Þjóðviljinn - 08.07.1964, Page 1
Númerin BIRT á föstudac
□ Þeir sem enn hafa ekki gert skil í Happ-
drætti Þjóðviljans, eru vinsamlega beðnir að
hafa samband við okkur í dag þar eð vinnings-
númerin verða birt í föstudagsblaðinu. — Skrif-
stofan að Týsgötu 3 verður opin í dag klukkan
9—12 og 1—7 sími 17514.
Gamall póstmeistari á síldarplani
Hér á Raufarhöfn göngum við fram á Þórð Halldórsson, fyrrverandi póstmeistara é Kefla-
víkurflugvelli, og vinnur hann sem smiður í sumar á síldarpianinu Óðni á Raufarhöfn. Hann
er hér að bora gat á tunnurnar og þykir vel liðtaekur scm smiður. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.).
Færeyjaflugi FÍ
stefnt í hættu
Hjúkrunarskorturinn alvarlegt vandamál:
Sjúklingunum ekki séð
fyrir brýnustu jsjónustu
■ Þjóðviljanuim hefur borizt fréttatilkynning frá Fé-
lagi lækna við heilbrigðissitofnanir þar sem segir að ný-
lega hafi 77 læknar og læknakandidatar í Reykjavík und-
irritað mótmæli Itil ríkisstjórnarinnar þar sem gagnrýndur
er sá dráttur sem orðið hefur á byggingu Hjúkrunarskóla
Islands. Telja læknarnir óviðunandi að vegna skorts á
hjúkrun sé ekki hægt að sjá sjúklingum fyrir brýnustu
þjónustu.
f fréttatilkynningu læknanna
segir m.a. svo um þetta mál:
Síðasta Alþingi hafði synjað
um sérstaka fjárveitingu til
þyggingar Hjúkrunarskólans og
fréttir höfðu borizt læknum um
það, að ríkisstjórnin myndi ekki
nota heimild í fjárlögum til sér-
stakrar lántöku í þessu skyni.
Mótmælum læknanna fylgdi
ákveðin áskorun um að hefja
þegar framkvæmdir við bygg-
ingu Hjúkrunarskólans.
Bentu læknar á, að hjúkrunar-
skorturinn væri mjög alvarlegt
ÆFR-ferð
útíbláinn
■ ÆFR fer í kvöldferð út
í bláinn í kvöld kl. 20 stund-
vslega frá Tjarnargötu 20. Öll-
um heimil þátttaka, jafnt fé-
lögum í ÆFR sem öðrum. Sam-
ið hefur verið við Ferðaskrif-
stofuna Landsýn og veitir hún
nánari upplýsingar um ferðina
í síma 22890. — Þátttaka til-
kynnist í skrifstofu ÆFR, sími
17513. — Ferðaklúbbur ÆFR.
vandamál, sem færi vaxandi..
Jafnframt var tekið fram, að
ítrekuð tilmæli læknasamtak-
anna á undanfömum árum til
heilbrigðisyfirvaldanna að vinna
að lausn þessa vanda hefði eng-
Tvö nmferðarslys
Skömmu eftir kl. 8 í gær-
morgun lentu tveir fólksbílar í
árekstri í Skerjafirði og valt
annar bíllinn við áreksturinn.
ökumaður hans sem heitir
Ingþór Sigurbjörnsson, Kambs-
vegi 3, meiddist eitthvað á höfði
og var hann fluttur í slysavarð-
stofuna.
Um kl. 2 síðdegis varð það
slys á Borgartúni að strætis-
vagn lenti aftan á fólksbíl og
kastaðist fólksbíllinn við högg-
ið aftan á vörubíl. Kona sem
ók fólksbílnum og stúlka er
sat hjá henni í framsætinu
blutu báðar minniháttar meiðsli.
Aðalfundur ÆFH
Aöalfundur Æskulýðsfylkingar-
innar í Hafnarfirði verður kl. 9
í kvöld, miðvikudagskvöld, í
Góðtemplarahúsinu (uppi). Dag-
skrá samkvæmt félagslögum.
Æ.F.H.
an sýnilegan árangur borið. Má
í því sambandi geta þess, að á-
ætlað hefur verið, að til að
starfrækja hin nýju sjúkrahús,
sem nú eru í smíðum, muni
þurfa um 150 starfandi hjúkr-
unarkonur til viðbótar við þær,
sem fyrir eru.
Læknar telja með öllu óvið-
unandi, að vegna skorts á hjúkr-
un sé ekki séð fyrir brýnustu
þörfum sjúklinga á sjúkrahús-
um og öðrum heilbrigðisstofn-
unum, svo sem elliheimilum og
hjúkrunarheimilum. — Þannig
snertir hjúkrunarskorturinn alla
sjúklinga, sem sjúkrahúsvistar
þarfnast og er auk þess hemill
á eðlilega þróun og framkvæmd-
ir heilbrigðismála í landinu.
Læknastéttin hlýtur því að Hta
mjög alvarlegum augum, á þá
þróun, að svo brýnt vandamál
er af alþingi og öðrum stjórn-
arvöldum látið sitja á hakanum.
Það skal tekið fram, að um
það bil er læknarnir undirrit-
uðu mótmæli sín hófust viðræð-
ur milli lækna og ráðherra um
h júk runa rvandamáíl i ð með já-
kvæðum árangri að ætla má.
