsöngur: Karlakórinn Þrest- ir. Stjórnandi Páll Kr. Pálsson. Ávarp Fjallkonunnar: Hulda Runólfsdóttir. Einsöngur Guðmundur Jónsson Hátíðarljóð: Eiríkur Pálsson og Þóroddur Guðmundsson. Glíma (ísl. glíma). Skemmtiþáttur skáta. Handknattleikur (pokahand- knattleikur)). Stjórnandi Hall- steinn Hinriksson. Stjórnandi dagskrár á Hörðu- völlum og kynnir. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri. Kl. 5 e.h. Barnaskemmtanir í báðum kvikmyndahúsunum. Kvikmyndasýningar og skemmtiatriði: Árni Tryggva- son, Bessi Bjarnason, Ragnar Magnússon og Sigurður Krist- insson. KI. 8 e.h. Kvöldvaka við Bæjar- útgerð. — Lúðrasveit Hafnar- fjarðar og Karlakórinn Þrestir. Ávarp: Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri. Einsöngur: Guðm. Jónsson. Þj óðleikhúskvartett. Skemmtiþáttur: Árni Tryggva- son og Klemenz Jónsson. Savannatríóið leikur og syngur. Stjórnandi kvöldvöku og kynn- ir: Hermann Guðmundsson frkvst. Kl. 10 e.h. Dans við Bæjarútgerð og á Strandgötu við Thorsplan. Hljómsveit við Bæjarútgerð: Sólókvintett, stjórnandi Þor- kell Árnason. Hljómsveit Þorsteins Eiríksson- ar leikur á Strandgötu, ein- söngvari: Jakob Jónsson. KI. 11 e.h. skemmtir Jón Gunn- laugsson með Sólókvintettin- um við Bæjarútgerð, en kl. 11.15 með hljómsveit Þorsteins Ei- ríkssonar á Strandgötu. Nýir og gamlir dansar 17. Júní NEFND I HAFNARFIRÐI. Sölufólk óskast til að selja merki Þjóöhátíðardagsins 17. júní. Há sölulaun eru greidd. Merkin eru afgreidd hjá Innkaupastofnun Reykjavík- urbæjar, Vonarstræti 8, í dag og á morgun. ÞJÓÐHÁTlÐARNEFND.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.