Þjóðviljinn - 01.07.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1964, Síða 7
Miðvikudagur 1. júlí 1964 Fyrsta sýning í kvöld Fyrsta sýning KÍEF-ballettsins í Þjóðlcikhúsinn hefst klukkan 8 I kvöld, og síðan verða sýningar á hverju kvöldi fram á sunnu- dag, en þann dag verða tvær sýningar, klukkan 3 síðdegis og klukkan 8. — Frá komu balleltsflokksins til Reykjavíkur í gær er sagt í frétt á öðrum stað í blaðinu, en hér er mynd af nokkr- um listamannanna. SKÓLABÖRNIN OG INFLÚENSA ' Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi frá Austur-Land- eyjum: „Hér í Rangárvallasýslu hef- ur að undanfömu staðið yfir sundkennsla í bamaskólum sýslunnar, hér í eystri hlutan- um hefur verið kennt í sund- lauginni í Skógarskóla. Laugin er illa hituð, og fljótt eftir að bömin hófu sundnámið tók að bera á illkynjaðri inflúensu meðal bamanna. Börnin voru flutt á milli daglega, en þeim fór mjög fækkandi, sem gátu tekið þátt í sundinu, af fyrr- greindum ástæðum, t.d. eru nú aðeins tvö börn ferðafær af niu héðan úr hreppnum, og býst ég við áð sömu sögu sé að segja úr öðrum hreppum. Nú skyldi maður halda þégar svo er komið að tekið yrði til- lit til heimilanna, en það er eins og sundkennarar og skóla- yfirvöld vilji standa í stríði til að halda þessu áfram. Á mörgum heimilum er svo ko.m- ið að allir leggjast í flensu, öll verk stöðvast, og er varla við að búast að sárlasið fólk geti mjólkað kýrnar, og bjarg- ast það aðeins með hjálp góðra manna. Nú væri fróðlegt' að vita hvort skólayfirvöld ætla að halda fast við að ljúka sund- kennslunni á áður ætluðum tíma, þrátt fyrir veikindin sem lagzt hafa í fólkið. Frá sjónar- miði heimilanna sem orðið hafa fyrir þessu. er þetta stórvíta- vert.“ ----- ÞIÓÐVILIINN---------------------SIÐA 7 Dæmdur í sekt fyrir leyfís- lausan akstur leigubifreiða □ Fyrir nokkru var maður dæmdur í 1000 króna sekt fyrir að hafa ekið leignbifreið í Reykjavík, án þess að hafa afgreiðslu hjá bif- reiðastöð í borginni og án þess að hafa öðlazt atvinnuleyfi sem leigu- bifreiðastjóri. 1 forsendum dómsins er málsatvikum þannig lýst (milli- fyrirsagnir bladsins): ,,Með bréfi dagsettu 28. febrúar 1962 kærðu úthlutun- armenn atvinnuleyfa leigubif- reiðarstjóra í Reykjavík á- kærðan til refsingar fyrir að hafa stundað leigubifreiða- akstur. án þess að hafa at- vinnuleyfi eða afgreiðslu á bifreiðastöð. Ákærður hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa á ár- unum 1960 og 1961 ekið leigu- bifreiðum, yfirleitt eigin bif- reiðum, fyrir færri en 8 far- þega, til mannflutninga hér í Reykjavík, án þess að hafa afgreiðsluleyfi hjá bifreiðastöð og án þess að hafa öðlazt at- vinnuleffi sem leigubifreiða- stjóri í Reykjavík. Kvaðst á- kærður að jafnaði hafa fengið farþega við samkomuhús, skipafélög, flugfélög og þess háttar, auk þess sem hann hafði tekið farþega ,,á göt- unni“. Sagðist ákærður á nefndum tíma bæði hafa ekið með og án gjaldmælis, þanmg að væri gjaldmælir óvirkur. seldi hann aksturinn sam- kvæmt mínútnaskrá bifreiða- stjórafélagsins Frama, Sam- hliða leiguakstri starfaði á- kærður við hljóðfæraviðgerðir, og taldi hann tekjur sínar hafa verið nokkuð jafnar