Þjóðviljinn - 21.07.1964, Blaðsíða 2
2 SÍBA ----------------------------—------ T-—--—-------- ÞJÖÐVILJINN------------------------------------------Þriðjudagur 21. júlí
. *
* Opinberar
stofnanir
Vissar opinberar stofnanir
eiga frá fomu fari heima í
miðbæjarhverfum eða við þau.
Ef byggja á stjómarráðskrif-
stofur á svæðinu austan Lækj-
argötu. er talið mikilsvert, að
þær beri ekki ofurliði þá lág-
byggð, sem er við Lækjargötu,
og sömule:ðis lágar byggingar,
sem eru á svæðinu þar fyrir
aftan. Slíkar byggingar, verða
ákveðnar þar, verður að ætla
þeim verulegt svæði undir bif-
reiðastæði og til stækkana.
væntanlega alveg að Ingólfs-
stræti.
Almenningssvæði
Uppbygging miB- og
austurborgarinnar
í'BÚOfR.
(BNAtlUR, , <&SYN\-SL-L1T2.} BlPW,. ÖT.
OPIM SVÆtJl,
Lóðaverð er hæst við hefð-
bundnar verzlunargötur, þann-
ig að kalla má óhjákvæmilegt
að þar séu verzlanir. svo að
lóðaverðmæt ð sé arðbært, en
dreifing verzlunarinnar hlýtur
að rýra gildi svæðisins í heild
sem verzlunarhverfis.
1 verzlunarhverfum á að taka
sérstakt tillit til gangandi fólks.
Varla telst nauðsynlegt að
akstur sé bannaður á öllum
verzlunargötum og þær ætlað-
ar gangandi fólki einu. Nokkur
akstur getur orðið götunni til
eflingar. En sá akstur verður
að vera takmarkaður og hæg-
ur, þannig að gangandi fólk
geti ótruflað komizt hvar sem
er yfir götuna. Rétt virðist,
að á verzlunargötum sé lagt
nokkuð meira í gangstéttir og
götulýsingu en annars staðar.
staði í borgum. Miðbærinn all-
ur er dæmigert skrifstofuhverfi
og svipuð þróun er við Banka-
stræti og vesturhluta Lauga-
vegs. Skrifstofur geta ekki ein-
ungis átt vel heima með verzl-
unum, heldur og me$H vöfji-
geymsíum og íbúðum.
Smáiðnaður. handverk, bíla-
þjónusta. Allt er þetta nauð-
synlegt í tengslum við miðbæj-
arhverfi, enda stundum kallað
„bakhlið miðbæjarhverfisins"
I Austurbænum er ekki gert
ráð fyrir nýjum fyrirtækjum á
þessum sviðum, nema á reitum
við Skúlagötu, og í Miðbæn-
um aðeins á reitum norðan
Tryggvagötu. Slík starfsemi
getur vel þrifizt í nágrenni við
vörugeymslur.
íbúðarbyggð
1 mörgum borgum er talinn
ávinningur að því að viðhalda
að einhverju leyti íbúðarbyggð
á miðbæjarsvæðum, sem ella
geta hæglega orðið mjög líflaus
utan vinnutíma. Slík byggð
veldur litlu umferðaálagi og
með henni geymist til síðari
tíma húsnæði. er grípa má
til, ef hægfara ^niðbæjc
arsvæðisins krefst. Naumast
verður að ræða um nokkra
íbúðarbyggð í Miðbænum sjálf-
um. I Austurbæriunf'—verður
sem fyrr mikil íbúðarbyggð,
nema í norðvestur hluta, hans.
Endurbygging íbúðarre'ta verð-
ur með hliðsjón af núverandi
svip byggðarinnar að fara fram
eftir sömu meginreglum og í
verzlunarreitunum; ' þ.e.a.s.
götumyndinni verði haldið,
hæð bygginga haldið í skefj-
um og almenn bifreiðastæði og
leiksvæði verði fengin með því
að fjarlægja hús og önnur
mannvirki á baklóðum reit-
anna.
Aukið
verzlunarrými
10. millifyrimögn ...........
1 Austurbænum þarf að
tryggja, að unnt verði að
stækka svæðið austan við Am-
arhólstún, þar sem nú eru
Safnahúsið og Þjóðleikhúsið,
einkum fyrir mikilvægar menn-
ingarstofnanir.
Nauðsynlegt er, að allt svæð-
ið milli Kirkjustrætis og Tjam-
arinnar, vestan Alþingshúss,
verði skipulagt nákvæmlega
?em ein beild. Sérstakt tillit
verður að taka til hinna gömlu
bygginga. sem setja svip á
svæðið, Dómkirkju og Alþing-
ishúss. Opna verður fyrir al-
menning svæðið, sem liggur út
að Tjörn, að því leyti, sem
það fer ekki undir ráðhúsbygg-
inguna, sem samþykkt hefur
verið.
