Þjóðviljinn - 21.07.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1964, Blaðsíða 8
3 ÖÐA Veronica brosti og sleikti mimnvikið með tungubroddin- um. Ég aetla að minnsta kosti að fá hana til að hætta bessu, hugsaði Jack, ef ég á eftir að kynnast henni nógu vel. — Nei, mér datt það r hug, sagði hún. — Jæja — Hún burst- aði hæstánægð brauðmola af pilsimu sinu. — Ég skrifa hon- um bréf og segi honum að haga sér eins og maður. Ég skal skrifa honum settlegt og kulda- legt bréf. • Það kemur kannski vitinu fyrir hann. — Já, kannski, sagði Jack efablandinn. Þegar þessi á- kvörðun hafði verið tekin, varð hann allt í einu gagntekinn sterkri þrá til hennar. Hann sat og hélt um hönd hennar og horfði á grannan, olíubrúnan hálsinn sem reis upp úr peysu- hálsmálinu og minningin um daginn áður varð ótrúlega lif- andi. — Við skulum koma heim á hótelið mitt, sagði hann. Veronica hristi höfuðið. Guð ?rrrirai- góður, ætlar hún nú að fara að gera sig kostbæra. Það er einum of mikið. ’ —- Nei, sagði hún. — Það get- ur verið að hann sé þar að njósna um okkur, þetta svín. — Jæia. förum þá heim til þín, sagði hann. Hún hristi höfuðið aftur. — Það er ekki hægt. Ég er á litlu fjölskylduhóteli. Þér yrði ekki hleypt inn. Það er allt fullt af þýzkum prestum. Þeir eru mjög siðavandir. — Hvað gerum við þá? spurði Jack. — Bíðum eftir myrkrinu og finnum okkur friðsælan runna í Borghese-garðinum? — Á morgun flyt ég til vin- konú minnar, sagði Veronica. — Hún vinnur allan daginn, svo að íbúðin stendur auð. — Hvað gerum við þangað til á morgun? spurði Jack. Veronica hló. — Geturðu ekki beðið? — Nei. — Það get ég ekki heldur. Hún leit á árið sitt. — Ég er upptekin næstu tvo tímana. Ég kem unp til þin klukkan fimm — Varstu ekki að segja að það gæti verið að hann væri þar að njósna um okkur? sagði Jack. HÁRGRFin^t AN Hírgre'ðslu og snyrtistofa STETNU og DÖDO Baugavegi 18. ITT h. flyfta) SÍMT 24816 P E R M A Garðsenda 21 SÍMIt 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömurt Hárgreiðsla við allra hæfi TJ ARN ARSTOFAN Tjarnargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SlMT: 14662 HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14658. — Nuddstofa á sama stað. — Ekki klukkan fimm, sagði hún. — Hvemig veiztu það? — Á hverjum degi klukkan fimm er hann hjá sálfræðingn- um sinum, sagði Veronica, safn- aði saman föggum sínum og stóð upp. Ekkert getur hindrað hann í því. Hafðu engar á- hyggjur. Hann kemur ekki á þeim tima. Hún laut fram og kyssti hann. — Ég ætla að fara út á undan, sagði hún. — Biddu fimm mínútur. Ef ske kynni .. Hann sat og horfði á hana ganga til dyra, hún kastaði síðu, dökku hárinu aftur fyrir aðra öxlina, hún vaggaði sér ögn meira í mjöðmunum en venju- lega, vegna þess að Jack var að horfa á hana og vegna þess að tveir þjónar horfðu á þana; Iitlir fætumir í háhæluðum, támjóum ítölskum skóm fram- leiddu ögrandi taktfasta smelli á mósaíkgólfið. Hamingjan góða, hugsaði Jack, þegar dyrnar lokuðust á eftir henni og hann hallaði sér afturábak í stólnum til að biða þessar fimm varúðarmínútur, hvað er ég .búinn að flækja mér inn í? Og borgar þetta sig? Þegar Jack kom út-úr veit- ingahúsinu sagði hann Guido að hleypa sér úr við sendiráðið og taka sér svq frí til klukkan átta um kvöldið. Af forvitni spurði hann Guido hvað hann ætlaði að gera við þennan tíma. — Ég fer heim, sagði Guido rólega. — Og leik við börnin mín þrjú. — Ég á líka þrjú böm, sagði Jack. — Það er tilgangur lífsins, sagði Guido og ók burt. Varðmaðurinn við dyrnar var ungur og hávaxinn og minnti Jack á efsta bekk í menntaskóla. Hann var með heiðursmerki frá Kyrrahafinu og Kóreu og Silf- urstjörnu og Purpurahjarta. Hann var rjóður í kinnum og brosti hlýlega og sakleysislega til Jacks og virtist alltof ungur til að hafa tekið þátt í neinni af þessum styrjöldum og alltof hraustlegur til að hafa særzt. Eitthvað i fari hans og útliti kom Jack til að hugsa nm Bre- sach. Hvað