íshrafl út af
Hornbjargi
Tilkynning frá Sif, flugvél
landhelgisgæzhjnnar, kl. 18 í
gærkvöld:
Isinn úti fyrir Vestfjörðum
liggur í 30 sjómílna fjarlægð
frá landi. Norð-austur frá Hom-
bjargi liggur 10—15 sjómílna
belti með íshrafli til suðurs um
Hornbanka og Óðinsboða allt að
Drangaskörðum og Selskeri.
Sí I da rverksm ið j -
an á Raufarhöfn
★ Myndin hér að ofan er tekin
★ fyrir skemmstu á Raufarhöfn
★ um miðnæturbil og sýnir hún
★ síldarverksmiðjuna þar á
★ staðnum. Hún hcfur nú tekið
★ á móti yfir 170 þús. málum
★ til bræðslu og brætt á annað
★ hundrað þús. mál á vertíð-
★ inni en bræðslan hefur stað-
★ ið yfir í 33 sólarhringa. —
★ (Ljósm. Þjóðv. G. M.).
□ Nýleg'a hafa dönsk flugmálayfirvöld til-
kynnt Flugfélagi íslands, að hámarks flugtaks-
þungi á flugvellinum í Færeyjum verði lækkað-
ur frá því sem verið hefur. Þetta hefur það í för
með sér, að farþegafjöldi í Færeyjaflugi Flugfé-
lagsins lækkar, og er það talsvert áfall fyrir fé-
lagið.
Þjóðviljinn hafði í gær tal
af Agnari Kofoed Hansen flug-
málastjóra og sagði hann, að í
gildi væru mismunandi reglur
um hleðslu flugvéla miðað við
flugbraut eftir því hvar í landi
væri. Fram að þessu hefur ver-
ið farið eftir íslenzkum reglum
í Færeyjafluginu, en þær segja
að hámarksþunginn megi vera
12.5 tonn en danskar reglur
aftur á móti að hann sé 12,2
tonn, en eftir brezkum reglum
má hann vera 12,7 tonn, svo
að íslenzkar reglur fara þar
meðalveginn. Nú krefjast Danir
að farið sé eftir dönskum regl-
um með flugtaksþunga.
Þá hafði Þjóðviljinn einnig
tal af Sveini Sæmundssym
blaðafulltrúa Flugfélags Islands,
og sagði hann að þessi krafa
Dana væri Flugfélaginu mikil
vonbrigði og hefði í för með
sér, að Færeyjaflugið yrði rek-
ið með algeru tapi. Einnig lenti
félagið í vandræðum vegna þess,
Lá við alvaríegu slysi í
Sementsverksmiðjunni
Akranesi í gær — Litlu mun-
aði að stórslys yrði í Sements-
verksmiðju ríkisins fyrir nokkr-
um dögum, er rafvirki sem var
að vinna við bilað raftæki fékk
í sig rafstraum. Hann festist
við tæ.kið og var ósjálfbjarga
þar til komið var til hjálpar.
Nánari atvik voru þau, að
Snorri Hjartarson rafvirkja-
meistari starfsmaður verksmiðj-
unnar var að lagfæra bilun í
rannsóknarstofu. Festist Snorri
með báðar hendur við tæki það
er hann var að gera við, en
í verksmiðjunni er 380 volta
spenna. Féll Snorri í gólfið og
mun hafa misst meðvitund um
stund. Svo vel vildi til, að einn
af starfsmönnum rannsóknar-
stofunnar. Hörður Sumarliða-
son, var viðstaddur er slysið
varð og gat hann rofið raf-
strauminn, Snorri brenndist
nokkuð á fingrum beggja handa
og var nokkurn tíma að ná
sér eftir þetta mikla raflost.
að mikið hefur verið bókað af
pöntunum og þá miðað við að
sömu reglur giltu áfram. Þessi
breyting leiðir af sér að flug-
vélarnar geta aðeins flutt 15
farþega til Björgvinjar og Kaup-
mannahafnar í stað 22, og 16
farþega í stað 23 til Glasgow..
Sést bezt af þessu að Flufélag-
ið hefur orðið fyrir tilfinnan-
legu tjóni og áframhaldandi
Færeyjaflugi er stefnt í hættu.
Háskólanum
gefnar 750
þúsund kr.
Kaj Langvad vei'kfræð-
ingur og kona hans, frú
Selma fædd Guðjohnsen.
afhentu Háskólanum í gær,
mánudaginn 6. þ.m.. sjóð
að fjárhæð 120.000.00
danskar krónur, eða u.þ.b.
750.000.00 íslenzkar krón-
ur. Vöxtunum af sjóðn-
um skal varið til að
styrkja menningartengsl
Danmerkur og íslands. Ot-
hlutanir fara fram árlega
eða sjaldnar eftir ákvörð-
un sjóðsstjómar. em skip-
uð er 3 mönnum, og er
háskólarektor formaður.
Þessi sjóður er einn
hinn mesti, sem stofnaður
hefur verið við Háskólann.
Metur Háskólinn mikils
frábæra rausn og vinsemd
gefenda. Mun þessi sjóður
ótvírætt stuðla mjög að
því að efla menningar-
tengsl landanna tveggja.
(Frá Háskóla Islands).