Þjóðviljinn - 17.06.1964, Page 2
SÍÐA
ÞJÓÐVILJíNN
Miðvikudagur 17. júnf 1964
Félksf jölgunin um
25% á 12 árum
□ Samkvæmt síðustu árbók Sameinuðu þjóð-
anna um fólksfjölda voru íbúar jarðarinnar sam-
tals 3.135 miljónir á miðju ári 1962. Er þar um
að ræða fjölgun sem nemur 25 af hundraði síðan
á miðju ári 1950, en þá var fjöldi jarðarbúa 2.509
miljónir. Frá því árið 1958, þegar fjöldi jarðar-
búa var 2.893 miljónir, nam fólksfjölgunin 2 af
hundraði árlega.
Asía (að Sovétríkjunum und-
anskildum) hefur að geyma
56,3 af hundraði allra jarðar-
búa. Á Kyrrahafssvseðinu búa
fæstir, eða minna en 1 af
hundraði jarðarbúa. í Evrópu,
Norður- og Suður' Ameríku
bjuggu 27,5 af hundraði jarð-
arbúa árið 1962.
Evrópa (að Sovétríkjunum
undanskildum) er þéttbýlasta
álfan með 88 manns á hvern
ferkilómetra, en Kyrrahafs-
svæðið er strjálbýlast með 2
menn á hvern ferkílómetra
Meðaltalið, þegar heimurinn
er tekinn sem heild, er 23
menn á hvern ferkílómetra.
Sé heiminum skipt í sex
meginsvæði, eins og venjulega
er gert í alþjóðlegum skýrslum
bar sem ekki er miðað við hin-
ar gömlu álfur, lítur dæmið
þannig út;
FÓLKSFJÖLDI í HEIM-
INUM Á MIÐJTJ ÁRI 1962:
Fólksfjöldi í
miljónum
Þéttbýli á fer-
kílómetra
Árleg aukn. 1958 til
1962 í prósentum
Afríka 269
Ameríka N&S 430
Asía 1.764
Evrópa 434
Kyrrahafssv. 17,2
Sovétríkin 221
Heimurinn 3.135
9 2,3
10 2,3
64 2,3
88 0,9
2 2,2
19 1,7
23 2,0
Hið
bannhelga svið
Morgunblaðið er komið í
skemmtilega klípu. Á sunnu-
daginn var birti það frétt
um mótmælaorðsendinguna
,,sem 72 einstaklingar, komm-
únistar, sendu bandaríska
sendiherranum á Islandi”, og
sæmdi þá meðal annars Sig-
urð A. Magnússon. aðalgagn-
rýnanda Morgunblaðsins,
kommúnistanafnbótinni. Hef-
ur það eflaust glatt augu
Kristmanhs Guðmundssonar
og fleiri sem lengi hafa þótzt
vita um annarlega pólitíska
innviði Sigurðar, og raunar
einnig Matthíasar Johannes-
sens. En i gær neyðist Morg-
unblaðið til að afturkalla
stimpil sinn; það kennir hin-
um handhæga prentvillupúka
um að hafa fellt niður orð-
ið „flestir” á undan kommún-
istar; og auk þess er birt
grein þar sem Sigurður A.
Magnússon telur ritstjóra
sína andlega sálufélaga Mc-
Carthys heitins, John Birch
Society og Goldwaters. Til
þess að klóra í bakkann birt-
ir blaðið svo þar að auki leið-
ara þar sem sagt er að það
hafi vakið „furðu að á
meðal þeirra, sem undirskrif-
uðu áskorun til bandaríska
sendiherrans i sjónvarpsmál-
inu, voru nokkrir eindregnir
andkommúúnistar”. Og i lok
le'ðarans stynur blaðið upp
þeirri von ,.að sú saga end-
urtaki sig ekki að góðir menn
ljái nöfn sín í hugsunar-
leysi á áróðursplögg komm-
únista”. enda þótt sá góði
maður Sigurður A. Magnús-
son árétti f sama blaðinu að
þar hafi sannarlega ekki ver-
ið um neitt „hugsunarleysi”
að ræða!
