Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 1
DHMHUINN
Fimmtudagur 25. júní 1964 — 29. árgangur — 139. tölublað
Góðar síldveiðihorfur fyrir austan
FA AUSTFIRÐINGAR SILDARSUMAR
FYRSTA ISLENZKA MYNDASAGAN
MUN BIRTAST í ÞJÓÐVILJANUM
Teikningar Kjartans Guðjónssonar
við Haralds sögu Harðráða
■ Um næstu helgi fitjar Þjóðviljinn upp á nýjung í ís-
lenzkri blaðamennsku, þegar birting hefst á fyrstu ís-
lenzku myndasögunni í dagblaði. Það er Kjartan Guðjóns-
son, hinn kunni listmálari og teiknari, sem gert hefur
teikningar fyrir Þjóðviljann við eina af Noregskonunga-
sögum: Haralds sögu harðráða.
Verða fyrstu myndimar birt-
ar hér í blaðinu á sunnudaginn
kemur, en þrjár myndir verða
birtar daglega ásamt viðeigandi
texta úr sögunni. Sagan verður
stytt nokkuð, en þó birt að meg-
inhluta til. Birting myndasög-
unnar í heild mun taka um
þrjá mánuði.
Mikil vinna og yfirlega
Lesendur munu sjá. þegar
fram líða stundir, hversu gífur-
lega mikil vinna liggur að baki
gerð myndasögu sem þessarar,
enda mun Kjartan Guðjónsson
hafa unnið að teikningum. sínum
við Haralds sögu harðráða meira
og minna í fjögur ár. Valdi
listamaðurinn þessa sögu vegna
þess að honum þótti hún liggja
vel við, í henni sé atburðarásin
mjög hröð, það gefi næstum
því hver lína tilefni til mynd-
ar.
Kjartan Guðjónsson er lesend-
um Þjóðviljans að göðu kunn-
ur fyrir fjölmargar teikningar.
sem birzt hafa eftir hann í blað-
inu fyrr og síðar, svo og marg-
ar greinar sem hann hefur rit-
að í blaðið. Segir hann nánar
frá myndasögunni og gerð henn-
ar í viðtali s,em birt verður hér
í blaðinu á morgun.
Fyrsta íslenzka myndasagan
Eins og fyrr segir, verða
teikningar Kjartans Guðjónsson-
ar við Haraldssögu harðráða
fyrsta íslenzka myndasagan sem
birt er í dagblaði. Er Þjóðvilj-
anum mikil ánægja að geta rið-
ið á vaðið í þessu efni, og von-
andi að fleiri íslenzkar mynda-
sögur eigi eftir að birtast í
blöðunum hér. Væntir blaðið
þess að lesendur kunni vel að
meta þetta nýmæli og sem flest-
ir fylgist með Haralds sögu
harðráða í búningi Kjartans
Guðjónssonar næstu mánuðina.
Sjálfsagt er fyrir yngstu lesend-
urna — og reyndar þá eldri
líka — að halda sögunni sam-
an, safna myndunum og skýr-
ingum þeirra.
Tvær teikningar afunt 220
Hér éru* tvær teikningar Kjartans Guðjónssonar úr Har-
aldssögu harðráða, þeim kafla sögunnar sem fjallar um
orustu Haralds konungs og Hákonar jarls. I sögunni segir:
„Lögmaður Gauta hét Þorviður. Hann sat á hesti, og var
bundinn taumurinn við hæl einn, er stóð í mýrinni. Hann
talaði og mælti: ,,Það veit guð, að vcr höfum liér lið mikið,
og helzti frænka mcnn. Látum það spyrja Steinkel konung,
að vér veitum vel lið þessum góða jarii. Veit ég það, þótt
Norðmenn leiti á oss, að vér tökum öruggt í móti þeim.
En ef ungmennið skjalar (bregzt), og vill eigi bíða, þá renn-
um eigi lengra en hér ti! bekksins. En ef meir skjalar ung-
mennið, sem ég veit, að eigi mun vera, þá rcnnum cigi
lengra en hér til haugsins".
1 því bili hljóp upp her Norðmanna og æpti heróp og
börðu á skjöldu sína. Tók þá Gautaher að æpa, en hestur
Iögmanns hnykkir svo fast, er hann fældist við hrópið, að
hællinn gekk upp og hrökk honum um höfuð, lögmannin-
um. Hann mælti: ,,Skjóttu allra Norðmanna armastur".
