Þjóðviljinn - 21.07.1964, Síða 10
Útlit er fyrír rýran heyfeng
en góðan garðávöxt í haust
Sovéikir heimsækja Sigurjón
Rúmlega tuttugu ungir sovézkir ferðamenn komu til Iandsins á laugardagskvöld og fara Iandið þvert
og endilangt á ellefu dögum. Fyrsti dagur þeirra hófst á kunningsskap við íslenzka myndlist og heim-
sóttu þeir Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Myndin sýnir ferðafólkið á vinnustofu Sigurjóns
og má lesa margvísleg viðbrögð á andlitunum og eru sjálfsagt einhverjir að velta því fyrir sér hvort
hér sé formalismi á ferð eða ekki. — (Ljósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason).
Smyglað áfengi og sígarett-
ur fundust um borð í SeEfossl
0 Mikið magn af smygluðu áfengi og vind-
lingum fannst um borð í Selfossi í fyrrinótt. Var
það við „eftirlejit“ í skipinu, og háfði lögreglan þá
orðið vör við bifreið með smygluðu áfengi niðri
við höfn. í bílnum voru 4 kassar af áfengi, en auk
þess funduzt um borð í Selfossi 512 flöskur af
Genever og 45 þúsund vindlingar.
Þriðjudagur 21. júlí 1964 — 29. árgangur — 161. tölublað.
Er þetta ekki eins og mjólkurleysi á íslandi?
Rauðvínið tekið
af Frökkunum!
0 Óþurrkasamt er nú
víðast hvar á landinu og
horfir til vandræða sums-
staðar að því er búnað-
armálastjóri Ólafur Stef-
ánsson tjáði blaðinu í
gær. Gras er að verða
úr sér sprottið, því
bændur eru ragir við að
slá í vætu, ef ekki horf-
ir 'til batnandi veðráttu.
Garðávöxtur sprettur
hins vegar allvel og er
allt útlit fyrir að ís-
lenzkar kartöflur komi
á markaðinn innan
skamms.
Rigningarsamt hefur verið um
allt land það sem af er slætti.
Hey hefur þvi víða legið í ljá
lengi og er sumsstaðar orðið
hrakið. Helzt er. að eitthvað hafi
bjargast. ef súgþurrkun er fyrir
hendi og eins hafa allmargir
baendur sett hey í vothey.
Sprettan hefur hins vegar ver-
ið góð og jafnvel um of, því
ekki er gott, ef grasið sprettur
án þess að unnt sé að slá, því
fóðurgildi þess minnkar ef ein-
hver trénun á sér stað.
Einhverjir þurrkar hafa ver-
ið í Húnavatnssýslu og svo á
stöku stað á Austurlandi og er
útlitið ekki eins slæmt þar og
annars staðar. Einnig hafa
þeir bændur. er hófu slátt
snemma náð sæmilegu heyi í
hlöður sínar.
Garðávöxtur
Samfara þurrkunum hafa
alltaf verið nokkur hlýindi og
í slíku veðurfari er hætt við
að heyið mygli og jafnvel
maðki, ef það stendur lengi
hálf þurrt í heystæðum.
Veðurfar þetta er aftur á móti
afar hentugt fyirr kartöflurækt
að því er virðist. Horfur eru
á allgóðri kartöfluuppskeru og
verður líklega unnt fyrir „fjöru-
lallana" að gseða sér á nýj-
um íslenzkum karöflum von
bráðar. En kartöflurnar eru ekki
síður í hættu en grasið í svona
veðráttu. því að hætt er við
að þser mygli. þegar hlýindi eru
samfara rigningu, og væri gott
að fara með myglueyðandi efni
í garðana sem fyrst.
Þjóðviljinn spurði Unnstein
Beck tollstjóra frétta af þessu
smyglmáli í gærkvöld. Hann
kvað Selfoss hafa komið í höfn
á sunnudaginn og var þá gerð
leit í skipinu eins og venju-
lega. þegar millilandaskipin
koma frá útlöndum, og fannst
ekkert óvenjulegt við þá leit.
1 fyrrinótt varð lögreglan svo
vör við bíl með smygluðu áfengi
niður við höfn, og var talið að
það væri komið úr Sellfossi.
Var þá hafin leit að nýju og
funduzt þá 512 flöskur af Gene-
ver til viðbótar við fjóra kassa,
sem í bílnum voru. Einnig fund-
ust 45 þústmd stykki af sígar-
ettum.