öll sýnir . þessi fiækja
hversu brýnt það er orðið að
rannsóknarréttur Morgun-
blaðsins felli um það úrskurð
hvert samneyti megi hafa við
,.kommúnista” og hvert ekki
Alkunna er að margt ar
leyf’lest Sjálfstæðisflokkur-
inn vrnn sem kunnugt er að
stofnun þýðveldis fyrir r rétt-
um T árum í mjög innilegri
samvinnu við ..kommúnista”,
Aðalleiðtogi Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólafur Thors,,; mynglaði
fjrrstu stjórn lýðveldisins
með „kommúnistum” og
hefur jafnan talið þá sam-
vinnu til einstakrar fyrir-
myndar. Fjölmörg mál, stór
og smá, hafa verið útkljáð á
þingi með samvinnu Sjálf-
stæðisflokksins og „kommún-
ista”. og er þar skemmst að
minnast kjördæmabreytingar-
innar 1959 Síðan nýr mað-
ur tók við formennsku í
Sjálfstæðisflokknum hefur
hann lagt sig i framkróka til
þess að ná sem beztri sam-
vinnu við „kommúnista”.
eins og fram kom í samning-
unum í nóvember og des-
ember í fyrra og í samkomu-
laginu v:ð Alþýðusambandið
fyrir skemmstu, en það taldi
Morgunblaðið einhver mestu
og beztu tíðindi í tveggja
áratuga sögu lýðveidisins. Og
þannig mætti lengi telja.
En hvar er þá hið bann-
helga svið, þar sem samvinna
við „kommúnista” er óheim-
il? Morgunblaðið ærist æv-
inlega ef landsmenn taka upp
samvinnu án stjórnmála-
greiningar til vemdar ís-
lenzku sjálfstæði, íslenzkri
mennmgu og íslenzkri þjóð-
ernisvitund. Þá krefst blaðið
þess að menn haldi sig inn-
an pólitískra dilka og æpi
hver gegn öðrum. meðan er-
lend afsiðunaráhrif lykja æ
þéttar að bióðinni, Það virð-
;st vera æðsta hugsjón Morg-
Unblaðsins að Islendingar
standi vamarlausir gegn
beim háska sem einn megnar
að svipta okkur sjálfstæðri
menningarlegri tilveru.
En bróun síðustu tíma nr
skrif Morgunblaðsins s.iá',r'
sýna að lafnvel b>H-
hpiðnaberg er nú að elat?0'
bótt bað mun: að vísu ful1
mikið bráðiæti að eiga vnr
á bví að einkavinur , knmn,
únista” sá landskunni aöngu
garpur Bjarni Benediktssor
Wgi leið sína um Revkjanp'
á r-.»'ní-»v»/4pcMn-n vp»mur.
— Austri.
DAGSKRÁ
hóiíðarhaldanna 17. fúní 1964
I. DAGSKRÁIN HEFST
Kl. 10.00 —- Samhljómur kirkjuklUkkna i Reykjavik.
KI. 10.15 — Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá
Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Karlakórinn
Fóstbræður syngur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjóm-
andi: Ragnar Björnsson.
10.30 — Lúðrasveitir barna og unglinga leika við Elli-
heimilið Gi’und og Dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Stjómendur: Karl O. Runólfsson og Páll Pampichler
Pálsson.
II. SKRUÐGÖNGUR
KI. 13.15 — Safnazt saman við Melaskóla. Skólavörðu-
torg «g Hlemm. Frá Melaskólanum verður gengið um
Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkju-
stræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðrasveit barna- og
unglingaskóla Reykjavíkur leika. Stjómandi: Páll Pamp-
ichler Pálsson.
■ Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu,
Laufásveg, Skothúsveg, Frikirkjuveg, Lækjargötu og
Skólabrú. Lúðrasveitin Svanur og lúðrasveit barna- og
unglingaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnendur: Karl O.
