Þjóðviljinn - 01.07.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 01.07.1964, Side 12
Fillpusi hertoga var vel fagnai af Reykvíkingum Hans konunglega tign Miðvikudagur 1. júlí 1964 — 29. árgangur — 144. tölublað. Síldaraflinn 600 þúsund mál um síðustu helgi -- pppi -'•■- fí ' - 0/ <- v \ !Í«liÍÍIIilÍÍiM ■ , - - , i //,-/< \-/' \v mmm Éfe '■•' Ééiiililli hertoginn af Edinborg Philip prins kom til Reykjavíkur í gær eftir að hafa siglt norður og vestur fyrir land á leið- inni, þar sem hertoginn vildi gjarna • huga að togurum hennar hátign- ar á íslandsmiðum. Varðskipið Óðinn sigldi til móts við konungs- snekkjuna „Britannia“ og fylgdi henni inn Faxaflóa. Er léttbát Brittannia var lagt að Loftsbryggju kl. 5 og her- toginn sté á land ásamt fylgd- arliði sínu, voru þar komnir fyrir að fagna gestunum, for- seti íslands Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra. Guðmundur I. Guð- mundsson og fleira stórmenni. Þar var og fjöldi áhorfenda. sem fögnuðu prinsinum vel, enda al- kuuna að hann er giftur frænd- konu vorri Islendinga Elízabetu drottningu annarri. Þúsundir áhorfenda voru og við Alþingishúsið, er forseti Is- lands og hans konunglega tign hertoginn birtust þar á svölun- um. Forsetinn fagnaði góðum gesti, þá var leikinn þjóðsöngur^ Breta og síðan þakkaði hertog- inn fyrir sig og talaði á íslenzku og tók mannfjöldinn þeirri kurteisi með mikilli ánægju. Er þjóðsöngur Islands var leikinn bað forseti Islands mannfjöld- ann að hylla hertogann með því að taka hraustlega undir fer- íalt húrrahróp. Við svobúið gengu þeir aftur inn í Alþingis- húsið. Síðan var ekið til Bessa- staða og mun hertoginn hafa þeg- ið þar veitingar og athugað fuglalíf. Forsetahjónin buðu til kvöldverðar í Hótel Sögu. I dag mun hertoginn fara fljótt yfir og koma víða við á íslands. Fyrst verður haldið til Þingvalla og í Borgarfjörð til laxveiða. Samdægurs fljúga þeir forsetinn og prinsinn til Akur- eyra.T, þar sem þeir verða leiddir 1 Lystigarðinn til hátíðlegrar móttöku. Sama kvöld verður Við komu Philips hcrtoga til Reykjavíkuró Forseti Islands Ásgeir Ásgeirsson gengur einn fram á bryggjuna og heilsar gestinum. flogið til Mývatns og dvalið þar f á morgun við fuglaskoðun. ■ Þjóðviljanum barst í gær skýrsla Fiskifélags íslands uip síldveiðarnar norðanlands og austan miðað við mið- nætti sl. laugardag og fer hún hér á eftir: Mjög góð síldveiði var sl. viku^ og veður fremur hagstaett, þó var sunnan og suðvestanbræla 22. og 23. júni. Aðalveiðisvæðið var í Héraðs- flóa- og Seyðisfjarðardýpi. Vikuaflinn nam 299.024 mál og tunnur, Qg heildaraflinn á j miðnætti sl. laugardag því orð- inn 600.361 mál og tunnur, sem skiptist þannig. eftir verkunar- aðferðum: f bræðslu 587.842 mál. í frystingu 12.519 uppm tn. Sömu viku í fyrra var aflinn 103.605 mál og tunnur og heild- araflinn þa 237.919 mál og tunnur. Helztu þessar: löndunarhafnir voru Siglufjörður Hjalteyri Krossanes Raufarhöfn Vopnafjörður Seyðisfjörður Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður mál og tn. 128.510 27.085 52.031 115.252 66.873 36.944 30.246 30v442 51.925 Ólög framlengd í Suður-Afríku PRETORIA 30/6 — Lögin, sem heimíla yfirvöldum í Suður- Afríku að halda mönnum í varð- haldi án dóms og Iaga hafa nú verið framlengd í eitt ár, frá deginum í dag að telja. Lögin áttu upphaflega að renna út í dag en Balthazar Vorster dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja þau. Hann hefur upplýst að e.t.v. verði lögin numin úr gildi seinna á árinu. Vorster lýsti því yfir hinn 5. júní. að þá væru 39 menn í fangelsi samkvæmt lögunum, en nefnd, sem kallast „andspymu- nefnd gegn 90-daga lögunum" segir, að alls hafi 682 setið í fangelsi á grundvelli laganna. Engin stjórn enn á Italíu RÓM 30/6 — Forseti Italíu, Ant- onio Segni, ræddi í dag við öld- ungadeildarþingmann kommún- ista Umberto Terracini um stjórnarkreppuna, sem nú hefur staðið í fimm daga. Allir þeir stjómmálaflokkar, sem tóku