Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 10
s 10 SÍÐA ÞI6ÐVILJ1NN Fimmtudagur 25. júní 1964 ar þú varst að fara í ferðalag, þá háttaðirðu hjá mér hálftíma áður en þú áttir að leggja af stað. Jafnvel eftir að búið var að pakka niður í töskumar. Manstu það? — Já, ég man það. — Ég er hrifnari af Air France, sagði drengurinn. Blátt er hraðskreiðari litur. — Elskarðu mig ennþá? spurði Helena lágri röddu og laut yfir borðið í áttina til hans og horfði rannsakandi framaní hann. Hann starði á hana. Hlutlaust og án allra geðbrigða sá hann að hún var mjög falleg með stóru, gráu augun, há kinnbein og þykkt, dökkt hárið sem var stuttklippt og nýtízkulega greitt. En einmitt á þessu andartaki, elskaði hann hana ekki. Einmitt á þessari stundu, hugsaði hann: Ég elska engan. Nema þessi tvö böm. Og það var næstum vél- rænt. Og þó ekki alveg vélrænt. Hann átti þrjú böm og af þeim elskggi ,hann aðeins þessj, .tsíþ., Tvö aí þremur. Dálaglegt. — Auðvitað elska ég þig, sagði hann. Hún brosti ögn. Bros hennar var unglingslegt og fallegt, fullt af trausti og von. Komdu betur upplagður til baka, sagði hún. Svo kallaði röddinn á frönsku og ensku, að farþegar væru vin- samlegast beðnir að fara gegnum tollinn, flugvélin til Rómar, leið 804, væri tilbúin. Fegins hugar greiddi Jack reikningin, kyssti bömin, kyssti konuna sína og gekk af stað. — Skemmtu þér vel chéri, sagði Helena og stóð á milli litla drengsins og ljóshærðu litlu telpunnar í rauðu kápunni. Á síðustu stundu tókst henni svei mér að láta þetta hljóma eins og ég væri að fara í leyfi, hugs- aði hann. Jack flýtti sér gegnum tollinn og yfir stéttina að flugvélinni sem beið. Hinir farþegamir vom þegar á leið upp tröppuna í einni bendu af farmiðum, viku- blöðum, yfirhöfnum og striga- handtöskum með merki flugfé- Iagsins. Þegar flugvélin ók í átt að brottfararstað sínum á brautinni, sá hann konu sína og bömin, sem stóðu nú fyrir utan veitinga- HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðsln og snyrtlstofa 6TETNTJ og DÖDÖ Langaveet 18 in. h. (lyfta) SÍMT 24616. P B R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa. Dömur’ Hárgreiðsla rið aiira hæfi. TJARNARSTOFAN T.lamargötn 10. Vonaratrætis- megin. — SfMT 14662. H ARGRETÐSL DSTOF A ADSTTJRBÆJAR (Maria Giiðmunrisdóttir) Laugaveg) 13 — SÍMi 14656 — Nuddstofa á sama stað húsið og veifuðu, og yfirhafnir þeirra voru lýsandi litarblettir í gráveðrinu. Hann veifaði gegnum glugg- ann, svo hagræddi hann sér í sætinu og var léttara um hjart- að. Þetta hefði getað verið verra. hugsaði hann, þegar vélin jók hraðan til að ná flugtaki. — Það er tetími, sagði flug- þeman, rödd hennar var gædd þeirri alúð, sem til er ætlazt af flugþemum. — Hvað hafið þið með, vina 2 mín? spurði litla gamla konan, sem var á leið til Damaskus. — Kirsuberjaterta, sagði flug- freyjan. — Nú fljúgum við yfir Mont Blanc, tilkynnti hátalarinn með Texashreim. Ef þið lítið útum gluggann til hægri. þá getið þið' séð snjóinn eilífa. — Mig langar til að fá kirsu- bérjatertu og amerískt whiský með ís, sagði litla gamla konan. Hún sat vinstra megin í flugvél- inni og reis ekki upp til að sjá Mont Blanc. Það er ágætis te. Hún flissaði. Hún var á leið til Damaskus frá Portland í Oregon og hafði kjark til að gera það í tuttugu og fimm þúsund feta hæð, sem