Þjóðviljinn - 09.07.1964, Page 10
<E
1----------- ÞIÓÐVILIINN --------------------------------------------------------------------- — Firrantudagur 9. jdlí 1964
lega ítalskt. Er ómeletta reglu-
lega ítölsk? og Jack langaði mest
til að kyssa hana á hreint, rólegt
og fallegt og bandarískt ennið.
Veitingahúsið var eitt af þess-
um venjulegu, ljótu rómversku
veitingahúsum með Napólíflóa
málaðan í æpandi litum á vegg-
ina og æðislega nýtízkulegan
ljósaútbúnað og svo hátt til lofts,
að það varð að kaUast á yfir
borðin. Despiére pantaði spag-
hetti alle vongole handa þeim
öllum. vegna þess að það var
einn af sérréttum hússins og
þjónninn setti vínflösku á borðið
og Despiére sagði: — Að áliti
Jacks býr Maurice Delaney yfir
fögrum eiginleikum, og nú ætlar
hann að opinbera okkur þá, svo
að ég geti gefið heiminum sanna
mynd af hinum mikia manni.
Jack byrjaði með hægð að
segja frá, meðan hann reyndi
að rifja upp þetta kvöld fyrir
meira en tuttugu árum, þegar
hann hitti Delaney í fyrsta skipti
í búningsherberginu, þar sem
Lawrence Myers og stúlkan. sem
síðar varð eiginkona hans sátu
,1 sterku Ijósinu. Það var eftir
sýningu fyrstu vikuna í Phila-
delphiu og Myers og stúlkan
hans sátu hlið við hlið á: brotn-
um grábrúnum sóffa, meðan Jack
neri kremi framaní sig og þurrk-
aði það af með blettóttu hand-
klæði.
— Það var fyrsta leikrit My-
ers, sagði Jack, og hann var
spenntur, vegna þess að gagn-
rýnin hafði verið hagstæð og á-
horfendur virtust ánægðir með
leikritið og allir sögðu að Harry
Davies — hann lék aðalhlutverk-
ið — yrði mikil stjama. Hann er
dáinn núna. hann Davies. sagði
Jack. — Myers líka. Hann þagn-
aði og velti fyrir sér hvers vegna
honum fyndist nauðsynlegt að
segja þetta. Meðan Jack var að
tala um Myers, fannst honum
hann mjög lifandi, þessi granni.
taugaóstyrki náungi í slitnu föt-
unum sem sat við hliðina á
kvíðafullu. ungu stúlkunni. sem
minnti á kennslukonu í leyfi og
elskaði Myers svo ofsalega að
hún gerði líf hans að einni hring-
iðu af andstyggilegum afbrýði-
köstum. alit til þess dags að
hann fór útúr súrefnishjálminum
til að deyja.
— Myers hafði einhver veginn
kjmnzt Delaney og allir vissu að
HÁRGREIÐSLAN
HárgreiSslu og
snyrtistofa STEINXJ og DÓDð
Laugavegi 18. HT h. flyfta)
SÍMI 24616.
P E R M A GarSsenda 21
SÍMI: 33968. Hárgreiðsiu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla við
allra hæfi. v
T J ARN ARSTOFAN
Tjamargðtu 10 — Vonarsiræt-
ismegin — SlMI: 14662
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆ.TAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laqgaveg’ 13. — SlMI: 14658
— Nuddstoía á sama stað.
Delaney var meðal áhorfenda,
hélt Jack áfram. — Delaney var
nýbúinn að gera fyrstu almenni-
legu mynd sína og hann var í
austurríkjunum í leyfi og gerði
sér það ómak að fara til Phila-
delphiu til að sjá sýninguna og
segja Myers álit sitt á henni.
Þjónninn kom inn með matinn
og meðan verið var að framreiða
hann, lokaði Jack augunum til
hálfs og rifjaði upp hvemig Del-
aney hafði litið út þegar hann
ruddist inn í búningsherbergið,
tuttugu árum yngri, fullur sjálfs-
trausts, hirðuleysislega klæddur
en í rándýrum kamelullar-frakka
og með flaksandi cashmeretrefil.
með andlitið eldrautt og æst og
hreyfingar sem voru næstum
krampakenndar af alltof mikilli
lífsorku, rétt eins og ekkert sem
hann tæki sér fyrir hendur gæti
þreytt hann svo mjög, að hann
gæti farið með sama hraða og
fólkið umhverfis hann.
