Þjóðviljinn - 21.07.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, préntsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði.
Efnahags-
legt lýbræöl
J^ins og rakið hefur verið hér í blaðinu að undan-
förnu er stjórnleysi í fjárfestingu og yfirfjár-
festing á mörgum sviðum ein alvarlegasta veil-
an í íslenzku efnahagslífi. Við eigum nú meira
en tvöfalt fleiri kæliskip en við þurfum á að halda;
þau skrölta einat't' hálftóm milli landa, og sam-
keppni um farmgjöld er ekki lengur tekin til
greina, eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá. Við
höldum hér uppi þreföldu dreifingarkerfi á olí-
um og benzíni, þrír geymar standa hlið við hlið
um land allt, og misjafnlega merktir bílar elta
hver annan út um hvippinn og hvappinn. Olíufé-
lögin hafa lagt niður alla samkeppni innbyrðis,
eins og í ljós kom þegar þau sendu nákvæmlega
samhljóða tilboð urn viðskipti við Reykjavíkur-
borg. í neyzluvöruiðnaðinum er framleiðslan ein-
att aðeins brof af því sem vélakosturinn gæti ann-
að hjá hverju einstöku fyrirtæki, og sama blasir
víða við í fiskiðnaðinum, þar sem fyrirtæki standa
hlið við hlið með afkastagetu sem aðeins er nýtt
að litlu leyti, byggð af pólitískum ástæðum en
ekki efnahagslegum. Einnig í landbúnaði hefur
fjárfestingin verið afar dýr og óhagkvæm, þótt
sérstakar aðstæður valdi þar miklu um.
Yfirfjárfesfing af þessu tagi er ekki aðeins dýr
í stofnkostnaði, hún gerir það einnig að verk-
um að reksturinn verður mjög óhagkvæmur og
kostnaðarsamur; haldið er uppi margföldu kerfi
þar sem eitt myndi nægja, og þessi óþarfa yfir-
bygging étur einatt upp ábatann af aukinni tækni.
Slíkt ástand getur að sjálfsögðu ekki haldizt til
lengdar. Jafnvel Morgunblaðið er nú farið að við-
urkenna að hið stjórnlausa hátterni íslenzkra
smákapífalista sé komið út í öngþveiti og því þurfi
þeir nú að sameinast til þess að þeir verði færir
am að stunda starfrækslu sína með hagkvæmum
nútímaaðferðum. En af slíkum samruna fjár-
magnsins undir einkastjórn myndi leiða einokun
og fjárhagslegt einræði, sem íslendingar mun’
aldrei sætta sig við. Ef fyrirtæki á einhverju svic
getur anna,ð öllum þörfum þjóðarinnar, verðu
það einnig að vera í eigu almennings, starfrækt C
iélagslegum grundvelli með þeim aðferðum ser
bezt henta hér á landi, í þeim tilgangi að tryggjs
þjóðarheildinni sém mestar hagsbsetur en ekki að
færa einhverjum sérréttindamönnum auð og völd
E£tir því sem mönnum verður betur ljós nauð-
synin á fastri stjórn og skipulagningu á fjár
festingu og þróun atvinnumála, þarf einnig að
aukast skilningurinn á nauðsyn efnahagslegs lýð
ræðis. Að öðrum kosti myndi afnám sóunar og
glundroða í efnahagslífinu aðeins verða til hags
bóta fyrir litla auðmannastétt, sem myndi noti
fjárhagsleg völd sín til þess að sitja einnig yfir
hlut almennings á öðrum sviðum o" ganga í ber-
högg við jafnréttishugsjónir þær sem fslending-
um hafa ævinlega verið dýrmætar. — m.
ÞIÖÐVILJINN
Þuðjudagur 21. júlí 1964
Frjálsar íþróttir
LANDSKEPPNIN HEFST í
LAUGARDAL í KVÖLD
Það má búast við jafnri og skemmtilegri
keppni á Laugardalsvellinum í kvöld, en þá hefs’t
landskeppni í frjálsíþróttum milli íslands og
Vestur-Noregs.
