Þjóðviljinn - 15.07.1964, Síða 8
S UBA
ÞJÖÐVILJINN
Miðvikudagur 15. júlí 1964
þama þolinmóður og án þess að
láta sér leiðast og ávarpaði Jack
stöku sinnum á frumstæðri
frönsku með sikileyjarhreim.
Hinn maðurinn var maðurinn
með sombrerohattinn. Hann var
eiginmaður frú Holt og kom frá
Oklahoma og hann sagði með
stuttum hvíldum og elskulegum
raddblæ: — Nei, það er ekkert
eins og ítalía. Þegar hann sá
konuna sína þerra burt þessi
undarlegu tár. brosti hann til
hennar innilega og glaðlega. lyfti
hendinni í augnhæð og veifaði
henni hressilega. Hann virtist
vera nálægt fimmtugu, hrukkótt-
ur og veðurbitinn og magur. Milli
þess sem hann sagði: — Nei, það
er ekkert eins og ítalía. sagði
hann Jack að hann hefði
lagt peninga í kvikmynd Delan-
eys og væri að hugsa um að
stofna félag til að gera þrjár
kvikmyndir í viðbót í Evrópu
með Delaney og Tucino. Það
kom á daginn að herra Holt, átti.:
olíustöð og líka hlutabréf í olíu-
svæðum í Texas og við strönd
Persaflóa og svo auðvitað í Okla-
fioma. Hann talaði hægt á næst-
um feimnislegan sveitamanna-
máta og strax og lækkaði ögn
í glösum þeirra Jacks og Tass-
etis, vildi hann bæta í þau meira
whiskýi úr flöskunni sem þjónn-
inn hafði látið standa á borð-
inu.
Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði Jack flúið frá
svona samkundu; þessari blöndu
af daðri, fjárfestingu. undirróðri
og fylliríi. En eftir það sem
komið hafði fyrir hann um
kvöldið. þótti honum staður og
stund bæði róandi og þægileg.
Aðra hverja mínútu brosti hann
vélrænt til herra Holts. sagði
„Oui vous aves raison”. „Non.
c’est exact", við Tasseti, naut
klassískrar fegurðar Barzellis án
þess að þurfa að tala við hana,
naut þess að horfa á allar fallegu
konumar í skrautlegu kjólunum
á dansgólfinu. Hér var enginn
grátandi, henfigjam drengur.
rúm sem skorið var í með flug-
beittum hníf. Við þriðja whiský-
glasið var Jack ánægður með
að sitja þama i notalegri. róm-
verskri nóttinni sem fjariægur,
ónsortinn áhorfandi. Fyndi hann
til samúðar með einhverjum. þá
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
enyrtistofa STEINU og DÓDð
Laugavegi 18. III h. (lyfta)
SlMI 24616
P E R M A Garðsenda 21
SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa
Dömur! Hérgreiðsla við
allra hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjamargötu 10 — Vonarstræt-
ismegin — SlMI- 14662
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13. — SlMI: 14656
— Nuddstofa á sama stað.
hlaut það að vera Clara. kona
Delaneys, sem beið alein í leigðu
baroksvefnherbergi. meðan kröf-
ur hennar á hendur Delaneys
gleymdust fyrir gælum hinnar
frægu og faglegu handar við
læri eiginmannsins.
Það hafði verið tilgangur
Jacks, þegar hann heyrði rödd
Delaneys í hótelsímann. að biðja
hann að hjálpa sér að eiga við
Bresach. Delaney var sérfærðing-
ur í hneykslum eins og allir
menn sem hafa verið á tindinum
í Hollywood og ráð hans hefðu
verið mikilvæg. En nú, þegar
tónlistin og áfengið höfðu gert
Jack rórra f huga, ákvað hann
að sjá um þetta á eigin spýtur.
Bresach var að verða skuggi,
fjarstæðukenndur — óljós opin-
berun. næturvera sem grátandi
og vopnaður myndi hverfa jafn-
skyndilega og hún birtist. Hér í
ylnum af whiskýinu og tónlist-
inni var Jack ómögulegt að trúa
því að hann hefði -verið í iífs-
hættu klukkutíma áður. Ef til
vill myndi Veronica sjá eftir
fl.iótræðj sínu. ,á mergijB.,- hugsr
aði hann. og f ara aftur með
pjönkur sínar í íbúðina sem hún
hafði dvalizt í með unga mann-
inum. biðja fyrirgefningar. og
bannig tæki þetta allt enda. Nú
hugsaði Jack um þetta án þess
að finna til neinnar geðshræring-
ar til eða frá. Ég er ekki tuttugu
og fimm ára. hugsaði hann. ég
dey ekki úr afbrýðisemi Hvorki
minni eigin né annarra.
