Þjóðviljinn - 09.07.1964, Qupperneq 2
SÍÐA
MÓÐVILJINN
Fimmtudagur 9. júlí 1964
Aðalfundur Félags mennta-
skólakennara var haldinn að
Laugarvatni dagana 21. og 22.
júní. Fundínn »átu kennarar
frá öllum þremur menntaskól-
um landsins.
Helztu mál> sem fyrir fund-
inum lágu, voru hugsanlegar
breytingar á menntaskólakerf-
inu og kjaramál menntaskóla-
kennara.
Framsögn um skólakerfið
hafði Jóhann Hannesson, skóla-
meistari, og lagði hann fram
hugmyndir að nýju skipulagi,
sem milliþinganefnd var falið
að fjalla um. Hinar nýju hug-
myndir skólameistara vöktu
mikla athygli, enda í þeim gert
ráð fyrir töluverðu valfrelsi
milli námsgreina, a.m.k. í
tveimur efstu bekkjum skól-
anna. Eins og kunnugt er, sit-
ur nú stjórnskipuð nefnd und-
ir forsæti Kristins Ármanns-
sonar rektors, og er henni ætl-
að að gera tillögur um breyt-
ingar á menntaskólakerfinu.
Þess má loks geta, að á funai
að Laugarvatni 1958 í Félagi
menntaskólakennara kom fram
mjög eindregin áskorun til
menntamálaráðherra um stofn-
un nýrrar deildar (miðde:ldar)
við menntaskólana, og vöktu
þær tillögur mikla og almenna
athygli á þeim tíma. Er þess
nú vænzt, að skriður komist
á þetta mik'lsverða mál.
Ýmsar ályktanir voru gerð-
ar á fundinum, t.d. áskorun
til rektors og skólameistara um
að láta leggja niður latínu-
kennslu í 4. bekk stærðfræði-
deildar, og tillaga um styttingu
próftíma í menntaskólunum.
Stjóm Félags menntaskóla-
kennara var endurkjörn, en
hana skipa: Gunnar Norland
(form.). Guðni Guðmundsson
(ritari) og Guðmundur Arn-
laugsson (gjaldk.).
um félagsins.
Fráfarandi formaður Þor-
bjöm Jóhannesson flutti
skýrslu stjómarinnar og var
hún samþykkt samhljóða. Jón
Eyjólfsson las upp endurskoð-
aða reikninga félagsins og vor'
þeir samþykktir samhljóða.
Jónas Gunnarsson var kos-
inn formaður félagsins og með-
stjórnendur Þorbjöm Jóhann-
esson og Jón Júliusson.
1 varastjóm voru kosnir Jón
B. Þórðarson og Jóhann Gunn-
laugsson. Þorvaldur Guð-
mundsson var endurkjörinn
fulltrúi í stjórn Kaupmanna-
samtakanna og Þorbjörn Jó-
hannesson til vara.
Tilboði í viðbyqgingu Lauga-
lœkfarskóla tekið
Danskar sögur
fró A B
Almenna Bókafélagið heldur
uppi vinskap við danskar bók-
menntir þessa sumarmánuði.
Félagið gefur út 2 stuttar skáid1-
sögur danskar. Önnur er eftir
Steen Steensen Blicher og nefn-
ist Vaðlaklerkur (Praesten í
Vejlby) og er efni hennár sótt
í frægt sakamál. Gunnar Gunn-
arsson þýddi bókina. Hin sag-
an nefnist Ehrengard og er það
síðasta skáldsagan sem hinn
þekkti kvenrithöfundur Karen
Blixen lét frá sér fara. Áður
hefur komið út á íslenzku bók
er nefnist Jörð í Afríku eftir
höfundinn. en hún átti um skeið
heima í Kenya. Kristján Karls-
son þýddi bókina,-
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í fyrradag tillögu frá
stjóm Innkaupastofnunarinnar
um samninga við Halldór Back-
mann byggingarmeistara um
byggingu annars áfanga Lauga-
lækjarskóla fyrir kr. 13 milj.
