Þjóðviljinn - 15.07.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
ÞIÓÐVILIINN
Miðvikudagirr 15. júlí 1964
Útgeíandi:
Sósialistaflokk-
Sameiningarflokkur alþýðu
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), ,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Rítstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði
,Frjáls' samkeppni
p*áir aðilar hafa barmað sér sárar en stjórnendur
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og sagt að
rekstur sinn „þyldi ekki neinar kauphækkanir“,
þegar þau mál ber á góma. En eins og Þjóðvilj-
inn skýrði lesendum sínum frá í gær hefur SH
hins vegar efni á því að hafna tilboðum um stór-
lega lækkuð farmgjöld á frystum fiskafurðum, en
Eimskipafélagið bauð nýlega allt að þriðjungs
lækkun á þessum farmgjöldum. Helztu ráðamenn
SH hafa sett á fót eigið skipafélag, Jökla h.f.. Völd
sín í SH nota þeir svo til þess að láta skip Jökla
flytja afurðirnar út á mun hærri farmgjöldum
en hægt er að fá hjá öðru íslenzku skipafélagi.
Væri ekki ófróðlegt að reikna út, hve mismunur
farmgjaldanna nemur háum fúlgum, og athuga
hve sú upphæð ein gæti þýtt mikla kauphækkun
fyrir starfsfólk frystiiðnaðarins.
gn þetta dæmi sýnir einnig glöggt hvernig hin
svokallaða „frjálsa samkeppni“ fer fram. I
stjórnlausu kapphlaupi viðreisnarinnar um gróð-
ann hefur verið lagt óhemju fjármagn í kæli-
skipaflota, sem nú annar allt að tvöfalt meiri
verkefnum en hann fær. En um leið og hin
„frjálsa” samkeppni kemst á það stig að hefta
gróðamöguleika fjárplógsmannanna, nota þeir að-
stöðu sína umsvifalaust til purkunarlausrar ein-
okunar.
Ábyrgðarlaus stefna
prásögn Þjóðviljans og samanburður á verð-
bólguþróuninni hér á landi og í Vestur-Evrópu
s.l. 3 ár hefur vakið mikla athygli, enda mun
leitun á ríkisstjórn sem rekið hefur jafn ábyrgð-
arlausa stefnu í verðlagsmálum og viðreisnina. I
Vestur-Evrópu þykir það uggvænlegt að verðlag
neyzluvara hefur hækkað um 14%, en hér nemur
hækkunin 80%. Vísir reynir að klóra í bakkann
fyrir viðreisnarstjómina með því að slá einfald-
lega fram þeirri fáránlegu fullyrðingu, að við-
reisnin hafi ekki aukið verðbólguna um eitt ein-
asta stig! Að sjálfsögðu gildir hér á landi sá sami
mælikvarði og Vísir notaði athugasemdalaust um
verðbólguþróunina í Vestur-Evrópu. Og sá mæli-
kvarði sýnir sem fyrr segir 80% hækkun á verð-
lagi hérlendis. En ’til þess að hjálpa Vísi til frek-
ari skilnings á þessu atriði, skal vitnað hér til
þeirrar „helgu“ bókar, sem Viðreisn nefnist, en
þar stendur á bls. 19 um „væntanlegar verðhækk-
anir“ af völdum viðreisnarinnar: „Séu teknar þser
innfluttu vörur, sem 1 vísitölunni eru, verður
meðalhækkun þeirra sennilega um 25%“.
JJeynslan hefur hins vegar sannað ótvírætt, að
þessar verðhækkanir urðu meiri en sérfræðing-
ar viðreisnarinnar sögðu fyrir. En hin upphaflegá
áætlun viðreisnarinnar um minnst 25% verð-
hækkun á vísitöluvörum, ætti að kenna ritstjóra
Vísis að fara ekki með staðlausa stafi í skrifum
sínum um be^ mál. Það er með öllu þýðingar
laust, þegar allar staðreyndir vitna á móti honum
— b.
Myndin er tekin þcgar Þorvarður skórar fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt. Björgvin, markvörður Vals, kastar sér en nær ekki
knettinum sem rúllar í markið. — (Ljósm.: Bj. Bj.).
fslandsmótið, fyrsta deild:
Valur-Þréttur 2:2 í
heldur jöfnum leik
Yfirleit't' mun hafa verið við því búizt að Val-
ur myndi reyna að hefna fyrir ófarir sínar móti
Þrótti í fyrri leik þessa móts og berjast til sig-
urs, en það tókst ekki. Það var heldur varla von,
því að samkvæmt venjunni um leiki Vals í þessu
móti, hefur það verið annar hver leikur Vals
sem unnizt hefur og annar hver sem svo tapazt.
