Þjóðviljinn - 30.06.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 30.06.1964, Side 3
Þriðjudagur 30. júní 1964 HÚÐTIUINN SIÐA Farfuglar Framhald af 12. síðu. hefur keypt, og sagði hann. að með þessu væri að hefjast nýr áfangi í starfsemi Farfugla hér á landi. og nú væri eiginlega i fyrsta skipti hægt að veita Far- fuglum sem hingað koma sams konar þjónustu og þeir geta not- ið í öðrum löndum. Húsið er gamalt ibúðarhús sem Farfugl- ar hafa innréttað að nýju og var unnið að því eingöngu í sjálfboðavinnu, mest af ungling- um 17—20 ára. Húsið er allt hið vistlegasta, og verða þar 50 gistirúm. þegar allt er komið í notkun. Leita rstöð Framhald af 1. síðu. skoða 50 konur á dag og u.þ.b. 10000 árlega og fylgjast síðan með þeim á nokkurra ára fresti. Talið er að konur á þessum aldri séu um 44000 á öllu land- inu, þar af 20 þúsund í Reykja- vik. Starfsfólk stöðvarinnar er Alma Þórarinsson yfirlæknir, Ólafur Jensson ráðgefandi lækn- ir, Helga Þórarinsdóttir og Val- gerður Bergsdóttir rannsóknar- konur (frumugreiningar), Guð- rún Broddadóttir og Hertha Jónsdóttir hjúkrunarkonur. Kynþáttaóeirðirnar magnast enn í USA WASHINGTON 29/6 — Ólgan í suðurríkjum Bandaríkjanna sem stafar af mannréttindabar- áttu blökkumanna magnast enn. Um helgina urðu enn miklar róstur í bænum St. Augustine í Flór- ida, þar sem átökin hafa verið hvað hörðust síð- ustu vikumar, og skiptust hvítir menn og þel- dökkir á skotum þar á sunnudaginn. Enn hefur verið sent meira herlið til Mississippi, en leitin að stúdentunum þremur sem hurfu um fyrri helgi hefur ekki borið neinn árangur. Hinar alvarlegustu róstur hóf- ust í St. Augustine á laugar- dagskvöld. Svertingjahatarar skutu á íbúðarhús í einu hverfi svertingja í bænum. Skotið var úr haglabyssu á hvítan ungling sem ók fram hjá hverfinu og særðist hann á öðrum fæti. Tals- menn beggja kenndu hvorir öðr- um um upptök skothríðarinnar. Aukið lið Lyndon B. Johnson forseti, sem staddur var í Minneapolis í Minnesota á laugardaginn gaf þaðan fyrirmæli um að enn m'eira lið úr sambandshernum skyldi sent til Mississippi þar Krústjoffog föruneyti var vel fagnað í Osló OSLÓ 29/6 — Nikita Krústjoff, forsætisráðherra Sovétrík'j- anna, og föruneyti hans var vel fagnað við komuna til Oslóar í morgun, þegar hin opinbera heimsókn hans í Noregi hófst. Fréttamenn segja að viðtökurnar í Osló hafi verið öllu hjartnæmari en í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. í ræðum sem þeir Gerhardsen forsætisráðherra héldu í dag lögðu þeir báðir áherzlu á þá góðu sambúð sem jafnan hefur verið milli Noregs og Sovétríkjanna. í hádegisveizlu sem norska stjómin hélt gestum sínum í Ak- ershus komst Einar Gerhardsen m.a. svo að orði: — Nafn yðar, helra forsætis- ráðherra, hefur verið sérstaklega tengt hugmyndinni um friðsam- lega sambúð ríkja. Ég býzt ekki við að til sé sá maður í Noregi sem er yður ósammála um að sá eigi að vera grundvöllurinn und- ir öllum samskiptum þjóða. En við viljum gjaman að þetta hug- tak væri látið gilda annað og meira en aðeins það að forða | beri stríði og hafi ég skilið yður I rétt. eruð þér einnig þeirrar | skoðunar. Friðsamlcg samkeppni — Þér hafið oft talað um sam- keppni milli ríkja sem búa við ólík þjóðfélagskerfi. Við viljum gjaman taka þátt í slíkri frið- samlegri samkeppni og við erum vissir um að okkar þjóðfélag mun standa sig vel