515 þús. kr.
Alls bámst fimm tilboð í
verkið. Lægst frá Snæfelli h.f.
12 milj. 950 þús. kr.. frá Halldóri
Backmann 13 milj. 715 þús. kr.
Brú h.f. 14 mflj. 315 þús. kr. og
Amljóti Guðmundssyni bygg-
ingameistara 16 milj. 488 þús.
kr. Loks barst óundirritað tilboð
sem mun hafa verið frá Böðvari
Bjamasyni byggingameistara, —
hljóðaði það upp á kr. 14 milj.
og 800 þús.
Lægstbjóðandi. Snæfell h.f.
gát ekki “ lagt fta'TÁ' fiTskildá
tryggingu og óskaði að vera leyst
frá verkinu og var því samið
við næstbjóðanda. Áætlun bygg-
ipgadeildar borgarinnar um
kostnað við yerkið var kr. 13
milj. 190 þús. kr.
Samþykkt var á fundi borgar-
ráðs í fyrradag að tillögu stjóm-
ar Innkaupastofnunar Reykja-
víkurborgar að taka tilboði frá
Véltækni h.f. að upphæð kr. 8
milj. 293 bús. kr. í lagningu hita-
veitu í Grensásveg og austur-
hluta Fellsmúla.
Önnur tilboð sém bárust voru
frá Verk h.f. kr. 10 milj. 641
þús. og Almenna byggingafé-
laginu kr. 10. milj. 728 þús.
Tilboði lægstbjóðanda er 18%
hærra en áætlun verkfræðinga
hitaveitunnar um kostnað við
verkið.
Norðurlandaför Krúsjofs er lokið en alvarleg blö ð rökræða enn árangur heimsóknarinnar og áhrif
hennar. Minnstir urðu kærleikar milli gests og g estgjafa í Svíþjóð, en þó hefur allt leikið í Iyndi
þegar þessi mynd var tekin á Skansinum þegar fo rsætisráðherrann heilsaði upp á þjóðdansafólk.
Þ/óðhátíðardagur í Malí
Liverpool
kemur hingo?
Framhald af 5. síðu.
og þótt sigurlíkur íslenzka liðs-
ins séu engár, þá munu knatt-
spyrnuunnendur fagna þvi að
fá tækifæri til að sjá Eng-
landsmeistargna í knattsp.yrnn
.leika hér á landi.
Liverpool hefur oftsinnis
orðið enskur meistari í knatt-
spyrnu, og í liðinu eru all-
.margir af snjöllustu mönnum
~Óæði ' enska og skozka lands-
liðsins í knattspyrnu.
Ian St. John er miðherji liðs-
ins og jafnframt skozka lands-
liðsins. Markvörðurinn Tom
Lawrence er einnig í skozka
landsliðinu. Af öðrum frægum
köppum liðsins má nefna: Rog-
er Hunt (i enska landsliðinuv
R. Thomson, Gordon Milne.
Gerald Byrne, Thomas Smitv
Kevin Lewis o..fl.
Fyrri leikur KR og Liver-
pool verður sennilega háður í
Liverpool í lok ágúst, en báð-
um leikjum á að vera lokið
fyrir 15. október. Einhverntíma
í september má því vænta
Englandsmeistaranna hingað.
Man er eitt aí mörgum ríkjum, sem fyrir fáum á um urðu til úr víðáttumiklu nýlenduvcldi Frakka
í Afríku. Þeir Malímenn hafa síðan farið sínar eigin leiðir og stefnt að því að draga úr áhrifum.
fyrri húsbænda í landinu. — Hér sjást konur í Malí halda upp á þjóðhátíðardag landsins.
Nafnaruglingur í Neskaupstað
Sildarstúlkur á söltunarstöðinni Ás munu hafa rekið upp stór augu er þær séu Þjóðviljahn frá því
í gær því nöfnin undir myndunum höfðu heldur betur brenglast svo og aldursákvörðunin. Við
birtum nú myndina aftur en á henni sjást Gerður Sæmundsdóttir frá Ólafsvík, dóttir hennar Asdis
Traustadóttir og — lengst til hægri Sigurbjörg Eiríksdóttir frá Neskaupstað. Barnahópur Klöru
Hjelm er ííka stærri en við héldum — hún á tíu börn en ekki sjö.
