Þjóðviljinn - 15.07.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1964, Blaðsíða 5
Mlðvikudagor T5. JúSí 1991 Friðjón Stefánsson: Fáein orð um Þýzka alþýðulýðveldið Mig langar til þess að vekja athygli á ágætri grein um Austur-Þýzkaland eftir Pál Bergþórsson. sem birtist í sunnudagsblaði Þjóðviljans 12. júlí. Því miður heyrir til fremur sjaldgæfra atburða að sjá góða blaðagrein um Austur-Þýzka- land. Aftur á móti hefur fyr- irferðarmikið lesmál óhróðurs, blekkinga, rangfærslna og lygi verið birt um þetta ríki í Alþýðublaðinu, Vísi, Morgun- blaðinu og Tímanum, svo og öðrum afturhaldsmálgögnum, þau tæp 15 ár' síðan Þ.A.L. (Þýzka alþýðulýðveldið) var stofnað. Ef það lesmál yrði allt fært saman í eina bók, þá yrði það hræðilega stór bók, svo stór bók, að ég get ekki ímyndað mér að skemmri tíma en heilt ár tæki að lesa hana. En hamingjan hjálpi sálará- st"“ ’ -ss manns, er legði sig í lestur, þegar hann si' p frá honum. Enda þau skr'f að mestu leyti ætl- uð t 1 þess að rugla dómgreind þeirra, er lesa. Páll, sem er þekktur fyrir að véra maður glöggur og heiðariegur, gerir þarna grein f 'r þeirri skoðun sinni, að lífskjör í Þ.A.L. og á íslandi muni ekki óáþekk — nema hvað þessi lífskjör nást ekki á Islandi án gífurlegrar yfirvinnu, sem er aftur á móti óþekkt fyr- irbæri i Þ.A.L. Hann styður þessa s.koðun sína skýrum rök- urh, en hann hefur dvalizt í Austur-Þýzkalandi i sumar. Hann seg'r svo í greinarlok af sinni alkunnu hógværð, að ef til vill sé ekki af miklu að státa fyrir Austur-Þjóð- verja, þótt þeir hafi náð sömu —--------------------------—<s> Islandsmót í handknattleik Islandsmót í handknattleik fer fram í Hafnarfirði seint í júlí. Þátttaka tilkynnist sem a.lra fyrst, eigi síðar en 21. júlí til Hallsteins Hinrikssonar sími 50685. Þátttökugjald 50 kr. fyrir hvern flokk. Nánar aug- lýst síðar. Fimleikafélag Hafnarf jax-ðar. velmegun og íslendingar. Þó sé þess að gæta. að fyrir tæp- um tuttugu árum höfðu Is- lendingar eins rúman fjárhag og nú en Austur-Þjóðverjar tóku við landi sínu eftir hörmungar stríðsáranna. Já, Austur-Þjóðverjar tóku við landi sínu í rústum, hálf- hrundum borgum, eyðilögðum atvinnutækjum, vannærðu og sjúku fólki o.s.frv. Það væri freistandi að leggja þá spurningu fyrir þá. sem einhver tæki hafa til þess að hugsa með, hvernig umhorfs myndi á Islandi í dag, ef við hefðum tekið við landi okkar fyrir tæpum tuttugu árum í hliðstæðu ástandi og Austur- Þjóðverjar tóku við sínu landi. Ef við hefðum tekið við Reykjavík, Akureyri og Hafn- arfirði að hálfu leyti sem rúst- um. eyðilögðum atvinn'utækj- um og öðru eftir því. Og ef við hefðum svo auk þess bú- ið við sameiginleg landamæri með ríki, sem vann okkur allt það ógagn, er það mátti. Við þuríum ekki að vera sterk í rökrænni hugsun til þess að sjá, að líkurnar til þess að við byggjum þá við hin aumustu lífskjör, þær eru miklar — að líkurnar til þess að v'ð svo mikið sem nálg- uðumst að búa við eins góð lífskjör og Austur-Þjóðverjar búa við nú. þær eru engar — þ.e.a.s. reiknað með sama stjórnarfari og við höfum haft, Þannig geta staðreyndirnar og brjóstvit okkar slangazt illi- lega á við það, sem „stóra bókin“ hefur verið að reyna að innprenta okkur í fimmtár, ár. Mætti ég að lokum benda &r> að hér er . félag,. íslenzk - þyzka menningarfélagið, sem hefur það markm'ð að halda uppi menningarsambandi við Þ.A.L. og fræðslu úm það. Þetta félag er nú í örum vexli. hefur meira en tvöfaidað með • limatölu sína siðastliðið hálft annað ár. Það er öllum opið, sem kynnu að vilja stuðla að eða njóta hlutlausrar fræðslu um það sósíalska ríkið, sem næst okkur liggur og skyldast er okkur að menningu. ÞIÚÐVILIINN SÍÐA g Nær 110 km hraða á klukkustund með 150 farþega •fci Fyrir nokkru var ,,svif- bátur“ af nýrri gerð tekinn í notkun í Sovétríkjunum. Þetta er allstórt skip; á að geta borið 150 farþega og er knúið tveim hverfihreyflum, samskonar og notaðir eru á hinum frægu sovézku Iljúsín- flugvélum og skrúfuþotum. Báturinn á að geta náð 110 kílómetra hraða á klukku- stund. Það var Rostislav Alexjef sem teiknaði þennan nýja „svifbát“, en Alexjef þessi átti einmitt einna mestan þátt í því að fullkomna „svifbátana" í upphafi. Eru aðeins tiltölulega