— Ég hef auðvitað ekki gert
það án þess að ráðfæra mig við
neinn. skiljið þér, sagði Holt við
hann. — Ég er ekki eins og
sumir aðrir. Ég borga ekki dýr-
um New-York-lögfræðingi hundr-
að þýsund á ári og segi svo:
FarSu' til fjandans. Ég borga
manni og hlusta á hvað hann
hefur að segja. Og hann sýndi
mér svart á hvítu, að ég gæti
hætt hálfri miljón á ári f fimm
ár. og þótt ég missti það allt
saman. væri mér samt óhætt.
Það er svona með það opinbera
— það borgar einhverjum ómerk-
ingi tíu þúsund á ári til að
reikna út hvernig það eigi að
ná af okkur peningunum í formi
skatta. án þess að athuga að við
borgum öðrum náunga hundrað
búsund til þess að halda í aur-
ana fyrir okkur. Og það gefur
auga leið hver stendur betur í
stykkinu — heili fyrir hundrað
búsund eða fyrir tfu þúsund á
ári?
— Að sjálfsögðu. sagði Jaek
og hugsaði: Ég -greiði whiskýið
héma of dýru verði.
— Þér viliið gjama búa í Evr-
ópu með frúna. segir lögfræð-
íngurinn. hélt Holt áfram með
sinni flötu og notalega drafandi
Oklahomarödd. — Það sem máli
skiptir er að finna út. hvemig
bér getið búið f Evrópu án bess
að bað kosti yður eyri. Það er
augljóst. er bað ekki?
— Jú. auðvitað. sagði Jar’c.
— Auðvitað kærum við mamma
okkur ekki um að eiga héma
heima allt árið Sex siö mánuði
begar veðrið er gott. skiljið bér.
Jæja. en bað mikilvæaasta nú
til dags er að lifa skattfriálst.
löglesa no skattfriálst Matur os
drykkur. ferðalög biónustufólk.
skemmtanir — allt saman á I
kostnað gamla, góða Sams
fraaida. Og getið þér nú sagt mér,
herra Andrus, hvað er löglegra
en gera kvikmynd í Róm með
strangheiðarlegum ítölskum kvik-
myndaframleiðanda eins og herra
Tuiino? Hann er ljómandi mað-
ur. hann herra Tucino. Holt
brosti með skínandi, lýtalausum
gervitönnum að hnakkanum á
Tucino? Hann er Ijómandi mað-
vegna þess að hann gat haft
svona gott álit á honum. — Vit-
ið þér það, að árið 1945 gekk
hann um og seldi afgangsvörur
frá Bandaríkjaher úr asnakerru
á götunum í Napólí?
— Nei, það vissi ég ekki.
sagði Jack.
— Skó, lök. borðbúnað, skömmt-
unarvörur — ruslasali hreint út
sagt. En ruslasali með peruna í
lagi sagði Holt alvariegur í
bragði, eins og stjórnarformaður
á aðalfundi. — Mér líkar vel við
framtakssamt fólk sem hefur
brotizt áfram á eigin ramleik.
Ég get horfzt í augu við það og
það við mig. Það er sama af
hvaða þjóðemi, herra Andrus,
alveg sama. Hann er ítali. hann
herra Tucino, en hvað er ekki
orðið úr honum? Hann er ekki
eins og þessir úrkynjuðu greifar
sem maður er alltaf að rekast á.
Hann horfði kuldalega út á dans-
gólfið, vandlætingasamur banda-
ríkjamunnsvipurinn sýndi að
hann hafði hugboð um að tölu-
vert væri af úrkyjuðum greifum
meðal karlmannanna á dansgólf-
19
— Það er það góða við kvik-
myndabransann. herra Andrus,
hélt Holt áfram með ánægjusvip.
— Maður hittir svo skemmtilegt
fólk.
— Já, það er enginn efi á
því, sagði Jack. — Þar eru at-
hyglisverðar manngerðir.
