Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 5
Flmmtudagur 9. júlí 1964 ÞJðÐVILIINN SlÐA g Frjálsíþróttamót í kvöld SÆNSKTFRJÁLSÍÞRÓTTA FÓLK KOMIÐ í BODIÍR Ellefu sænskir frjálsíþróttamenn, þar af ein stúlka, eru komin til Reykjavíkur á vegum íþróttafélags Reykjavíkur. Tekur sænska íþrótta- fólkið þátt í þremur frjálsíþróttamótum hér á landi. Þetta íþróttafólk er frá fé- laginu YMER í Borás. YMER er eitt af betri íþróttafélög- um Svíþjóðar í frjálsíþróttum. Innan f élagsins eru . þó ekki yfirburðamenn, nema þá helzt stúlkan Ulla Britta Wieslander, sem er sænskur methaf i í nokkrum greinum, en hún er ekki með í Islandsferðinni. Þess er að vsenta að íþrótta- unnendur fjölmenni á íþrótta- mótin, sem Svíarnir taka þátt ^.j^^j í hér, enda verður þessi keppni stærsti frjálsíþróttaviðburður- inn hér á landi það sem af er sumri. Þeir Ymermenn taka þátt 1 þrem mótum hér á landi, 3ja félaga keppni á Melavell- inum í kvöld klukkan 20 en þá eigast við Ymer, KR og ÍR. Keppa tveir menn frá hverj- um aðila í níu greinum. Keppt verður í 100 m, 400 m, 1500 m, 110 m grindahlaupi, 4x100 m boðhlaupi, langstökki. þrístökki, sleggjukasti og spjótkasti. Einn- ig verður aukakeppni í lang- stökki kvenna, sem hefst kl. 19.15 og strax að þeirri keppni lokinni hefst keppni í hástökki karla, sem einnig er aukagrein. Keppt verður og í 100 m hlaupi sveina og kvenna. 1 langstökki kvenna keppir sænska stúlkan Birgitta Persson, sem stokkið hefur svipað og íslenzku stúlk- urnar eða tæpa fimm metra. Svíarnir halda til Akureyrar á föstudag og keppa þar á frjálsíþróttamóti á laugardag og sunnudag. Einnig fara nokkrir af beztu frjálsíþróttamönnum höfuðstaðarins norður og keppa á mótinu ásamt bezta frjáls- íþróttafólki norðanlands. Síðasta mót Svíanna verður á Laugardalsvellinum 14. júlí. Sænsku íþróttamennirnir .eru svipaðir og þeir íslenzku í sleggjukasti, Þóröur B. Sigurðs- Bernt Andersson ..., 110 m. grindahl. á 15,4 .... son hefur kastað lengst 52.31 m í sumar, en betri Svíinn 51,85 m. 1 110 m gr. á Valbjörn bezt 15,4 sek í sumar eða ná- kvæmlega það sama og Svíinn Bernt Andersson. I spretthlaup- unum eru okkar menn svipaðir þeim sænsku og það sama er að segja um þrístökkið. Beztu menn okkar í millivegalengdum eru aðeins betri en Svíarnir. Ekki er að efa, að gott er fyrir okkar menn að fá tæki- færi til að keppa við hina sænsku íþróttamenn núna rétt fyrir landskeppnina við Vest- ur-Noreg, sem er 20. og 21. iúlí. Ekki er gott að spá neinu um úrslit þriggja félaga-keppn- innar í kvöld. en flestir munu spá sigri KR. Alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Moskvu Tsjeljakova stökk 6,70 í langstökki Á alþjóðlegu frjáls- ^W^J^1^^^ íþróttamóti í Moskvu ' *&*« r <4É um síðustu helgi náðist j$s» athyglisverður árangur í mörgum greinum. — Mótið var til minning- ar um bræðurna Zam- enskí. Kjartan Guðjónsson (til vinstri) og Leif Andersson, sænskur meistari í tugþraut 1962. — (Ljósm. Ragnar Snæfells). Eitt bezta knattspyrnulið heims kemur hingað í haust KR KEPPiR VIÐ UVERP00L 100 m. hiaup: Figuerola (Kúbu) 10,2 sek. B. Jutkov (Sovétr.) 