brallair þú utan vinnutíma, hugsaði Jack um leið og hann gekk inn í húsið, hvaða dyra gætirðu í fristund- unum, hvenær ferðu til sálfræð- ingsins? ... ._ Jack nefndi nafn sitt við stúlkuna við afgreiðsluborðið og sagði hvern hann vildi finna og tveim minútum seinna sat hann ; ritvélaglamri á skrifstofu upp- lýsingaþjónustunnar við skrif- borðið hjá Hanson Moss, ungum manni sem verið hafði mörg ár í París áður en hann var flutt- ur til Rómar. ftalski maturinn gerði Moss feitari og honum virtist liða vel, dálítið kryppluðum og metn- aðarlausum bakvið skrifborðið. þar sem ítölsk dagblöð lágu í haugum. Eftir fimm mínútna kurteisishjal, þar sem þeir gáfu hvor öðrum upplýsingar um fjölskyldumar og .Tack., skýrði frá því að hann væri i Róm í stuttu leyfi o*g Moss kvartaði yfir því að ítölsku davblöðin réðust á stjórnarstefnn Banda- ríkjanna á hverjum degi, na- kvæmlega eins og bau frönsku. nema á lélegra máli, sagði Jack ÞIÚSVILIINN hontrm hvers vegna hann væri kominn. — Ég þekki mann sem heitir Holt, sagði Jack, — Frá Oklahoma. Hann á oliufélag. Kannski nokkur stykki. — Utanríkisþjónustan gerir sitt ýtrasta fyrir oliufyrirtæki, sagði Moss alvarlegur. — Það veit hver ítali. Hvað liggur hon- um á h.iarta? Hafa þeir staðið hann að því að skipta fimm dala seðli á svarta markaðnum? — Hann langar til að ættleiða bam, sagði Jack. — Af hverju vill hann það? spurði Moss. — Sem minja- grip úr ítalíuferðinni? Jack útskýrði í sem fæstum orðum nokkuð af vandkvæðum Holts. Honum fannst ástæðu- laust að segia Moss frá sex ár- unum í Joliet. — Það hlýtur að vera einhver. hér sem getur tekið svona mál að sér, sagði Jack. — Mér datt í hug að þér gætuð gefið mér ráð. Moss klóraði sér í höfðinu. — Ég hefði haldið, að Kem í sendiráðinu væri rétti maðurinn. Þekkið þér hann? — Nei, það held ég ekki, sagði Jack. Moss tók simann og valdi númer. — Herra Kem, sagði hann. — Þetta er Moss i upplýs- ingadeildinni. Vinur minn er staddur hjá mér og þarf afi fá smá úrlausn. Herra Andrus. NATO í París. Hann er hér í stuttri heimsókn. Gætuð þér tekið á móti honum núna? Kser- ar þakkir. Hann hringdi af. — Nú er ég búinn að smyrja tannhjólin, sagði hann. — Segið vini yðar, að ef hann á smá- oliulind sem hann þarf ekki að nota, þá skuli ég fúslega ta'ka hana að mér fyrir hann. 24 — Sjálfsagt, sagði Jack. — Biðið annars hægur... Moss rótaði í blöðunum á skrif- borðinu sínu og fann þar kort. — Samuel Holt, sagði hann. — Er það hann? — Já. — Ég er boðinn í kokkteil- veizlu hjá honum í kvöld. Hann leit á kortið. — Palazzo Pavini. Það er ekki dónalegt, ha? Kom- ið þér þangað? — Já, sagði Jack. — Ágætt, sagði Moss. — Þá sjáumst við aftur. Varið yður á Kem. Hann er durtur. Kern var stórvaxínn rauna- mæddur maður með þunnt hár, stórt nef og hinn sígilda maga- veikisvip. Fötin hans voru svört og sæmandi mannl í utanríkis- þjónustunni, flibbirm stífaður. skrifborðið dæmalaust snyrtilegt með bakka fyrir skjöl og öllu raðað homrétt. Augu hans voru sorgbitin, tortryggin og gulleit og hann sat bakvið skrifborð- ið sitt og virtist kúga ritara sína og vera mjög óljúft að gefa vegabréfsáritanir til Bandaríkj- anna. Undanfarin ár hafði Jack oft og iðulega séð andlit eins og Kerns og eigendur þeirra andlita höfðu ævinlega verið menn, sem litu á alla útlend- inga sem raunverulega eða vænt- anlega óvini Bandaríkjanna. Það sást á Kern að hann vissi hvað á bakvið bjó, og það var ekki fallegt. Hann heyrði hinn rétta undirtón bakvið dísætar raddir umsækjenda; hann sá tviskinn- unginn og undirferlið. — Hvaða hagsmuna hafið þér að gæta í þessu máli, herra Andrus? spurði Kem, þegar Jack var búinn að útskýra fyr- ir nonum hver Holthjónin væru og hvers vegna þau vildu ætt- leiða bam. Spumingin og radd- hreimurinn gáfu greinilega til kynna að hverjir sem hagsmun- ir Jacks kynnu að vera, þá væru þeir sennilega óheiðarlegir. — Engra sérstakra hagsmuna, sagði Jack. — Herra Holt er aðeins einn af vinum mínum. — Jæja, sagði