hún hefði aldrei þorað að gera í Portland í Oregon. — Má bjóða yður eitthvað. herra Andrus? Flugfreyjan færði brosið í áttina að Mont Blanc. — Nei, kærar þakkir. sagði Jack. Hann hefði ekkert haft á móti whiskýsjússi, en þegar hann heyrði litlu, gömlu konuna biðja um það, fór um hann dá- lítill andúðarhrollur á hinu eilífa og tilgangslausa fylliríi um borð í flugvélum. Hann horfði niður á hvítan Mont Blanc tindinn, sem hvíldi á skýjum. umkringdur stein- tönnum hinna lægri tinda. Hann setti á sig sólgleraugu og horfði niður á sólbakaðan snjóinn og athugaði hvort hann kæmi auga á ónýtu þyrluna, sem tveir fjall- göngumenn höfðu verið skildir eftir í deyjandi, þegar óveðrið skall á, og hinir hressari og flugmaðurinn, sem hrapaði í björgunarleiðangri sínum, höfðu neyðzt til að snúa aftur upp i skýlið til að bjarga lífinu. Hann sá ekki þyrluna. Alparnir hreyfð- ust hægt fyrir neðan hann, nýir tindar komu í stað hinna sem fjarlægðust, bláir skuggar og risastór, kringlótt og föl sól, eins og ísaldardagur, þegar engir dauðir sáust. Hann dró fyrir gluggann, hall- aði sér afturábak og hugsaði um þá atburði sem höfðu svo óvænt orðið til þess að hann fór í þessa flugferð. Hann hafði vitað það úr blöðunum. að Murice Delaney var í Róm, en hann hafði ekki heyrt frá honum í fimm eða sex ár og honum fannsí það naum- ast raunverulogt, þegar hann hafði heyrt rödd Klöru. konu Delaneys í símanum fi'á Róm fvrir viku. Maurice getur ekki komið í símann í bili, hafði Klara sagt. þegar inngangsathugasemdunum var lokið, en hann skrifar þér og segir þér hvemig málin standa, Hann vill að þú komir hingað eins fljótt og þú getur. Jack. Þú ert sá eini sem getur hjálpað honum, segir hann. Hann er alveg að ærast. Fólkið héma er alveg að gera hann vitlausan. Hann hefur fengið þá til að sam- þykkja að borga þér fimm þús- und dollara fyrir þennan hálfa mánuð, er það nóg? Jack hló. — Af hverju ertu að hlæja? — Það er einkamál. Clara. — Hann treystir á þig, Jack. Hvað á ég að segja honum? — Segðu honum að ég skuli reyna það sem ég get til að komast. Ég sendi ykkur skeyti á morgun. Daginn eftiT hafði Morrison sagt, að hann mætti missa Jack í hálfan mánuð og Jack hafði sent skeytið. Bréfið frá Delaney hafði lýst því í fáum dráttum til hvers hann ætlaðist af Jack. Það var svo lítið og í augum Jacks svo tiltölulega ómerkilegt, að honum var óskiljanlegt að nokkur vildi greiða honum fímm þúsund doll- ara fyrir þá óveru. Hann var sannfærður um að Delaney hefði aðrar ástæður til að biðja hann um að koma til Rómar, ástæður, sem Delaney léti uppi þegar hon- um þóknaðist. En þangað til lét Jak fara vel um sig í þægilega sætinu, sem félagið borgaði og hugsaði um það með ánægju, að hann væri laus við vinnuna og hjónabandið í hálfan mánuð! Hann losaði um flibbann til að láta sér líða betur. Við þessa hreyfingu kom hann með hend- inni við ójöfnuna undan bréfinu í innanvasanum. Hann yggldi sig af gremju. Ég verð víst að gera það núna, hugsaði hann. í Róm hef ég sjálfsagt engan tíma til þess. Hann stakk hendinni niður í innri jakkavasann og tók upp bréfið, sem hann hafði lesið þrisvar undanfama tvo daga. Áð- ur én hann las það enn einu sinni starði hann þungbúinn á umslagið. sem skrifað var á til hans með settlegri • kvennaskóla- rithendi fyrstu eiginkonunnar