Þjóðviljinn - 21.07.1964, Síða 1
Þriðjudagur 21. júlí 1964 — 29. árgangur — ibl. loiubiað.
SíldveiSarnar:
Heildaraflinn er tvö-
falt meiri en 1963
Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands um síld-
veiðarnar nam heildaraflinn í lok síðustu viku
1.239.870 málum og tunnum en var á sama tíma
í fyrra 508.704 mál og tunnur. Er hann því tvöfalt
meiri nú en þá. Söltun er hins vegar meira en
helmingi minni nú en í fyrra eða 73.851 tunna á
móti 170.626 tunnum.
Veiðiveður var yfirleitt gott
s.l. viku. Allur síldveiðiflotinn
var að veiðum útaf Austfjörð-
um á svipuðum slóðum og áð-
ur. Vikuaflinn nam 217.499 mál-
um og tunnum en var 72.710
mál og tn. á sama tíma í fyrra.
Aflinn hefur verið hagnýttur
sem hér segir:
1964 1963
f salt upps. tn. 73.851 170.626
f bræðslu mál 1.147.718 320.291
f fryst. uppm. t. 18.301 17.787
Banaslys á hesta-
mannamótí á Hellu
I fyrrakvöld varð banaslys
austur í Rangárvallasýslu. Bónd-
inn í Holti í Austur-Landeyj-
um. Guðmundur Jónsson. var 4
heimlcið af hestamannamóti á
Hellu, cr hann missti *tjóm á
hesti sínum, svo að hann hljóp
framan á bifreið. Hlaut Guð-
mundur mikið' höfuðhögg og var
þegar örendur.
á hægra frambretti og við það
kastaðist Guðmundur fram af
hestinum og á- gluggakarm bíls-
ins, sem er Landroverjeppi úr
Áimessýslu. Hlaut Guðmundur
mikið höfuðhögg og mun hafa
látizt samstundis. Guðmundur
var maður um fimmtugt.
Bræðslusildaraflinn skiptist
þannig eftir löndunarstöðvum:
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Hjalteyri
Krossanes
Húsavík
Raufarhöfn
Vopnafjörður
Borgarfjörður
Bakkafjörður
Seyðisfjörður
Eskifjörður
Neskaupstaður
Rauðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Breiðdalsvík
207.622 mál
11.872 —
39.011 —
76.188 —
20.509 —
198.510 —
142.287 —
11.150 —
14.835 —
100.909 —
66.461 —
139.000 —
61.656 —
43.703 —
14.005 —
Nýir samningar
Iðju
í gærkvöld var haldinn fund-
ur í Iðju félagi verksmiðjufólks.
Fyrir fundinn voru lagðir hin-
ir nýju samningar.
Helztu atriði þeirra eru: 5,4%
kauphækkun, tveggja stunda
eftirvinna, eftirvinna verði 50%,
ákvæðisvinna hækkar um 5,4%
og orlof verður 7 % af öllu
kaupi.
Samningarnir voru samþykkt-
ir með miklum meirihluta og
munu gilda frá 1. júlí 1964 til
1. júní 1965.
Allt lögreglulið New York
viðbáið kynjsáttaóeirðum
Sjá 3. síðu
ííi ». . -
Myndin sýnir þyrpinguna sem stendur í miðri götunni. f skúrnum næst á myndinni er hesthús.
Fær kofaeigandinn 1 miljón
kr. í peningum og fjórar
lóðir til að braska með?
Blaðið hefur heyrt að borg-
aryfirvöldin ráðgeri að kaupa
kofarusl sem stendur í götu-
stæði Stakkahlíðar, sunnan
Miklubrautar fyrir nær eina
miijón króna! En sagan er
ekki þar með öll sögð. Til
viðbótar munu borgaryfir-
völdin vera reiðubúin til að
afhenda eiganda ifofa þess-
ara 4 lóðir undir tvíbýlishús
(sem jafnan verða fjórbýlis-
hús þegar byggt er!) Hafa
eiganda kofa þessara þegar
verið afhentar tvær lóðanna
fyrir nokkrum . árum en nú
mun standa til að afhenda
honum tvær í viðbót.
Kofarusl þetta. sem stend-
ur í götustæði Stakkahlíðar,
er hreinlega sagt einskis
virði, en þarf hins vegar að
fjarlægjast vegna malbikun-
ar götunnar. Stendur þetta
drasl á gömlu erfðafestulandi
sem tekið var fyrir mörgum
árum og fékk erfðafestuhaf-
inn þá lóðirnar tvær sem
bætur. Afhending slíkra lóða
þýðir mikla fjármuni i
hendur þess sem yfir þeim
ræður hvort sem réttindin
eru seld eða á lóðunum byggt
og íbúðirnar seldar. Er það
óþekkt rausn og algert eins-
dæmi eigi eigandi kofana að
fá 4 slíkar lóðir til ráðstöfun-
ar, auk nær milj. kr. í bein-
hörðum peningum.
Ekki er ólíklegt að aðrir
erfðafestuhafar hugsi sér til
hreyfings ef þessi viðskipti
borgarstjómaríhaldsins og
kofaeigandans ná fram að
ganga.
Dómur fallinn I Brimnesmálinu:
AXEL SLAPP MED10 ÞÚSUND KR.
