Þjóðviljinn - 16.07.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 16.07.1964, Síða 10
]Q SÍÐA ÞJÓÐVILIINN Fimmtudagur 16. júlí 1964 þér starfið hjá því opinbera í Paris. \ — Já, það er að segja í NÁTO, sagði Jack. — Það kemur út á eitt,' sagði Holt sem gerði engan greinar- mun á fólki sem fékk laun sín hjá ríkinu. Hann hló svo að skein í skinandi gervitennumar. — Ég vona að þér finnið yður ekki knúinn til að gefa skýrslu um allt það sem ég hef sagt yður í kvöld 'jm skatta og þess hátt- ar. — Alit yðar á sköttum, herra Holt, sagði Jack alvarlegur. — mun fylgja mér í gröfina. Holt hló hjartanlega. — Ég vildi óska að það vaeru fleiri hjá því opinbera sem vaeru jafn epaugsamir og þú, Jack. Hann ledt hikandi á Jack. — Má ég ekki segja Jack? Skilurðu, heima í Oklahoma, í ol- íubransanum — — Jú, auðvitað, sagði Jack. — Og allir kalla mig Sam, sagði Holt næstum feiminn eins og hann væri að fara fram á 6tóran greiða. “^ ’Auðvitað. Sam. — Ecco, sagði Tassetti og gaut * augunúm út á dansgólfið. — La pluss grande puttam de Roma. La Principessa. Hann kipraði saman varimar eins og hann ætlaði að spýta. Jack leit út á dansgólfið. Stúlka um tvítugt með ljóst tagl sem féll niður á berar axlVnar og klædd skjallahvítum kjól. var að dansa við lítinn og feitan mann um þrítugt. — Hvað var hpnn að segja? spurði Holt. — Hvað sagði ítal- inn? — Hann sagði: — Þetta er mesta mellan í Róm, þýddi Jack. ■— Prinsessan. — Er það satt? sagði Holt blátt áfram. Hann beið andartak Ifyrír kurteisi saíkir áður en hann sneri sér við og leit sem snöggvast á stúlkuna. — Hún er ósköp indæl að sjá, sagði hann. — Ljómandi lagleg ung stúlka. — Elle fasse tutti, sagði Tass- eti. — Elle couche avec son fra- tello. — Hvað er hann nú að segia? spurði Holt. Jack hikaði. Jæja, Sam, hugsaði HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU o? DÖDO Laugavegi 18. III h. (lyftal SIMI 24616 P E R M A Garðsenda 21 SIMI: 33968, Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJ ARN ARSTOFA N Tjamargötu 10 — Vonarstræt ismegin — SÍMI: 14662 HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR fMaría Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 1465« — Nuddstofa á sama stað. hann, nú ertu i Róm og þú verð- ur að venjast þvi sem heima- menn segja. — Hann segir að hún geri allt. sagði Jack án þess að fegra neitt. — Hún sefur hjá bróður sínum. Holt sat grafkyrr. Hægt og hægt breiddist roði um vanga hans og enni. — Mér finnst að fólk ætti ekki að blaðra svona um annað fólk, sagði hann og kyngdi einhverju. — Ég er viss um að þetta er bara kjaftasaga sem enginn fótur er fyrir. Hann leit með áhyggjusvip til konu sinnar. — Ég er feginn því að mamma heyrði þetta ekki, sagði hann. — Það hefði eyðilagt fyrir henni kvöldið. Fyrirgefðu Jack. Hann reis á fætux, gekk kring- um borðið, dró stól frá næsta borði og settist eins og verndari við hliðina á frú Holt og brosti til hennar og tók um höndina á henni. Eftir andartak. þegar prinsessan og dansherra hennar voru farin af dansgóflinu, fór Holt með konu sína út á gólfið og þau dönsuðu saman. Jack sá sér til undrunar að þau dönsuðu furðulega vel, Holt teinréttur óg léttur á fæti í flóknum takti rhumbunnar, æfður og leikipn. Hann hlýtur að hafa