fá ár síð- an fyrstu ,,svifbátarnir“ komu fram á sjónarsviðið og notkun þeirra hófst. ★I Nú mun langstærsti ,,svifbáta“-floti í heirni vera í Sovétríkjununi. Mörg hundruð slík farartæki eru í ferðum á ám og vötnum þar eystra og er ganghraði bát- anna flestra um 70 km. á klukkustund. HVCRS CKA SI6LFIR3- IN6AR AÐ 6JALDA? Innilokun og jarðýtuvegur er þeirra hlutskipti í samgöngumálum Það er kunnara en frá þurfi að segja að samgöngumál Siglfirðinga eru erfið viður- eignar. Ekki er nóg með að veðurfar og snarbrött fjöli auki á þá ei'fiðleika, heldur eru þeir menn, sem stjórna samgöngumálunum, ráða fram- kvæmdum í vegagerð og við- haldi vega, einhverjir mestu fjandmenn SiglLrðinga í sam- göngumálum þeirra, eða hverju öðru nafni á að nefna þá af- stöðu þeirra, sem Skarðsvegur- inn er ljósasti og sannasti vott- urinn um? Eða hvers eiga Sigl- firðingar að gjalda, hvað veld- ur því, að þeim er boðið upo á það ár eftir ár að aka þenn- an fjallveg í því ástandi að í öllum öðrum byggðarlögum væri hann talinn lítt fær öðr- um farartækjum en jarðýtum? Tíminn, sem vegurinn á að teljast opinn, er 4—5 mánuðir. Allan þennan tíma er umferð um hann mjög mikil, — það er skrönglazt yfir ruðningana og urðina til að komast í samband við akvegakerti landsins, — yfir ófærurnar verða siglfirzkir. vörubílar að seiglast með vömr og bygging- arefni og einnig þungir rútu- bílar. Það mætti því ætla, að sanngjarnt væri, að lokun vegarins í 7—8 mánuði ársins, yrði bætt upp með sérlega góðu viðhaldi hans og um- hirðu þenna stutta tírna yfir sumarið. En það er öðru nær en að slíkt sé álit ráðamanna vegamálanna. Um það ber sjálfur vegurinn vitni, og í sumar hefur hann verið verri en nokkru sinni fyrr, enda heimtaður hærri vegaskattur af siglfirzkum bílstjórum en nokkru sinni fyrr. Hver einasti bílstjóri, sem - ekur þennan réttnefnda jarð- ýtuveg, undrast stórlega að svo þjóðhagslega þýðingar- miklu byggðarlagi, sem Siglu- fjörður 'svo san'narlégá' er yf- ir sumarið, skuli boðið upp á aðra eins svívirðu, sem þenn- an veg. Þeir undrast þá þolin- mæði siglfirzku bílstjóranna. að hafa ekki gripið til örþrifa- ráða til að knýja fram úrbæt- ur, og hafa sumir hverjir bent á ýmsar leiðir í því skyni. Og það eru vissulega á kreiki meðal siglfirzkra bílstjóra ýms- ar hugmyndir um að vera ekki aðgei'ðarlausir öllu lengur. Hin- ir vísu vegamálastjórar syðra og nyrðra mega vel vita það, að til eru ýmsar aðferðir til ~að---stöðva umferð stund- .og stund, og landsmenn þurfa ekki að hrökkva í kút, þó sú frétt berist einhvern daginn, að - 'Umferð um Skarðsveginn, hafi verið stöðvuð í mótmæla- skyni við þá fjandsamlegu stefnu sem vegamálastjórnin hefur gagnvart samgöngumál- um Sigfirðinga og lýsir sér al- veg séi'staklega í viðhaldi og umhirðu Skarðsvegarins þá Framhald á 7. síðu. 14. DAGUR. Skrýddist þá allur fjöldi kennimanna og gekk út úr borg- inni með skrín og helga dóma og gerðu fagra prósessíón- em (skrúðganga). En Væringjar gerðu og mikla líkferð. Var þá líkkistan borin hátt og tjaldað yfir pellum, borin þar yf- ir merki mörg. En er slíkt var borið inn um borgarhliðið, þá skutu þeir niður kistunni um þvert hliðið borgarinnar fyrir hurðirnar. Blésu þá Værmgjar í alla lúðra sína herblástur og brugðu sverðunum. Þusti þá allur Væringjaher úr her- búðmum með alvæpni Qg hljópu þá til borgarinnar með ópi og kalli. En munkar og aðrir kennimenn, þeir er út höfðu gengið i líkferð þessa, kepptust hvorir við aðra, að fyrstir og fremstir vildi út ganga að taka við ofrinu, þá var þeim nú hálfu meira kapp á því að vera sem first Væringjum, því þeir drápu hvern þann, er þeim var næst, hvort er hann var klerkur eða óvígður. Væringjar gengu svo um alla borgina þessa, að þeir drápu mannfólkið, en rændu alla staði í borg- inni og tóku þar ógrynni fjár. Þá er Haraldur var kominn til Miklagarðs utan af Jórsala- landi, fýsti hann að fara í Norðurlönd til óðala sinna. Hafði hann þá spurt, að Magnús Ólafsson, bróðursonur hans, var orðinn konungur í Noregi og svo í Danmörku. Sagði hann þá upp þjónustu við Grikkjakonung. En er Zóe dro;ttning varð þessa vör, varð hún reið mjög og hóf upp sakagiftir við Harald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.