hans. Þi'jár eiginkonur, hugsaði hann, og tvær þeirra valda mér áhyggjum. Tvær af þremur. Með- altal dagsins. Hann andvarpaði og tók bréfið úr umslaginu og fór að lesa það. — Kæri Jack, las hann. Þú verður sennilega undrandi að heyra frá mér eftir allan þennan tíma, en þetta er vandamál, sem kemur þér við eða ætti að koma þér við engu síður en mér, þar sem Steve er sonur þinn alveg eins og minn. enda þótt þú hafir ekki sýnt honum mikinn áhuga í öll þessi ár. og þér bæri að hafa einhvern áhuga á því hvernig hann fer með líf sitt. Jaek stundi enn, þegar hann kom að þessari háðuglegu undirstrikun. Árin höfðu ekki breytt stílmáta fyrstu eiginkonu hans. Ég hef gert allt sem í mannlegu valdi stendur til að hafa áhrif á Steve og er næstum búin að eyðileggja í mér taugarnar, og William, sem hef- ur alltaf verið sérstaklega alúð- legur og natinn og skilningsrík- ur stjúpi, já, betri en margir raunverulegir feður sem ég þekki til. hefur líka gert sitt bezta til að fá hann til að skipta um skoðun. En Steve hefur alltaf frá fyrstu tíð. sýnt ískalda fyrir- litningu á skoðunum Williams, og allar tilraunir mínar til að fá hann til að breyta framkomu sinni hafa reynzt árangurslausar. Jack brosti illgimislega þegar hann las þetta, svo hélt hann á- fram. Þegar Steve kom heim eftir heimeókn síná til þín í fyrrasumar, talaði har.n vin- gjamlega, eða að minnsta kosti ekki eins óvinsamlega um þig en flesta aðra sem hann þekkir. Jack brosti aftur, en þurrlega að þessu sinni. Og þá datt mér í hug. í.ð ef til v.il værir þú rétti maöurinn til að skrifa honum í sambandi við þetta aðkallandi vandamál og reyna að fá hann til að gera hið rétta. — Mér þykir leitt að þurfa að ónáða þig, en þetta er að verða mér óviðráðanlegt vandamál. Undanfama mánuði er Steve orðin alveg bergnumínn af hræðilegri stúlku sem heitir McCarthy, og nú segist hann ætla að kvænast henni. Stúlkan er tvítug, ósköp venjuleg stelpa af algerlega óþekktu fólki sem ekki á grænan eyri. Eins og þú getur ráðið af nafninu er hún írsk og ég held að hún sé fædd kaþólsk, enda þótt hún. rétt eins og Steve og aðrir vinir hans, hlægi bara háðslega þegar minnzt er á trúarbrögð. Eins og þú veizt, er Steve algerlega háð- ur William hvað peninga snertir. að undanskilinni þeirri lág- marksupphæð sem þú sendir fyr- ir menntun hans og fæði og hús- næði við háskólann. Ég get bók- staflega ekki ímyndað mér að William færi að gefa pilti, sem er ekki sonur hans þrátt fyrir allt, og hefur opinskátt sýnt hon- um fyrirlitningu frá fimm ára aldri, peninga til að stofna heim- ili með ómerkilegri stúlkugálu, sem hann hefur kynnzt á ein- hverju ballinu, og ég verð að játa að ég get ekki láð honum það. Enn einu sinni var Jack svolít- ið ringlaður yfir setningaskipun konu sinnar, þótt hugsunin væri svo sem nógu Ijós. — En það sem verra er. hélt bréfið áfram, stelpan er ein af þessum brjáluðu gáfnaljósum eins og við kynntumst fyrir stríð, full af hálfmeltum hug- myndum og andstöðu við yfir- völd. Hún hefur smitað Steve og leitt hann inn í alls konar hættuleg samtök, Hann er eins konar forseti í félagi sem er með sífelldan áróður gegn vetnis- sprengjutilraunum og er alltaf að undirrita alls konar yfirlýs- ingar og kemur sér með öllu mögulegu móti í ónáð hjá yfir- völdunum. Alveg þangað til þetta gerðist, stóð