Þjóðviljinn - 08.07.1964, Page 2

Þjóðviljinn - 08.07.1964, Page 2
2 SÍÐA ÞfðranmN Miðvikudagur 8. júlí 1964 Síðbuxur og blússur 123 nemendur i Gugnfræða- skólunum við Vonarstræti 'leryiene heldur enn vem 1 hinni hóróu samKeppni tizKuheinis- ins. Vegna þess hve auðvelt er að meðhöndla það, er hægt að nota það í alls kyns fatnað. Ljósar síðbuxur, eins og sjást hér á myndinni, þarf aðeins að vinda upp og þær Iíta út alveg eins og nýjar. Einnig eru röndóttu blússurnar og blússurnar með brjóstvösunum sem nú eru mest í tízku, framleiddar úr terylene. Hvers vegna vanlíðan? Hinn hertogalegi aðalritstjóri Morgunblaðsins, Matthías Jo- hannessen, virðist vera illa haldinn þessa dagana. Að minnsta kosti gengur maður undir manns hönd meðal hús- karlanna til þess að reyna að gleðja hann og létta hon- um hugarvflið. Þannig flutti einn vitrasti og málhagasti blaðamaður Morgunblaðsins, Vignir Guðmundsson, sérstakt erindi í útvarpið f fyrra- kvöld um verðleika. snilld og einstæða yfirburði húsbónda síns, enda væri litið til hans öfundaraugum af öðrum ó- merkari og getuminni f hópi blaðamanna. Vakti það sér- staka athygli hve gleði Vign- is yfir afrekum vinar síns og yfirboðara var tær og fölskvalaus; þar var hvorki að finna heift né illyrði, og þaðan af síður hafði hann ástæðu til þess að reyna að hefna þess f útvarpi sem hallazt hafði á prenti. Það eitt skorti á að sjónvarpið var ekki komið til þess að flytja svipinn sem fylgdi orð- unum, en raunar færi vel á þvf að dátastöðin bætti úr þeirri missu með þvf að senda út sérstaklega hinn uppljóm- aða gleðisvip á forustumanni félags sjónvarpseigenda. Sem uppbót á þetta ágæta út- varpserindi Vignis birtir svo Velvakandi Morgunblaðsins enn eina grein f gær um á- gæti Matthíasar og makalaus afrek. Nær hann raunar allt að því hertogalegum rit- stjóratilburðum f .stíi sinn er hann minnist bess. ..þegar hertoginn ávarpaði fslendinga af svölum Alþingishússins. Það var ógleymanleg stund öllum sem viðstaddir voru. Það var gaman að sjá and- lit fólksin9 þá stundina, ó- venjuleg sjón hér á landi.“ Það fer sannarlega ekki milli mála framan í hvern Vel- vakandi hefur horft. Framkoma þeirra Morgun- blaðsmanna við yfirboðara sinn er ánægjulegur vottur um ræktarsemi og hlýtt hug- arþel. Hitt á maður erfitt með að skilja hvers vegna ritstjórinn þarf á andlegri hjúkrun að halda, einmitt þeg- ar hann ætti að hrósa sigri á hátindi ritferils sfns. Jafn- vel þótt hann haldi áfram að beita allri framleiðni sinni, sem naumast á sinn líka, tfl þess að semja samtalsbækur. ritgerðabækur. ljóðabækur og leikritabækur, er ekki unnt að ná lengra en hann komst á því sólargeislandi allaufg- aða augnabliki, þegar hann fékk alla þjóðina til að hlæja. — Anstrl. Gagnfræðaskólanum við Von- arstræti var slitið í 9. sinn 12. úní s.l. Óskar Magnússon skóla- stjóri skýrði stuttlega frá skólastarfinu á liðnu skólaáii og úrslitum prófa. Fastir kennarar voru 9 auk skólastjóra, en stundakennarar 4. Innritaðir voru 123 nemend- ur í 5 deildum. Að þessu sinni voru engir siðdegisbekkir starfandi í