— Eins og til dæmis herra
Delaney. Hvar myndi maður ann-
ars hitta svona spennandi mann
eins og Delaney? Holt sendi Del-
aney sama velvildarbrosið og
hann hafði sent hnakkanum á
Tucinor' Delaney ■ sat og talaði við
Tucino án þess að hafa neina
hugmynd um allan þann velvilja
sem streymdi í átt til hans frá
hinum borðsendanum. meðan
lærið á honum virtist una vel
undir mjúkri. hringskreyttri hönd
kvikmyndastjörnunnar. — Jack
horfði líka á Delaney en með
ögn minni velvilja. Fyrir tíu ár-
um hefði Delaney ekki setið
þarna ánægður eins og hálfviti
með þetta leynilega, útsmogna
atlot. Fyrir tíu árum hefði hann
þrifið höndina reiðilega og lagt
hana á borðið. svo að allir gætu
séð hana og hann hefði sagt við
K'ænmanninn að hún skyldi
hætta að gera sig að fífli á al-
mannafæri.
— Og þessi fallega, unga
stúlka. sagði Holt og benti á
Barzelli með því að beygja höf-
uðið í lotningu. — Maður sér
kvikmyndastjörnur á tjaldinu og
getur ekki ímyndað sér að þær
geti verið svona látlausar og
hjartagóðar og hún. Og þakklát-
ar. Holt barði í borðið með hnú-
unum til að undirstrika það sem
hann sagði Eins og flestir menn
sem eru vel aflögufærir. setti
hann þakklátssemi efst á dygða-
listann. — Já, maður verður bók-
staflega snortinn yfir því hversu
bakklát bessi stúlka er herra
Delaney. Hún hefur sagt mér í
trúnaði. að hann sé eini leikstjór-
inn sem befur nokkurn tíma skil-
ið hana. Já, hún sagði mér meira
að segja. að hún vildi fúslega
leika i þrem næstu mvndunum
hans kauplaust. til þess eins að
fá að vinna með honum.
— Já. bað verður svei mér
kaunlaust hugsaði Jack og
horfði á brevtulegt og slappt
andlitið á Barzelli. Bíddu bara
bangað tjl umboðsma^ur hpnnar
kemur með samninginn.
— Mamma er afskanlega hrif-
in af henni. sagði Holt.
— Hvernig bá?sagði Jack.
sem fannst einhvers "taðar vant.a
samhengi, — Afsakið —
— Mamma sagði Holt. — Frú
Holt.
— Ó sagði .Tack op vonaðist
að hann kæmist úr kvikmvndun-
um og f eitthvprt annað um-
ræðuefni. — Eigið bið börn?
— Nei, sagði Holt. Hann and-
varpaði. Frú Holt var enn einu
sinni að þerra augun um leið
og hún tæmdi kampavínið úr
glasinu sínu og Holt setti stút
á munninn og veifaði fingrunum
til hennar eins og barnfóstra
sem reynir að. skemmta bami í
vagni. — Nei, sagði hann. — Við
eigum engin böm. Þetta er dá-
samlegt fyrir hana. Ég á við að
búa hér í Róm. Hún er á söfn-
um á hverjum degi. Það er ekki
til sú kirkja sem hún hefur ekki
komið í. Hún er kaþólsk. en hún
er líka afskaplega listræn. Hún
var píanókennari i Tulsa, þegar
ég giftist henni. Já, heima átt-
um við tvo flygla. Hér búum
við í palazzo — það er höll á
ítölsku — en píanóið er ómögu-
legt. Þjóðverjarnir voru þarna á
stríðsárunum.
Kannski ætti ég að standa upp
og fara aftur á gisthúsið og ná
aftur í Bresach. hugsaði Jack.
Samtalið við hann var skemmti-
legra, með eða án hnífs.
— Mamma vill endilega að ég
gangi í félag við herra Tucino og
herra Delaney. Þriggja-kvik-
mynda-félag. sagði Holt og naut
þess að kunna tækniheiti þessa
töfraheims. — Fyrir utan það að
búa eriendis og skattfrjálst í pall-
azzo. Hún á bróður — já, þér
vitið hvernig bræður eru oft ....
Hann brosti afsakandi. — Yngri
bróður, skiljið þér — ekkert
slæman náunga. en hann hefur
einhvernveginn aldrei komizt á
rétta hillu. Hann vann hjá mér
i nokkur ár, en loks afsögðu fé-
lagar mínir hann. Nú ætlum við
að gera hann að aðstoðar-fram-
leiðanda — það er sá sem....