10.4 sek. N. Politiko (Sovétr.) 10,4 sek. Langstökk: L. Barkovskí (Sovétr.) 7,87 m. A Gefevre (Frakkl.) 7,77 m. A. A. G. 110 m. grindahlaup: Mikailov (Sovét) 13,9 sek. Kontariev (Sovét.) 14,0 sek. 14,1 sek. 13.45,0 mín.^ 13.45,6 mín. 13.49,8 mín. / EVROPUBIKARKEPPNINNI íslandsmeistararnir í knattsipyrnu 1963, KR, keppa við Englandsmeistarana, Liverpool, i fyrstu umferð Evrópubikarkeppni meistaraliða.^ Þetta þýðir það að íslenzkir knattspyrnuunnend- ur fá tækifæri til að sjá eitt bezta knattspyrnu- lið heims sýna listir sínar hér á Laugardalsvell- inum. Belfast (N-Irl.) — Panathin- aikos (Grikkl.). Dukla Prag (Tékk.) — Gornik Pólland). Sterkir mótherjar KR fær til móts við sig einn sterkasta aðilann í keppninni, Framhald á 2. síðu. Cornachia (It.) 5000 m. hlaup; V. Orientas (Sov.) M Wiggs (Bretl.) A. Barabas (Rúm.) Hástökk: R. Sjavalkatse (Sovét) 2.10 m. A. Kamarskí (Sovét) 2,10 m. Kringlukast: Ludvig Danek (Tékk.) 59,36 m. Z. Begier (Pólland) 56,74 m. Stangarstökk:' R. Tomasek (Tékk.) 5,00 m. Roman Locek (Júgósl.) 4,70 m. 4x100 m boðhl.: Sovézk sveit 40,0 sek. Sleggjukast: R. Klim (Sovét). 66,58 m G. Kontratsjov (Sov.) 66,35 m. A. Boltovskí (Sovét) 65,99 m. V. Tatjana Tsjeljakova 6,70 m. í. langstökki 400 m. grindahlaup: Anissimov (Sovét) 50,8 sek. Framhald á 9. síðu. í gær var dregið um það hvaða lið skuli keppa í fyrstu umferð. Þessi listi lítur þann- ig út. (Liðin, sem talin eru á undan, leika á heimavelli í fyrri umferð): ' Liverpool (Engl.) — KR (ísl). Odense 09 (Danm.) — Real Madrid (Spánn). Glasgow Rangers (Skotl.) — Red Star (Júgósl.). Lyn (Noregi) — Lahden Reip- as (Finnl.L Malmö SF (Svíþjóð) — Loko- motive Sofia (Búlgaría). D.W.S. Amsterdam (Holl.) — Fenermache (Tyrkl.). St. Etienne (Frakkl.) — La Chaux de Fonds (Sviss). Rapid Wien (Austurr.) — Shamrock Rovers (írl.). Chemnitz Leipzig (A-Þýzk.) — Gyor Vasa (Ungverjal.). Sliema (Malta) — Dynamo Bukarest (Rúm.). Partisan Tirana (Alb.) — Köln (V-Þýzkal.). Benfica (Port.) — Aris (Lux- emburg). Anderlecht (Belg.) — Bologna (ítalíu). íþróttafulltrúar NorBurlanda Dagana 12. til 16. júní héldu íþróttafulltrúar Norðurlanda fund, en Þorsteinn Einarsson. íþróttafulltrúi, stjómaði fund- inum. Hefur það verið venja um hríð að íþróttafulltrúamir ættu með sér fund annað hveri ár. Fundurinn hófst í Reykjavík. en fór svo fram að Laugar- vatni, Kleppjárnsreykjum og Reykjaskóla. Skoðuðu fundar- menn íþróttamannvirki i Reykjavík, að Laugarvatni, Haukadalsskóla, Flúðum í Hrunamannahreppi, Selfossi, Hveragerði, Kl-?pp j árnsre;-k: ¦• iim. Reykhoiti. Varmaiandi og Frábær afrek .