Rannsóknarlögreglan fékk mál
þetta þegar til meðferðar og
munu skipverjar hafa gengizt
við smyglinu í gær, en ekki
vissi tollstjóri um nöfn þeirra,
er kváðust eigendur vamings-
ins. Þetta er með meiriháttar
smygli. sem uppvíst hefur orð-
ið um í seinni tíð og mun sak-
Framhald á 3. síðu.
AHstór hópur ai Frökkum
hefur dvalizt í Vík i Mýrdal
að undanfömu og vinna þeir
sem kunnugt er að undirbún-
ingi eldflaugaekotsins frá Mýr-
dalssandi. Hafa þeir á Ieigu hús
þar í þorpinu, sem þeir sofa í,
en matast á hótelinu.
Eftir að Frakkamir settust að
í Vík sagði sýslumaður bann
við skemmtanahaldi í Vestur-
Skaftafellssýslu. Frakkar létu
sér það í léttu rúmi liggja; þeir
brugðu sér bara út í Hvol
(Hvolsvelli) eða að Hellu. Það
var enn ævintýralegra, heidur
en að hafa þetta alveg á bæj-
arhellunni. Um síðustu helgi
var bannið svo upphafið,, og
dansinn dunaði aftur á Kirkju-
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögrelunnar var talsvert
um innbrot tun síðustu helgi og
í gærmorgun. flest smávægileg.
Brotizt var inn í Sænska frysti-
húsið, sprengiefnageymslu á
Vatnsendahæð, mjólkurbúðir við
Hjarðarhaga og Hagamel, verzl-
un Búa Petersen, Lýsi h.f. og
loks vinnuskúr við nýbyggingu
Menntaskólans. Ennfremur var
tvisvar framinn bílstuldur og
sami maðurinn að verki í bæði
skiptin.
Ekki var unnt að fá ítar-
legar upplýsingar um innbrotin
íSænska frystihúsið vegna anna
lögreglunnar, Þó fengust þær
fréttir. að þar hefði verið brot-
izt inn í herbergi ísafgreiðslu-
manna og þar stolið peninga-
kassa. en ekki vitað hve mikið
I var í kassanum. Sama er að
| segja um sprengiefnageymsluna,
i þar er ekki kunnugt hver var
j valdur að þjófnaðinum né held-
j ur hve miklu var stolið.
Engu var stolið í innbrotinu
bæjarklaustri. En Frakkarnir
fóru bara út að Hellu eftir sem
áður.
Ekki er sagan þar með ölL
Frakkar höfðu með sér nokkr-
ar birgðir af rauðvíni., og neyttu
þeir þess með mat á hótelinu,
eins og gerist og gengur í þeirra
heimalandi. Þettn er þeirra
mjólk. En nú hefur sýslumað-
ur gert rauðvínið upptækt, og
Frakkamir verða að sitja alveg
þurrbrjósta við matborðið eins
og aðrir gestir hótelsins, enda
hefur það ekki vínveitingaleyfi.
Sagt er að Frökkum líki þetta
nýja bann yfirvaldsins á staðn-
um stórum verr en hið fyrra.,
og er ekki vitað enn til hvaða
mótleiks þeir geta gripið.
í Lýsi h.f. á Grandagarði en
brotnar tvær hurðir. Tilraun til
þjófnaðar var gerð í verzlun
Búa Petersen, en maðurinn
handtekinn áður en hann hafði
stolið nokkru.
Innbrotin í mjólkurbúðimar
voru álíka lítilvæg t.d. var stol-
ið innan við hundrað krónum
í mjólkurbúðinni við Hagamel.
Aðfaranótt sunnudags var bíl
stolið við Glaðheima og honum
ekið niður á Norðurstíg þar sem
hann lenti utan í öðrum bíl.
Engar skemmdir urðu á bílun-
um, en ökumaður hljóp af stað
og náðist fljótlega. Játaði hann
þegar brot sitt.
Aðfaranótt mánudagsins hvarf
svo bíU af planinu við bílaverk-
stæði Hrafns Jónssonar. Ók öku-
maðurinn allt hvað af tók unz
ökuferðin endaði í moldarbing
á gatnamótum Skipholts og
Bólstaðarhlíðar. ökuþórinn
stökk þá út úr bílnum og hafði
lögreglan strax hendur í hári
hans og kenndi samstundis öku-
þórinn frá nóttinni áður.