— Og það sem hann sagði,
sagði Jack, var eftirfarandi: —
Skítt með krítikkina, Myers. þú
ert búinn að vera. Hvaða vit
hafa þeir á þessu í Philadelphiu?
Þú verður drepinn í New York.
Drepinn!
— Það var honum líkt. Despi-
ére hló þurrlega. — Áíveg eftir
honum.
— Hann var miskunnsamur.
sagði Jack og mundi hversu föl-
ur Myers hafði orðið i búnings-
herberginu, og augu stúlkunnar
fyllzt af tárum. — Það er betra
að vera við öllu búinn en koma
til New York vongóður og sjá
allt hrynja í rúst.
Jack sá að Veronica kinkaði
kolli til samþykkis.
Ungfrú Henken borðaði hratt
og fyrirferðarlaust, eins og hún
fengi sjaldan og borða og hún
væri hrædd um að þau kæmust
að því að henni hefði verið
boðið með af misgáningi og það
væri bezt hún hypjaði sig.
— Hvað sagði hann fleira fal-
legtog elskulegt? spurði Despiére.
— Jú. forstjórinn og leikstjór-
inn komi inn, hélt Jack áfram.
— Þeir vildu nefnilega líka fá
að heyra álit Delaneys og Del-
aney sneri sér að þeim og hróp-
aði: — Ætlið þið að fara með
þe'tta stykki til New York?
Hvemig er leikhúsið eiginlega
orðið? Hefur leikhúsfólk enga
sómatilfinningu lengur? Ber það
ekki virðingu fyrir neinu, hefur
það engan smekk, enga háttvísi,
enga ást á Tistgrein sinni? Jack
heyrði enn fyrir sér háan, sker-
andi. reiðilega röddina í troð-
fullu búningsherberginu; mundi
eftir sínum eigin tilfinningum
þar sem hann sat fyrir framan
spegilinn og hinir tóku ekki eftir
honum í hita samræðnanna.
Hann dáðist að Delaney, vegna
þess að hann sá sjálfur gallana
á leikritinu og fyrirleit hina sem
reyndu að blekkja sjálfa sig, af
veiklyndi eða tiífinningasemi.
— Hvað. sagði leikhússtjórinn?
sagði Despiére.
— Leikhússtjórinn sagði: —
Herra Delaney, ég held þér séuð
drukkirm, og svo þaut hann útúr
búningsherberginu með leikstjór-
ann á hæhmum. Jack hló þegar
harm rifjaði upp hinn ofsalega
flótta fyrir fjölmörgum árum.
— Ég vissi það, sagði Veronica
— Ég sagði að þá hefði herra
Delaney áreiðanlega verið ólg-
andi af hraða og spennu. Hún
hafði haft svo mikinn áhuga á
frásögn Jacks að hún hafði
gleymt að borða og Jack fann
allan tímann. að augu hennar
hvíld'u á andliti hans.
— Og hvað um veslings rithöf-
undinn? spurði Despiére. —
Hvað gerði hann? Fór hann út
og fleygði sér i ána?
— Nei, sagði Jack. — Delaney
sagði við hann, að hann skyldi
gleyma þessu leikriti sínu. Það
væri fyrsta verkið hans. sagði
Delaney, og oft væri það rit-
höfundi fyrir beztu að fyrsta
verk hans mistækist. Og Delan-
ey sagði honum hvemig hann
sjálfur hefði þurft að strita í sjö
ár, áður en hann mætti nokkurs
staðar votti af velvilja. og hvem-
ig hann hefði verið sallaður nið-
ur fyrir tvær fyrstu kvikmyndir
sínar. Og svo sagði hann: —
Hlustaðu nú á, drengur minn.
Þetta leikrit er ekki gott, en
bú hefur hæfileika og þú verður
góður með tímanum.
Jack þagnaðí. Myers hafði haf^
hæfileika, en með tímanum hafði
hann orðið óhamingjusamur, far-
ið að drekka og dó þrjátíu og
þriggja ára gamall, en hvemig
gat Delaney vitað það þetta
kvöld f Philadelphru?