1 kvöld verður keppt í þess-
um greinúm: 110 m grindahl.,
100 m grindahl.. 400 m hlaupi,
1500m hlaupi, 500 m hlaupi, 4x
10 m boðhlaupi, langstökki,
stangarstökki kúluvarpi og
sleggjukasti.
Norðmenn hafa vissulega
meiri sigurlíkur en okkar menn
í þessari keppni. En með heppni
Landsleikur: Island-Færeyjar
27:16 0G 3:1 i
FÆREYJUM
íslenzka landsliðið í
handknattleik vann
landslið Færeyinga —
27:16 á laugardag. B-
landslið íslands í knatt-
spyrnu sigraði fær-
eyska knattspyrnu-
landsliðið — 3:1 á
sunnudaginn.
Þótt íslenzka handknattleiks-
liðið hafi sigrað með allmikl-
um yfirburðum. verður að telja
frammistöðu Færeyinga mjög
góða. Sérstaklega voru Færey-
ingar skeinuhættir í fyrri hálf-
leik. Þeir komu íslenzka liðínu
mjög á óvart með hröðum og
snörpum áhlaupum. Færeyingar
unnu fyrri hálfleikinn 13:12.'
1 seinni hálfleik náðu íslend-
ingar undirtökunum í leiknum
og skoruðu 14 mörk gegn þrem
Dönsku knatt-
spyrnupiltarnir
Danska unglingaliðið Söborg
sem dvalizt hefur hér að und-
anfömu í boði Þórs í Vest-
mannaeyjum, keppir í kvöld
suður í Hafnarfirði við lið FH
i 3. aldursflokki. Leikurinn
hefst klukkan 8.30.
mörkum Færeyinga. Lauk leikn-
um þannig 27:16.
3:1 í knattspyrnu
Islenzka B-landsliðið í knatt-
spyrnu komst ekki af stað héð-
an ,fyrr en á sunnudagsmorgun
vegna slæmra lendingarskilyrða
í Færeyjum. Urðu íslenzkir
leikmennimir að ganga beint
til leiks, er þeir komu til Fær-
eyja.
I fyrri hálfleik skoraði Skúli
Ágústsson fyrir Island, og var
það eina markið í leiknum fyr-
ir hlé. Kári Árnason skoraði
tvö mörk í seinni hálfleik, og
Færeyingar skoruðu eitt. Lauk
leiknum þannig — 3:1 fyrir Is-
land. Færeyingar kepptu við ís-
lenzka B-landsliðið fyrir tveim
áram, og sigraði ísland þá —
10:0.
Virðist nú talsverð gróska í
íþróttalífí Færeyinga og fram-
farir góðar.
lslenzku íþróttamennimir róma
mjög móttökur Færeyinga. enda
eru Færeyingar orðlagðir fyrir
frábæra gestrisni.
ÍBÍ-KS 1:0
Sl. laugardag kepptu Isfirð-
ingar og Siglfirðingar í 2. deild
Knattspyrnumóts Islands. Leik-
urinn fór fram á nýjum knatt-
spymuvelli á ísafirði, og var
þetta vígsluleikur vallarins. Is-
firðingar unnu — 1:0. Þetta er
fyrsti leikurinn í 2. deild, sem
fram fer á ísafirði í sumar.
9 heimsmet í lyftingum
íinverjinu Sjen Shing-Kai hefur sett níu heimsmet í lyfting-
um á síðastiiðnum þremur árum. Hann hefur sett 5 met í
bantamvigt og fjögur í fjaðurvigt. Nýjasta afrek hans er 151,5
kg. í snörun í fjaðurvigt. Eldra mctið átti Japaninn Miyake, og
var það 147,5 kg. Miyakc vann silfurverðlaun í iyftingum á ol-
ympíuleikunum í Róm árið 1960.
