Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. júní 1964
ÞI6ÐVIUINN
SÍÐA
Kynþáttahatrið magnast í Missisip
Stúdentanna þriggja leitai
um allt en árangurslaust
PHILADELPHIA 24/6 — Vopnuð ríkislögregla og
lögreglan í Philadelphia leitaði í dag með logandi
ljósi að stúdentunum þrem, sem hurfu er þeir
háðu baráttu fyrir borgararéttindum blökku-
manna. Leitað var um allan bæinn Philadelphia
í Missisippi svo og umhverfi hans, en án árang-
urs. Johnson Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað
Allan Dulles, sem áður var yfirmaður CIA, banda-
rísku leyniþjónustunnar, að halda til Missisippi og
stjórna leitinni.
Mál þetta heíur vakið mikl-
athygli, og óttast menn, að stúr1
entamir þrír, tveir hvítir o
einn þeldökkur, hafi orðið fórn-
ardýr hvítra ofsatrúarmanna
er halda vilja kynþáttakúgun-
inni í landinu. Það er til marks
um það, hve alvarlegum aug-
um er litið á málið, að Rq-|
bert Kennedy, dómsmálaráð-i
herra Bandaríkjanna, hefur!
vegna þessara atburða frestað í'
níu klukkustundir fyrirhugaðri
Evrópuför sinni.
og hvetja blökkumenn til bar-
áttu, eins og fyrr var sagt. Tveir
þátttakendur í þessari herferð
voru handteknir í dag fyrir ut-
an Philadelphia. Voru þeir á-
kærðir fyrir flakk og teknir til
yfirheyrzlu eftir að þeir höfðu
skýrt frá því, að þeir hefðu
haldið sig á þessum slóðum síð-
an á sunnudag.
Verðar Rivonia-
dómnum áfrýjað?
CAPETOWN 24/6 — Abraham
Fischer, sem er leiðtogi lögfræð-
inga þeirra er vörðu Nelson
Mandela og félaga hans í Rivon- I
ia-málinu svonefnda, hélt á mið-
vikudaginn til Robbin-eyjarinn-
ar, en þar er þeim félögum
haldið í fangelsi. Erindi Fischers
er það að ræða við þá um mögu-
leika á því að áfrýja dóminum.
Allir voru þeir félagar dæmdir
í ævilangt fangelni og á föstu-
dag rennur út frestur til að á-
rýja þeim dómi.
Dennis Goldberg. sem er eini
hvíti maðurinn af þeim, er
dæmdir voru, mun ræða við
Fischer þegar hann kemur aft-
ur frá Robbin-eynni.
Deíluaðilar í Laos:
Eru sammála
koma saman
um uð
á fund
BiIIinn fundinn
Stúdentarnir þrir komu til
Philadelphia á sunnudag til þess
að hvetja blökkumenn til þess
að láta skrá sig sem kjósendu-
við forsetakosningarnar, og eim
að hvetja þá til þess að hefj'
baráttu fyrir almennum mann-
réttindum. Lögreglan í bænum
handtók þá og dæmdi í 20 daia
sekt fyrir of hraðan akstur. Síð-
an var þeim fylgt út- úr bænum
til þess að ekkert kæmi fyrir'
þá og síðan hefur ekkert til
þeirra spurzt. Bíll þeirra fannst
svo ,í mýri um það bil metér
frá veginum fyrir utan bæinn.
Var bíllinn brunnin til ösku og
eikartré í nágrenninu svört af
eldi.
Dulles á vettvang
Allan Dulles var væntanleg-
ur í dag til Jackson, höfuðborg-
ar Missisippi. Fyrr um daginn
átti hann viðtal við Johnson
forseta, sem jafnframt gaf rík-
islögregluhni fyrirskipun um að
gera allt, sem í hennar valdi
stæði til þess að upplýsa mál-
ið. Ekki eru þó allir jafn hrifn-
ir af þessum aðgerðum forset-
ans. Þannig hefur öldungadeild-
arþingmaðurinn John Stennis
frá Missisippi hvatt Johnso;n for-
seta til að hindra það, að aðrir
þátttakendur í baráttunni fyrir
mannréttindum blökkumanna
haldi inn i ríkið Missisippi. Seg-
ir hann að ef til blóðsúthellinga
komi, hvíli ábyrgðin á þeim.sem
baráttuna hafi skipulagt.