7 innbrot um helg-
inu og 2 bílstuldir
Island er allvinsælt í kvik-
myndaheiminum um þess-
ar mundir.
Hér eru til að mynda tveir
ungir menn sem ætla _ sér að
gera sérkennilega íslands-
mynd. Þeir eru Dominique
Birmann de Rolles og Witold
Leszcynski. De Rolles er
franskur og hefur unnið fyr-
ir sjónvarp. I.eszcynski er
pólskur, útskrifaður í fyrra
frá þeim ágæta kvikmynda-
háskóla í Lodz, sem er öllum
þjóðum mikig öfundarefni
Að loknu námi var honum
boðið til Danmerkur til
starfa. en er þangað var kom-
ið kom í ljós að heimbjóð-
andinn var félaus orðinn og
strokinn til Spánar. En þá
vill svo vel til að de Rolles
Spjallað við pólskan og franskan kvikmyndara
ViS ætlum ekki að taka táristamynd
hringir frá Stokkhólmi og
vantar góðan fagmann og
hafa þeir starfað saman sið-
an.
★
eir félagar hafa nú verið
hér í tiu daga og kvik-
myndað náttúruna. Þeir sögð-
ust alls ekki ætla að gera
venjulega túristamynd. Ef
þeir hefðú fyrir sér til að
mynda Gullfoss, þá hefðu
þeir ekki áhuga á því að
gera „fallega yfirlitsmynd“ af
fossinum, heldur reyndu þeir
að finna i honum fyrst og
fremst kvikmjmdahugleiðingu
um vatn, sem sett væri sarfi-
an úr nærmyndum frá foss-
inum, frá Geysi, frá hafinu
Það er ekki víst að menn
myndu þekkja aftur Gullfoss
sinn í þessari mynd okkar.
sögðu þeir, en þeir munu sjá
myndræna frásögn um vatn.
★
En við takmörkuyn okkur
ekki við náttúruna eina,
sögðu þeir ennfremur. Við
munum reyna að sýna sam-
spil náttúru og þjóðar —
hvernig náttúran er ýmist ó-
vinur eða bandamaður fólks-
ins í lífsbaráttu þess. Við er-
um nú á leið til Grænlands,
en þegar við komum þaðan
aftur, munum við tala við
fólk, taka svör þess við
spurningum um náttúru oa
lífsbaráttu upp á band, kvik-
mynda það. Við ætlum til
Öræfa og til Grímseyjar að
tala við þá bændur og fiski-
menn sem búa við mesta ein-
angrun, og við ætlum til
Siglufjarðar að sjá atvinnu-
vegi landsins og við ætlum
að tala við Reykvíkinga. Því
Reykjavík er stór hluti lands-
ins og við getum ekki geng-
ið fram hjá hccnum. Það er
einmitt fróðlegt að fá fram
andstæður og hliðstæður í
viðhorfum bænda og sjó-
manna á afskekktum stöð-
um og svo borgarfólksins.
★
Við ætluðum fyrst að taka
kvikmynd sem tekur hálf-
tíma að sýna en við gerumst
áræðnari með hverjum degi
sem líður og búumst nú við
því að sýningartími myndar
okkar verði hálf önnur klst.
Við komum einnig við i Fær-
eyjum og á Grænlandi — en
mestan áhuga höfum við á
íslandi. Við álítum bæði
þarft og skemmtilegt að gera
mynd sem þessa — bæði hafa
menn á meginlandinu gjarn-
an óljósar hugmyndir um
hvað ísland er — og svo er
það alltaf fróðlegt að kynn-
ast því hvemig fólki tekst
að þvinga náttúruna undir
vilja sinn í harðbýlum hér-
uðum.
Og auðvitað vonum við að
myndin verði góð. Við höf-
um ekki gert kvikmyndar-
handrit og myndin verður til
i daglegu vafstri okkar með
kvikmyndavélar — og við
vitum að minnsta kosti að
nú þegar hefur okkur tekizt
að finna meira efni Qg betra
en við bjuggumst við.
En nú eigum við eftir að
tala við fólkið i landinu. Og
það mætti gjama taka það
fram að við höfum enn ekki
fundið aðstoðarmann og túlk.
J