Það var því vel sloppið að ná jöfnu, því nú var
það tapleikurinn samkvæmt „ritúalinu“!
Og allt gat skeð í leiknum,
og jaínteílið sýnir rétta mynd
af honum í heild. Bæði lið-
in höfðu tæk færi sem ýmist
voru misnotuð með skotum
framhjá eða þá að markmenn
björguðu vel og óvænt. Sér-
staklega var Þórður Ásgeirsson
oft vel staðsettur og varði oft
með prýði. Ef til vill hefur
Valur átt fleiri tækifæri en
Þróttur, en le kur Þróttaranna
úti á vellinum var betri og í
honum meiri baráttuvilji en
hjá Valsmönnum.
Verulega góðri knattspyrnu
brá sjaldan fyrir í leiknum.
11 þess voru leikmenn of stað-
ir og leikurinn skipulagslítill,
og of Iítilli skynsemi beitt til
þess að sýna góða knattspymu
Þróttarar voru þó heldur skyn-
samari yfirleitt í leikaðferðurn
sínum, því að erfitt var að
átta sig á eftir hvaða megin-
regfu Valsliðið lék.
Maður hefur það á tilfinn-
ingunni að Valsmennimir yf-
irleitt séu betri, hver einstakur,
en þeir ná ekki nógu vel sam-
an. en það er undirstaðan und-
ir því að efla hvern annan.
Fyrir þetta verður leikurinn
losaralegur og einkennist af
einstaklingshyggju, og menn
gleyma að staðsetja sig eða<4>
vera á hreyfingu þegar þeir
hafa ekki knöttinn.
Þetta var sameiginlegt báð-
um liðum, en eins og fyrr
segir, Þróttarar leituðu styrks
hjá öðrum með samleik.
Gangur leiksins
Þróttur ógnaði fyrst með
skoti frá Hauki Þorvaldssyni,
en knötturinn lenti í stöng ut-
anverða á 8. mín.. og tveim
mín. síðar er Þróttur aftur
hættulega nærri marki Vals,
er Ingvar skauzt innfyrir til
hægri en skotið fór framhjá
á ská!
Á 14. mín. er Bergur hættu-
lega nærri marki Þróttar og
í góðu faeri. en stóða illa að
knettinum, og skotið mistkókst.
Á 18. mínútu skorar Þor-
varður framvörður Þróttar með
mjög góðu skoti, og á næstu
mínútu á Bergur skalla í stöng
á marki Þróttar.
Á síðustu 5 mín. á Hermann
og Ingvar hættuleg skot á
mark Þróttar en Þórður ver.
Á 3. mín. síðari hálfleiks á
Hermann mjög gott skot en
Guttormur er vel staðsettur og
fær knöttinn beint á sig. Val-
ur jafnar á 10. mínútu. og
er það Bergur sem skorar eft-
ir nokkurt þóf á vítateig
Þróttar.
Á 22. mín. skorar Hermann
mark eftir að hafa elt knöttinn
fram völlinn, og náð honum
Framhald á 7. síðu.
KR-ÍBK
í kvöU
í kvöld verður sá kappleik-
ur í 1. deild knattspymunnar,
sem flestir munu hafa áhuga
á að sjá. Það eru Keflvíking-
ar og KR sem keppa á Laugar-
dalsvellinum. Leikurinn hefst
kl. 20.30.
■ Skortur á leigu-
húsnæði
Þjóðviljinn sagði nýlega frá
því, að fjórar fjölskyldur i
Reykjavík hefðu verið bomar
út á götuna; til stendur að
reisa nýjar bygg ngar, þar sem
þær bjuggu áður, og ókleift
hefur reynzt fyrir þetta fólk
að finna sér nýtt leiguhús-
næði. Þetta leiðir enn at-
hyglina að ástandinu í hús-
næðismálum höfuðborgarinn-
ar, sem farið hefur hríðversn-
andi síðustu ár, bæði vegna
örrar fólksfjölgunar og þá ekki
síður hins, að viðreisnin hafði
í för með sér stórfelldan sam-
drátt í byggingu íbúðarhúsnæð-
is. Eftir að ríkisstjómin .hefur
nú fallizt á nokkur mikilvæg
atriði úr úrbótatillögum verka-
lýðssamtakanna um þessi efni
er þó von til að eitthvað ræt-
ist úr fyrir þeim fjölmörgu.
sem eru að reyna að koma sér
upp íbúð fyrir fjölskyldu sína,
En hinu má ekki gleyma að
brátt fyrir það eru og verða
óhjákvæmilega marg:r. sem af
ýmsum ástæðum geta ekki
eignazt eigin íbúð og verða að
búa í leiguhúsnæði. Og samfé-
lagið á einnig skyldur að rækia
v.ð það fólk.
