Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. júní 1964
ÞJÓÐVILJINN
SfÐA 5
NokKrar stúlknanna úr íslcnzka landsliðinu að æfingnm í fyrrak völd undir stjóm Péturs Bjarnasonar. — (Ljósm. Sv. Þormóðsson).
Merkur íþróttaviðburður í Reykjavík
NORÐURLANDAMEISTARA-
MÓT KVENNA Á MORGUN
Við hlökkum tíl
íslandsferðarínnar
— segir ein norsku handknattleiksstúlknanna
og túristar, — samtals um 100
manns.
íþróttaunnendum hér mun
leika forvitni á að vita hversu
kvennalandslið okkar stendur
sig gegn hinum erlendu lands-
liðum. fslenzka liðið hefur
stundað æfingar vel siðustu
vikumar, en æfingar hófust
nokkuð seint. Engu skal spáð
um úrsiit keppninnar, en síð-
ast sigruðu sænsku stúlkum-
ar.
Dagbladet í Oslo birti á
mánudaginn stutt viðtal við
eina af stúlkunum, sem eru í
norska landsliðinu í hand-
knattleik, Magnhild Skesol, sem
er fyrirliði „Skogn“, en úr því
félagi em 5 stúlkur í landslið-
inu.
Hún segist vera viss um að
þetta verði góð ferð til Islands.
Liðið muni dvelja þar í viku,
og þótt keppnin sé nokkuð
samanþjöppuð, hafi gestgjaf-
amir undirbúið góða dagskrá
fyrir dvalartímann.
Aðspurð um væntanlega
frammistöðu norska liðsins gegn
þvi íslenzka, sagði Magnhild
að hún og stallsystur hennar
yrðu að hafa sig allar við, ef
þeim ætti að takast að sigra
þær íslenzku. Islenzku stúlkum-
ar hafi á undanfömum Norð-
urlandamótum sýnt stöðugar
framfarir.
$>-
★ I þriggja Ianda sundkeppni
í London um helgina unnu
Englendingar sigur með 156
stigum. V-Þjóðverjar urðu í
öðra sæti með 128 stig og
HoIIendingar í þriðja mcð 100
stig.
★ Norðmaðurinn Sten Sletten
setti nýlega norskt met í há-
stökki — 2,08 m. Metið var
sett á móti í Bergen. Sletten
hefur áður- bætt norska metið
og virðist í hraðri framför.
Hann hcfur alltaf stokkið yfir
2,05 og virðist öraggur með þá
hæð. 2.08 stökk hann í þriðju
tilraun.
fslenzka kvennalandsliðið ásamt þjálfaranum. Fremsta röð frá vinstri: Sigurlína Björgvinsdóttir
(FH), Rut Guðmundsdóttir (Á), Margrét Hjálmars dóttir (Þrótti), Jónína Jónsdóttir (FH), Sylvía Hall-
steinsdóttir (FH). Miðröð: Sigríður Kjartansdóttir (Á), Hrefna Pétursdóttir (Val), Helga Emilsdóttir
(Þrótti), Díana óskarsdóttir (Á), Ása Jörgensdótt ir (Á), Svana Jörgensdóttir (Á). Aftasta röð: Sigrún
Ingólfsdóttir (Breiðablik), Sigrún Guðmundsdóttir (Val), Pétur Bjarnason þjálfari, Sigríður Sigurð-
ardóttir (Val) og Guðrún Helgadóttir (Víking).
Annað kvöld hefst á Laugardalsvellinum í
Reykjavík Norðurlandameistaramót kvenna í
handknattleik, það fyrsta sem haldið er hér á
landi. Þátttakendur eru handknattleikslandslið
fimm Norðurlanda, Finnlands, Svíþjóðar, Nor-
egs, Danmerkur og íslands.
Dagskrá mótsins verður sem
hér segir:
Föstudagur 26. júni 1964
fsland — Svíþjóð:
Dómari: Orjo Páttiniemi F
Noregur — Finnland;
Dómari: Hans Carlsson S
Danmörk — Svíþjóð:
Dómari: Karl Jóhannsson í «>-
Laugardagur 27. júlf 1964
ísland — Finnland:
Dómari: Bj. Borgersen N
Noregur — Svíþjóð:
Dómari: Knud Knudsen D
Danmörk — ísland:
Dðmari: Hans Carlson S
Sunnudagur 28. .iúní 1964
Finnland — Danmörk:
utan úr heimi
★ 294 ástralskir þátttakendur
hafa verið útnefndir til þátt-
töku í olympíulcikjunum í
Tókíó i haust. Talið er þó að
þátttakendahópurinn verði að
Iokum takmarkaður við 250
manns. Ástralska olympíu-
nefndin kemur saman til
fundar 16. júlí til að taka á-
kvörðun í piálinu. Talið er að
það muni kosta 127.000 ástr-
ölsk pund að senda þetta lið
til OL. Þessu fé hefur þegar
vesdð safnað af olympíunefnd-
inni, og er búizt við að af-
gangur verið aí oiympíufér.u.
Dómari: _Karl Jóhannss. f
Noregur — ísland:
Dómari: Knud Knudsen D
Sví'þjóð — Finnland:
Dómari: Bj. Borgersen N
Danmörk — Noregur:
Dómari: Orjo Páttiniemi F
Starfsmenn keppninnar verða
þessir; Tímaverðir: Bjarni
Bjömsson — Frímann Gunn-
laugsson. Markadómarar og
línuverðir: Magnús Pétursson,
Valur . Benediktsson, Gylfi
Hjálmarsson, Eysteinn Guð-
mundsson, Jón Friðsteinsson,
Sveinn Kristjánsson, Daníel
Benjamínsson, Birgir Björns-
son, Hannes Þ. Sigurðsson.