af hvoiTi starfsgrein. Brýtur ekki í bága við stjórnarskrána Af hálfu ákærðs hefur þvi verið haldið fram honum til sýknu, að refsiákvæði þau. sem hann er ákærður fyrir að hafa brotið brytu í bága við 69. gr. stjómarskrá lýðveldis- ins Islands nr. 33/1944, enda „almenningsþörf" ekki krafizt takmörkunar á fjölda leigu- bifreiða. þá er slík takmörkun var fyrst í lög leidd með 1. nr. 25/1955. f frumvarpi til þeirra laga segir í greinar- gerð, að flutningsmenn, sam- göngumálanefnd neðri deildar Alþingis, flytji , frumvarpið samkvæmt ósk stjórnar Bif- reiðastjórafélagsins Hreyfils. enda nefndin 1 aðalatriðum fallizt á röksemdir málsins, er fram komi í bréfi formanns bifreiðastjórafélagsins, sem prentað er sem fylgiskjal með frumvarpinu. I bréfi þessu segir m.a.: ,,Nú hin síðari ár hefur verið mjög mikið að- streymi manna í stétt vora, þrátt fyrir mjög minnkandi atvinnu i þeirri starfsgrein, þótt fólksekla sé i flestum öðr- um atvinnugreinum til lands og sjávar, og hafa menn sótzt eftir að komast í þessa at- vinnugrein af ímynduðum hagnaði, en slfkt hefur orðið mörgum mönnum til fjárhags- legrar þrengingar, þar sem í hverju tilfelli þarf að kaupa atvinnutæki fyrir tugi þúsunda króna. En reynslan hefur hin3 vegar sýnt, að atvinnan hefur ekki verið nægileg til þess að geta risið undir þeim geig- vænlega kostnaði, sem sam- fara er rekstri leigubifreiða. — Lftum vér svo á af bit- urri reynslu, að ekki verði lengur hjá því komizt, að sett verði löggjöf um fyrirkomulag og rekstur leigubifreiða til mannflutninga, sem- taka allt að 8 farþega. enda er nú svo komið, að í flestum menning- arlöndum hefur verið sett löggjöf um rekstur leigubif- reiða til mannflutninga (sic),.. af þessari stærð, sem hér. um ræðir. — í þessu sambandi má einnig benda á það, að méð því að binda við þessi storf fleiri menn en nauðsyn kref- ur, á sama tíma og framleiðslu- atvinnuvegina skortir fólk, fer geysilega mikið vinnuafl til ónýtis, og verður það þjóðinni í heild til ómetanlegs tjóns. — Með óeðlilegum fjölda manna í þessari starfsstétt er einnig rýrður möguleiki þeirra, sem þar starfa. til þess að hafa mannsæmandi lífsframfæri af atvinnu sinni, en af því hef- ur hins vegar leitt alls kon- ar spillingu, sem er stórmeið- andi fyrir stéttina í heild og borgara landsins almennt. Hjá þessu væri hægt að komast með því að setja löggjöf um rekstur leigubifreiða". 1 um- ræðum um frumvarpið á Al- þingi komu fram ýmis frek- ari rök til stuðnings því, sem og ýmis rök, sem hnigu í gagnstæða átt. Ekki unnt J máli þessu að rekja umræðum- ar frekar, en ekki verða tald- ar nægar ástæður til að líta svo á, að rök takmörkunar á leigubifreiðum hafi verið slík, að lagaákvæði þess efnis verði talin brjóta í bága við 69. gr. stjórnarskrárinnar. Verðux sýknuástæða þessi því ekki tekin til greina. Leyfissynjanir réttmætar 1 annan stað hefur því ver- ið fram haldið af hendi á- kærðs að sýkna bæri hann, ,,þar sem hann hafi átt ský- lausan rétt vegna starfsferils sfns sem bifreiðastjóri til að hljóta atvinnuleyfi (eða réttara sagt halda þvi), er lögin tóku gildi skv. hljóðan laganna Framhald á 9. síðu. Nýtt hefti IR helg- að höfuðborginni