Þjóðviljinn - 11.07.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 11.07.1964, Side 10
Báturínn og eiginkonan Garðar Finnsson er skip- sfijóri á Höfrungi III. frá Akranesi og náðum við stuttu spjalli af honum á dögun- um. Var báturinn þá að landa tvö þúsund málum hjá verksmiðjunni á Raufarhöfn. Garðar er kunnur aflamað- ur í síldveiðiflotanum og hef- ur þetta óbi'igðula sjötta skilningarvit í lagi. Hann var einu sinni að sigla skipi sínu út úr Akraneshöfn og stóð góðglaður í brúnni. Skipverjar hans unnu á dekki og sjá allt í einu kall- inn í brúarglugganum og kallar hann spotzkur niður á dekkið. ..Jæja, strákar. Nú köstum við“. ,,Þeir héldu að hann væri að gamna sér og tóku þetta e:ns og hvert annað spaug. Þeir héldu áfram verki sínu. Ennþá birtist Garðgr í brúarglugganum og er nú orðinn höstugur í máli „Hvað er þetta strákar. Hversvegna kastið þið ekki“. Þeir köstuðu og fengu ell- efu hundruð mál af síld. Það var stutt í þeirri sjóferðinni. Nú er Garðar með eitt mynd- arlegasta skipið í flotanum og er það splunkunýtt síðan í vor. Komdu niður í mat- sal og fáðu . þér kaffi“ segir hann. Við gengum inn í sal- inn og er þar um að litast eins og um borð í farþega- skipi. Garðar er kominn út af kunnum vestfirzkum afla- klóm og er fæddur á Flat- eyri við önundarfjörð. Hann er þrekmenni í sjón og raun og æðrulaus í yfirbragð.i Flateyringar eignuðust nýlega fallegan fiskibát og var hann skírður í höfuðið á föður- bróður hans og heitir Hin- rik Guðmundsson. Faðir hans hét Finnur Guðmunds- son og drukknaði á síld- veiðum sumarið 1936. Skeði það í Sigluf jarðahöfn. Var Finnur aflasæll skipstjóri og var þá með Svöluna frá ísa- firði. „Hvenær komuð þið á miðin?“ ,,Við komum hingað norður kringum tólfta júní og var þá hæsti báturinn kominn með átta þúsund mál. Vor- um með seinni skipunum og vorum uppteknir við vorsíld- veiðar fyrir sunnan. Vorúm búnir að fá níu þúsund tunnur á þeirri vertíð. Nú höfum við ellefil þúsund mál með þessum farmi“. „Hvernig reynist nýja skipið?“ „Maður er að byrja að verða hluti af því og sam- lagast þessum svokallaða skipsanda og virðist mér þetta traust og gott skip. Það tekur alltaf sinn tíma að ven.iast nýju skipi og læra að þekkja viðbrögð þess og með tímanum verð- ur það hluti af manni sjálf- um eins og eiginkona manns. Það er svo sem engin til- viljun, að sumir skipstjórar skíra skipin sín í höfuðið á eiginkonunni. ,.Hvað finnst þér einkenn- andi fyrir þessa síldarvertíð?" „Sumarvertíðin á síld hef- ur aldrei byrjað svona snemma og 'er það aukinni tækni að þakka við síldveið- ar. Það er mikilvægt að vera í lifandi tengslum við alla framþróun í þessum efnum og eru litlu bátamir orðnir úreltir við sfldveiðar. Á stóru skipunum hefur dreg- ið úr spennunni milli salt- sfldar og bræðslusíidar vegna minnkandi verðmismunar og er okkur ekkert kappsmál að koma sildinni endilega í salt. Stórir farmar af bræðslu- síld og hröð löndun skiptir orðið meira máli heldur en litlir farmar af góðri sölt- unarsfld. Þetta gildir þó ekki um litlu bátana. Allir eru frískir um borð og við biðjum fyrir kveðju heim“, sagði Garðar að lokum. — g.m. SURTUR VAKNADUR Á NÝ OG SPÝR NÚ HRAUNl í STRÍÐUM STRAUMUM Á fimmtudaginn sást að nýju hraun renna úr Surti. All- langt er síðan hraun hefur sézt renna úr gígnum, en hins vegar hefur gufus'trókur sézt þar alltaf öðru hverju. Hraunið rennur úr gamla gígnum í tveim straumum til sjávar. Ennfremur er þar nú mikill gufustrókur og var þetta tilkomumikil sjón í gær; glóandi hraunið og gufu- strókurinn birtuat s'jónum í gegnum mistrið, sem var yfir. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við flugskólann Þyt og ræddi þar við Ásmund Eyjólfs- son flugstjóra, sem flaug yfir eyjuna í gær. Ásmundur lagði af stað rétt fyrir 14.30 í gærdag og kom aftur laust fyrir klukkan 16. Með honum voru í förinni tveir útlendingar og íslendingur frá „Lönd og leiðir". Veitti Ás- mundur blaðinu ofanritaðar upp- lýsingar og sagði ennfremur að Hvað gerðist / Róm 26. júni? ■ Athygli lesenda skal vakin á þvf, að ERLEND TÍÐINDI birtast i blaðinu á morgun, sunnudag. Fyrirsögn þeirra er: HVAÐ GERÐIST Á ÞINGI f RÓMABORG 2S. JÚNÍ? gígurinn væri alveg fullur á köflum en stundum drægi úr hrauns,traumnum. Hann tjáði okkur einnig að hann hefði flog- ið yfir eyjuna á fimmtudggs- kvöldið um klukkan 22.30 og hefðu þá verið í eyjunni nokkr- ir menn við mælingar. Blaðið hafði einnig samband ■ við Landmælingar ríkisins og | var tjáð að einn maður hefði I verið við mælingar frá þeim að- ila. Gufustrókurinn sést glögglega úr Vestmannaeyjum nú sem fyrr en hraunrennslið ekki. Lítið hefur verið um ferðir yfir gos- stöðvunum á flugvélum þrátt fyrir ágætt skyggni. Virðist nú vera svo komið. að löndum vor- um þyki iítið púður í Surti. Nú er verið að vinna að rann- sóknaráætlun um Surt og eyna. Er þetta á vegum Rannsóknar- ráðs ríkisins og mun Steingrím- ur Hermannsson veita rann- sóknunum forstöðu. Meðal þeirra sem taka munu þátt í þessu eru Unnsteinn Stefánsson haf- fræðingur, Sturla Friðriksson og Eyþór Einarsson. Aðalsteinn Sig- urðsson fiskifræðingur hefur þegár rannsakað botnlíf um- hverfi eyjuna og þeim rannsókn- um mun líklega haldið áfram. Sigurður Þórarinsson hefur landslagsmótun og aðrar breyt- ingar er verða kunna á lögun eyjarinnar á sinni könnu. Guð- mundur Sigvaldason jarðfræð- ingur mun sjá um jarðefna- fræðilegu hlið málsins. Rannsóknarráðið mun e.t.v. efna til ferða út í eyjuna í sumar með hálfs mánaðar milli- bili en síðar með eins mánaðar millibili í vetur. Nú mun og í ráði í þessu sambandi að teikna kort af eyj- unni í mjög stórum mælikvarða. Dœmdur fyrir nauðgun og árós í fjögurra ára fangelsi í gær var í sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í máíi ákæruvaldsins gegn Óla Ágústs- syni, en hann var ákærður fyr- r að hafa tekið 16 ára gamia stúiku nauðuga í kirkjugarðinum í Suðurgötu aðfaranótt 11. maí sl. og slegið förunaut stúlkunn- ar áður höfuðhögg. Ákæran var tekin að öllu leyti tfl greina og sakborningur dæmdur skv. Í94. og 217. gr. alm. hegningarlaga í 4 ára fangelsi. Til frádráttar kemur gæzluvarðhald hans síð- an 1. maí. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni bætur að fjárhæð kr. 84.1145.00 og til að greiða allan sakarkostnað. ÍBV - FH 6:2 I gærkvöld léku Vestmanna- eyingar og FH í 2. deild. Vest- mannaeyingar sigruðu með 6:2 (2:1 í hálfleik). Hafa Vestmanna- eyingar unnið alla sína leiki og mega heita öruggir sigurvegarar í A-riðli 2. deildar. Munu þeir þá leika við Akureyringa til úr- slita um að komast f 1. deild næsta ár. 176 lesta stálskip smíðað hjá Stálvík í gærkvöld var stærsta fiski- skipinu, sem smíðað hefur ver- ið hér á landi úr stáli, hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð- inni Stálvík í Garðahreppi. Stálskip þetta er 176 lestir að stærð og hefur hlotið nafnið Sæ- hrímnir. Eigandi er hlutafélagið Jökull í