Arne Hamarsland
keppir í 1500 m í kvöld
ættu okkar menn að geta náð
jöfnu við Norðmenn fýrra
kvöldið. eða jafnvel komizt að-
eins fram úr Norðmönnurn.
Okkar menn hafa það hagræði
að keppa á héimavelli að þessu
sinni, en það er mikill kostur.
Okkar menn hafa talsverða
sigurmöguleika í styttri hlaup-
unum og í bpðhlaupinu. 1 1500
m eiga Norðmenn vísan sigur
og einnig sennilega í 5000 m. I
kúluvarpi eru okkar menn Kk~
legri, en sleggjukastið verður
trúlega mjög jafnt, og sömu-
leiðis langstökkið og stangar-
stökkið.
Þess er að vænta að sem
flestir Reykvíkingar flykkist á
völlinn í kvöld til að sjá góða
keppni og hvetja landann til
dáöa.
Kvennameistara-
mót í frjálsum
íþróttum
Kvennameistaramót Islands i
frjálsíþróttum fer fram á í-
þróttavellinum í Félagslundi,
Gaulverjabæjarhreppi dagana
25. og 26. júlí. Keppni í fimmt-
arþraut og grindahlaupi fer þó
fram í Reykjavík síðar.
Héraðssambandið Skarphéð-
inn sér um mótið að þessu
sinni. — Þátttökutilkynningar
þurfa að berast í síðasta lagi
í dag, 21. júlí til Þóris Þor-
geirssonar, Laugarvatni, eða
Hafsteins Þorvaldssonar, Sel-
fossi.
★ Heimsmeistarakeppnin i
körfuknattleik 1965 verður
háð í Sovétríkjunum, segir í
frétt frá Alþjóða-körfuknatt-
leikssambandinu. Keppt verð-
ur bæði í Moskvu og Tiblisi.
Alþjóðasamb. ákvað þelta___á
fundi sinum í Bad Kreuznach
fyrir • skömmu. Heimsmeist-
arakcppnin verður háð dag-
ana 14.—23. maí 1965.
★ Austur- og Vestur-Þjóð-
verjar heyja nú mörg úrtöku-
mót sín á milli, til að skera
úr um það hverjir skuii
keppa fyrir hönd Þýzkalands
í hjólreiðum á þjóðvegum í
næstu heimsmeistarakeppni
og á oiympíulcikunum. Schtít-
zeberg (V.-Þ.) leiðir í þessari
keppni, en næstir koma Hoff-
mann (A.-Þ.) og Rittmeyer
(A,-Þ.).
★Norðmenn hafa nú liaslað
sér völi sem sterkasta frjáls-
fþróttaþjóð á Norðurlöndum,
og sýnir það bezt hinar miklu
framfarir þcirra í þessari í-
þróttagrein undanfarið. Þeir
hafa í sumar unnið bæði hin
gamalkunnu iþróttastórveldi
Norðúrlanda, Svíþjóð og
Finnland, í landskeppni í
frjálsíþróttum. Þá sigruðu
þeir cinnig í sumar sameigin-
legt Iið Benelux-Iandanna
(Belgiu, Hollands og Lúxem-
burg). í þeirri keppni setti
Terje Petersen heimsmetið j
spjótkasti — 87,12 m. Norð-
menn hafa eignazt mjög efni-
Iegan þolhiaupara. Odd Fugl-
em að nafni. Hann setti ný-
Iega norsk met í 5000 m.
hlaupi — 13.53,4 mín„ og
varð þar með fyrstur Norð-
manna til að hlaupa þessa
vegalengd undir 14 mín.
Terje Petersen
utan úr heimi
Flugsýn hJ. sími 18823
FLUGSKÖLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinhuflugpróf.
^"nnsla i NÆTURFLUGI
YFIRLANDSFLCGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember
og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf,
vor og haust.
FLUGSYN h.f. sími 18823.