tekið margfe' danstíma, hugsaðí Jack. Allt ’til þess að halda henni frá flösk- unni. — Ecco. sagði Tasseti og benti á hvíthærðan mann með svip | eins og kardínáli, sem var að dansa við rauðklædda stúlku. — La pluss grand voleur de Roma. Það hyerðust hlátrasköll frá Delaney og Barzelli við hinn borðsendann, þar sem Tucino var einmítt að Ijúka við að segja sögu. Tucino hallaði sér bros- andi afturábak í stólnum og Delaney hrópaði yfir borðið: — Komdu hingað Jaclc og hlust- aðu á. Jack reis á fætur, feginn að losna frá Tasseti og skuggaleg- um Sikileyjardómum hans um gesti næturklúbbsins. Delaney rýmdi fyrir Jack við borðsend- ann og sagði: — Marco var að segja okkur frá pabba sínum. Segðu Andrus frá pabba þín- um. Marco. — Allora, sagði Tucino og brosti sæll, vakandi og fullur af orku eins og skóladrengur, og notaði hendurnar til að und- irstrika ítölskuskotna ensku sína. — allora, pabbi minn, hann heit- ir Sebastiano. Hann er sjötíu og þriggja, sjötíu og sex ára gam- all, hann er með hár eins hvítt ot; snjór, hann gengur teinréttur eins og hrífuskaft, alia ævina eltist hann við stelpur. er vitlaus í stelpur, hann er að sunnan, skiljið þér, hann segir mömmu mína vitlausa í fimmtíu ár, og síðasta afmælisdaginn hans segir hún við hann: — 1 ár, Sebastiano, gefst ég upp á þér, held ég. Ég þoli ekki lengur allar þessar stelpur og þú kominn, á þennan aldur. Hún fékk hann til að sverja presti á afmælisdaginn sinn: ekki fleiri stelpur; áður en við gefum honum gjaíirnar. ég gaf honum Fiat og Leicavél í af- mælisgjöf. En auðvitað hættir hann ekki við stelpumar. Hann kemur og heimsækir mig í kvik- myndaverið á hverjum degi. drekkur kaffibolla með syni sín- um. sýnir mér myndirnar af Pét- urskirkjunni. Það er vani. hefð, klukkan fimm, eftir síðdegis- hvíldina. Á hverjum degi svip- ast verkamennimir í verinu eftir honum, svo að hann komist inn um hliðið. Hann kemur gegnum hliðið á hverjum degi, hann veit að þeir horfa á hann. hann lyft- ir fingri. si sona, upp að höfð- inu. Tucino lyfti handleggnum upp fyrir höfuð og hægri vísi- fingur benti upp í loftið. — Vit- ið þér hvað þetta þýðir? Nei? En verkamennimir vita það og þeir hlæja á hverjum degi. Á hverjum degi heyri ég hláturinn niðri úr skrifstofu minni hjá hliðinu og þá veit ég að eftir tvær mínútur kemur faðir minn ínn á skrifstofuna ti.1 mín. Þér skiljið hvað þetta þýðir — það þýðir að þennan dag hefur pabbi minn haft stelpu einu sinni. Verkamennirnir elska hann, þeir hlæja með honum, þeir segja: — Sebastian gamli, hann er ungur gamall maður, hann verður hundrað ára. — En svo einn dag- inn. — Tucino lyppaðist niður í stólnum með slapar axlir. dauf augu, eins og gamalmenni á graf- arbarminum. - Einn daginn kem- ur pabbi minn á skrifstofuna, en það er enginn aðvörun, eng- inn hlátur við hliðið fyrst. Hann er dapur á svipinn eins og hann komi frá jarðarför bezta vinar síns og hann fari til helvítis. Ég segi ekkert. Við drekkum kaffi eins og vanalega. Hann sýnir mér enga mynd. ann gengur út ó- sköp hægt. Svona líður einn mánuður. tveir mánuðir, og pabbi minn kemur á hverjum degi, hann gengur hægt, enginn hlát- ur við hliðið, Verkamennimir horfa hryggir á hann, þeir segja: — Veslings gamli Sebastiano. nú