Stefnt er að því að draga
verzlunina sem mest að Aust-
urstræti og Hafnarstræti, að
Bankastræti og Laugavegi og
vestasta hluta Skólavörðustígs.
Við Laugaveg austast er lítið
um verzlanir, og á öllum áð-
Urgreindum götum eru miklir
möguleikar til þess að auka
verzlunarrými með því að gera
verzlunarhúsin breiðari frá
götu. I Austurbænum er einnig
feiknað með því, að verzlanir
greinist frá aðalverzlunargöt-
unni á þær þvergötur. sem
minnstu skipta máli í gatna-
kerfinu, Vatnsstíg og Vitastíg.
Umhverfis væntanlegt torg í
Miðbænum, þar sem nú er Að-
alstræti, verður hægt að koma
fyrir töluvert mörgum verzl-
unum. Síðar — varla þó á
skipulagstímabilinu — mun
geta þróazt verzlunarhverfi út
frá torginu í Grjótaþorni. bar
fyrir vestan.
Skrifstofur og
smáiðnaður
Skrifstofustarfsemi er mjög
oft valinn staður á næstu hæð-
um yfir verzlunarhúsnæði, en
er ekki bundin við langar
verzlunargötur. Hún á það
frekar til að hópast á tiltekna
Hluti af
Sjálfstæðisflokknum
Morgunblaðið er nú tekið
til við að bera blak af Gold-
water eins og vænta mátti.
í fyrradag birtir það for-
ustugrein þar sem ráðizt er
á ^ Þjóðviljann fyrir að gagu-
rýna þetta nýjasta afsprengi
vesturheimskra stjómmála.
Morgunblaðið segir: „Enginn
sannur lýðræðissinni eða viti-
borinn íslendingur telur
kommúista hér á landi þess
umkomna að halda uppi
vörnum fyrir velsæmi og á-
byrgðartilfinningu, hvorki
gegn Barry Goldwater né öðr-
um.“ Þarna er Barry Gold-
water semsé flokkaður með
sönnum lýðræðissinnum Qg
viti bornum íslendingum, í
slagtogi við velsæmi og á-
byrgðartilfinningu — gegn
vondum kommúnistum.
Væntanlega líður ekki á
'öngu þar til Morgunblaðið
Tær sér á flug og fer að
skrlfa líkt og það gerði fyrir
þremur áratugum um and-
lega fyrirrennara Goldwaters;
„Um norðanverða ólfuna
hefur hreyfingin að sjálf-
sögðu mótazt í anda þess
þjóðernis, er þar ríkir að
stofni, hins germansk-nor-
ræna, og_ til þess stofns heyr-
um vér íslendingar. Sú stefna
er því hvorki né getur verið
erlend hér, hún er blátt á-
fram vort og allra norrænna
þjóða innsta líf.'Og hún verð-
ur þeirra eina bjargráð, ef
þjóðemið á að varðveitast
um aldir framtíðarinnar. ..
Með þeim formála bjóðum
vér þjóðernishreyfinguna vel-
komna. Hvort sem þeir, er
að henni standa, kallast þjóð-
emissinnar eða annað slíkt,
eiga þeir að tilheyra hinni
íslenzku sjálfstæðisstefnu og
eru hluti af Sjálfstæðisflokkn-
um“.
Víst er um það að þeir
Goldwatersinnar sem rísa upp
hér á landi á næstunni verða
allir „hluti af Sjálfstæðis-
flokknum". — Austri.
000'L:L=W MIAVfMAaa
FRAWHUÐAR. VE.'K.'ZLAWA.
SK'RjVsro'PIJR,
□ Hér verða á eftir
rakin helztu atriðin í
þeim meginþætti heild-
arskipulags Reykjavík-
ur er snertir miðborg-
ina og miðausturbæinn.
Gildi miðbæjarins
1 Miðbænum er að finna
margt sem gildi hefur frá
sögulegu og fagurfræðilegu
sjónarmiði, Þar er Austurvöll-
ur og við hann Dómkirkjan og
Alþingishúsið og vestur af er
elzti kirkjugarður borgarinnar
með fallegum gróðri. Stefnt er
að því að þetta svæði fái
virðulegan svip sem samfellt
gróðursvæði. og ekki er síður
mikilvægt að varðveita annan
hlutj, af borgarmyndinni, þ.e.
Amarhól og grasbrekkumar
suður af honum austan Lækj-
argðtu, með lágum opinberum
byggingum efst. Talið er rétt
að Miðbærinn haldi hinum sér-
staka bæjarsvip. einkum þó
verzlunargötumar. Þetta tékn-
ar það að haldið verður hinu
tiltölulega þrönga göturými og
fcorgum með samfelldum bygg-
ingum.