SEKT FYRIR BÓKHALDSÓREIÐU
Á sunnudag var haldið hesta-
mannamót að Hellu á Rangár-
völlum og var þar mikið fjöl-
menni, en mótið fór vel fram.
Kappreiðunum lauk um kl.
7.30, en síðan var haidinn dans-
leikur á staðnum. Um kl. 10
var Guðmundur á heimleið með
félögum sínum og sveitungum á
lítt tömdum hesti, er þeir voru
komnir um 1 km austur fyrir
Heliu og voru að mæta bíl sem
kom að austan, missti Guð-
mundur vald á hesti sínum.
Skall hesturinn á bílinn, lenti
LÍÚ ætlar að
birta sitd-
veiðiskýrslu
Rögnvaldi og
Guðmundi boðið
til Rúmeníu
Er rúmenski ambassadorinn
var á ferð hér á landi fyrr á
þessu ári, hafði fulltrúi hans
samband við Pétur Pétursson og
óskaði eftir fyrirgreiðslu hans til
að koma á gagnkvæmum heim-
sóknum íslenzkra og rúmenskra
listamanna.
Nú fyrir skömmu barst Pétri
bréf frá Rúmeníu þar sem óskað
er eftir að þeir Rögnvaldur Sig-
urjónsson, píanóleikari, og Guð-
mundur Jónsson, óperusöngvari.
komi til Rúmeníu. Allar líkur
eru á að þeir muni þiggja boð-
ið, en ekkert er enn ákveðið
nánar um heimsóknina.
■ Sl. fimmtudag kvað Logi
Einarsson yfirsakadómari
upp dóm í Brimnesmálinu
svonefnda og féll dómurinn
á þá lund að annar hinna
ákærðu, Axel Krist'jánsson í
Rafha, var dæmdur í 10 þús-
und króna sekt fyrir brot
gegn lögum um bókhald en
var hins vegar sýknaður af
ákæru um að hafa misnotað
aðstöðu sína í sambandi við
útgerð togarans Brimness.
Hinn maðurinn sem ákærð-
ur var í máli þessu, Sigurð-
ur Lárus Eiríksson, bókhald-
ari, var sýknaður.
Mál þetta reis sem kunnugt
er út af rekstri tgoarans Brim-
nes en Axel Kristjánssyni var
á sínum tíma falið að annast
hann um skeið fyrir ríkissjóð
sem var eigandi togarans. Þóttu
fjárreiður þeirrar útgerðar meira
en lítið vafasamar og var að
lokum höfðað mál á hendur
Axel bæði vegna meintrar mis-
notkunar hans á aðstöðu i sam-
bandi við útgerð togarans svo
og fyrir óreiðu í bókhaldi út-
gerðarinnar.
Eins og að framan segir var
Axel sýknaður af fyrra hluta
ákærunnar þar eð ekki þótti
sannað að hann hefði misnotað
aðstöðu sína. Hins vegar var
hann sekur fundinn um mis-
ferli í bókhaldi og dæmdur í
10 þúsund króna sekt fyrir það
brot. Bókhaldari útgerðarinnar,
Sigurður Lárus Eiríksson. var
hins vegar sýknaður af ákæir-
unni.
Framhald á 3, síðu.
Svo virðist sem sjávarútvegs-
málaráðuneytið ætli að halda
fast við hið fáránlega bann við
því að birtar verði aflaskýrslur
Fiskifélagsins um sumarsíld-
veiðamar, þótt vitað sé að bann-
ið er gegn vilja alls almennings
og röksemdir fyrir því vægast
sagt haldlitlar, eins og sýnt var
fram á í grein hér i Þjóðvilj-
anum. Nokkur dagblöð hafa nú
tekið að birta síldarskýrslur,
sem byggðar eru á þeirra eigin
athugunum, en oftast eftir ó-
traustum heimildum, svo að
lítið mark er takandi á þessum
skýrslum. eins og bezt sést ef
þær eru bornar saman. Þess
vegna m.a. hefur Landssamband
íslenzkra útvegsmanna ákveðið
að gefa út síldveiðiskýrslu, sem
væntanlega verður áreiðanlegri,
og verður sú fyrsta birt hér í
blaðinu á morgun.
Prestsdóttir á dráttarvél
★ Myndarbúskapur er að prestssetrinu Skeggjastöðum við
Bakkafjörð. Þar býr búi séra Sigmar I. Torfason og er hann
jafnframt framkvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar á Bakka-
firði. Veraldleg umsvif einkenna þennan dugnaðarmann.
Þarna býr hann ásamt konu sinni og fimm öætrum og
sendir hann þær jafnharðan í Menntaskólann á Akureyri,
þegar þær hafa aldur til og eru nú fjórar dætur hans í
skólanum.
★ A sumrum eru þær heima í föðurgarði og ekki vantar
verkefnin þar. Siáfttur er byrjaður á prestsetrinu og rákumst
við þar á eina dótturina á dráttarvélinni með snúningsvél-
ina í gangi. Allar eru þær jafnvigar á öll störf heima fyr-
ir og eru viðurkenndir dugnaðarforkar.
★ Þessi heitir Jóhanna Sigmarsdóttir og verður í sjötta
bekk næsta vetur í skólanum á Akureyri. (Ljósm. G. M.)
t
4