— Já, ég skil, sagði Jack.
— Hann kostar mig tuttugu og
fimm þúsund á ári eins og er —
skolli mikið með skattinum, sagði
Holt. — En ef hann er aðstoðar-
framleiðandi, getur hann fengið
fimmtíu þúsund á ári og það
kostar mig naumast eyri. Mamma
verður afskaplega glöð, sagði
Holt hlýlega.
Jack sá Holt allt í einu í nýju
ljósi, hinn harða. duglega, vinnu-
sama olíuleitarmann, borara, spil-
ara yfirboðara sem kom heim af
skrifstofu sinni í Oklahoma City,
bar sem geysileg stríð voru háð
og ríki römbuðu á heljarþröm og
skiptu um eigendur á hverjum
vinnudegi. og fann konu sína,
ringlaða og drykkjusjúka, sitja
og fálma um annan flygilinn af
tveimur með whiskyflösku á gólf-
inu hjá sér, og nVsheppnaða
bróðurinn með enn eina sögu
um hræðilega óheppni og beiðni
um tíu þúsund f viðbót (örugg-
lega í síðasta sinn, það sver
ég....). Og svo blíður kossinn,
ávísanaheftið sem alltaf var
reiðubúið að fyrirgefa. harkan og
einbeitnin skilið eftir utandyra
og undirskriftin, — allt var
betta stöðug og óaflátanleg ást-
ariátning til hinnar ömurlegu og
eyðilögðu og glötuðu konu. sem
hann hafði gengið að eiga.
Jack gleymdi öllu hinu inni-
haldslausa þvaðri, sem hann hafð’
neyðzt til að hlusta á til þessa
og brosti framaní Holt. vegna
bess að hann leit allt í einu með
nýjum og skilningsríkum augum
á hrukkótt sveitamannsandlitið.
hálfsköllóttan hvirfilinn. á-
hyggjufull, vinsamleg augun.
Undarlegur. fhugandi svipur
kom á andlitið á Holt eins og
hann hefði orðið var beirrar
brevtingar, sem varð á Jack, og
óvænt strauk hann um höndina
á Jack með snöggri. samúðar-
fullri hrevfingu. Hönd hans var
hrjúf og full af trúnaðartrausti.
Ég má ekki vanmeta bann. hugs-
aði Jack — bað er góður og til-
finninganæmur náungi bakvið
betta bóndaandlit. bakvið allt
betta hversdagslega. Hann hefur
ekki komizt að Persaflóa fyrir
bað eitt að vera auli.
— Mig langar til að segia vður
bað hér og nú sagði Holt hátíð-
legur f bragði — að við erum
allir innilega bakklátir fvrir að
hér skvlduð fallast á að koma
hingað og hiálna okkur úr vand-
ræðunum á bennan hátt berra
Andrus. eins ng ástandið er ’rö-
ið með berra Stiles.
— Það kom mér þægilega á ó-
vart. sagði Jack hreinskilnislega
— Herra Delanev hefur sagt
mér allt um vður. hélt Holt á-
fram — og bað gleður mig miög
að fá tækifæri til að segia vður
mitt persónulega álit. Ég veit
Frá ÆFR
Efnt verður til ferðar á laugardaginn kemur um
nágrenni Reykjavíkur. Ferðin tekur tvo daga og
hafður sami háttur á og með ferðimar út í „bláinn“,
þannig að ákvörðunarstaðir eru ekki kunngjörðir
fyrr en að þangað er komið.
ÆFR hefur farið ýmsar ferðir fyrr í sumar og
fengið þá reynslu að fólk lætur ekki skrá sig í ferð-
irnar fyrr en á síðusítu stundu. Þetta er mjög baga-
legt fyrir okkur og hvetjum við hugsanlega ferða-
félaga til þess að láta skrá sig hið allra fyrsta.
Sími Æskulýðsfylkingarinnar er 17513, en auk þess
tekur ferðaskrifstofan Landsýn við þátttökutilkynn-
ingum í síma 22890.
Áskriftarsíminn
er 17-500
Hringið í dag
buðin
Klapparstíg 26
Sími 19800
VÖNDUfl
F
IIU R
fSjgusþárJfas&m &co
VÖRUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRON - búðirnar.
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuieggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LA M □ SVM n-
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK
(JMBOÐ LOFTLEIÐA.
Aug/jf'Jð i Þjóðvi/janum
i
é
4
y