Þjóðviljinn - 23.07.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.07.1964, Blaðsíða 12
LúBrasveit Reykjavíkur tii Færeyja 1 fyrradag lagði Lúðrasveit Reykjavíkur af stað til Færeyja með tveim flugvélum frá Flug- félagi lslands. Ferðin er farin í boði Bæjarstjórnar Þórshafnar og Hafnar Hornorkester. sem hingað kom í fyrrasumar í boði Lúðrasveitar Eeykjavíkur. | Lúðrasveitin mun leika í Sör- vogi á Vogar, en halda að því búnu til Þórshafnar. 1 Þórs- höfn verða haldnir tvennir inni- tónleikar, á fimmtudags- og föstudagskvöld. Um helg'na verður Lúðrasveitin í Klakksvík en kemur í byrjun næstu viku aftur til Þórshafnar, þar sem hún leikur á Ólafsvökunni, sem hefst 28. júlí. Á Ólafsvökudag leikur Lúðrasveit Reykja víkur á ; aðaltorgi Þórshafnar. Lúðrasveit- in heldur heimleiðis 3. ágúst. Auk þeirra hljómleika, sem þegar eru nefndir, mun verða j leik’ð í Vestmanna, Kvikvik og , á fleiri stöðum. Þátttakendur í Færeyjaförinni á vegum Lúðrasveitar Reykja- víkur eru 44, þar af þrjátíu hljóðfæraleikarar. Fararstjórar eru Ottó Jónsson, Friðfinnur Ólafsson og Helgi Sæmundsson, stjómandi er Páll Pampichler Pálsson en formaður Lúðrasveit- ar Reykjavíkur er Björn Guð- jónsson. Vegna þoku í Færeyjum lentu báðar flugvélamar á Egilsstöð- um og voiu þar í fyrrinótt. Síð- degis í gær er gert ráð fyrir að hópurinn fljúgi svo Færeyja. S/ys í Keriing- arfjöllum 15 ára gamall piltur slasaðist er „hann var að klifra í íshell- um í Kerlingarfjöllum á þriðju- d^gjjyþ,. Hópur fólks 30—40 manns, var í skáln þama. Pilt- urinn, Hörður Harðarson Mjó- stræti 5, var fluttur á sjúkra- bíl frá Selfossi til Reykjavíkur á slysavarðstofuna og er þangað kom reyndist hann viðbeinsbrot- inn en heill að öðru leyti. Hon- j líður nú eftir atvikum vel. j Minningarsjóður dr, Rögnvalds Péturssonar Á 83. ára afmæli síra Rögn- valds Pétirssonar D.D. og dr. phil. stofnuðu frú Hólmfríður Pétursson, ekkja hans, og dóttir þeirra, ungfrú Margrét Péturs- son B.A., sjóð til minningar um hann. Tilgangur sjóðsins er að styrkja kandídata í íslenzkum fræðum frá Háskóla fslands til framhaldsnáms og undirbúnings frekari vxsindastarfa. Ætlunin er að veita nú í ár i fyrsta sinn styrk úr sjóði þessum. Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum er til 10. ágúst n.k. Skal senda umsóknir á skrifstofu Háskóla fslands, sem veitir frek- ari upplýsingar um styrk þenn- an. (Frá Háskóla fslands). Maður bráð- kvaddur um borð í Akraborg f gærmorgun varð maður bráðkvaddur um borð i Akra- borginni er hún var nýlögð af stað frá Akranesi til Reykjavík- ur. Skipið snéri þegar aftur tjl Akraness og var maðurinn lát- inn er þangað kom. Hanp hét Jóhannes Bachmann, til heimilis að Vesturgötu 63 á Akranesi. Jéhannes var 62 ára að aldri, kvæntur Steinunni Ólafsdóttur og áttu þau einn son. Bryggjusmíði á Vopnafírði rt'- Þeir smíða nýja hafskipabryggju á Vopnafirði og búast þeir við, að skip geti Iagzt upp að henni næsta haust. Ekki verður hún þó fullsmíðuð þá. Þeir eru búnir að steypa fjögur ker og hafa lagt þrem á sinn stað. Þá voru þeir að binda járnið í þrjú ker í viðbót. Bryggjuhausinn verður fjörutíu og fimm metrar á breidd og er bryggjan skammt fyrir utan síldarverksmiðjuna á staðnum. Þessir voru að vinna við að binda járnið í óateyptu kerin. Þeir heita talið frá vinstri: Kristján Helgason frá Vopnafirði, Ólafur Leifsson frá sama stað, Sigurður Þorsteinsson frá BlómsturvöIIum í Eyjafirði, Haraldur Eiríksson, Laugamesveg 100, Reykjavík og Magnús Gautsson frá Akureyri. Þeir vinna 11 og hálfan tíma í sólarhring. (Ljósm. Þjóðv. G. M.). Síldarsöltun á Bakkafírði Eitt síldarplan er rekið á Bakkafirði i sumar. Söltunarstöðin heitir Sandvík h.f. og er eign sama hlutafélagsins, sem rekur