í henni. En ætti þessi samkeppni ekki að einkennast meira af friðsamlegri og vinsamlegri samvinnu en reyndin hefur verið? spurði Ger- hardsen sem taldi alla mögu- leika á auknum viðskiptum og samvinnu Noregs og Sovétríkj- anna á ýmsum sviðum. Alitaf friður — Má ég að lokum ,sagði Ger- hardsen. lýsa gleði okkar yfir hinni góðu sambúð sem ríkir milli þjóða okkar. Þær eru ólík- ar flestum öðrum nágrannaþjóð- pm að því leyti að þær hafa aldrei háð stríð sín á milli. Ar- ið 1905 var Rússland eitt fyrsta ríkið til að viðurkenna fullveldi okkar og í vor minnumst við þess að 40 ár eru liðin frá því að við tókum upp stjórnmála- samband við Sovétríkin. 1 síðari heimsstyrjöldinni börðumst við hlið við hlið gegn hinum nazist- ísku árásarmönnum og hetjudáð- ir sovétþjóðanna vöktu þá al- menna aðdáun f Noregi. Við gleymum þvf ekki að það voru sovézkir hermenn sem leystu Austur-Finnmörk undan okinu og að margir þeirra létu þá lffið. Ræða Krústjoffs Svárræða Krústjoffs var mjög á sömu lund. Hann minntist einnig þeirrar vináttu sem ein- kennt hefði öll samskipti Norð- manna og þjóða Sovétríkjanna og ræddi sérstaklega, eins og Gerhardsen, um sameiginlega baráttu þeirra á stríðsánunum. — Alkunna er að þjóðir okkar hafa átt saman að sælda í mörg hundruð ár og hafa jafnan verið góðir grannar og aldrei herjað hvor á aðra. Við getum fullyrt að vinátta þjóða okkar hefur staðist tímans tönn á sama hátt og fornir múrar þess húss sem við nú erum í. Viðræður á morgun Á morgun, þriðjudag, munu hefjast viðræður forsætisráðherr- anna um sameiginleg áhugamál rfkjanna og munu utanríkisráð- herrarnir Gromiko og Lange taka þátt í þeim, svo og sendiherrar þeirra hvors hjá öðru. sem ennþá hefur ekkert spurzt til stúdentana þriggja sem hurfu í nágrenni bæjarins Philadelphia á sunnudaginn var. Mikil leit hefur verið gerð að þeim og hafði 200 manna lið úr land- göngusveitum flotans verið sent þangað fylkislögreglunni til að- stoðar við leitina. Enginn vafi er talinn á því að stúdentamir sem komu til Mississippi til að aðstoða blökkumenn í réttinda- baráttunni hafi verið myrtir. Johnson ákvað að senda meiri liðsauka til Mississippi að ráði Allen Dulles, fyrrverandi yfir- manns leyniþjónustunnar CIA, sem var sendur þangað að kanna ástandið. Lið til St. Augustínc Fylkisstjórinn í Florída, Farr- is Bryant, hefur einnig sent lög- reglunni í St. Augustine Þðs- nuka, en hann ræddi á sunnu- daginn við talsmenn kynþátt- anna í bænum. Um 200 lögreglumenn fylgdu í dag um 30 svertingjum til baðstrandarinnar við St. Aug- ustine en þar hafa hvað eftir gegn því að Goldwater öldunga- að undanförnu, þegar hvftir of- stækismenn hafa ráðizt á blökku- fólk sem þangað hefur komið. Þetta er talin sigur fyrir blökkumenn bæjaiúns, því fram að þessu hefur lögreglan heldur snúizt á sveif gegn þeim í átök- unum. Gcgn Goldwatcr Mannréttindasamtök blökku- manna (NAACP) samþykktu á aðalfundi sínum í Washington á laugardag að beita sér af alefli gegn þvi að Goldwater öldunga- deildarmaður verði f framboði við forsetakosningarnar í haust. Þetta er í fyrsta sinn á þeim 55 árum sem liðin eru síðan samtökin voru stofnuð að þau samþykkja slíka beina íhlutun í bandarísk stjórnmál. Ástæðan er sú að Goldwater var einn af örfáum þingmönnum Repúblik- ana sem greiddu atkvæði gegn jafnréttisfrumvarpi Kennedys forseta Happdrætti Framhald af 1. siöu. 9. 