á úrtökumóti í New York FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN í USA VALDIR TIL ÞÁTTTÖKUIOL O Fyrstu 16 olympíuþátttakendurnir úr hópi bandarískra frjálsíþróttamanna hafa nú verið valdir, eftir úrslitin á úrtökumóti í New York um síðustu helgi. Heimsmethafanum í stangar- stökki, Fred Hansen. tókst ekk' að tryggja sér þátttöku í OL og ekki heldur hlauparanum Reykjaskóla og fylgdust með kennslu í leikfimi og glímu hjá Iþróttakennaraskóla ts- Iands og sundkennslu og sundkennslu að Reykjaskóla. Aðalumræðuefni fundarins var: 1. Sundkennsla og sundlaug- ar. 2. Iþróttakennsla í skólum dreifbýlis. 3. Stórir íþróttasalir með' færanlegum skiptivegg. 4. Leiksvæöi skóla. Á Norðurlóndum starfa nú á vegum fræðslumálastjórnanna íþróttafulltrúar og sót*-ij þeir allir fundinn nema einn, sem var forfallaður. JOHN PENNEL stökk 5,20 og kemst á OL. Jim Beatty. Þeir. sem komu næst sigurvegurunum (þ.e. 2. og 3. maður) á þessu móti, fá tækifæri til að komast i olym- píuliðið, ef þeir ná tikkyld- um árangri á úrtökumóti, sem háð verður í Los Angeles í septembermánuði. Meðal þeirra, sem eru gjörsamlega úr leik, eftir þetta úrtökumót, eru Jim Beatty. sem ekki lauk við 5000 m., John Uelses, sem ekk' tókst að stökkva 4,65 í stang- arstökki, Adolph Plummer, heimsmethafi í 440 jarda hlaupi og hlaupararnir Dave Archibald (400 m.) og Jim Dupree (800 m.). Nefndin, sem skipuleggur bandarísku þátttökuna í OL. ákvað að Bob Hayes, sem er meiddur á fæti, skyldi fá að taka þátt í mótinu í Los Ang- eles í september. B-IandsliS í knattspyrnum Landsliðsnefnd KSÍ hefur nú valið B-landslið, sem leika á landsleik í Færeyjum síðar í þessum mánuði og er það þann- ig skipað: Helgl, Daníelsson Akránesi sem er fyrirliði, Hreiðar Ársæls- son KR, Árni Njálsson Val, Þórður Jónsson KR, Björn Júl- íusson Val, Matthías Hjartarson Val, Baldur Scheving Fram, Skúli Ágústsson Akureyri. Gunn- ar Felixson KR, Kári Árnason Akureyri, Hermann Gunharsson Val. Varam«!nn: Gísli Þorkfelssojn KR, Sveinn Jónsson KR, Sigurð- ur Friðriksson Fram. Liðið fer utan með flugvél hinn 17. 'Júlí n.k. og fer irá Færeyjum með skipi 20. julí. Fararstjóri verður Biörgvtn Schram, formaður knattspyrna- sambandsins. NæstkQmandi föstudagskvöld fer fram á Laugardalsvelli mQli A-landsliðs og B-Iandsliðs og verður A-landsliðið skipað þann- ig: Heimir Guðjónsson KR, Jo- hannes Atlason Fram, Jón Stef- ¦ínsson Akureyri, Sveinn Teits- son Akranesi, Högni Gunnlaugs- son Keflavík, Jón Leósson Akra- nesi, Axel Axelsson Þrótti, Ey- leifur Hafsteinsson Akranesi, Rikharður Jónsson Akranesi, sem er fyrirliði, EUert Schram KR, Gunnar Guðmannsson KR. Varamenn fyrir" bæði liðin: Gisli Þorkelsson KR, Sveinn Jónsson KR. Sigurður Friðriks- son Fram, Skúli Hákonarson Akranesi. Hóimbert Friðjónsson Keflavík. FRED HANSEN heimsmethafínn var nr. Z. Urslitin á mótinu á sunnu- daginn urðu þessi (Sigurveg- ararnir komast örugglega i olympíuliðið): 100 m hlaup: T. Jackson 10,1 sek. Framhald á 2. síðu. Breiðablik - Haukcsr - 3:1 Breiðablik og Haukar kepptu í 2. deild Knattspyrnumóts ls- lands á þriðjudagskvöldið, Breiðablik vann — 3:1. Leik. urinn fór fram á Knattspyrnu- vellinum í Kópavogi. t fyrri umferð þessara liða varrn Breiðablik einnig — 2:0. I'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.