skól- anum. Landspróf þreyttu alls 111 nemendur innanskóla og 3 ut- anskóla. Prófi luku alls 108. stóðust 103. þar af 55 með framhaldseinkunn. Hæstu einkunnir að þessu sinni hlutu Helga M. ögmunds- dóttir, I. ágætiseinkunn, 9,18 og Einar Thoroddsen, I. ágæt- ise'nkunn, 9,00. Verðlaun voru veitt þeim nemendum. sem sköruðu fram úr í námi og einnig þeim nem- endum, er unnu að félagsstörf- um eða höfðu á hendi trúnað- arstörf fyrir skólann. Húsmæður, ungar stúlkur Nú á tímum hraða og rót- leysis er það nauðsynlegra en allt annað að endurvekja sanna heimilismenningu. Til framandi landa getum við bor- ið systurhug — falslausan systurhug En þá er tilfinn- ingalifið komið út í ógöngur, ef viðkvæmustu tilfinningam- ar og helgustu skyldurnar eru ekki tengdar ísienzkum heim- ilum og Islandg niðjum. Lítilsháttar heilræði vil ég þvi gefa ykkur. Gerið það sem í ykkar valdi stendur, leynt og Ijóst, til að halda óholl- um truflandi áhrifum frá börnunum, sem hvaðanæfa þrýsta sér inn á bömin, og þau eru viðkvæmust fyrir á fyrsta bernskuskeiði. Ef rétti- lega er að bömunum hlúð, verður um gagnkvæm uppeld- isáhrif að ræða milli þeirra<S> og mæðranna. Hing.að til hef- ur þótt meir en nóg að því gert með siðspillandi kvik- myndafargani, að afvegaleiða bömin frá þjóðhollum upp- eldisáhrifum. Þið mæður, hvggið vel að því, að börnin em viðkvæm- ust fyrir öllum áhrifum um það leyti, sem þau eru að læra móðurmálið. Fáið ykkur því heldur, í stað sjónvarps- viðtækis, lítinn borðvefstól, sem vefa má í ýmsa muni til Sólveig Eggerz sýnirí Mokka Sunnudaginn 5. júlí opnaði frú Sóveig Eggerz Pétursdóttir mál- verkasýningu í Mokkakaffi á Skólavörðustíg. Á sýningunni eru 30 myndir, sem eru unnar á all- nýstárlegan hátt. Frúin hefur í tómstundum sínum gengið á fjörur og tínt rekavið. Rekavið þennan þurrkar hún og hreinsar og málar síðan á hann ýmsar kynjamyndir með olíulitum. Auk olíulitanna notar frúin litað gler og steina til skreytingar. Mynd- imar eru allar unnar í vetur. Þær eru til sölu og hafa nokkrar þegar selzt. Sýningin mun standa i þrjár vikur, en síðla í ágúst hyggst frú Sólveig opna aðra málverkasýningu í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þar mun hún sýna vatnslitamyndir, olíumyndir og olíukrítarmyndir. heimilisprýði og leyfið börn- unum að fylgjast með því hvernig munstrin koma í voð- ina eitt eftir annað. með ýms- um blæbrigðum. Þetta gefur heimilunum mikið gildi í aug- um barnanna og örvar skap- andi hæfileika þeirra. Svona borðvefstóll, með 15 —20 kennslustundum og efni í prufustykki, mundi ekki kosta meira en sjónvarpsvið- tæki, og á svona vefstól má kenna jafnt 10 ára telpum sem konum á öllum aldri. Undirrituð er fús til að veita alla fyrirgreiðslu hér að lútándi, eftir beztu getu. Kon- ur, sendið skriflega umsókn. Vinsamlegast, Guðrún Pálsdóttir, Bólstaðahlíð 9. Hringflug yfir AustfirÖi Neskaupstað í gær — Mikill fólksstraumur hefur verið hing- að austur áð undanförnu og flugvél Flugsýnar haft nóg að gera við mannflutninga, oft flog- ið hingað þrisvar á dag. Um helgina var efnt til