síldarverksmiðjuna á staðnum. Tuttugu og fimm stúlkur salta á planinu í sumar og heitir planformaðurinn Sigurbjörn Jónsson frá Reykjavík. Síldarplanið saltaði þrjú þúsund tunnur í fyrrasumar og var þá rekið af öðrum eigendum. Voru þeir að sunnan, meðal annars dr. Jakob Sigurðsson. Hérna eru nokkrar síldarstúlkurá planinu og eru auðvitað ekki i síldargallanum af því að ckkert var saltað þann daginn. Þær heita Katrín Jónsdóttir frá Akureyri, Svanhildur Þór- arinsdóttir, Björg Magnúsdóttir, Sólrún Magnúsdó ttir og Jóna Jónasdóttir og eiga allar heima í kaup- túninu. Þær eru náttúrlega með planformanninn á milli sín. — (Ljósm. Þjóðv. Guðgeir Magnússon). Maðkar í fóðurmjöli í Brúarfossi ASTÆÐULAUST AÐ ÓTTAST SKEMMDIR Á NEYZLUVÖRU Er Brúarfoss kom til landsins nýverið, kom í l'jós að skordýr var að finna í fóðurmjöli um borð í skipinu. Ýms- ar sögur hafa spunnizt um þetta mál og er í flestum þeirra gert of mikið úr magni skordýranna í mjölinu, að því er borgarlæknir og forstjóri Eimskipafélagsins tjáðu blaðinu í gær. „Við uppskipun úr mjs Brúar- fossi í dag kom í ljós nokkur mengun skordýra í fóðurkorni. Búið var að ílytja verulegt magn af sekkjavöru úr skipinu í geymslu. Til öryggis var á- kveðið að flytja alla vöruna aftur um borð í skipið og fram- kvæma síðan eyðingu þar. Ástæðulaust er að óttast skemmdir á vörunni vegna eyð- ingarinnar“. Þannig hljóðar fréttatilkynn- ing, sem borgarlæknir lét frá'l sér fara um ,,maðkað hveiti í Brúarfossi" eins og Alþýðublað- ið orðaði það með stóru letri á forsiðu í gær. Málavextir eru þeir að Brú- arfoss kom til Reykjavíkur hinn 15. þ.m. með mjölvöru frá New York. Hiti var mjög mikill í borginni, er mjölinu var skipað út, og í slíkum til- fellum er oft hætta á að ein- hvers konar skordýr taki sér bólfcstu í mjölvörunni. Er Brúarfoss kom til Reykja- víkur og farið var að skipa upp úr honum kom í Ijós að eitthvað var af skordýrum í fóðurmjöli. sem geymt var á botni skipsins. Ákveðið var þá að flytja mjölið aftur um borð í skipið og svæla lestina að innan unz fullvíst væri að ekk- ert væri eftir af ófögnuðinum. Búast má við að eyðingin taki nokkurn tíma, jafnvel fram undir helgi. Verðir hafa verið settir um kornið til að gæta þess að enginn komist þar að fyrr en eyðingin er um garð gengin. Fréttamað.ur átti í gær tal við borgarlækni, Jón Sigurðs- son, og sagði hann að engu væri við fréttat’lkynninguna að bæts af sinni hálfu. Framhald á 3. síðu. Háifíeikur í sddar- kapphiaupinu eystra Neskaupstað, 22/7 — Það virð- ist standa yfir hálfleikur í kapphlaupinu um síldina hér fyrir austan. Mestur hluti flot- an* hefuf legið í fjörðum inni og sólað *ig í þeim steikjandi hita sem hér hefur ríkt síðan fyrir helgi. Á sumum bátunum hafa skipstjórarnir, gefið nokk- urra daga frí og mörg eigin- konan syðra og vestra fengið ó- vænta heimsókn af bónda *ín- um. Þeir kappsömustu hafa þó reynt að góma síldina þrátt fyrir bræluno og barst reytings- afli f Iand fram á daginn í gær. Til síldarverksmiðjunnar hér komu frá því á sunnudag 25 bátar með tæp 3000 mál. Fjór- ir aflahæstu bátarnir voru Guð- björg GK 635 mál, Andri KE 364 mál, Munni ÍS 258 mál og Jörundur II. 154 mál. Klukkan 15 í dag þögnuðu vélar síldar- verksmiðjunnnar eftir að hafa gengið eins og klukka síðan bræðsla hófst 6. júní. Verkefni vantar. Allar þrær tómar. Hafa þá verið brædd rösklega 140 þúsund mál. Frá söltunarstöðvunum er svipaða sögu að segja. Síðast var saltað á tveim plönum í gærmorgun. Það var Lómur KE sem kom með 700 tunnur og Húni II. með 310 tunnur. Alls hefur nú verið saltað hér í 8620 tunnur. Þeir bátar sem fóru út héð- an í gær og í dag munu hafa haldið norður fyrir Langanes. Uposelt er í fyrstu tvœr vetr- arferðirnar með GULLFOSSI