Hleypii Iögmaðurinn þá í brott.
Haraldur konungur hafði áður sagt liði sínu svo: „Þótt
vér gerum brak eða óp um oss, þá göngum vér eigi fyrir
bakkann, fyrr en þeir koma hé’- •’n r>ss“. Og gerðu þeir svo.
En þegar er herópið kom lét jarl fram bera
merki cítt, cn er þeir komu akkann, bá steyptist
konungsliðið ofan á þá; féll þá þegar sumt lið jarla, en
sumt iiýöi. Norðmenn ráku flóttann eigi langt, því að kvöld
var dags. Þar tóku þeir merki Hákonar jarls og slíkt af
vopnum og klæðum, scm þeir fengu“.
Ihaldið eyðileggur
byggingartímann
® M Hinum árlega fundi ís-
lenzkra, norskra og rússn-
eskra fiskifræðinga er nú
lokið á Seyðisfirði og eru
iielztu niðurstöður fundarins
þessar: „Hitastig sjávar fyr-
ir norðan og austan er um
einu stigi yfir meðallagi og
tveim stigum hærra en í
fyrravor. Rauðátumagn er
mjög lítið á grunnmiðum
Norðanlands en fer senni-
lega vaxandi á næstu vikum.
Átuhámörk eru einkum
djúpt út af Langanesi og út
af Austfjörðum, þar sem
meginhluti norsku síldar-
göngunnar er nú.
Búast má við auknu magni
ungrar síldar á miðin síðari
hluta sumars."
Meðalfjarlægð ísrandarinnar
frá Straumnesi hefur verið fjöru-
tíu og fimm sjómíílur í júní, en
er nú í vor þrjátíu og fimm sjó-
mílur. fshrafl norðnorðaustur af
Horni hefur þó verið tuttugu og
fjórar sjómilur undan landi. Pyr-
ir Norðurlandi hefur þó ísbrúnin
verið fjær landi. Á svæðinu við
Jan Mayen er aftur á móti meiri
Is en í meðalári.
Tveim gráðum hærra
en í fyrra
Hitastig sjávar vestan, norðan
og austan lands reyndist nú vera
um einu stigi hærra í efstu tvö
hundruð og fjögur hundruð metr-
unum heldur en á meðalári í júní
og um tveimur stigum hærra
borið saman við síðastliðið vor.
Við norðausturhluta landsins
hefur myndast hitaskiptalag með
allt að sjö stiga heitum sjó og
fór hitinn vaxandi.
Út af Hvarfi og Húnaflóa
gætti hinsvegar nokkurra áhrifa
ísrandarinnar og fannst yfir-
borðslag með tveggja gráðu hita
á stöku stað. Víðast hvar nær þó
ísröndin á norðvéstursvæðinu út
í hlýjan sjó. Vegna hlýjinda ívor
hefur átt sér stað töluverð upp-
hitun í yfirborðslögum sjávar
kringum landið.
■ Slóðaskapur borgar-
stjórnaríhalasins er enn sam-
ur við sig. Lóðum til íbúða-
bygginga á þessu ári er nú
fyrst verið að úthluta þeg-
ar komið er fram á sumar.
Engin mæliblöð eru þó enn
til að lóðunum og verða ekki
til fyrr en í byrjun ágúst.
Þá fyrst geta lóðarhafar far-
ið að láta teikna húsin!
■ Allur verklegur undir-
búningur er svo skammt á
veg kominn að engar líkur
éru til að raunverulegar
framkvæmdir þ.e. bygging-
arnar sjálfar, geti hafizt
fyrr en í fyrsta lagi í sept-
ember og er þó engin vissa
fyrir því. Þá er sumarið að
baki og allra'veðra von hér
á landi og því öll aðstaða
til byggingarframkvæmda
erfiðari og óvissari. Þetfa
endurtekur sig nú ár eftir
ár og er augljós vitnisburður
um getu og hæfni íhaldsins
til þeirrar þjónustu við borg-
arbúa, sem það hælir sér
hvað mest af að sé í góðu
lagi og eigi að afsaka allar
álögurnar og sóunina á fjár-
munum almennings.
■ Borgarbúar hljóta að
gera þá kröfu til forráða-
manna borgarinnar að hér
verði á gágngerð breyting.
Sá sleifarháttur og aum-
ingjaskapur verður að víkja
og taka enda sem orsakar
það að bezti og sjálfsagðasti
byggingartíminn er eyðilagð-
ur fyrir Reykvíkingum og
allar framkvæmdir gerðar
erfiðari og dýrari.