Runólfsson og Jón G. Þórarinsso.n.
■ Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Banka-
stræti, Austurstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verka-
lýðsins leikur. Stjómandi: Ólafur L. Kristjánsson. —
Fánaborgir skáta ganga fyrir skrúðgöngunum.
III. HÁTÍÐAHÖLDIN VIÐ
AUSTURVÖLL
KI. 13.40 — Hátíðin sett af formanni þjóðhétíðarnefnd-
ar, Ólafi Jónssyni. Gengið í kirkju.
Kl. 13.45 — Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun;
Vígslubiskup séra Bjarni Jónsson. Einsöngur: Magnús
Jónsson, óperusögvari. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson,
tónskáld. Dómkórinn syngur. Þessir sálmar verða sungn-
ir: Nr. 43 Lát vorn Drottinn . . . Nr. 664 Upp þúsund ára
þjóð . . . Nr. 675 Faðir andanna.
Kl. 14.15 — Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða
Jóns Siguirðssonar. Lúðrasveitirnar leika þjóðsönginn
Stjórnandi: Karl O. Runólfsson.
KI. 14.25 — Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson,
flytur ræðu af svölum Alþingishússins. Lúðrasveitirnar
leika ísland ögrum skorið. Stjómandi: Páll Pampichler
Pálsson.
Kl. 14.40 — Ávarp Fjallkonunnar af svölum Alþingis-
hússins. Lúðrasveitirnar leika: Yfir voru ættarlandi. Stjórn-
endi: Jón G. Þórarinsson.
IV. BARNASKEMMTUN Á
ARNARHÓLI
Stjórnandi og kynnir: Klemenz Jónsson.
KI. 15.00 — Hljómsveit leikur undir stjórn Carls Billich.
Ávarp: Reynir Karlsson, framkvst. Æskulýðsráðs Reykja-
víkur. Söngur trúðanna. Tvöfaldur kvartett úr Þjóðleik-
húskórnum. Atriði úr Mjallhvít. Dvergarnir: Árni Tryggva-
son, Lárus Ingólfsson, Valdimar Helgason, Gísli Alfreðs-
son, Flosi Ólafsson, Guðjón Ingi Sigurðsson og Sverrir
Guðmundsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson, Dýrin koma
í heimsókn. Tvöfaldur kvartett syngur. Tónlistar-trúður-
inn. Jan Morávek. Sjómenn og síldarstúlkur. Tvöfaldur
kvartett syngur. Skátasöngvar: 10 skátar leika og sjmgja
Barnakór. Skopstæling. Tvöfaldur kvartett syngur. Brúðu-
dans Þorgrímur Einarsson. Bítlarnir. Tvöfaldur kvartett
syngur. Bjössi bolla og Palli pjakkur. Leikþáttur: Bessi
Bjarnason og Árni Tryggvason. Loftbelgirnir Tvöfaldur
kvartett, félagar úr Þjóðleikhúskórnum: Guðrún Guð-
mundsdóttir, Inga Hjaltested, Ingibjörg Þorbergs, Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hjálmtýr
Hjálmtýsson, ívar Helgason og Jón Kjartansson. Stjóm-
andi: Carl Billich. Lúðrasveit drengja,
V. HLJÓMLEIKAR Á
AUSTURVELLI
Kl. 16.30 — Lúðrasveit Reýkjavíkur leikur. Stjómandi:
Páll Pampiehler Pálsson. Karlakór Reykjavíkur, Karlakór-
inn Fóstbræður. Stjórnendur: Jón S. Jónsson og Ragnar
Björnsson.
VL Á LAUGARDALSVELLINUM
Kl. 16.30 — Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi Jón G.
Þórarinsson.
