Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgeíandi: Samelmngarflolckur alþýöu — Sósfalistaflokk- unnn — Ritstiorar: tvar H Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja. Skótavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 90 á mánuði. Vinnuhöndin g/eymist fiskimálaráðstefnunni hefur verið á það bent, hve sjávarafli íslendinga hefur aukizt gífur- lega undanfarna áratugi. Hins vegar hafi fiskiðn- aður og úrvinnsla aflans í landi ekki eflzt svo sem vænta mætti, verðmæti sjávarafurðanna hafi ekki aukizt hlutfallslega við hinn aukna afla. Allt of mikið af hinum dýrmæta siávarafla íslendinga fari til annars en matvælaframleiðslu og sé selt úr landi sem óunnin og hálfunnin hráefni. Svo gæti virzt sem íslenzk stjórnarvöld væru nú loks að gera sér þessar staðreyndir ljósar, að minnsta kosti í orði, en í áratugi hefur Sósíalistaflokkur- inn og Alþýðubandalagið á Alþingi og í blöðum lagt þunga áherzlu á þessi atriði. Skilningsleysi valdameiri flokka á íslandi á þessum málum hef- ur komið áþreifanlega í ljós við tilraunir, sem gerð- ar hafa verið eða átt að gera um meiri úrvinnslu sjávarfangs, og má minna á lýsishefzluna og nið- urlagningu og niðursuðu síldar sem dæmi um slíkt. J^ngu er líkara þegar íslenzkir valdamerm ræða mál eins og hina stórkostlegu aukningu afla- magns á íslandi eða viðgang fiskiðnaðar en þeir gleymi með öllu að fólk þarf til þéss' að áfli ber- ist á land og til þess að úr sjávarafla sé unnið í landi. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, getur haldið snotrar ræður úr ráðherrastól um af- rekin í fiskveiðum íslendinga. En þegar íslenzku síldveiðisjómennirnir skófla óhemju afla á land og bjarga m.a. þeirri lélegu ríkisstjóm sem Emil situr í, þakkar hann og Sjálfstæðisflokkurinn sjó- mönnunum með gerðardómslögum, sem beitt er til að skerða aflahlut sjómanna og stinga stórfúlg- um í vasa útgerðarmanna. Þegar sjómennirnir í vetur lögðu á sig jafnóskaplegt erfiði og þuffti til að færa í land hinn mikla þorsknótaafla, tóku máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins í LÍÚ til ó- spilltra málanna að reyna að finna ráð til að hafa af sjómönnum samningsbundinn hlut þeirra í hin- um óvenjulega afla. Algert sinnuleysi togaraeig- enda og þrjózka að verða við eðlilegum kröfum togarasjómanna um lagfæringar á kjörum hafa orðið til þess að reka margan vaskan dreng af togurunum. j fiskiðnaðinum er sömu sögu að segja. Stærstu atvinnurekendur þar virðast gersamlega skiln- ingslausir á að fiskiðnaði á íslandi er það lífs- nauðsyn að launa svo fólkið sem við hann vinn- ur, að fiskiðnaðurinn sé á hverjum tíma ekki ein- ungis samkeppnisfær um vinnuaflið við aðrar at- vinnugreinar, heldur standi þar vel að vígi. Af- leiðingar þess skilningsleysis verða alvarlegri með hverju ári ^ivað snertir vinnukraft fiskiðnaðarins Því væri ekki óeðlilegt, að atvinnurekendur í fisk- iðnaði kæmu nú og byðu Dagsbrún þá sjálfsögðu lagfæringu að hækka fiskvinnuna, setja hana í hærri taxta. Áframhald á launagreiðslum í fisk- iðnaðinum eins og hingað til er beint tilræði, bein skemmdarverk við þann atvinnuveg. — s. | ----------- ÞJÓÐVILJINN----------------------------- Stéttarsamband bænda um verðlagsmál landbúnaðar: Bótakraf a ef sýnt er að ekki hefur verið farið að lögum B Á nýafstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda var m.a. gerð ályktun um verðlagsmál landbúnaðarins, þar sem stjórn Stéttarsambandsins er falið að athuga, hvort ekki sé rétt að boða til aukafundar er kanni hvað bændastéttin geti gert til að ná rétti sínum, fari svo áð tillögum fulltrúa framleiðenda í sexmannanefndinni verði eigi tekið betur á komandi hausti en átti sér stað 1963. Stéttarsamband 1 Samþykktir þær, sem Stétt- arsambandsfundurinn gerði í verðlagsmálunum fara að öðru leyti hér á eftir: 1. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1964 minnir á: a) Að Hagstofan aflar gagna um tekjur vinnandi stétta. sem kaup bónda á að vera i sem nánustu samræmi við. b) Að Hagstofustjóri hefur í yfirnefnd úrskurðað kaup og kjör bænda. c) Að Hagstofan hefir gefið út yfirlit um tekjuskiptingu á milli vinnustétta þjóðfélagsins þar sem í Ijós kemur að bændastéttin er sú lang tekju- lægsta. Af þessu tilefni viil fundur- inn fela stjórn sambandsins að gera athugun á því hvernig launaúrtakið, sem við er mið- að þegar kaup bænda er á- kveðið er unnið hverju sinni og fylgjast vel með því að það sýni rétta mynd af tekjum viðmiðunarstéttanna. Sýni það sig að hér hafi ekki verið unnið samkvæmt anda og fyrirmælum laganna telur fundurinn að bændastétt- in eigi af þessum sökum bóta- ’kröfU' á1” hendur - ríkisvaldinu fyrir yfirstandandi verðlagsár. 