Karajan fer frá
Vínaróperunni
VÍNARBORG 24/6 — Herbert
von Karajan skýrði svo frá á
þriöjudflginn að hann muni
draga sig í hlé sem forstöðoi-
me^hir ríkisóperunrar í Vín. Sé
ástasðan sú, að vfirvöldin hafi
ekki upppfyllt skilyrði hans fyr-
ir áframhaldandi starfi.
Það árar seint á vestur-
svæðinu
Aðalátusvæðið Norðanlands er
langt frá landi eða fyrir norðan
67.5 gráður. Á þessu svæði er
fullþroskuð rauðáta. Milli þessa
svæðis og lands á sjötíu sjó-
mílna breiðu belti undan Norð-
ur ströndinni er átulítill sjór.
Á þessu átusvæði er þó ung
rauðáta í vexti og má vænta
þess að átumagnið aukist eitt-
hvað á næstunni þar. Er þetta
svipað ástand og ríkti siðastbðið
vor á norðursvæðinu. Fiskseyði
og þá aðallega loðnuseyði eru
í töluverðu magni á vesrtursvæð-
'nu Norðanlands.
Á norðaustursvæðinu er Ijósáta
áberandi næst landi, en um sex-
tíu sjómílum austan Langaness
tekur við átumikill sjór og liggur
þetta átu»va>ði nær landi út af
Austfjörðum. Hámark þessa átu-
svæðis virðist vera um fiömtiu
sjómílur suðaustur af Homafirði.
Þá voraði snemma á öUu haf-
svæð;»*u og var þörungagróður
og átumagn fyr I ferðtnrd en
oftast áður.
ÆfSsgöngur norsku síldarinnar
varð fyrst vart um hundrað sjó-
mílur austnorðaustur af Langa-
Framhald á 9. síðu. >
Biðröð við
Þjóðleikhúsið
Sýnt er þegar aS aðsókn
verður mjög mikil að þeim
sýningum, sem ráffgert er að
Kiev-ballettinn hafi hér f
Þjóðleikhúsinu um og eftir
næstu mánaSamót. Sala að-
göngumiða að 4 af 6 sýningum
ballctflokksins hófst J leikhús-
inu í gær og' hafði Iöng bið-
röð myndazt framan við að-
göngtimiðasöluna áður en hún
var opnuð. Ljósmyndari Þjóð-
viljans. A. K. tók myndina af
nokkrum hluta biðraðarinnar
skömmu eftir að miðasalan
hafði verið opnuð.
// DAGAR
EFTIR -
Skiladagur
á morgun
Þá kynnum við að síð-
ustu 6. vinninginn í happ-
drætti Þjóðviljans, sem er
ferðaútbúnaður eftir eigin
vali fyrir kr. 15.000,00.
Miðað við verðlag sem er
á þessum hlutum er margt
sem hægt er að eignast
fyrir þennan pening þótt
æði margt kunni að verða
eftir. því fullbúinn ferða-
maður getur alltaf bætt
við sig í útbúnað sinn svo
að fullkomið geti talist. En
nefna mætti tjald og ann-
an viðlegu útbúnað s.s.
svefnpoka. Hitunartæki og
það sem við kemur mats-
eld er einnig nauðsynlegt
hverjum ferðamanni. Þá
er sjónauki og myndavél
nauðsynleg með í ferðalag-
ið og ótal margt fleira sem
sá er þennan vinning
hreppir getur eignazt ef
heppnin er með. Við von-
um að þessi vinningur sem
og hinir verði til þess að
auka ánægjuna með happ-
drættið.
Hins vegar mega menn
ekki héldur gleyma þeirri
ánægju að eiga góðan
málsvara sem er Þjóðvilj-
inn. Því þarf hver og einn
að hafa það í huga þegar
hann kemur til okkar og
gerir upp fyrir þá miða
sem honum hafa verið
ir.
Á morgun höfum við al-
mennan skiladag í happ-
drættinu og eru þá sem
flestir beðnir um að koma
til okkar á Týsgötu 3 og
gera skil. Við höfum opið
frá kl. 9 — 12 f.h. og 1—7
e.h. Á laugardag hefjum
við deildar -og svæðasam-
keppnina og birbum hana
af og til allveg fram til
5. júh' en þá um kvöldið
verður dregið í 2. fl. happ-
drættisins.
Herðum sóknina og ger-
um öll skil.
«