sýnist hann vera hundrað ára, hann má þakka fyrir ef hann lifir til vorsins. Ég sé mömmu mína, hún hefur yngzt um tíu, tuttugu ár. Hún fitnar, hún hlær eins og ung stúlka. hún kaupir þrjá nýja h^tta. með blómum, hún fer að íæra bridge. Ég er hryggut vegna pabba míns, hann er ekki lengur beinn eins og nrauskaft, hánn næstum notar ekki Fiatinn, ég hugsa: Ó. það er sorglegt hvað pabbi verður gamall. Ég reyni að segja hon- um að fara til læknis, en hann segir við mig: — Haltu helvítis- kjafti. Það þarf enginn krakki að kenna mér að lifa. Það er í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem pabbi segir Ijótt við mig. Ég held kjafti. Ég er hryggur og ég held kjafti. Og í dag, í dag klukkan fimm, heyri ég mikinn hlátur við hliðið. fagnaðarlæti eins og hetja snúi heim aftur. Ég lít út um gluggann. Pabbi minn kemur innum hliðið, beinn eins og hrífuskaft, hárið hvíta stendur beint upp í loftið eins og það komi beint heim úr þvottahúsinu. hann brosir eym- anna á milli, handleggurinn uppi. Hann gerir V-merki. Tucino brosti mildu. innilegu brosi. — Tveir fingur uppi í dag. Delaney hló og Jack hló líka. Þetta er ekki faðir mlnn, hugs- aði hann. En Larzelli hallaði sér afturábak í stólnum og þótt hún væri nýbúin að hlusta á söguna, rak hún upp dillandi skellihlát- ur. ruddalegan. hressilegan og næstum karlmannlegan sem virt- ist næstum óviðeigandi úr þess- um granna kvenhálsi og fagur- lagaða stúlkumunni. Yfirlætisfull, falleg og örugg tilheyrði hún miðjarðarhafsheimi karlmann- anna og tók þátt í sigrum þeirra. Gamla konan með nýju hattana þrjá og síðdegisbriddsið og nauð- Augu framleiðandans sem fljót- lega urðu sviplaus á ný, gáfu greinilega til kynna að það væri tími hans og fé hans sem Delan- ey var að sóa, og ef eitthvað gengi á afturfótunum hjá þeim í framtíðinni myndi Tucino draga þetta fram og nota sem lóð á metaskálamar. Jack tók í höndina á Barzelli og hún leit á hann án alls áhuga. Hann var ekki framleiðandi, hann var ekki leikstjóri, hann gat ekki útvegað henni fleiri nærmyndir eða betri samning og hún hafði séð frá upphafi að hann myndi aldrei sýna henni tilleitni. Hún legði naumast nafn hans á minnið. Hann gekk að hinum borðsend- anum til að kveðja Tasseti. Tass- eti sneri sér á stól sínum og horfði fyrirlitlega framhjá dans- fólkinu á hóp karla og kvenna í hinum enda salarins. Um leið og hann þrýsti hönd Jacks. sagði hann hásri röddu og benti á gestgjafann við borð skammt frá: — Ecco, les pluss grand peder- aste de Roma. Jack hugsaði: Allt er þá þrennt er. allar syndir í rómverskri röð, hór, þjófnaður og ónáttúra. Tasseti veiddi vel í þetta sinn; hann hlaut að vera afarham- ingjusamur. Jack gekk meðfram dansgólf- inu, veifaði í kveðjuskyni til Holthjónanna. sem nú voru að dansa vangadans eftir laginu — On the Street Where You Live. Þau hættu að dansa og komu til Jacks. — Hefurðu tíma andar- tak, sagði Holt. Mig langar til að tala við þig. —: Auðvitað, sagði Jack. — Góða nótt, Jack, sagði frú Holt og röddin var loðin og klístruð af áfengi. Hún brosti til hans með þokulegum augum. — Sam er búinn að segja mér hvað honum líkar vel við þig og hvað þú sért v’iðkunnanlegur. — Þökk fyrir. frú Holt. sagði Jack. — Berta, sagði frú Holt í