Gestirnir koma í dag
f dag kl. 16 koma erlendu
þátttakendurnir í mótinu með
leiguflugvél til Keflavíkurflug-
vallar. í hópnum eru rúmlega
70 handknattleiksstúlkur, en
auk þess koma fararstjórar,
þjálfarar, dómarar, blaðamenn
ÞRÓTTUR NÁÐIJAFN-
TEFLIVIÐ ÍBK - 0:0
Fáir munu hafa búizt við því að Þróttur næði
jafntefli við Keflvíkinga í 1. deild í fyrrakvöld.
Þó fór svo að hvorugu liðinu tókst að skora, og '
ÍBK missti af fyrsta stiginu, sem það hefur átt
tækifæri til að ná í á íslandsmótinu. Keflvíking-
ar eru samt enn taplausir og: stigahæstir í 1. deild.
ur fyrstu deild ef þeim tekst
að halda þessum baráttuanda í
liðinu.
Þróttarar léku undan kalsa-
veðri í fyrri hálfleik, en hag-
stæður vindur dugði þeim ekki
til sóknar. Keflvíkingar voru
öllu ágengari, þótt þeir hefðu
mót veðrinu að sækja.
Leikur þessi, sem fram fór á
grasvellinum í Ytri-Njarðvík,
varð Suðurnesjamönnum tals-
verð vonbrigði, einkum seinni
hálfleikur. Flestir töldu að ÍBK
myndi vinna auðveldan sigur
yfir Þrótti. En í síðari hálfleik
léku Þróttarar af miklum
krafti, en að vísu ekki eins
rnikilli leikni. Með hörkusókn
tókst þeim að brjóta Keflvík-
inga talsvert á bak aftur, en
þegar að marki ÍBK kom, var
geta Þróttara á þrotum, og
þeir misnotuðu margt gott
tækifærið.
Eigi að síður voru Keflvík-
ingar betra liðið á vellinum.
Þeir sýndu betri knattspymu,
þótt þeir hafi látið nokkuð
bugast af hörku og baráttu-
krafti Þróttara. Þróttur átti nú
sinn bezta leik á sumrinu, og
þarf vist ekki að kviða falli
Fyrirboði olympíukeppnirmar
GÓÐ AFREK í FRJÁLSUM
ÍÞRÓTTUM VlÐA UM HEIM
Fréttir af frjálsíþróttamótum víða um heim um síð-
ustu helgi benda til þess að það verði harðari keppni á
OL í haust en dæmi eru til um áður. Það er ljóst, að hin
ótrúlegustu afrek þarf að vinna til að ná í verðlaun í
Tokíó, hvað þá ti! að sigra.
Einna mestar virðast framfar-
irnar vera hjá stórþjóðunum,
sem leggja nú allt kapp á að
vera sá stærsti á olympíuleik-
unum.
Fjórir menn hlupu 100 m á
10,1 sek. um helgina: Harry
Jerome (Kanada), Ed Roberts
(USA), Trenton Jackson (USA)
og Enrique Figverola (Kúbu).
Sergio Ottolino (ftalíu) setti
Evrópumet í 200 m — 20,4 sek..
og á sama tíma hljóp Bob Hay-
es (USA) í Oregon.
Áður höfum við skýrt frá
því að Austurþjóðverjinn Man-
fred Preussger fór yfir 5 metra
línuna í stangarstöklri og setti
nýtt Evrópumet — 5,02 m.
Þá varð bandariskur stúd-
ent að nafni Bill Hardin banda-
rískur háskólameistari í fjögur
hundruð metra grindahlaupi á
50,2 sek. Hann er sonur Glenn
Hardin, sem sigraði í þessari
grein á olympíuleikunum 1938.
Gayle Hopkins (USA) stökk
8,16 m í langsrtökki í Oregon.
Landar hans, Bob Tobler og
Ulis Williams hlupu 400 m á
45,9 sek.
f keppni í Búdapest kastaði
Tékkinn Ludvig Danek 60,70 m
í kringlukasti. Pentti Repo
(Finnlandi) kastaði 58,58 m á
móti í Saarijávri.
Framhald á 9. síðu.
Preussger
ron\H
2. deild:
FH—Haukar
gerðu jafntefli
Haf narf j arðarf élögin
FH og Haukar kepptu
fyrri leik sinn í 2.
deildarkeppni knatt-
spyrnunnar á þriðju-
dagskvöldið. Jafntefli
varð — 3:3.
Helmingur markanna í leikn-
um var skoraður úr vítaspym-
um. Fyrsta mark leiksims skor-
uðu Haukar úr vítaspyrnu þeg-
ar á fyrstu mínútu Ieiksins.
Síðan létu Haukar kné fylgja
kviði, og eftir 15 mínútur
stóðu leikar 3:0 þeim í vil.
í lok fyrri hálfleiks skoraði
Ásgeir fyrsta mark FH, og lauk
hálfleiknum þannig — 3:1 fyn-
ir Hauka.
í seinni hálfleik skoraði
Borgþór Jónsson tvö mörk fýr-
ir FH — bæði úr vítaspymu,
og þannig lauk þessum leik,
sem var nokkuð harður, með
jafntefli — 3:3. Þetta er fyrsta
stigið sem Haukar fá á fs-
landsmótinu, en FH hafði 3
stig fyrir.
Staðan í 1. deild
Staðan í 1. deild knattspym-
unnar er nú þessi:
Li»: LC JT M Sfc.
ÍBK 4 3 1 0 14:6 7
KR 4 3 0 1 9:5 6
ÍA 5 3 0 2 11:10 6
Valur 5 2 0 3 14:14 4
Þróttur 5 1 1 3 5:10 3
Fram 5 1 0 4 .11:17 2
i