þátt í stjóm Aldo Moros hafa lýst sig fylgjandi því að mynduð vcrði ný „mið-vinstri“-stjórn Sósíalistar Nennis. sósíaldemó- kratar og lýðveldissinnar hafa stungið upp á því að Aldo Moro verði forsætisráðherra áfram. Kristilegi demókrataflokkurinn styður tillöguna um, nýja sam- steypustjóm flokkanna fjögurra, en hefur enn ekki stungið upp á neinu forsætisráðherraefni. Búizt er við að viðræður við stjómmálaleiðtogana standi út þessa viku. Það er venja að for- setinn ræði málið við núverandi og fyrrverandi forseta þingsins og fyrrverandi forsætisráðherra og foringja stjómmálaflokkanna er mynda skal nýja stjóm. Kíefballettinn kom Stúlkurnar komu í leitirnar í gær Sovézka dansfólkið á Rcykjavíkurflugvelli. f fyrrakvöld var Iýst eftir tveim útlendum stúlkum »em horfið höfðu á Siglufirði á föstudag. Stúlkur þessar rúm- lega tvítugar að aldri. önnur ensk og hin spönsk. höfðu komið til Siglufjarðar þá fyrr f vik- unni og ráðið sig á söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar. Það spurðist til þeirra á föstudag að þær hefðu farið í vörubíl til Haganesvíkur, en menn tóku að óttast um afdrif þeirra um helg- ina, þar sem veður spilltist mjög á Siglufirði, og gerði hríðarbyl f skarðinu, I gær komu bær svo siglandi til Siglufjarðar með Skjaldbreið frá Akureyri og munu hafa dvalizt þar í góðu yfirlæti. Lög- regluþjónninn sem tók á móti þeim á bryggjunni sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær, að stúlkurnar hafi verið mjög leið- ar yfir þeim áhyggjum og fyrir- höfn sem menn hefðu haft út af fjarveru þeirra. Sagði lög- regluþjónninn að þetta kæmi margoft fyrir á hverju sumri, að síldarfólk hyrfi svo í nokkra daga að vinnuveitendur þess vissu ekki um ferðir þess. Allt er rólegt og friðsamt á Siglufirði núna, fátt aðkomu- manna er komið þangr 1 enn, en | búast má við að þeim fjölgi fljótlega nú eftir að söltun hef- I ur verið leyfð. ■ Klukkan hálfsex í gærkvöld lenti flugvél með ballettflokk frá Kíef innanborðs á Reykjavíkur- flugvelli. Þetta er fjölmennur hópur, tæplega fimmtíu manns og var fólkið mjög ánægt með reisu sína um Norðurlönd. Gontar, tengdasonur Krústjofs er fyrir flokknum og lenti hann þegar í pólitískri orrahríð. Meðal þeirra sem tóku á móti balletflokknum var Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, Halldór Laxness forseti MlR og stjómarmeðlimir félagsins. Ung- ar íslenzkar ballerínur færðu hinum sovézku blóm. Sumt af þessu fólki hefur komið hingað til landsins áður. Gontar, forstjóri óperu og bal1 ethússins í Kíef, kom hinr 1958 ásamt frægum fiðlusr ingi. Klímof, og ferðaðist un landið heilan mánuð. Og Kljav- ín. sem nú er helzti ballethöf- undur flokksins, dansaði hér með nokkrum listamönnum öðr- um árið 1957 og hugði gott til endurfunda. Gontar er, sem fyrr segir tengdasonur Krústjofs og kemur kona hans, Júlía, hingað ásamt systur sinni, Elenu, þann fjórða júlí. Dansmeyjar Þar stóðu nokkrar dansmeyj- ar í hóp og létu vel af högum sínum og sögðu að það hefði -'.rið sérstaklega skemmtilegt að ugvélin flaug tvo hringi um- verfis Surt svo að dansfólkið mætti virða fyrir sér furður iandsins. En þær sögðust svo sem ekki vera neinar stjörnur og bentu i fullri vinsemd á unga stúlku. öllu Gavrílenko, sem fer með flest veigamestu hlutverk í þeim balletum sem sýndir verða. Alla Gavrílenko kvaðst ekki vitund þreytt þótt mikið hefði . gengið á í þessari Norðurlanda- ferð. Ferðin hefði verið mjög skemmtilcg og áhrif af henni margvíslegri en hægt væri að gera grein fyrir í stuttu máli. Og ekki væri unnt að segja tll um það hvar móttökur hefðu verið beztar, þær hefðu allstaðar verið með ágætum. Hún sagði að uppáhaldshlut- verk sitt væri Giselle — en þar hafa rnargar rússneskar ballerín- ur náð frægum árangri, allt frá Pavlovu til Úlanovu og Maxím- ovu. Og svo Odette-Odille í Svanavatninu. En báðir þessir balletar. ei-u á dagskrá í Þjóð- Framhald af 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.