— Svo spurði hann Myers,
hvort hann ætti nokkra peninga
og Myers hló við og sagði: —
Sextíu og fimm dollara. og Del-
aney sagði að hann skyldi taka
hann með sér til Hollywood, og
að hann gæti skrifað næsta kvik-
myndahandrit fyrir Delaney og
14
hann gæti fengið peninga upp í
það. Og hann sagði við hann
að hann skyldi forðast vini sína
og ættingja eftir frumsýninguna
f New York og koma á hötelið
til hans til þess að þurfa ekki
að tala alltof mikið um leik-
ritið. Og þetta gerðu svo Myers
og stúlkan hans. Frumsýningin
var hræðileg. fólk fór út í miðri
sýningu. bað byrjaði strax í
fyrsta þætti, og vinstúlka Myers
sat á afásta bekk og grét. Það
var auk þess afmælið hennar
og hún hafði fengið frí úr vinn-
unni í Stamford til að hálda
þetta hátíðlegt með Myers, og
auðvitað trúði hún ekki orðum
Delaneys. henni fannst þetta
bezta leikrit sem skrifað hafði
verið eftir Hamlet. og allt var
svo ómögulegt. Og þess vegna
fóru Myers og stúlkan yfir á
hótel Delaneys við Central Park
og þau fóru upp í íbúð hans og
hann sat einn og beið eftir þeim
með afmælistertu með kertum
handa stúlkunni og hann fór
með þau niður á barinn og gaf
þeim drykk og sagði þeim að
lesa alls ekki blaðaskrifin næsta
morgun, þvf að það gæti eyði-
lagt lífið fyrir manni. Svo spurði
hann hvar þau hefðu hugsað sér
að vera um nóttina. Myers átti
heima í ódýrri íbúð með tveim-
ur leikurum og þangað gat hann
ekki farið með stúlkuna og hún
hafði gert ráð fyrir að gista
hjá frændfólki sínu. þá saeði
Delaney við þau, að svona n/tt
ættu þau að vera sapian. og
hann fór með þau niður í af-
greiðsluna og sagði við vörðinn:
— Heyrið mig nú. þetta er vina-
fólk mitt. Þau eru ekki gift og
mig langar til að þau fái stórt
herbergi með útsýni yfir garðinn,
hátt uppi. þar sem er kyrrt og
hljótt og þar sem golan er fersk-
ari og þau geta séðGeorge Wash-
ingtonbrúna og Jersey úr glugg-
anum. Og ég vil að þau fái bað
bezta sem hótelið hefur að bjóða.
Náið í kampavin og kavíar og
steiktan fasana og látið skrifa
það allt hjá mér. Svo kyssti hann
þau f kveðjuskyni og sagði að
það lægju farmiðar handa þeim
til Califomíu eftir tvo daga. svo
skildi hann þau eftir ein. Jack
þagnaði, gagntekinn af minning-
unni um þessa löngu liðnu daga
sem hans eigin rödd hafði vakið
upp, þessar gleymdu ófarir
sviknu vonir, tár og kveinstaf'
hinn takmarkalausa heiðarleikr
-"ttiætiskenndina og trúna á
mtíðina. Hann hafði ekki sagt
’-.eim frá sjálfum sér þá. hvem-
ig Delaney Imfði Kka ráðið hann,
næstum einsog af tilviljun og
umbúðaiaast; og hann hafði ekki
sagt þeim heldur frá sinni eigin
konu og hversu mjög hún hataði
Delaney og hataði allt sem Del-
aney túlkaði fyrir Jack. Jæja,
en það kom ekki sögunni við og
átti ekki heima í grein í frönsku
blaði. — Og þannig var það sem
sé í New York, sagði Jack. leit
niður á diskinn sinn og byrjaði
aftur að borða, — fyrir hundrað
árum, þegar ég var ungur.
— Ef það væri ég sem ætti
að skrifa þessa grein, sagði Vero-
nica og Jack fann að hún horfði
ekki lengur á hann. — þá myndi
ég skrifa þetta nákvæmlega eins
og hann sagði frá því, orði til
orðs.
— Hvað sannar þetta? Despi-
ére yppti öxlum. — Að við er-
um allir betri menn. þegar við
erum ungir? Það vita allir.
— Það væri kannski ekki svo
vitlaust að skrifa það í grein,
sagði Veronica óvænt. — Alls
ekki svo vitlaust.
— Hann var voðalegur kvenna-
maður, sagði ungfrú Henken og
tuggði spaghetti eins og meri á
beit. — Það hef ég alltaf heyrt.