Ályktun menntaskólakennara:
Styttrí próftíma í
menntaskólunum
Nýr
húsbóndi
Morgunblaðið telur á sunnu-
daginn var „ólíklegt að út-
nefning Goldwaters sem fram-
bjóðanda fyrir Republikana-
flokkinn í forsetakosningun-
um verði hindruð úr þessu“.
Einnig bendir blaðið á að .,í
Evrópu mótist allar umræður
um væntanlegt framboð Gold-
waters af tortryggni og van-
trausti á stefnu hans í al-
þjóðamálum". Og verði Gold-
water frambjóðandi treystir
enginn sér til að fortaka að
hann nái kjöri, því dómgreind
bandarískra kjósenda er lé-
legasta trygging sem hægt er
að hugsa sér.
Svo mjög sem ritstjórar
Morgunblaðsins gagnrýna
Goldwater væri fróðlegt ef
þeir vildu skýra frá því hver
viðbrögð þeirra yrðu ef hann
næði þrátt fyrir allt kosningu
sem forsetj Bandarfkjanna
Myndu þeir þá eins og nú
mæna á Bandaríkjaforseta
eins og guð og fylgja boði
hans og banni í einu og öllu?
Myndu þeir þá eins og nú
telja það skyldu sína að styðja
hverja kröfugerð Bandaríkj-
anna á hendur Islendingum?
Myndu þeir þá eins og nú
telja hemámsframkvæmdir hér
á landi einkamál bandarískra
sérfræðinga og óviðkomandi
íslendingum, jafnvel þótt
Goldwater taki til við að
framkvæma þá stefnu sína að
„leysa" alþjóðleg deilumál
með kjamorkusprengjum?
Myndu þeir þá eins og nú
telja bandarískt þjóðfélag
sanna fyrirmynd fyrir íslend-
inga?
En raunar veit maður svar-
ið við þessum spumtngum.
Ritstjórar Morgunblaðsins eru
trúir og tryggir, og þeir þyrftu
ekki einusinni að breyta
stílnum á forustugreinum sín-
um um alþjóðamál þótt hús-
bændaskipti yrðu í Washing-
ton. Goldwaterslegri skrif en
leiðarar Morgunblaðsins munu
naumast fyrirfinnast utan
Arizona. — Austri.
Frsólsíbróttír
Framhald af 5. siðu.
200 m. hlaup:
Henry Carr 20,2 sek.
400 m. hlaup:
Ollan Cassell 45,9 sek.
800 m. hlaup:
Jerry Siebert.
1500 m. hlaup:
Dyrol Burleson 3.38,8 mín.
5000 m. hlaup:
Bob Schul 13.38.0 mín.
10.000 m. hlaup:
Peter McArble 29.03,4 mín.
3000 m. híndrunarhlaup:
Jeff Fishback 8.33,2 mín.
110 m. gríndahlaup:
Hayes Jones 13,4 sek.
400 m grindahlaup:
Jay Luck 49,4 sek.
Kúluvarp:
Dallas Long 20,02 m.
Stangarstökk:
John Pennel 5.20 m.
Kringlukast:
Al Oerter 62,94 m.
Langstökk:
Ralph Boston 8,37 m. (meðv).
Sleggjukast:
Harold Connolly 69,03 m.
Hástökk:
John Thomas 2,15 m.
Félag kjötverzl-
ana heldur aðalf.
Aðalfundur Félags kjötverzl-
ana 1964 var haldinn fyrir
skömmu.
I upphafi fundar minntist
formaður látins félaga. Lárus-
ar Lýðssonar vérzlunarstjóra.
en hann var einn af stofnend-
Friðsamleg sambúð á Skansinum
)