Húsaleiguokrið af-
leiðing viðreisnar-
innar
Ein afleiðing minnkandi í-
búðabygginga undir viðreisn
hefur verið sú, að le:guhúsnæði
er orðið næstum ófáanlegt,
auk þess sem húsaleiga hefur
rokið svo upp, að það eru hin-
ar óheyrilegustu upphæðir, sem
fólki er gert að greiða jafnvel
fyrir smáíbúðarkytrur. Á þetta
hefur Þjóðviljinn margsinnis
bent, og þingmenn Alþýðu-
bandalagsins einnig flutt frum-
vörp til lausnar þessu mikla
vandamáli. Á síðasta þingi
flutti Alþýðubandalagiö t.d.
sérstakt frumvarp um bygg-
ingu leiguhúsnæðis, þar sem
gert var ráð fyrir að ríkis-
stjórninni yrði heimilað að láta
byggjá 500 le guíbúðir á yfir-
standandi ári til þess að bæta
að nokru úr á þessu sviði hús-
næðismálanna.
11 Leigt út á kostn-
aðarverði
1 frumvarpi Alþýðubanda-
lagsins var gert ráð fyrir að
íbúð r þessar yrðu af tveim
gerðum. 2ja og 3ia herbergja
íbúðir frá 60—80 fermetrai
Þá var einnig gert ráð fyrir að
bygging íbúðanna yrði boðin
út 1 sem stærstum áföngum
eða allt upp i 100 íbúðir í einu
hér í Reykjavik til þess að
unnt yrði að fá sem hagstæð-
ust tilboð og lækka þannig
byggingakostnað. Húsnæði
þetta skyldi síðan leigja út á
kostnaðarverði og mætti leigan
aldrei fara fram úr 8% af
verði íbúðanna.
■ Til að bæta úr
neyðarástandi
Þessar tillögur voru einung-
is hugsaðar til þess að bæta
úr því alvarlega ástandi, sem
ríkir í þessum málum og
sagði svo um það í greinar-
gerð, sem frumvarpinu fylgdi:
„Skortur á leiguhúsnæði,
sérstaklega í Reykjavík og ná-
grenni, en einnig víðar á land-
inu, er nú orðinn svo mikill,
að við neyðarástandi liggur.
Er óhjákvæmilegt að hið op-
inbera láti það til sín taka.
þegar skortur þrengir að al-
menningi á brýnustu lífsnauð-
synjum, eins og húsnæði.
Tillögur þær, sem felast i
þessu frumvarpi, e:ga því ekk-
ert skylt við varanlega fram-
tíðarlausn á húsnæðisvanda-
málunum. Slík framtíðarlausn
byrfti að vera byggð á félags-
legu átaki almennings. er rík-
ið aðstoðaði með. því að veita
lán, er nemi helzt 75—90%
bygg'ngarkostnaðar, til langs
tíma, 60—80 ára, og með lág-
um vöxtum, 2—4%, enda þyrfti
bá að vera tryggt stöðugt verð-
sildi krónunnar og útrýr*'1-'"
alls brasks með íbúðir.!’
■ Stjórnarliðið sat
uppi með eigið úr-
ræðaleysi
Um leigu íbúðanna og það
okur sem nú viðgengst á þessu
sviði segir svo:
„Ákvarðanir um, að leiga
megi ekki fara fram úr 8%
af kostnaðarverði íbúðanna,
setti að geta orðið til þess að
halda nokkuð niðri húsaleigu
á nýjustu íbúðunum. Sökum
skortsins á leiguhúsnæði er nú
mánaðarleiga á 2—3 herbergja
íbúðum orðin miklu hærri en
samsvarar byggingarkostnaði,
og eru þess dæmi í Reykjavík,
að slíkar íbúðir séu leigðar á
15000 kr. á mánuði og jafnvel
fríðindi, svo sem fyrirfram-
borganir, að auki. En í þeim
ríkisíbúðum. sem fyrirhugaðar
eru samkv. þessu frv., ætti
leiga að geta orðið allt að þvi
helmingi lægri og er samt há
miðað við kaupgjald þorra
verkamanna. En lægri leigu
eða lægri kostnað við eig n í-
búð er hinsvegar erfitt að
knýja fram nema með róttækri
breytingu á lánamálum hvað
íbúðabyggingar snertir og þá
fyrst og fremst lágum vöxtum,
2—4%, eins og fyrr er get:ð.”
Þetta frumvarp Alþýðu-
bandalagsins hlaut þó ekki náð
fyrir augum stjórnarliðsins,
sem auðvitað hafði sjálft eng-
ar till< :ur fram að færa á
binginu varðandi leiguhúsnæði,
fremur en um almenna lausn
húsnæðismálanna, eins og oft
hefur verið drepið á hér f blað-
inu. — Skafti
I