Það vissu allir. Hann hefur haft
óteljandi kvenmenn. Skrifið það.
Fólki finnst afskaplega gaman
að lesa um svoleiðis.
— Hlustið á Felice, sagði Des-
piére alvarlegur í bragði. — Hún
heldur fingri á slagæð fólksins.
— Ég er viss um. sagði ung-
frú Henken og lyfti ljósum brún-
um og leit á Jack, að þegar þér
voruð ungur og lituð út eins og
í kvikmyndinni, hafið þér líka
haft óteljandi kvenmenn.
— Ég skal skrifa lista handa
yður, ungfrú Henken, sagði
Jack með nístandi fyrirlitningu,
— áður en ég fer frá Róm.
— Hann er giftur sagði Despi-
ére glottandi, — og einn af horn-
steinum ríkisins — eyðilegðu
hann nú ekki með óartarlegum
upprifiunum.
— Ég var bara að slá honum
gullhamra, sagði ungfrú Henken
særð á svip. — Er manni ekki
lengur óhætt að slá neinum gull-
hamra?
Jack mætti augnaráði Veron-
icu yfir borðið og Veronica
brosti til hans, laumulega og í
fiýti og hnykkti til höfðinu.
Þetta var skrýtið hugsajM Jack
undrandi, henni finnst ég víst
ekki svo afleitur núna.
Despiére. sem lét ekkert fara
framhjá sér, varð var við þenn-
an nær ósýnilega augnaleik, og
hann hallaði sér afturábak í
stólnum og horfði á þau gegn-
um hólflokuð augu, og Jack
hugsaði með sér að nú væri hann
að velta fyrir sér, hvemig Jack
og stúlkan gætu borgað fyrir
þetta andartak. — Gættu þess
hvað þú segir við manninn, sagði
hann letilega. — Konan hans er
skelfilega afbrýðisöm. Auk þess
sem hún er falleg. Hún er svo
falleg. hélt Despiére áfram, —
að þegar Jack fer frá París,
verður hún vinsælasta konan í
borginni. Meðal annarra orða,
Jack, var ég búinn að segja
þér það? sagði hann. — Það
hringdi til mín kvenmaður frá
París í morgun, og hún sagði
mér að hún hefði séð konuna
þína í gærkvöldi. Var ég búinn
að segja þér það?
— Nei, sagði Jack. — Þú varst
ekki búinn að því.
— Hún var í Hvíta fflnum
klukkan brjú í nótt. sagði Despi-
ére — Hún var að dansa við
ainhvern Grikkja. Kvenmaðurinn
vissi ekki hver hann var, en hún
sagði að hann hefði verið feikn-
arlega Iéttur á fæti. Hún sagði
aö Helena hefði litið dásamlega
út.
— Það efast ég ekki um, sagði
Jack stuttur í spuna.
— Þau eru hamingjusömustu
hjón sem ég þekki, sagði Despi-
ére við stúlkurnar tvær og naut
hefndarinnar. — Er það ekki'
satt. Jack?
— Það veit ég ekki. sagði Jack.
— Ég bekki ekki öll hjón sem
bú þekkir.
— Ef ég hefði nokkra von um,
að það væri til neins. sagði Des-
Diére, — þá er Helena einmitt
'-venmaður sem ég vildi gjaman
-sta mér yfir. Hún er mjög
'lleg sjálf, og — hann kinkaði
náðarsamlegast kolli til Jacks —
hún á skemmtilegan mann. Það
er svo leiðinlegt að eiga vin-
gott við konu sem á leiðan mann
Það stendur rétt á sama hve að-
laðandi hún er, því að það getur
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
# Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar LofHeiða:
# FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
# Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAN □ SVN
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Áskriftarsíminn er 17-500
DIQÐVIUINN Klapparstíg 26 Sími 19800
Fljúgið með Flugsýn
til Norðfjarðar
þriðjudaga — miðvikudaga
fimmtudaga — föstudaga,
laugardaga.
Frá Reykjavík kl. 9.30.
Frá Norðfirði kl. 12.
Aukaferðir eftir þörfum.
FLUGSÝN h.f. — Sími 18-8-23.
-Minningarathöfn um
ARA JÓSEFSSON, stud. philol.
fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn hinn 11. þ.m.
kl. 10.30 f.h.
Sólveig Hauksdóttir.
Soffía Stefánsdóttir.
Jósef Indriðason.