Grivas hvetur til
sátta á Kýpur
Innrás í Mlsslslppl
För stúdentanna þriggja
var
tiann stjórnar leitinni
liður í herferð sem stúdentar úr
norðurríkjum Bandaríkjanna
hófu til að afla blökkumönnum
mannréttinda. Hyggjast stúdent-
arnir gera „innrás" í Missisippi
NICOSIA OG 'WASHINGTON
| 24/6 — George Grivas, hershöfð-
ingi, hinn forni leiðtogi EOKA,
hélt í dag útvarpsræðu á Kýpur
og ávarpaði eyjarskeggja. Hvatti
hann til eindrægni og sátta og
kvað líf tyrkneskra manna á
eynni mundu verða vemdað.
Kutchuk, varaforseti eyjarinnar
'g leiðtogi tyrkneskra manna á
vnni, svaraði síðar ræðunni og
vað vináttutilboð Grivasar
est minna á vináttu húsbænda
’ þræla.
Fvrr um daginn bárust fréttir
' því, að skotið hefði verið á
vo hervagna er fluttu danska
hermenn úr gæzluliði Sameinuðu
þjóðanna. Enginn særðist og
Grikkir báðust síðar afsökun-
ar á atviki þessu, sem þeir
kváðu stafa af misskilningi.
Papandreou, foi'sætisráðherra
Grikklands, kom í dag til Wash-
ington og hóf viðræður við
Johnson forseta um Kýpurdeil-
una. Áður hefur Inönu, forsætis-
ráðherra Tyrklands rætt við
Johnson, ekki hafa þeir for-
sætisráðherrarnir þó hitzt, en
fréttamenn gizka á að sá sé
tilgangur Johnsons. Þeir halda
sinn í hvoru lagi til Lundúna
og ræða þar við brezka ráða-
menn um Kýpurvandamálið
VIENTIANE 24/6 — Súvanna
Fúma, foringi hlutleysissinna í
Laos, og hálfbróðir hans og for-
ingi Pathet Lao, Súfanúvong,
hafa í meginatriðum komizt að
samkomulagi þess efnis, að
haldinn verði fundur leiðtoga
hinna þriggja flokka i Iandinu.
Þetta var tilkynnt í Vientiane í
dag,
Hnisvegar er ekkert ákveðið
um það, hvenær slíkur fundur
kann að verða haldin.n. Súvanna-
fúma hefur visað á bug þeirri
kröfu Súfanúvongs, að herlið
rými bæinn Luang Prabang, þar
sem konungur landsins hefur
aðsetur, áður en fundurinn
hefjist.
Frá Kínverska alþýðulýðveld-
inu berast þær fréttir, að Chen
Yi, utanríkisráðherra, hafi lýst
því yfir á miðvikudag, að Kín-
verjar geti ekki horft á það að-
gerðalausir ef logar striðsins í
S.-Austur-Asíu teygi sig í átt til
þeirra. Það er fréttastofan Hið
nýja Kína, sem frá þessu skýr-
ir í dag. Utanríkisráðherrann lét
þessi orð falla á fundi með full-
trúum erlendra ríkja í Peking,
nokkrum dögum éftir að Banda-
ríkjastjórn tilkynnti að hún
hefði mjög aukið vopnasending-
ar sínar til Thailands til þess
að hindra árásir kommúnista á
þessu svæði, eins og það er
orðað. Kínverski utanríkisráð-
herrann kvað ástandið fara
dagversnandi á þessum slóðum.
GENF 246/ — Zorin, fulltrúi
Sovétríkjanna á afvopnunarráð-
stefnunni í Genf, tilkynnti það
í dag, að Sovétríkin fallist nú
á það, að sprengjuflugvélar
verði eyðilagðar f áföngum, ef
Bandaríkjamenn viðurkenni það
meginsjónarmið að eyðileggja
skuli allar sprengjuflugvélar.
Enska Guiana
fái frelsi
NEW YORK 26/6 — Fastanefnd
Sameinuðu þjóðanna, sú sem
með nýlendumál fer, samþykkti
á fundi sínum í gær að mælast
til þess við Englendinga, að þeir
ákveði hið fyrsta hvaða dag
Enska Guiana hljóti sjálfstæði.