7 d. Túnin 25% .10. 8.a d. Teigar 25% 11. 6 d. Hlíðar 23% 12. 12 d. Sogamýri 22% 13. 2 d. Skjólin 20% 14. 11 d. Háaleiti 18% 15. Hafnarfjörður 13% 16. 8b d. Lækir 12% 17. Kópavogur 12% 18 Suðurland 11% 19. Norðurl. vestra 10% 20. Vesturland 10% 21 9 d. Kleppsholt 9% 22. Reykjanes 9% 23. Norðurl. eystra 6% 24. Vestfi-rðir 6% 25. lOa d. Heimar 5% 26. Suðurland 5% 27. Vestmannaeyjar 1% Þeir sem vilja geta gert upp við umboðsmenn okkar úti á landi eða sent okkur beint. Utanáskrift er: Happ- drætti Þjóðviljans, ýsgötu 3. Kaktusblóm Framhald af 1. siðu. yzt, innar gulbrún eða gul og hvít innst. Blómin springa ætíð út á kvöldin, standa í allri sinni dýrð um nóttina, en visna svo næsta morgun. Af þvf er nafnið Næturdrottningin dregið. Til er afbrigði með ýmsum rauðleitum og fílabeinslitum litbrigðum, Oft er beðið árum saman eftir nótt drottningarinnar . , . ” Herflugvélar í USA rákust á WASHINGTON 29/6 — Tvær bandarískar herflugvélar rákust á í dag yfir hafinu við Bermúda. Flugvélar þessar voru ætlaðar til björgunarstarfs og var verið að æfa áhafnir þeirra í að kasta sér út í fallhlífum yfir sjó. Nokkrir höfðu stokkið út úr flugvélunum Sjö þeirra hafði verið bjargað þegar síðast frétt- ist, þrjú lík höfðu fundizt, en hinna var saknað. Balletinn Framhald af 12. síðu. Og nú erum við hingað komin og farin að æfa. Þetta leik- hús er að vísu ekki stórt, en mér finnst það þægilegt. Já það er satt, að gryfjan er þröng — ef músíkin legði undir sig sem svaraði fremstu sætaröð þá væri allt í himnalagi. —Hafið þér nokkuð getað svipazt um? — Já, við fórum til Krý&uvík- ur og Hveragerðis og sáum myndarlega gufustróka og þetta skemmtilega landslag sem hlýt- ur að vera svipað því sem kvað vera á tunglinu. En hrifnastur hef ég orðið af birtunni, af þessu sólsetri rétt eftir miðnætti. Ég hef aldrei fyrr séð neitt þessu líkt . . . A. B. Barnah/ól ódýr, traust og vönduð barnahjól nýkomin. Þrihjó! kr. 685,00 kr. 1545,00 (f. 3—7 ára). Miklatorgi. BUNAÐARBANKI ÍSLAN3S opnar tvö ný útibú 1. júlí 1964 Á Sauðárkróki í Stykkishólmi Afgreiðslutími alla virka daga kl. 10—12 og 2—4, nema laugardaga kl. 10—12 f.h. Afgreiðslutími alla virkadaga kl. 10—12 og 1—4, nema laugardaga kl. 10—12 f.h.. — Auk þess föstudaga kl. 6—7 e.h. Sama dag yfirtekur Búnaðarbankinn rekstrarstarfsemi SPARISJÓÐS SAUÐÁRKRÓKS og SPARISJÓÐS STYKKISHÓLMS. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS R.EYKJAVÍK — AKUREYRI HELLU — SAUÐÁRKRÓKI BLÖNDUÓSI — EGILSSTÖÐUM STYKKISHÓLMI. TILKYNNING FRÁ SPARISJÖÐI SAUÐÁRKRÖKS Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptamönnum vorum, að hinn 1 iúlí 1964 mun Búnaðarbanki íslands yfirtaka rekstrarstarfsemi vora á Sauðárkróki. Jafnframt því. sem vér'þökkum viðskiptavinum vorum góð viðskipti undanfarna áratusi. væntum vér þess, að útiþú Búnaðarþankans á Sauðárkróki megi n.ióta þeirra í framtíðinni. SPARISJÓÐUR SAUÐÁRKRÓKF TILKYNNING FRÁ SPARISJÖÐI STYKKISHÖLMS Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptamönnum vorum, að hinn 1. júlí 1964 mun Búnaðarbanki íslands yfirtaka rekstrarstarfsemi vora í Stykkishólmi. Jafnframt því, sem vér þökkum viðskiptavinum vorum sóð viðskipti undanfarna áratugi, væntum vér þess, að útibú Búnaðarbankans í Stykkishólmi megi njóta þeirra í framtíðinni. ARISJÓÐUR STYKKISHÓLMS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.