Kem. — Vinur. Og þér hafið þekkt hann lengi? — Nei, sagði Jaek. Hann gat ekki sagt að hann hefði í fyrsta sinn hitt hann um miðnætti kvöldið áður. — Mér datt bara í hug, að persónulegt viðtal gæti komið að gagni — kannski flýtt dálítið fyrir. — Persónulegt viðtal. f munni Kems hljómaði þetta eins og verið væri að bjóða mútur. — Það er skiljanlegt. Þannig er mál með vexti að við höfum engar algildar reglur í þessum málum, en við erum ekki alltof hrifnir af svona ráðstöfunum. Böm, mismun^ndi trúarbrögð . . . Kem lagði hendumar var- lega og ógnandi upp á gljáfægt skrifborðið. — Það getur allt- af haft hvimleið eftirköst. En ef þetta er vinur yðar og þér eruð vinur Hanson Moss . . . Þetta er auðvitað okkar ; milli — en það eru menn Ítalíumeg- in sem ég gæti sett mig í sam- band við. — Það væri mjög vinsamlegt af yður, sagði Jack, sem vildi gjaman komast burt. Kern horfði rannsakandi á Jack yfir skrifborðið. —,Og þér eruð reiðubúinn til að ábyrgjast — héma, hæfni umsækjend- anna? Jack hikaði. — Já, auðvitað, sagði hann. — Það verður þungt á met- unum, sagði Kern með hljóm- mikilli röddu. Hann opnaði skúffu og tók udp möppu og lagði hana á borðið f.vrir fram- an sig. — Satt að segja er mál- ið þegar komið til mín, sagði hann. Hann opnaði möppuna og athugaði innihaldið þegjandi i heila mínútu. — Það eru viss skilyrði sem umsækjendur verða að fullnægja. f fyrsta lagi heilbrigðiskröfur. — Ég er viss um að þau eru fullkomlega heilbrigð, sagði Jack í skyndi. • — ítalska stjórnin heimtar sagði Kern og las álútur uppúr skjölunum fyrir framan sig, — heimtar að eiginmaðurinn sé meira en fimmtugur að aldri og hafi vottorð frá ítölskum lækni, með tilheyrandi vitnum, að sami eiginmaður sé ófær um að eignast afkvæmi. Með öðrum orðum — hundrað prósent ó- frjór. Kem brosti gulu brosi tiT Jacks. — Haldið þér að vinur yðar geti útvegað slíkt vottorð? Jack reis á fætur. — Ef yð- ur stendur á sama, herra Kem, sagði hann, — þá vil ég heldur biðja herra Holt að koma sjálf- ur og tala við yður. Hann var fús til að gera margt fyrir Maurice Delaney, en honum fannst til fullmikils ætlazt, að hann færi að ábyrgjast hundrað prósent ófrjósemi miljónamær- ings. — Gott og vel. Kem reis líka á fætur. — Þér heyrið frá mér. Þegar Jack gekk aftur áleiðis til gistihússins, fann hann til ótrúlegs léttis yfir að vera laus við Kem og kominn út af skrif- stofu hans. Opinberar skrifsto.f- ur, hugsaði hann með viðbjóði og mundi eftir sinni eigin skrifstofu. Þær eru hin raun- verulega gróðrarstía uppreisna og stjórnleysis. IN Klapparstíg 26 Sími 1 9800 o BILALEIGAN BILLINN RENT-AN-ICECAR SÍM118833 (Conóui (Cortina 'OjerctAry C?ómet lCúóóa-jeppar 2ephyr 6 • BÍLALEIGAN BÍLLINN HÖFÐATÚN 4 SÍMI18833 ÞriSjudagur 21. júlí 1964 Skrá yfír umboðsmenn ÞjóSviljans úti á lanái AKRANES: Arnmundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð HAFNARFJÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: Helgi Björnsson HÓLMAVÍK: Árni E. Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVÍK: Amór Kristjánsson. HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson. ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÖPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson. BÚÐÁREYRI. REYÐARFIRÐI: Helsi Seljan. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 201. SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson. Kirk'juvegi 26. SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR: Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN •% # Sefjum farseðla með ffugvélum og skipum Greiðsfuskilmáfar LofHeiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipufeggfum hópferðir og ein- stakfingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN jSSS^ LAN D SYN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — KEYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. AugjýsiB í ÞjóSviljanum filWI Sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.