Hæðir húsa
I framhaldi af Miðbænum
hefur þróazt nýtt miðbæjar-
svæði í Austurbænum. Á því
svæði er mikil íbúðarbyggð
ennþá og auk þess talsverður
iðju- og iðnrekstur. Á þessum
svæðum báðum eru aðallega
tvenns konar hús: Tiltölulega
ný og allhá hús, sem ekki
verður unnt að fjarlægja, og
hins vegar gömul, lág hús
og oft léleg, sem vænta má
að verði rifin fyrr eða síðar.
Ef halda á niðri heildamýt-
ingu á miðbæjarsvæðunum,
þannig að bifreiðastæði og um-
ferð verði ekkí í hreinu öng-
þveiti, og götumynd verzlunar-
gafcna halriist,_ er óhjákvæmi-.
legt að takmarka hæðir húsa.
Nýbygging við AusturStræti
eða Laugaveg má ekki skera
sig úr miðað við aðrar bygg-
ingar frá síðari árum, sem eru
við þessar götur. Þetta þýðir,
að á ýmsum götuköflum yrðu
ekki byggð hærri hús en þrjá”
hæðir og á öðrum fjórar hæð-
ir í mesta lagi. Við ýmsar
aðrar götur ættu tvær ha“ðir
að nægja.
Bifreiðastæði
Ekki má gera bifreiðastæði
með þeim hætti, að gera skörð
í samfelldar húsaraðir, heldur
verða baklóðir ruddar, og
stærri blfreiðastæði og bif-
reiðageymsluhús gerð í útjaðri
bæjarins. Áður en langt um
líður verður hægt að gera mik-
il bifreiðastæði í Grjótaþorp-
inu og koma þáu á undan ráð-
gerðri framlengingu Suðurgötu,
en tengjast henni síðar. 1 Aust-
urbænum er reiknað með mikl-
um bifreiðastæðum á ýmsum
reitum við Skúlagötu.
Gólfflötur
Við starfið að aðalskipulag-
inu og í sambandi við um-
ferðakönnunina hefur verið
rætt mikið um heildamýtingu
í framtíðinni og notkun bygg-
inga í Miðbænum og Austur-
bænum. Heildargólfflötur sem
re'knað hefur verið með þar.
er sém hér segir tilgreindur í
fermetrum.
Aukning
atvinnuhúsnæðis
Miðbær 1. ág. ’62 1 ágm lágm.
1983 síðar
Skrifstofur 41.300
Verzlanir 17.900
Op. stofn. 13.600
Iðnaður 4.900
Vörugeymsl. 29.600
Ibúðir 10.600
Alls: 117.900 150.000 165.000
Austurbærinn:
Skrifstofur 45.000
Verzlanir 35.400
Op. stofn. 14.800
Iðnaður 58.400
Vörugeymsl. 20.900
íbúðir 124.700
Alls 299.200/330.000/350.000
Reiknað er með að í lok
skipulagstímabilsins árið 1983
verði lokið talsvert miklu af
þeirri endurbyggingu. sem nú
stendur fyrir dyrum í Miðbæn-
um. Á viðkomandi bygginga-
reitum, sem eru mjög litlir, er
ekki mikið um bakhús til að
rífa, og þýðir þessi endurbygg-
ing því töluverða aukningu á
heildamýtingu Miðbæjarins.
1 Austurbænum er einnig
reiknað með nýbyggingum, en
þar er mikll byggð úreltra
skúra og bakhúsa, sem hægt
yrði að fjarlægja. Þess vegna
verður ekki veruleg aukning
heildargólfrýmis á skipulags-
tímabilinu.
Á báðum svæðum er reiknað
með verulegri aukningu at-
v'nnuhúsnæðis. í Miðbænum
verður einkum um að ræða
nýtt gólfrými. en i Austur-
bænum einnig það að íbúðar-
húsnæði verði tekið undir at-
vinnurekstur. og á það einnig
við um sumt iðnaðarhúsnæði
og vörugeymslur, sem eiga eðli
sínu samkvæmt ekki heima á
svæðinu.
Verzlunargötur *
Það er í allra þágu, að smá-
söluverzlunin safnist sem mest
saman í ákveðnar hefðbundn-
ar verzlunargötur, þar sem
skapist sem mest líf og starf
Þetta er bæði i þágu verzlun-
arinnar og viðskiptamanna.
Stúlka óskast
til kaupútreikninga. — Ekki svarað í síma.
Trésmiðafélag Reykjavíkur,
Laufásvegi 8.