KI. 17.00 — Ávarp: Baldur Möller, formaður Í.B.R. Skrúð-
ganga skáta og íþróttamanna. Stúlkur úr Ármanni sýna
fimleika. og akrobatik. Stjórnandi: frú Guðrún Lilja Hall-
dórsdóttir. Piltar úr K.R. og Ármanni sýna áhaldaleik-
fimi undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Glímusýning
undir stjórn Ilarðar Gunnárssonar. Glímumenn úr Ár-
manni og K.R. sýna. Drengjaflokkur Ármanns sýnir leik-
fimi undir stjórn Skúla Magnússonar. Boðhlaup stúlkna
og drengja frá Iþróttanámskeiðum Reykjavíkurborgar.
Knattspyrna. Úrvalslið 4. flokks úr Vesturbæ og Austurbæ
keppa. Keppni í frjálsum íþróttum: 110 m. grindahlaup;
100 m. hlaup; 100 m. hlaup kvenna; 100 m. hlaup sveina;
400 m. hlaup; 1500 m. hlaup; kúluvarp; hástökk; stangar-
stökk; langstökk kvenna; 1000 m. boðhlaup. Keppt er um
bikar, sem forseti fslands gaf 17. júní 1954. Leikstjóri:
Jens Guðbjörnsson. Aðstoðarleikstjóri: Sveinn Björnsson.
Kynnir: Örn Eiðsson.
VII. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI
Kl. 20.00 — Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi: Jón
G. Þorarinsson. Kvöldvakan sett: Valgarð Briem, ritari
Þjóðhátíðarnefndar. Lúðrasveitin Svanur leikur: „Hvað er
svo glatt“ Geir Hallgrímsson, borgarstjóri flytur ræðu.
Lúðrasveitin Svanur leikur Reykjavíkurmars eftir Karl
O. Runólfsson. Höfundurinn stjórnar. Félagar úr karla-
kórnum Fóstbræður syngja með aðstoð Svavars Gests og
hljómsveitar. Kveðja- frá Vgstur-fsiendingum: Richard
Beck. Tvísöngur: Eygló Viktorsdóttir og Erlingur Vigfússon.
Myndir úr Fjallkirkjunni, bók Gunnars Gunnarssonar.
Flytjendur: Lárus Pálsson, Valur Gíslason og Þorsteinn
Ö. Stephensen. Einleikur og tvíleikur á píanó: Vladimir
Askenazy og Malcolm Frager. Félagar úr karlakórnum
Fóstbræður syngja. Svavar Gests og hljómsveit aðstoðar.
Gamanþáttur: Ómar Ragnarsson.
VIII. DANS TIL KL. 2 EFTlR
MIÐNÆTTI
Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöldum
stöðum: Á Lækjartorgi: Hljómsveit Svavars Gests. Söngv-
arar: Anna Vilhjálmsdóttir og Berti Möller. — f Aðal-
stræti; Lúdó sextettinn. Söngvari Stefán Jónsson. — Á
Lækjargötu: Hljómsveit Magnúsar Randrup. Söngvarar
Sigríður Magnúsdóttir og Björn Þorgeirsson. Auk þess
leika p.g syngja J.J. kvintettinn og Einar til skiptis á
dansstöðunum. Kynnir á Lækjartorgi: Svavar Gests.
Kl. 02.90 — Dagskrárlok. Hátíðahöldum slitið frá Lækjar-
torgi.
Gæzla fyrir börn sem kunna að tapast verð-
ur í Alþýðuhúskjallaranum meðan á barna-
skemmtuninni á Arnarhóli stendur. Einnigj
við afereiðslu S.V.R. við Útvegsbankann um
kvöldið.
ÞJÓÐHÁTlÐARNEFND.
VÖRUR
artöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRON - b ú ði r n a r
Síldarstúlkur Síldarstúlkur
Viljum ráða síldarstúlkur til Siglufjarðar. — Gott
húsnæði. Getum útvegað söltunarpláss á Seyðis-
firði eftir að söltun lýkur á Siglufirði. — Fríar
ferðir og húsnæði og kaupírygging.
UPPLÝSINGAR GEFNAR í SÍMA 34742.
HARALDUR BÖÐVARSSON & CO.
AKRANESI.
t