bænarrómi. — Æ, viltu nú ekki vera svo góður að kalla mig Bertu. Hún setti upp daufa eft- irlíkingu af glettnisbrosi. — Frú I Holt gerir mig svo gamla. — Gjaman, sagði Jack. — Hm.... Berta! — Arrivedercl, Jack. sagði hún og sveif við arminn á Holt aft- ur að borðinu, þar sem eigin- maðurinn kom henni fyrir í stól, rétt eins og hún væri nýuppgraf- inn fjársjóður, viðkvæmur eftir veðrun aldanna. Svo kom Holt aftur til Jacks. léttfættur. blés ekki einu sinni úr nös eftir allan dansinn.' — Ég fylgi þér til dyra, sagði Holt formlega. — Ef ég má. Um leið og þeir gengu út úr salnum, leit Jack við og um leið sá hann að Barzelli smeygði hendinni undir borðið enn einu sinni. Jack og Holt fóru niður, fram- hjá lokaða veitingahúsinu á annarri hæð. framhjá málverki af naktri stúlku á stigapallinum og niður á fyrstu hæð. þar sem var lítill bar með blökkupíanó- leikara, sem lék fyrir bandarískt par sem reifst hvfslandi í einu hominu. — Ég skal segja þér eitt. sagði Holt, meðan Jack beið eftir frakkanum sínum. — Ég gæti vel hugsað mér ögn af fersku lofti. Er bér ekki sama þótt við göngum dálftinn spöl? — Jú. það vil ég mjög gjaman. sagði Jack. Nú. begar Jack var í alvöru á leið heim á hótelið, komst hann að raun um að hann var ekki sérlega fíkinn í að standa í tómum (eða ekki tóm- um) herbergjunum og berjast við að sofna. Þeir gengu út f nóttina. Holt í frakkanum og með sombrero- hattinn, sem hann setti beint og ungarloforð karlmannsins snurtu Jí “ hana alls ekki. Var,eRa a skollott hofuðrð. Fynr Jack leit á úrið sitt og stóð á fætur. — Ég verð að koma mér heim, sagði hann. — Ef við eig- um að byrja að vinna klukkan hálf átta í fyrramálið. Delaney veifaði hendinni kæru- leysislega. — Ekkert liggur á, Jack, sagði hann. — Skítt með þetta á morgun. Við getum byrj- að klukkan tíu. — En samt sem áður, sagði Jack. Hann tók eftir því að Tucino kipraði augun kuldale£a þegar Delaney sló þessu á frest. utan stóðu nokkrir leigubfl- stiórar og aðrir bílstjórar og töl- uðu saman og hálfskulfu í frökkunum og formlaus kona með körfu af fjólum sem beið í myrkrinu eft.ir ástföngnu fólki Hestvagn stóð við múrvegginn á móti rg hesturinn svaf undir teppi. Jack og Holt beygðu fyrir hornið og gengu meðfram ánni. — Berta vill helzt aldrei fara heim fvrr en hljómsveitin hættir að leika sagði Holt. Hann hló afsakandi. — Þú yrðir hissa. ef Lokað írá hádegi i dag vegna jarðarfarar Ágústs Thejlls, afgreiðslu- stjóra. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. SÁLFRÆDINGUR I Kleppsspítalanum er laus staða fyrir sálfræðing. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítajarma, Klapparstíg 29, fyrir 16. ágúst n.k. Reykjavík, 15. júlí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Áskriftarsíminn er 17-500 Hringið í dag BUÐIN Klapparstíg 26 Sími 19800 VDNDUÐ F NDUÐ II n m IIK SiQvrýórJbnsson &co Jfafhtmfnefí k VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN ® Seíjum farseðla með flugvélum og skiþum Greiðsluskilmálar LofMeiða: ® FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR ® Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA NDSVN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK UMBOÐ LOFTLEIÐA. ♦

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.