Mjög mikil eftirspurn er eftir farþegarúmum í vetrarferðum m.s, Gullfoss og þegar er upp- selt í tvær fyrstu ferCJrnar. Vegna þessarar miklu eftir- spurnar hefur Eimskipafélagið ákveðið að skipið fari eina auka- ferð í desember til Kaupmanna- hafnar og Leith, sem verði með sama fyrirkomulagi og aðrar vetrarferðir. Fer skipið frá Reykjavík 11. desember og verð- ur komið aftur til Rcykjavíkur 26. desember og eiga farþegar í þessari ferð þvi jólahelgina á hafi úti. Byrjað er að selja far- miða í þessa ferð. Ferðaáætlun m.s. Gullfoss fyr- ir árið 1965 kemur út á næst- unni og verður fyrirkomulag ferða hið sama og undanfarin ár. Er byrjað að taka á móti farmiðapöntunum í vetrarferðir eftir áramótin. Eftirspum eftir farþegarúm- um er jafnan mikið með m.s. Gullfoss á sumrin og hefuT stundum farið langt fram úr þvi sem unnt hefur verið að anna. Hins vegar hefur farið í vöxt, að fólk láti taka frá fyrir sig farmiða með skipinu, sem það síðar notfærir sér ekki, en fyrir vikið hefur öðrum verið neitað um farþegarúm sem stendur ó- notað. Þetta hefur að vonum mælst illa fyrir og til þess að ráða bót hér á mun ‘Eimskipá- félagið framvegis hafa þann hátt á að þeir sem óska eftir að farþegarúm sé tekið f^ágreiða kr. 500f,00 upp í andvirði far- miðans sem tryggingu fyrir því að hann verði notaður. Nokkr- ir farmiðar sem ekki hafa ver- ið sóttir eru nú fáanlegir í ferð- um Gullfoss í ágúst og sept- ember. Landsýn efnir til Borgarfjarðarferðar Um næstu helgi efnir ferðaskrifatofan Landsýn til tveggja daga ferðar um Borgarfjörð. Verður lagt af stað frá Týsgötu 3 kl. 9 á laúgardagsmorgun og komið í bæ- inn aftur á sunnudagskvöld. Fararstjóri verður Páll Berg- þórsson veðurfræðingur sem er manna kunnugastur á þess- um slóðum. Þjóðviljinn átti í gær stutt tal við Pál um ferðina. Sagði hann að þetta væri ein af feg- urstu leiðum í þessum lands- hluta og yrði farið bæði um fjölbreytt fjalllendi og eyðistaði og blómlegar byggðir. ■ Ekið verður um Þingvelli og norður Kaldadal en þar verður stanzað norðan til á dalnum þar sem vel sést til jökla og norð- ur yfir fjöllin ofan við Borg- arfjörð en Þórisjökull og Geit- landsjökull gnæfa yfir austan Kaldadal j næsta nágrenni. Þá verður förinni haldið áfram að Bamafossi þar sem snætt verður nesti i skjólsælu og fögru hrauninu. Því næst verður farið um Húsafell og geta þeir sem það vilja reynt við kvíahellu séra Snorra. Þar skammt frá er einnig draugaréttin þar sem séra Snorri setti niður sendi- ingar, þó ekki allar því að sum- um kom hann fyrir í Surtshelli og segir sagan að eitt sinn er hann var á leið þangað með sendingu hafi hann bundið drauginn við ístaðið á meðan hann þáði beina í Kalmanns- tungu. Næst verður farið í Víðgelmi í Hallmundarhrauni en þar sjást m.a. merki um mannavist, senni- legr, frá útilegumannabyggð. Að kvöldi verður haldið niður Hvit- ársíðu og snæddur kvöldverður að Varmalandi en tekin gisting að Logalandi i Reykholtsdal. Á sunudagsmorgun verður Reykholtsstaður skoðaður, m.a. Snorralaug og aðrar fommenj- ar en síðan verður ekið að Varmalandi aftur og snæddur þar hádegisverður. Eftir mat verður haldið upp í Norðurárdal að Hreðavatni og skoðuð paradís Vigfúsar, hraun, skógur og vatn. Frá Hreðavatni verður haldið he'mleiðis sem leið liggur en komið verður við í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kirkjan skoðuð en þar hefur nýverið verið sett upp ný altar- istafla, freskómálverk eftir f nnskan listamann, og er ný- búið að opna kirkjuna aftur til sýnis fyrir ferðamenn. Fólk þarf að hafa með sér svefnpoka og nesti a.m.k. að nokkru leyti, en nánari upplýs- ingar um ferðina ve:tir skrif- stofa Landsýnar, Týsgötu 3,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.