Keflavík. Kjölurinn að Sæhrímni var lagður í Stálvík um síðustu ára- mót, en áður hafði ýmiskonar undirbúningsvinna verið unnin. Skipið heldur til síldveiða fyrir Norður- og Austurlandi innan fárra daga. Lítíl veiði þegar brælunni loks léttí Í fyrrinótt, þegar brælan gekk I ur á miðunum í gær, logn og niður á veiðisvæðunum við bjartviðri, var veiðin fremur lít- Austurland, hélt síldveiðiflotinn il og hafði lítiliar síldar orðið tii veiða. Þrátt fyrir gott veð-1 vart síðdegis í gær. Forstjóri skógrœktardeildor FAO i heimsókn Um þcssar mundir er stadd- ur hér á landi dr. Nils A. Osara. en hann er forstjóri skógræktar- deildar F. A. O. í Róm. Dr. Os- ara hefur í hinni stuttu viðdvöl sinni hérlendis ferðazt um og kynnt sér skógræktarmál, m. a. fór hann f Vaglaskóg og Hall- ormsstað. Á fundi með blaðamörinúm gær lét dr. Osara ánægju sína í Ijósi yfir þessu kærkomna tæki- færi til að sjá og kynnast Is- landi og íslenzkum skógræktar- málum. Hann kvað sér vel kunn- ugt um erfiðar aðstæður hér til skógræktar vegna sandstorms og uppblásturs en sagðist jafnframt undrast hve langt áleiðis Islend- ingar væru komnir í þessum mál um. Það værí t.d. sannað að barrtré þrifust ágætlega hér og tilraunir með hvaða barrtegundir hæfðu bezt íslenzkum staðháttum væru komnar langt áleiðis. Um 500 barrtegundir væru í heim- inum og margar þeirra þrifust hér. Um 40 til 50 ólíkar teg- undir hafa verið reyndar með góðum árangri. Dr. Osara lýsti hrifningu sinni á tilraunastöðinni á Hall- ormsstað og sagði hana vera á heimsmælikvarða. Á Hallorms- Hæstu vinningar í Happdrætti H í Föstudaginn 10. júlí var dreg- ið í 7. flokki Happdrættis Há- skóla íslands. Dregnir voru 2,200 vinningar að fjárhæð 4.020.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 krónur, kom á heilmiða númer 27.946. Báðir heilmiðarnir voru seldir i umboði Guðrúnar Ólafs- dóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Austurstræti 18 100.000 króna vinningurinn kom á hálfmiða númer 16.885. Einn hluturinn var seldur í um- boði Guðrúnar Ölafsdóttur, annar í Kaupfélagi Hafnfirð- inga, Hafnarfirði. sá þriðji S Stykkishólmi og sá fjórði hjá Ólafi Jóhannssyni, Kópavogi. 10.000 krónur: 1348 9568 10806 14935 15129 16512 18147 19050 19976 20402 22183 22351 23504 23608 26483 27945 27947 29186 37659 41311 42931 43141 47173 51275 53531 54079 56030 56209. stað sá dr. Osara lerki sem plant- að var 1938 og sagði hann að vöxtur þess væri á við það sem bezt gerðist erlendis, og mætti nú fara að nytja það. Það tæki um 20 til 30 ár að ala upp nytja- skóg af lerki. Sagði Osara að það væri mik- ið hagsmunamál fyrir Islendinga að geta framleitt timbur til eigin nota því af því .væri mjög mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóð- ina. Sá árangur sem þegar hefði náðst sýndi að í framtíðinni gætu Islendingar orðið sjálfum sér nógir með timbur. Dr. Osara heldur heimleiðis næstkomandi sunnudag. Nýr skrifstofu- stjóri Eimskips í Kaupmannahöfn Svend Dipo Petersen Hinn 11. júlí tekur Svend Dipo Petersen við starfi skrifstofu- stjóra hjá Eimskipafélagi Islands í Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað á skrifstofu félagsins þar frá ársbyrjun, 1927 eða í rúmlega 37 ár og reynzt hinn traustasti starfsmaður. Ásberg Sigurðsson sem nú læt- ur af starfi skrifstofustjóra hef- ur svo sem kunnugt er verið skipaður sýslumaður Barðstrend- inga frá 1. ágúst að telja. 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.