hringflugs með Flugsýn yfir Austfirði og buðu 2 fyrirtæki hér, Dráttar- brautin og Síldarbræðslan, starfs- fólkinu í slíka flugferð. Flugvélin fór alls 9 feröir með 72 farþega, skyggni var gott og höfðu þátt- takendur mikla ánægju af ferð- inni. — H.G. Byggðasafn á Selfossi A sunnuilag var opnað á Selfossi hið nýja safnhús Ar- ncsinga að viðstöddum forseta Islands og fleiri góffum gestum. Húsið er um 1700 fermetrar og stendur við Tryggvagötu skammt frá Sundlauginni. Bygg- ingameistari var Kristinn Vig- fússon, en hann hefur byggt flest stærstu húsin á Selfossi. Páll Hallgrímsson rakti bygg- ingasögu hússins og aðdraganda að stofnun safnsins. I einum sal í húsinu hefur verið komið fyrir hinu dýrmæta málverka- safni Ásgríms Jónssonar, sem frænka hans Bjamveig Bjama- dóttir gaf Árnesingum fyrir nokkru. Minni ,Gullfoss' Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum Þjóðviljans, færði dr. Richard Beck prófessor Eimskipafélaginu ljóð sitt „Minni Gullfoss" í síðdegisboði um borð í skipinu sl. föstudag. Við það tækifæri flutti prófessorinn ávarp og sagði þá m.a. að hann hefði verið 17 óra er eldri Gull- foss kom til landsins 1915 Qg gagntekinn hrifningu — eins og þjóðin öll — á glæsilegum farkosti kveðið sitt fyrsta ljóð, tileinkað skipinu. Nær 40 árum síðar hefði hann notið góðrar ferðar með nýja Gullfossi og þá hafi sér fundizt óhjákvæmilegt að reyna að bæta æskuljóð sitt, gera brag- arbót. Kvæðið varð til á leiðinni milli Skotlands og Kaup- mannahafnar 28. júlí 1954 og flutt samdægurs á sam- komu um borð. Á yngri dögum eitt mitt fyrsta ljóð ég orti, fríða skip, um nafna þinn. Hann kveikti í þjóðar hjörtum heita glóð, er hafnir landsins gi^'ti fyrsta sinn. Hann börnum íslands vonafylling var, og vonir nýjar þeim í skauti bar. í æsku brann mér sævarþrá í sál, þá sigldu víða drauma minna skip, og enn mér huga hitar öldumál og heillar særinn blár með töfrasvip. Því var mér, „Gullfoss“, fagnaðsför méð þér, um fornar víkingsslóðir ljóma ber. Með sóma berðu 'fossins fagra nafn, í fegurð þinni speglast svipur hans. Um hvelfda barminn þinn og sterkan stafn vér streyma finnum hjartablóð vors lands, því draumur rættur Varsitu vorri þjóð og vonadirfsku nýrrar kveiktir glóð. r- > j . Með fánann kæra strengdan hátt við hún þú höfin brúar, eykur sæmd vors lands, í sögu þjóðar ritar glæsta rún og rósum prýðir hennar frægðarkrans. Þér fylgi heillir, fagurprúða skip með feðralandsins tign í björtum svip. RICHAítD BECK. Verkamenn óskast strax mikil vinna. Upplýsingar í síma 23276 kl. 6—7 e.h. MALBIKUN h. f. VDNDUfi F || n ODYR U II Offíspof^jonssún Jlafnamtmttk HAPPDRÆTT! HÁSKÓLA ÍSLANDS Á föstudag verður dregið í 7 flokki. 2.200 vinningar að f járhæð 4.020.000 krónur Á morgun eru seinustu forvöð að endumýja. 7. FLOKKUR: 2 2 52 180 1.960 200.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 5.000 kr. 1.000 kr. Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 2.200 400.000 kr. 200.000 kr. 520.000 kr. 900.000 kr. 1.960.000 kr. 40.000 kr. 4.020.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.