Segir j ályktun nefndarinnar, að
biðin, sem orðið hefur á því
að ábyrgjast sjálfstæði nýlend-
unnar, sé meginorsök þeirra ó-
eirða, sem orðið hafa í landinu
undanfarið.
Enn rœff um
kornverð EBE
BRUSSEL 24/6 — Utanríkis-
ráðherrar Efnahagsbandalagsins
hófu síðari hluta miðvikudags
þriggja daga fund í Brussel. Er
ætlunin að gera enn eina til-
raun til þess að leysa deilumál-
ið um sameiginlegt verð á komi.
Enn ber fréttamönnum þó
saman um það, að harla lítil
sé vonin um árangur af fundin-
um. Vestur-Þjóðverjar hafa í
engu breytt skoðun sinni, og
önnur lönd bandalagsins halda
fast við einróma’ ákvörðun utan-
ríkisráðherrafundar í byrjun
mánaðarins þess efnis, að end-
anleg ákvörðun í þessu erfiða
vandamáli verði ekki tekin fyrr
en 15. des. næstkomandi.
Krústjoff kom
Gautaborgar i gær
Reykjanesferö
Nýjar leiðir. Fararstj. Björn Þorsteinsson, sagnfr.
STOKKHÓLMI 24/6 — Nikita
Krústjoff, forsætisráðherra Sqv-
étrikjanna, heimsótti Gautaborg
í dag. Hann heimsótti þar hina
heimsfrægu skipasmíðastöð
Götaverkene.
í skipasmíðastöðinni skýrði frú
Nina Krústjoff skip, sem þar er
byggt fyrir Sovétríkin og er ætl-
að að anna flutningum til Finn-
lands. Hlaut skipið nafnið Carl
Linné eftir grasafræðingnum
fræga. Krústjoff hélt ræðu í
skipasmíðastöðinni og skýrði þar
frá því, að sovézkar skipa-
smíðastöðvar smíðuðu nú ekki
herskip, sem hvort eð er hefðu
litla þýðingu í kjamorkustriði,
heldur væru þær önnum kafnar
við að byggja upp verzlunar- og
fiskiskipaflota.
Mikill lögregluvörður var í
Gautaborg við komu Krústjoffs.
Sænska Iögreglan hefur enn
ekkert látið nánar uppi um
mál ungverska flóttamannsins,
sem handtekinn var og grunað-
ur um að hafa ætlað að ráða
Krústjoff af dögum.
-S Ý N I N C
á framleiðsluvörum DEUTSCHE LINOLEUM-WERKE A.-G.
Linoleum-gólfdúkar.
Lincrusta-veggdúkar.
Deliflex-vinyl-aspest-gólf- og veggflísar.
Deliplast-gólfflísar úr PVC.
Deliplan-gólfdúkar og -flísar úr PVC.
Plastino-plastgólfdúkar með filt- eða korkundirlagi.
og COVERALL-gólfteppi úr ull, Perlon og Dralon er í sýningar-
sal Bygginsraþ.iónustu A.Í., Laugivegi 26. — Sýningin er opin
daglega, kl. 13.00—18.00, til 27. júní.
ÁRNISIMSEN, umboðsverzlun
Ferðaskrifstofan LANDSÝN efnir til ferðar um Reykjanesskaga sunnudaginn 28. júní kl.
9.30 frá Týsgötu 3. ■ Farið verður suður í Kúagerði og þaðan þvert yfir hraunið að Trölla-
dyngju. En þaðan gengið hægan 2ja tíma gang á veginn milli Krísuvíkur og Grindavíkur.
Síðan ekið sem leið liggur til Grindavikur, á Reykjanesskaga — Hafnir og þaðan á Kefla-
vikurveg. ■ Skoðaðir verða allir helztu sögustaðir á leiðinni, undir leiðsögn Björns Þor-
steinssonar, sagnfræðings. ■ Mjög sérkennileg og falleg leið. ■ Ódýr einsdags ferð.-Pant-
anir og miðaafgreiðsla er í skrifstofunni.
ÓRÆFAF
Skarphéðins D. Eyþórssonar, undir fararstjórn Árna Böðvarssonar dagana 9.—19. júlí.
Nokkur sæti laus. ■ Nauðsynlegt að tryggja sér farmiða fyrir sunnrilag.
Ferðaskrifstofan
LAN O SYN t
TÝSGÖTU 3, sími 22890.
á