Steve sig prýðilega í háskólanum, eins og þú veizt, og í rauninni átti hann vísan vísindastyrk að loknu magistersprófi. En nú er ég búin að frétta að þeir í háskólanum séu orðnir á báðum áttum og hann hafi fengið aðvaranir' nokkrum sinnum, og þú getur í- myndað þér hvaða áhrif það hef- ur haft á hann. þegar stelpan er við höndina til að æsa hann upp. Og það sem verra er, hingað til hefur hann sem stúdent með fyrstu einkunn fengið að fresta herskyldu sinni, en nú hótar hann því sjálfur að tilkynna að hann neiti að gegna herþjónustu af samvizkuástæðum. Þú getur rétt gert þér í hugarlund hvaða áhrif það hefði. Þetta eru tíma- mót í lífi hans og ef hann held- ur fast við það að giftast þess- ari stelpu og heldur áfram þess- ari fáránlegu pólitísku starfsemi, þá er framtíð hans gereyðilögð. — Ég veit ekki hvað þú getur gert, en ef þú berð einhverja minnstu hlýju í brjósti til son- ar þíns eða hefur áhuga á ham- ingju hans, þá ættirðu að minnsta kosti að reyna að gera citthvað. Jafnvel bréf gæti kannski komið að gagni, ef það kæmi frá þér. — Mér þykir leitt að þurfa að skrifa þér svona leiðinlegt bréf eftir öll þessi ár. en ég veit ekki hvert ég ætti annars að snúa mér. Eins og ævinlega. Júlía. Jack hélt á bréfinu í hendinni og sá hvernig síðumar hristust í takt við hreyfingar vélarinnar. Eins og ævinlega, hugsaði hann. Við hvað á hún með því? Fölsk eins og ævinlega, héraleg eins og ævinlega, duglaus eins og ævinlega, kröfuhörð eins og æv- inlega? Ef þetta „eins og æv- inlega“ var nákvæm lýsing á henni sjálfri. var ekki að undra þótt Steve vildi ekki hlusta á hana. Jack bað flugfreyjuna um rit- föng og þegar þau komu, settist. hann við að skrifa bréf. — Kæri Steve, skrifaði hann, en svo hik- adi hann þegar hann sá fyrir sér kuldalegt, grannleitt og gáfulegt andlit sonarins. Steve hafði heimsótt hann og Helenu sumar- ið áður. fallegur, í þrigg.ia skre/a fjarlægð. fámáll. athugull. Hann hafði talað furðu góða frönsku af unglingi að vera sem aldrei hafði komið til Frakklands fyrr. hann hafði verið kurteis við bau öll, hafði drukkið mjög lítið. Jack til ánægju, hafði útskýrt. á einfaldan hátt um hvað magist- erritgerð hans fjallaði. hafði tek izt að láta Jaek líða svclítið ó notalega, og hafðd síðan horfið Kaupfélagsstjórastarf Kaupfélagsstjórastarfið hjá Kf. Arnfirðinga, Bíldu- dal, er laust til umsóknar nú þegar. Starfinu fylgir gott húsnæði. Umsóknir ásamt meðmælum, upplýsingum um fyrri störf og kaupkröfum sendist til formanns félagsins, Jóns G. Jónssonar, hreppsstjóra, Bíldu- dal, eða starfsmannastjóra Sambands ísl. sam- vinnufélaga, Jóns Amþórssonar. Stjórn Kaupfélags Arnfirðinga, Bíldudal. Starfsstúlka óskast Starfss’túlku vantar nú þegar í eldhús Víf- ilsstaðahælis til sumarafleysinga. Upplýs- ingar gefur matráðskonan í síma 51858. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. LOKAÐ Skrifstofur sakadóms Reykjavíkur og rann- sóknarlögreglunnar í Reykjavík verða lok- aðar í dag. YFIRSAKADÓMARINN í REYKJAVÍK. VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi —< Kakó. KRON - búðirnar. FERÐIZT MED LANDSÝN • Sel|‘um farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN \Z£ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK CJMBOÐ LOFTLEÍÐA. r < i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.