2. Aðalfundurinn vekur al- varlega athygli á þeirri hættu, S.em...í . því. felst að rökstuddir gjaldaliðir í rekstri búanna eru ýmist vantaldir eða van- reiknaðir í úrskurði yfirnefnd- ar frá s.l. hausti. Má þar til nefna áburð, kjamfóður, við- hald girðinga, vexti o. fl. Þá má benda á, að magn sauð- fjárafurða virðist oftalið. 3. Fari svo að tillögum full- trúa framleiðenda í sexmanna- nefnd verði eigi tekið betur á komandi hausti en átti sér stað 1963, felur fundurinn stjórn Stéttars,ambandsins að athuga það hvort ekki sé rétt að boða til aukafundar er kanni það hvað bændastéttin geti gert til að ná rétti sínum. Framleiðslumálin 1 framleiðslumálum voru eftirfarandi ályktanir sam- bykktar. „Aðalfundur Stéttarsamb. bænda 8. og 9. júní 1964 be:n- ir því til stjórnar sambands- ins að hún vinni að því við ríkisstjórnina ,að veitt verði fé til n:ðurgreiðslu á því síldar- mjöli. sem notað er til fóð- urs innanlands. 1 þvi sambandi bendir fundurinn á að síldar- mjöl er mest notað til fóðrun- ar sauðfjár þar, sem ræktun er skammt á veg komin. Yrði því sú framkvæmd, aðstoð við þá bændur, sem hennar hefðu mesta þörf, og stuðlaði að meiri og betri framleiðslu sauðfjárafurða.” „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1964 átelur þá viðskipta- hætti með tilbúinn áburð, að bændur viti ekki um tegund- ir og vezð þegar þeir gera á- burðarpantanir sínar. Felur fundurinn stjórn Stéttarsam- bandsins að vera á verði um þetta og annað. er snertir þessa nauðsynjavöru, þar sem góður tilbúinn áburöur á hag- kvæmu verði er undirstaða allrar landbúnaðarframleiðslu. Ennfremur vill fundurinn beina því til stjómar Áburð- arverksmiðjunnar, að hún létti undir með þeim bændum, sem erfiðasta eiga flutninga á landi.” „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1964 beínir því til Græn- metisverzlunar landbúnaðarins, að hún láti bændur sitja fyrir kartöflumarkaðinum á hverj- um tíma og taki á móti kart- öflum frá framleiðendum hlut- fallslega jafnt eftir framleiðslu- magni þeirra.” „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1964 skorar á stjórn þess og Búnaðarfélag íslands að hlutast til um, að íslenzk- ar landbúnaðarvörur verði meira auglýstar heima og er- lendis og hlutverk landbúnað- — Fimmtudagur 25. júní 1064 arins kynnt jieytendum í miklu ríkara mælí,en gert heí- ur verið.” „Aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn 8. og J). júni 1964 lítur svo á að aðkallandi nauðsyn sé á því að einhv^rj- ar ráðstafanir séu., gerðar til hjálpar þe'm bændunr, semi búa í þeim héruðum landsins, sem sauðfjárrækt er stunduð, sem aðalgrein. Ályktar því fundurinn að fela st.iórn Stéttarsambands bænda að fylgja fast fram við ríkisstjórn og Alþingi, kröfu um raunhæfar aðgerðir í þessu máli og bend:r í því sambandi einkum á eftirfarandi atriði: Bættar samgöngur. rafmagn á hvert býli og beinan stuðning við sauðfjárræktma, sem fyrst og fremst yrði smærri búunum lyftistöng.” 1 lánamálum voru eftirfar- andi tillögur samþykktar: „Aðalfundur Stéttarsambands Framhald á 8. síðu. IflFERÐIR I VIKULEGA IUtil SKANDINAVÍU Flugfélagíð býíur yður tíðustu og fljótustu ferðírnar til Kaupmannaháfnar. - v" Frá Kaupmannahöfn greinast flugleiðir um alla Skandinavfu. Munið elnnig beinu ferSirnar til Nóregs annan hvern dag. Stundvfsi, hraði og góö þjón- usta eru kjörorS okkatv /n? ICJEJLAJVjOAIjR. NVR VAGN 0G VANDAÐUR fyrirTVO edaFIMMeÓajafnvelSJÖ \ÍAntoC llXltC ltfm« nnm þ. r\ -fíl llrl i'í i iiPa _fl. fll f '*< t tt tt ... _ • . . _ Vantar yður lítinn bíf, sem þó anrr. Jéi flutningaþörf yðar? A hann að vera „piaktískur“, en þó visilegur? Ef til vill líka kraftmikill, en þó léttur á fóðrum? ^uifið þér að flytja vörur eða verkfæri végna atvinnu yöar, en f'iöiskylduna í frístundum? Og.svo má hann ekki vera of dyr? Hefur yöur verið sagt, að' þér séuð kröfuharður? Miög iíklega, og þaö eruð þár sannar- lega. En hafið þér þá skoðaö Opel Kadett Caravan? Hann er smábill, en býður upp á ótrúlega mögúleika. Tekur tvo í fram- sæti (ásamt fimmtíú rúmfetum af vörum), fimm farþega ef aftursætið er notað — og sjö, sé barnasæti (fæst gegn auka- greiðslu) komið fyrir aftast í bílnum. Vélin er 46 hestafla, g'ír- kassinn fjórskiptur, samhraða. Og um útlitið getið þér sjálfir dæmt. Komið, símið eða skrifið, við veitum allar nánári upp iýsingar. OPEL KADETT CAR A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.