Tímaritið ICELAND RE- VIEW, sem hóf göngu sína á síðasta ári, hefur vakið mikla athygli vegna vandaðs frá- gangs og glæsilegra mynda, ekki sízt síðasta heftið, sem birti m.a. mjög fallegar mynd- ir af Surtsey. Nú er komið nýtt hefti af ICELAND REVIEW, annað hefti þessa árgangs, og er það að miklum hluta helgað höfuð- borginni, bæði í máli og mynd- um. Margir af okkar þekkt- ustu Ijósmyndurum hafa þar lagt sitt af mörkum og eru myndimár bæði svart-hvítar og í litum. Heftið er 68 blað- síður, allt prentað á mynda- pappír. Fremst-eru ávarpsorð borg- arstjórans, Geirs Hallgrímsson- ar, en síðan koma myndir og greinar um landnámið í Reykjavík, hitaveituna, skipu- lagsmál borgarinnar, skrúð- garðana, vöxt og uppbyggingu höfuðstaðarins, svipmyndir írá götum . Reykjavíkur, trúar- brögðin og kirkjurnar Grein er og myndir af Ásmundi Sveinssyni og nokkrum verka hans, um Elliðaárnar, útilíf og íþróttir. Þessi kynning gefur heillega mynd af höfuðborginni og nálgast að sumu leyti að vera myndabók. Síðari hluti heftisins fjallar m.a. um sjávarútveg, viðskipti og ferðamál. Stutt grein er eft- ir Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, eins konar inn- gangur. að ýtarlegri grein um tækni íslendinga J síldveiðum, eftir Jakob Jakobsson, fiski- fræðing. Þá er grein um verzl- unarviðskipti Breta og íslend- inga eftir R. T. Hannam, grein um Kaupmannahafnarskrif- stofu Flugfélags íslands, nýju flugvél Loftleiða, viðtal við Agnar Tryggvason um útflutn- ing landbúnaðarafurða, grein um vélsmiðjuna Héðinn, um lýsisframleiðslu Qg þáttur um íslenzkar útflutningsafurðir. Þess er og vert að geta, að auglýsingar í ICELAND RE- VIEW eru vel unnar og marg- ar þeirra prýða ritið stórkost- lega og eru viðkomandi fyrir- tækjum til sóma. Ritstjórar ICELAND RE- VIEW eru Haraldur Hamar, blaðamaður og Heimir Hann- esson, lögfræðingur. Gísli B. Björnsson teiknaði forsíðuna, samsettar táknmyndir fyrir Reykjavík, og sá um allt útlit ritsins. Setberg prentaðí. ICELAND REVIEW er árs- fjórðungsrit á ensku, eins og kunnugt er. Að sögn ritstjór- anna hefur upplag þess vaxið ört. Það vpr eitthvert sinn, er þeir höfðu farið um land og skyldu taka sér náttból við skóga nokkra, og komu Væringjar fyrstir til náttstaðar og völdu þeir sér tjaldstaði þá, er þeir sáu bezta og hæst lágu, því að þar er svo háttað, að land er blautt, og þegar er régn koma þar, þá er illt að búa þar, er lágt liggur. Þá kom Gyrgir, höfðingi hersins, og er hann sá, hvar Væringj- ar höfðu tjaldað, bað hann þá í brott fara og tjalda í öðrum stað, segir að hann vill þar tjalda. Haraldur segir svo: „Ef þér komið fyrri til náttbóls, þá takið þér yður náttstað, þá munum vér þar tjalda í öðrum stað, þar sem oss líkar. Gerið þér nú og evo, tjaldið þar sem þér viljið, í öðrum stað. Hugði ég, að það væri réttur Væringja hér í veldi Grikkjakon- ungs, að þeir skulu vera sjálfráða og frjálsir um alla hluti fyrir öllum möpnum, en vera konungi einum og drottningu þjónustu skyldir". Þreyttu þetta með kappmæli sín í milli, þar til er hvorirtveggja vopnuðust. Var þá við sjálft; að þeir mundu berjast

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.